Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988
49
Minning:
Soffía Bogadóttir
frá Brúarfossi
Það var nokkru eftir 1960 að
fullorðin sveitakona ofan af Mýrum,
Soffía Bogadóttir að nafni, tók að
sér vinnu nokkra daga í viku á
heimili mínu í Suðurgötunni, og fór
svo að hún varð viðloðandi hjá okk-
ur um nokkurt árabil. Soffía hafði
verið einhver ár í Reykjvík þegar
þetta gerðist, en ættuð var hún frá
Brúarfossi á Mýrum. Eftir lát for-
eldra sinna og þangað til hún flutt-
ist á malbikið, þá komin á sjötugs
aldur, hafði hún verið í sambýli við
bræður sína tvo, Teit og Jóhannes,
sem bjuggu áfram á Brúarfossi.
Þriðji bróðir þeirra systkina, Helgi,
og sá eini sem skilur eftir sig af-
komendur, bjó ekki á Brúarfossi.
Það var mikið happ fyrir okkur
fjölskylduna að fá til okkar þessa
mætu konu sem geislaði af velvild
og umhyggjusemi. Hún flutti með
sér inn á heimilið andblæ þeirrar
traustu sveitamenningar sem nú er
því miður að líða undir lok. Á þess-
um árum voru synir okkar að vaxa
úr grasi og tók hún strax miklu
ástfóstri við þá og bar hag þeirra
fyrir btjósti alla tíð síðan. Þær voru
ófáar buxumar af þeim sem hún
bætti og sokkamir sem hún stagaði
í, °g þyrfti húsbóndinn að láta festa
á sig tölu var það ekki tiltökumál.
Fyrir húsmóðurina var Soffía á við
góðan kvennaskóla. Hún kenndi
mér að prjóna sokka og vettlinga,
gera slátur og baka flatkökur. En
þessi aldna sveitakona gerði meira
en að bæta verkmenntun mína.
Málfar hennar var með þeim hætti
að í návist hennar sátum við á stöð-
ugum skólabekk. Margur íslensku-
kennarinn eða fjölmiðlafræðingur-
inn mættu vel við una að hafa á
valdi sínu öll þau blæbrigði tung-
unnar sem henni vom töm. Hugsun
sína setti hún fram á skýran hátt
og orðaval hennar var ætíð mark-
visst. En það er fleira í fari þessar-
ar alþýðukonu sem mun verða okk-
ur minnisstætt, svo sem hin með-
fædda háttvísi og tillitssemi við alla.
Og þessi kona, sem hafði það fyrir
ævistarf að þjóna öðmm, bjó yfir
einstakri reisn, reisn þeirrar mann-
eskju, sem búin er hinum bestu
mannkostum og hefur aldrei ánetj-
ast ásókn í gerviverðmæti.
Eins og fyrr segir var Soffía
komin af léttasta skeiði þegar hún
fluttist til Reykjavíkur, en henni
gekk þó vel að aðlagast borgar-
bragnum. Það var henni mikill
styrkur að eiga hér fyrir ættingja
og ýmsa góða kunningja. Tryggðin
við æskustöðvamar lifði með henni
alla tíð og þangað fór hún hvert
sumar meðan hún mátti.
Síðustu tíu ár ævi sinnar var
Soffía vistmaður á Dvalarheimili
aldraðra í Borgamesi. Hún undi hag
sínum vel, þakklát fyrir þá umönn-
un sem hún naut. Eftir að Soffía
fluttist í Borgames kom hún aðeins
einu sinni suður til Reykjavíkur og
dvaldi þá með mér eina dagstund.
Hafði hún þá í farteski sínu sokka-
plögg sem hún hafði pijónað, þá
orðin sjónlítil og heilsutæp. Bað hún
mig að senda plöggin yngsta syni
okkar, sem þá dvaldist við nám
erlendis. Alltaf var hún sjálfri sér
lík, þessi öndvegiskona!
Leifur Gísli Run-
ólfsson - Minning
Fæddur ll.júní 1935
Dáinn 4. mars 1988
„Svanir fljúga hratt til heiða,
huga minn til ijalla seiða.
Vill mér nokkur götu greiða?
Glóir sól um höf og lönd.
Viltu ekki löngun leiða
litla bamið þér við hönnd?
Nú fínn ég vorsins heiði í hjarta.
Horfin, dáin nóttin svarta.
Ótal drauma blíða, bjarta
barstu, vorsól, inn til mín.
Það er engin þörf að kvarta,
þegar blessuð sólin skín.“
(Stefán frá Hvítadal)
Þökkum samfylgdina og biðjum
góðan guð að geyma hann.
Málfriður Kristjánsdóttir
og börn
Ég vil þakka Gísla allar okkar
góðu stundir saman heima í
Hundadal og mun ávallt minnast
hans sem góðs frænda og vinar.
„Sem gull í öskjum góðir eru vinir
þeir geymast þótt ei stöðugt lítum þá,
og ávallt verða öðruvísi en hinir
sem aðeins muna, dveljum við þeim hjá.
Það fellur ei á gullið þó að geymist,
þó „goð“ má aldrei verða neinni sál.
Og sannur vinur geymist, en ei gleymist
því göfgin sanna reynist aldrei tál.“
(Ó.Á. „í Birtu daganna“)
Ég bið guð að geyma góðan
dreng. Blessuð sé minning hans.
Linda Dögg
Að leiðarlokum, þegar Soffía er
öll, finn ég glöggt að ég á henni
skuld að gjalda og það er gott að
minnast hennar. Nú verður hún lögð
í mold meðal ættmenna sinna í
kirkjugarðinum á Ökrum í Hraun-
hreppi og megi guðs blessun fylgja
henni. Fjölskylda mín og ég sendum
bróður hennar, Jóhannesi, sem einn
er á lífí þeirra systkina og svo öðr-
um ættingjum hugheilar samúðar-
kveðjur.
Hildigunnur Hjálmarsdóttir
Það var aðfaranótt fímmtudags-
ins 4. mars sem mig dreymdi þessa
elskulegu konu. Hún hélt í höndina
á mér, og varð mér hugsað í
draumnum: Blessuð Soffía, hvað
ætli sé að hjá henni? Þá vildi svo
einkennilega til að hún leið frá
mér, en ég hélt hendinni eftir, sem
var bara orðin að uppþomuðu hismi,
svo ég henti því í ruslafötuna. Þar
sem þetta var bara skrítinn draum-
ur sagði ég um morguninn þegar
ég kom í vinnuna, að mig hefði
dreymt gömlu konuna og draumur-
inn hefði verið svolítið einkennileg-
ur.
Á föstudag kom bróðursonur
hennar til mín og sagði mér að hún
væri látin, svo þar er komin skýr-
ingin á þessari visnu hendi.
FVá því ég kynntist Soffíu fyrir
23 árum síðan, hef ég alltaf haldið
vináttu við hana. Hún var sérstakur
persónuleiki, sem sagt kona sem
mér líkaði vel við. Hún var elskuleg
í öllu viðmóti, há og grönn og tígu-
leg á fæti, mjög skemmtileg og
ekki frítt við smá grínuga kímni
hjá henni.
Ég kann nú ekki að rekja ættir
hennar en hún var yngst bama
þeirra hjóna Boga Helgasonar og
Guðbjargar Jóhannesdóttur á Brú-
arfossi á Mýmm. Þar var hún alin
upp ásamt þremur bræðrum sínum,
þeim Helga, Teiti og Jóhannesi.
Hún bjó alla sína tíð í foreldrahús-
um að undanskyldum fáeinum vetr-
um sem hún var í Reykjavík þá
komin mjög til ára sinna.
Ég held að ég muni það rétt að
hún fór til dvalar á Dvalarheimili
aldraðra í Borgamesi 1981, og þar
undi hún vel dvölinni og var þakk-
lát fyrir þá góðu umönnun sem hún
hlaut sín síðustu æviár, ásamt Jó-
hannesi bróður sínum, sem lifír
systur sína, nú orðin 95 ára.
Soffía Bogadóttir var fædd 8.
september 1894, svo ekki get ég
sagt að þeir deyi ungir sem guðim-
ir elska, en ég er ekki í nokkmm
vafa um að guðimir elska ekki síður
það fólk sem nær þetta háum aldri,
því einhver er tilgangurinn að láta
suma verða eldri en aðra. Ég hefi
alltaf þá trú að allt sé fyrirfram
ákveðið sem á okkur er lagt og
engin fari fyrr en hann á að fara.
Ég veit að Soffía mín blessunin var
orðin nokkuð þreytt og síðast þegar
ég sá hana nokkm fyrir jól þá sagði
hún að nú færi þetta að smá stytt-
ast, sem það gerir hjá okkur öllum.
Hún varð fyrir því óhappi fyrir
nokkmm dögum að detta og hand-“
leggs- og lærbijóta sig, svo það
má segja að hvfldin hafi komið í
góðar þarfír, því ekki er gott fyrir
aldrað fólk að þurfa að þjást lengi,
þegar svona hörmulegt slys ber að
höndum.
Ég leyfí mér að þakka Soffíu
allar þær ánægjustundir sem ég
átti með henni í gegnum árin. Það
er margt sem kemur í hugann þeg-
ar til baka er litið.
Það er ansi tómlegt þegar maður
keyrir að Brúarfossi og allt þetta
góða fólk er horfíð, svo og gamla
húsið, en það má með sanni segja
að það kemur maður í manns stað,
því þar er búið að byggja upp nýtt
hús og nýir ábúendur teknir við —
afkomendur Helga bróður hennar,
ung hjón með 4 lítil böm þar á
meðal nöfnu hennar sem kemur til
með að halda heimasætutitlinum í
náinni framtíð.
Ég get ekki látið hjá líða að nefna
bróðurson hennar, Boga Helgason,
sem hefur verið alla sína tíð á Brú-
arfossi, og held ég að Soffía hafí
alltaf litið á hann sem sinn fóstur-
son. Hann var gömlu systkinunum
svo sannarlega trúr og góður
frændi.
Soffía giftist aldrei svo það eru
ekki neinir afkomendur sem hún
skilur eftir. Ég leyfí mér fyrir hönd
minnar fjölskyldu að þakka henni
góða vináttu og tryggð í gegnum
árin. Hún verður jarðsett í dag kl.
14.00 frá Borgameskirkju. Ég
votta Jóhannesi bróður hennar, sem
nú er einn eftir, svo og öllu hennar
frændfólki, mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hennar. Hvfl
í friði.
Sigríður Þorvaldsdóttir
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
GÍSLA BLÖNDAL
fyrrv. hagsýslustjóra ríkisins.
Ragnheiður J. Blöndal,
Jón Ragnar Biöndal,
Sveinbjörn Blöndal.
\m STÖNDUM Á PVÍ
FASTAR EN FÓTUNUM
, AÐT0Y0TAER
AREIÐANLEGT MERKI
TOYOTA
BÍLASALAN
Skeifunni 15. Endursala notaðra bíla.
T0Y0TA
Nýbýlavegi 8. Þjónusta og sala nýrra bíla.
T0Y0TA
verkstæði og umboðssölur um allt land.