Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 63 KORFUKNATTLEIKUR Dómstóll ÍSÍ aflétti banni ívars Webster Má byrja að leika með Haukum strax Banninu sem dómstóli Korfu- knattleikssambands íslands dæmdi ívar Webster, leikmann Hauka, í fyrir skömmu, var í gær aflétt af dómstóls íþróttasam- bands íslands. ívar missti fimm leiki úr en getur verið með Haukum í þeim þremur leikjum sem liðið á eftir í Úrvals- deildinni, gegn ÍR, KR og Breiða- bliki, og svo í úrslitakeppninni, ef liðið nær að tryggja sér sæti Ivar Webster. þar. fvar lék hvorugan leikinn gegn B-liði Njarðvíkur í bikar- keppninni og heldur ekki úrvals- deildarleikina gegn Val, Grindavík og Njarðvík. Dómstóll KKÍ dæmdi hann á sínum í bann til 1. apríl. Upphaf þessa máls er hnefahögg sem ívar veitt Bimi Hjörleifssyni, leikmanni Breiðabliks, er þeir gengu til búningsklefa í leikhléi viðureignar liða þeirra í úrvals- deildinni 12. desember sl. BADMINTON / LANDSLEIKUR Öruggur sigur á Bandaríkjunum ÍSLAND sigraði Bandaríkin, 4:1, í landsleik í badminton í TBR-húsinu í gærkvöldi. Eini vinningurinn sem Bandaríkin fengu var einliðaleikur kvenna, sem Þórdfs Edwald neyddist til að gefa vegna meiðsla. Sigur íslands var næsta auð- veldur, aðeins þurfti oddalotu í einni viðureign, í tvíliðaleik karla. Broddi Kristjánsson byrjaði á því að sigra Chris Jogis, þrefaldan bandarískan meistara, ömgglega í einliðaleiknum, 15:7, 15:8. Þá var komið að tvíliðaleik karla þar sem Armann Þorvaldsson og Ámi Þór Hallgrímsson sigmðu þá John Britt- onogChrisJogis 15:9,9:15,15:9. í tvfliðaleik kvenna sigmðu Elísabet Þórðardóttir og Inga Kjartansdóttir þær Lindu French og Pamelu Ow- ens 15:8,15:10. Síðasta viðureignin var tvenndarleikur þar sem Guð- mundur Adolfsson og Inga Kjart- ansdóttir sigmðu John Britton og Pamelu Owens 15:13, 15:11. Þórdís Edwald meiddist strax í fyrsta leik, tognaði á fæti og varð að hætta. GETRAUNIR Risapottur Það er allt útlit fyrir að pottur- inn í Getraunum verði með stærsta móti í dag. Um síðustu helgi gekk vinningurinn ekki út og ofan á það bætist að nú er svoköll- uð „Sprengivika" en þá er bætt álitlegri summu við pottinn. Vinningspotturinn um síðustu helgi var 1,1 miljón kr. en gekk ekki út þar sem enginn var með 12 rétta og reyndar aðeins þrír með 11 rétta. Sú upphæð bætist því við söluna í þessari viku og potturinn er því a.m.k. þrefaldur og það er mjög líklegt að vinningsupphaeðin verði rúmar þrjár miljónir í dag. í síðustu „Sprengiviku" var aðeins einn með 12 rétta, ungur Kópavogs- búi og fékk hann í sinn hlut rúm- lega hálfa þriðju miljón. Á getraunaseðli helgarinnar em þrír leikir úr ensku bikarkeppninni, en aðrir leikir em úr deildakeppn- inni. Morgunblaðiö/Börkur Broddl Kristjánsson, nær myndavélinni, fjaðurboltann yfír netið (viðureign- inni gegn Chris Jogis í einliðaleiknum. KORFUBOLTI Elrflcur Slgurðsson. BLAK ÍS sigraði KAnyrðra STÚDENTAR sigruöu KA, 3:2, í úrslitakeppni íslands- mótsins íblaki karla á Akur- eyri í gærkvöldi, í hörku- spennandi og skemmtileg- um leik. IS vann fyrstu hrinuna 9:15, heimamenn þá næstu 15:9, Stúdentar svömðu í sömu mynt og unnu aftur 9:15 en í fjórðu hrinu mglaðist kerfið og KA- menn unnu 15:8! Oddahrinan vár síðan löng og spennandi en Stúdentar höfðu betur, 15:11. Með þessum eyja deildarmeistarar Stúdenta enn möguleikaá íslandsméiataratitl- inuni, þó svo Þróttarar standi betur að vígi. Skúli Unnar Sveinsson skrífar fráAkureyrí KORFUKNATTLEIKUR / OLYMPIULEIKAR KKÍ hættir við þátt- töku í undankeppni ÓL Körfuknattleikssamband ís- lands hefur ákveðið að hætta við þátttöku í undankeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í Hollandi í sumar. Stjóm Ólympíu- nefndar íslands sá ekki ástæðu til að styrkja KKÍ til fararinnar og því var hætt við ferðina, enda fjár- hagslegur gmndvöllur ekki fyrir hendi. Þetta kemur sér mjög illa fyrir okk- ur, enda vomm við búnir að gera ráð fyrir styrk frá Ólympíunefnd- inni og okkur fínnst það undarlegt að KSÍ skuli fá styrk til undan- keppni en ekki við,“ sagði Kristinn Albertsson, gjaldkeri KKÍ, ( sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Við emm búnir að vinna mikið starf við undurbúning þessarar ferðar og það er því mjög slæmt fyrir okkur að þurfa að hætta við, en upphæðin sem við fómm fram á er ekki nema helmingur þess sem KSÍ fær. Þessi forkeppni fer fram í Hollandi og stendur í tvær vikur, frá 28. júní til 10. júlí og síðustu vikur höfum við verið að kanna hvaða þjóðir ætla að taka þátt i keppninni. Það em rúmlega 20 þjóðir sem taka þátt í mótinu, en þetta er líklega stærsta körfuknattleiksmót sem haldið hefur verið í Evrópu frá upp- hafí. Meðal þjóða sem taka þátt í mótinu em margar svipaðar að styrkleika og íslendingar og því er það mjög slæmt fyrir okkur að missa af þessu tækifæri." Knattspymusamband íslands er eina sérsambandið sem hefur verið styrkt til undankeppni Ólympíuleik- anna í Seoul. KSÍ fékk 400.000 kr. í fyrra og mun fá svipaða upphæð á þessu ári. „Það geta ekki allir fengið pening hjá okkur þó að slíkt væri óskandi og það hefur verið regla hjá okkur að styrkja ekki sérsambönd til þátt- töku ( undankeppni nema þau eigi vemlega möguleika á að komast áfram," sagði Gísli Halldórsson formaður Ólympíunefndar íslands í samtali við Morgunblaðið í gær. „KSÍ var þó undantekning frá þess- ari reglu og þar em enn möguleik- ar fyrir hendi. Þar að auki kom umsókn KKÍ óvenju seint og það var lítill tími til stefnu." Dýrmæl stig til Þórsara Framlengdur spennuleikurá Akureyri „ÉG ER geysilega ánægður með sigurinn í kvöld, en við vorum klaufar að missa þetta niður í jafntefli. Við erum nú komnir upp fyrir Breiðablik á botninum, en þetta er þó ekki búið. En þeir gætu auðvitað náð okkur, þannig að þetta er ekki búið. Og svo eigum við eftir úrslitaleikina við lið úr 1. deild,“ sagði gamla brýnið Eiríkur Sigurðsson, sem tryggði Þórsigurá UBK, ígær- kvöldi. Það var greinilegt að mikið var í húfí því leikmenn vom taugaóstyrkir og gekk illa að hitta ofan í körfuna til að byija með. ■■■■■i Þórsarar höfðu þó Anton lengstum frum- Benjaminsson kvæðið og komust skrífarfrá um miðjan ureyn hálfíeik í átta stiga forskot, sem var mesti munur í leiknum. Blikar skriðu svo yfír og leiddu með einu stigi í hálfleik. A síðustu sekúndu fyrri hálfleiks grýtti Bjami Össurarson, Þórsari, knettinum frá sínum eigin vallar- helmingi og ofan í! Skoraði þar með þriggja stiga körfu, sem reyndist dýrmæt er upp var staðið! Seinni hálfleikur var mjög jafn og spennandi, liðin skiptust um að hafa forystu, og hleyptu andstæð- ingnum aldrei langt fram úr. Geysi- leg barátta einkenndi leikinn. Er 14 sek. vom eftir af venjulegum leiktíma og staðan 86:87, fékk Þór víti, og Eiríkur Sigurðsson skoraði úr öðra þeirra. Framlengt var og Þórsarar reyndust sterkari á enda- sprettinum. Aftur var Eiríkur ( sviðsljósinu í lok framlengingarinn- ar. Gerði þriggja stiga körfu og skoraði svo úr víti á síðustu sekúnd- unum. Tryggði Þór þar með dýr- mætan sigur. Guðmundur Bjömsson, Bjöm Sveinsson, Eiríkur Sigurðsson og Bjami Össurarson léku allir vel hjá Þór og hjá Blikum vom Kristján Rafnsson og Kristinn Albertsson bestir. Einnig var Guðbrandur Stef- ánsson sterkur. Þór-UBK 97 : 95 íþróttahöllin ó Akureyri, úrvaisdeildin í körfuknattleik, fostudaginn 11. mars 1988. Gangur leiksins: 6:6, 14:14, 20:14, 25:17, 33:33, 43:44, 50:48, 60:62, 69:70, 73:74, 82:81, 84:87, (87:87) - 92:89, 93:93, 97:95. Stig Þórs: Guðmundur Bjömsson 20, Eiríkur Sigurðsson 17, Björn Sveinsson 17, Bjami össurarson 12, Ágúst Guð- mundsson 9, Jón Már Héðinsson 8, Konráð óskarsson 6, Jóhann Sigurðs- son 6, Einar Karlsson 2. Stíg UBK: Kristján Rafnsson 21, Kristinn Albertsson 19, Guðbrandur Stefánsson 17, Sigurður Bjamason 12, Hannes Nesley 11, Ólafur Adolfsson 10, Óskar Ðaldursson 5. Áhorfendur: 53. Dómar&r: Gunnar og Sigurður Val- geiresynir, og dœmdu erfiðan leik vel. Staðan UMFN... ...14 12 2 1236:1023 24 ÍBK 11 3 1094: 930 22 Valur ...13 8 6 1022: 883 16 KR ...14 8 6 1136: 999 16 Haukar.. ...13 7 6 964: 920 14 UMTO.... ...14 7 7 1024:1016 14 IR ...13 6 7 951: 977 12 Þór ...16 2 13 1126:1456 4 UBK ...14 1 13 807:1165 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.