Morgunblaðið - 12.03.1988, Síða 11

Morgunblaðið - 12.03.1988, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 11 Líf á lands- byggðinni eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur Hér á landsbyggðinni kaupa menn blöð og lesa, horfa á' sjónvarp og hlusta á útvarp, ræða fréttir dægurmál svona eins og gerist og gengur þegar fundum manna ber saman. Auðvitað fór ekki fram hjá neinum heim- sókn bangsa greysins í Fljótin sem endaði á svo mjög umtalaðan hátt, þeir létu sig hafa það Fljótamenn að skjóta hann og það meira að segja ekki með réttri gerð af riffli að sögn þeirra sem vita hafa á slíkum málum hér á landi og þar af leiðandi eru dómbærir. Fljótin eru svo til næsti bær hérna við Þin- geyjarsýsluna og því teljum við okkur málið skylt. Eins og „dýravinir" í Reykjavík segja, var hart að drepa þetta ársgamla grey þó að í einhveijum gömlum lagabálkum standi að bjamdýr séu rétt-dræp hvar sem þau ganga á land á þessu hólmagreyi sem enn er kallað- ur ísland, en það er margt sem breytist og maður veit aldrei nema fyrrihluti nafnsins þ.e.a.s. Is- verði fellt niður og með tímanum komi í staðinn t.d. Stór- eða Mikla-. Ég skil vel sjónarmið „dýravina“ því þetta bjamartetur hefði þó aldrei gert annað en að drepa búfénað bænda og kannske ein- hveijar krakkanómr sem leið hefðu átt á milli bæja. Já, þetta var fljótfæmi af þeim í Fljótun- um, ekki síst þar sem það er yfirlýst stefna að fækka öilu á landsbyggðinni hvort sem er og bangsinn hefði vel getað komið þar að gagni. En samt er nú eins og mönnum hér sé „En samt er nú eins og mönn- um hér sé sárt um börn og búfénað svo að ég er hrædd um að Þingeyingar grípi líka til byssuhólkanna ef bangsar ganga hér á land sem eftir sögum að dæma hefur æði oft komið fyrir þegar hafís legst að landi, jafnvel eru til sagnir um að bjarndýr hafi lagt leið sina að Bjamastöðum í Bárðardal sem eru um 70—80 km. frá sjó.“ sárt um böm og búfénað svo að ég er hrædd um að þingeyingar grípi líka til byssuhól- kanna ef bangsar ganga hér á land sem eftir sögum að dæma hefur æði oft komið fyrir þegar hafis legst að landi, jafnvel em tii sagn- ir um að bjamdýr hafi lagt leið sína að Bjama- stöðum í Bárðardal sem em um 70—80 km. frá sjó. En sleppum bangsa því það er nú með hann eins og sálina hans Jóns: hann er „giat- aður hvort sem er“. Nú er góa og hefst hún, eins og allir vita, með konudeginum, þá fara flestir bændur á fætur með fyrra móti og læðast fram í eld- hús, hita kaffi og færa konum sínum í rúmið áður en þeir fara að gefa kúm og kindum, en það er bara þennan eina dag á ári sem frúmar njóta slíks forgangs. Allir bændur gefa konum sínum blóm á konudaginn, ýmsir karlaklúbbar sjá þar íjár- öflunarleið, hlaða bfla sína blómum, keyra um sveitir og selja blóm svo ekki þarf að gera sér ferð í blómabúðir. Kannske finnt einhveijum skrýtið að heyra talað um blóma- búðir á landsbyggðinni. Þingeyingar sækja flestir verslu til Húsavflcur og þar em a.m.k. þijár blómabúð- ir mjög góðar. Vestustu sveitir Þingeyjarsýslu sækja verslun til Akureyrar og þar er auðvitað úr nógu að velja. Þegar lokið er öllu umstangi sem tilheyrir þorrablótum er hert á æfingum leikfélaga, kóra og hljómlistar margskonar hjá þeim sem ætla að koma fram opinberlega með vor- dögunum. Söngur og hljómlist hafa alltaf verið í há- vegum höfð hér í Þingeyjarsýslu og reyndar á öllu Norðurland. Þó að harðbýlt og stijálbýlt sé víða og engan veginn auðvelt að sækja æfíngar, oft í ófærð og slæmum veðmm, láta menn næst- um að segja ekkert aftra sér frá að koma saman ef félagsmálin em annarsvegar. Tónlistarkennsla er við alla bama- og fram- haldsskóla hér um slóðir og við þá kennslu er vel menntað hæfileika fólk. Við skólana er kennt á flest algeng hljóðfæri og þar ern æfðir kórar og víða lúðrasveitir. Skólamir halda tónlistarkvöld og árshátíðir þar sem nemendur skila ótrúlega vel unnum verkefnum. í Þingeyjarsýslu hafa verið góð veður und- anfarið og jafnvel bmgðið til blota, en snjór- inn hefur haldið stöðu sinni að mestu, harð- barin fönn í öllum lautum og slökkum og reyndar svo samfelld að ekki er nema holt og hólar snjólaus og rindar í fjöllum, þetta er næstum því óskasnjólag fyrir vélsleða- menn, en skíðagarpar telja gangfæri ekki gott niðri í sveitum. Höfundur býr í Ámesi í AðaJdaJ og mun skrifa reglulega greinar i Morgunblaðið um lífið á landsbyggðinni. Borgarafundur, Neskaupstað: Sækjum valdið suður BÆJARSTJÓRNIN á Neskaup- stað gengst í dag, laugardag, fyrir almennum borgarafundi undir kjörorðinu Sækjum valdið suður. Fundurinn hefst í Egilsbúð klukkan 16. Eftirfarandi framsöguerindi verða flutt: 1. Bæjarfélagið, frummælandi Asgeir Magnússon bæjarstjóri. 2. Sjávarútvegsmál, fmmmæl- andi Finnbogi Jónsson fram- kvæmdastjóri. 3. Verslun og viðskipti, fmm- mælandi Ingi Már Aðalsteinsson kaupfélagsstjóri. 4. Samgöngumál, frummælandi Albert Einarsson skólameistari. Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður þar sem fyrir svömm verða fultrúar þeirra flokka sem eiga fulltrúa á þingi fyrir Austurland auk frummælenda. I fundarboði segir að það sé hug- mynd bæjarstjómar að fundurinn marki upphaf nýrrar og öflugrar sóknar fyrir bættri stöðu lands- byggðarinnar. --------|-------- Inniflísar Hafnarfjörður Nýjar íbúðir í byggingu Kynning verður á íbúðum í byggingu við Suðurhvamm og Fagrahvamm laugardaginri 12.3. og sunnudaginn 13.3. frá kl. 1-6. Teikningar á staðnum. HRAUNHAMARhf Sími 54511 A A FASTEIGNA-OG _■ ■ SKIPASALA aA Reykjavikurvegl 72. I Hafnarflrðl. S-54511 Sölumaður: Magnús Emilsson, hs. 53274. Lögmenn: Guðmundur Kristjánsson hdl., Hlöðver Kjartansson hdl. 911RÍ1 —911711 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS Z.II3U 410/U LOGM JOH Þ0RÐARS0N HDL Til sýnis og sölu auk annarra eigna: 3ja herh. íbúðir við: Öldugötu. 3. hæð 79,9 fm. Öll eins og ný. Risherb. fylgir. Þríbýli. Laus strax. Skuldlaus. Melabraut - Seltjnes. 1. hæð 93,9 fm. Sérhiti. Mjög góð. Bilsk. 32,3 fm. Útsýni. Langtimal. kr. 700 þús. Mávahlíð. 2. hæð 81,6 fm. Nýmáluö. Endurbætt. Fjórbýli. Skuldlaus. Laus strax. Efstahjalla - Kóp. Á efri hæð 79,1 fm nettó. Úrvalsíb. Sólsv. Útsýni. Ágæt sameign. Geymslu- og föndurherb. i kj. Ákv. sala. Stórt og glæsilegt Endaraðh. á útsýnisst. i smiðum v/Funafold skammt frá Gullinbrú i Grafaivogi. Tvöf. bílsk. Fokh. í haust. Allur frág. fylgir utanhuss. Byggj- andi er: Húni sf. Þetta er síðasta óselda húsið í þessum byggflokki. Laus strax - stór bflskúr Mjög góð 4ra herb. íb. v/Ásbraut í Kóp. Á 1. hæð i enda 92,7 fm nettó. Sérinng. Þvottah. og geymslur í kj. Ágæt ný endurbætt sam- eign. Laus strax. Hagkvæm skipti Til kaups óskast 4ra herb. góð íb. helst i lyftuh. v/Fannborg eða Hamra- borg í Kóp. Skipti mögul. á góðu raðh. í nágrenninu m. stórum bílsk. í nýja miðbænum eða nágrenni Óskast til kaups 4ra herb. góö íb. á 1. eöa 2. hæö. Skipti mögul. á litlu raðh. á úrvals stað í Vesturborginni. Um 200 fm einbýlishús óskast til kaups á góðum stað í höfuborginni eöa nágr. Rétt eign verð- ur borguö út. Afh. eftir samkomul. SIMAR Opið í dag frákl. 14.00-17.00. Ath. breyttan opnunartíma. AIMENNA FASTEIGHASAIAM LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 KYNNING Á MEDICUS, SÉRHÆFÐUM HUGBÚNAÐI FYRIR HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTUNA • Medicus hugbúnaður • IBM PS/2 einvalatölvur • IMettengingar fyrir IBM PS/2 einvalatölvur • Clipper dBase þýðandi • Upplýsingakort (Info Card) Upplýsingakort eru bylting í geymslu upplýsinga. Þau eru á stærð við greiðslukort en geyma á tölvu- tæku formi allt að 2 mb. af upplýsing- um sem breyta má að vild. Athyglis- verður kostur fyrir ma. heilbrigðis- þjónustu, banka, öryggisgæslu og iðnað. Kynning í dag og á morgun, frá kl. 10 til 18 Medicus hugbúnaður auðveldar læknum og starfsfólki heilsugæslustöðva skráningu og bókhald, minnkar skriffinnsku og léttir störf í samskiptum við sjúklinga. Heildarlausn fyrir heiibrigðisþjónustuna. hjarni hf Brekkugötu 2 Hafnarfirði Sími 652277

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.