Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / SKÍÐI A-hópur skíðakennslunnar í Hlíðarfjalli. Andrés Pétursson 200 krakkar stunda skíða- æfingar hjá SRA að var svalt í veðri er blaða- maður unglingasíðunnar ákvað að heilsa upp á hressa krakka sem stunda skíðaæfingar í Hlíðar- fjalli við Akureyri í Andrés síðasta mánuði. Pétursson Mikill áhugi er að skrifar vanda hjá krökkum og unglingum á Ak- ureyri á skíðaíþróttinni og eru það vel yfir 200 krakkar sem mæta á skíðaæfíngar hjá Skíðaráði Akur- eyrar. Að sögn Guðrúnar Frímanns- dóttiir kennara þá er mjög mikill áhugi hjá krökkunum og láta þau ekki kuldabola stöðva sig í því að mæta á skíðaæfingu. Skíðaráðið stendur fyrir æfíng- um og er krökkunum skipt í hópa eftir aldri. Þegar blaðamaðurinn var á staðnum var yngsti hópurinn á æfíngu. Þetta eru krakkar 10 ára og yngri. Hópurinn samanstendur af um 60—70 krökkum og er honum skipt í tvo hópa eftir getu, A og B. Blaðamaðurinn fylgdist fyrst með hópi B og var þar mikið fjör. Þau voru í neðstu lyftunni og þar var verið að æfa plóginn. Þau gáfu sér þó samt tíma fyrir eina mynda- töku. Síðan fór blaðamaðurinn og fylgdist með A-hópnum. Þar sko ekkert gefíð eftir, farið efst í fjallið og alls konar æfingar framkvæmd- ar. Hefðu margir eldri og reyndari skíðamenn hugsað sig tvisvar um áður en þeir legðu út í svoleiðis þrautir. Skemmtilegast að gera þrautir Nú fór að líða að hádeginu og blaðamaðurinn leitaði skjóls í hótel- inu við Hlíðarfjall. Þar inn komu líka flestir krakkamir og við sett- umst hjá fjórum hressum stúlkum úr Síðu og Lundaskóla. Þær heita Helga Kristín Halldórsdóttir, Dagný Linda Kristjánsdóttir, María Benediktsdóttir og Guðrún Valdís Halldórsdóttir. Þær þtjár fyrr- nefndu eru 7 ára en Guðrún er 9 ára. Þær hafa flestir æft með Skíðaráðinu í 1—2 ár og allar voru sammála því að skíði væru skemmtilegasta íþrótt sem þær stunduðu. Stelpurnar mauluðu brauð og drukku heimatilbúið kakó meðan þær ræddu við blaðamann- inn og sögðust þær alltaf koma með sitt eigið nesti upp í fjallið. Eftir að hafa rætt um heima og geima við stúlkumar góða stund var komið að því að æfingarnar hæfust að nýju og kvaddi því blaða- maðurinn þær stöllur og óskaði þeim góðs gengis í brekkunum. „Gaman að keppa á Andrésar Andar-leikum“ - segja þeirfélagarHlynur Jónsson og HjörturJónsson Hlynur og Hjörtur em tveir hressir strákar sem æfa með SRA. Hlynur er gallharður Þórsari en Hjörtur er KA-maður en þessi tvö félög standa saman í skíðaí- þróttinni og mynda Skíðaráð Akur- eyrar. Þeir félagar eru báðir átta ára gamlir og hafa mætt á skíðaæfing- ar í tæpt ár. Báðir æfa líka knatt- spymu og þá hvor með sínu félag- inu eins og áður sagði. A þessum árstíma tekur skíðaíþróttin mun meiri tíma og mæta þeir þrisvar í viku á æfíngar upp í Hlíðarfjall. A sunnudögum mæta þeir síðan á inn- anhússæfíngar í fótbolta. Þeir vom báðir mjög ánægðir með skíðaæf- ingamar og sögðu við blaðamann- inn að stundum væm æfíngamar dálítið erfíðar. En það gerði ekkert til því þannig lærðu þeir lang mest. Hjörtur sagði að Andrésar Andar leikamir á skíðum væm mjög skemmtilegir og tók Hlynur undir það með félaga sínum. Ekki vildum við tmfla þá félagana frá matnum og heitu kakóglasi þannig að við þökkuðum þeim fyrir spjallið og óskuðum þeim góðs gengis á And- résar Andar leikunum í ár. Hlynur Jónsson og HJörtur Jónsson. Morgunblafiið/Andrés Pétursson GuArún Halldórsdóttir, Daníel Páll Víkingsson, Brynja Kristjánsdóttir og Jóhann Þórhallsson. Það getur stundum verið gott að hafa kennarann B-hópur skíðaæfínganna í Hlíðarfjalli. nálægt ef eitthvað skyldi út af bregða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.