Morgunblaðið - 12.03.1988, Page 36

Morgunblaðið - 12.03.1988, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 Álafoss hf.: Góðar horfur á ullarsamningi Álafossmenn á leið austur B.IARTAR horfur eru nú á því að samning-ar takist við sovéska ríkisfyrirtækið Razno um kaup á islenskum ullarvörum í kjölfar samningagerðar hér á landi í síðustu viku við sovéska sam- vinnusambandið. Sá samningur er um fjórðungur þess magns sem vonir standa til að Sovét- menn kaupi af íslendingum. Aðalsteinn Helgason aðstoðar- forstjóri Álafoss heldur væntan- lega til Moskvu um miðja næstu viku til viðræðna við fulltrúa Raz- noexport, en samkvæmt ramma- samningi þjóðanna má gera ráð fyrir ullarvörusamningi við það upp á fímm til sex og hálfa milljón dollara, eða sem svarar til 200-250 milljóna íslenskra króna. Menn hafa síðustu dagana verið að ræða um verðlag ullarvaranna og sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið afíaði sér hjá Álafossi í gær ber nú lítið í milli. Þegar upp úr viðræðum slitnaði í janúar sl. er Álafossmenn voru fyrir austan höfðu Sovétmenn boðið sama verð og í fyrra, en eins og komið hefur fram í fréttum er það stefna nýja Álafoss hf. að hækka verð sitt á erlendum mörkuðum um 20-40%. Vonir stóðu til að viðskipta- samningur við sovéska samvinnu- sambandið næði um þremur millj- ónum dollara, eða sem svarar til 120 milljóna íslenskra króna. í síðustu viku var eingöngu samið um kaup á Álafoss-peysum fyrir um 90 milljónir króna. Hinsvegar á eftir að ganga frá treflasamn- ingi við samvinnusambandið, en þreifingar eru enn í gangi á milli aðila. Gamli Lundur: Fyrirlestur um sið- fræði og mannlífið Dr. Vilhjálmur Árnason mælir fyrir sam- ræðusiðfræði Dr. Vilhjálmur Arnason flyt- ur fyrirlestur um siðfræði og mannlífið í Gamla Lundi á Ak- ureyri á morgun, sunnudag, kl. 15.00. í honum mun Vilhjálmur setja fram gagnrýni á þá hefð- bundnu siðfræði, sem mótuð er annaðhvort af hugmyndum fé- lagshyggju eða einstaklings- hyggju og mæla þess í stað fyr- ir leiðum er hann nefnir „sam- ræðusiðfræði" og skírskotar heiti fyrirlestursins beint til þeirra hugmynda. Fyrirlesturinn er annar í fyrir- lestraröðinni um siðfræði og til- gang lífsins, en þann fyrsta flutti dr. Páll Skúlason. Vilhjálmur Ámason fæddist og ólst upp á Neskaupstað. Hann lauk stúdents- prófí frá Menntaskólanum á Laug- arvatni, BA-prófí í heimspeki og einnig uppeldis- og kennslufræði Passíukórinn: Vöfflutón- leikar í Lóni Vöfflutónleikar Passíukórs- ins verða haldnir á morgun, sunnudag, kl. 15.30 í Lóni við Hrísalund. Eins og nafnið bend- ir til verða þetta tónleikar með léttu yfirbragði, kaffi og ijómavöfflum. Einnig verður sýndur tískufatnaður frá Tísku- verslun Steinunnar. Á efnisskránni eru létt lög af ýmsu tæi, meðal annars þjóðlög frá ýmsum löndum, lag úr Vesal- ingunum og sígild dægurlög. Nokkrir hljóðfæraleikarar annast undirleik. Stjómandi verður Roar Kvam. frá Háskóla íslands og síðar dokt- orsgráðu í heimspeki frá Purdue- háskólanum í Bandaríkjunum árið 1982. Hann er nú kennari við heimspekideild HÍ og hafa erindi hans og greinar birst í blöðum og tímaritum hér á landi og erlendis. Fyrirlesturinn er skipulagður í samvinnu forráðamanna Gamla Lunds og Háskólans á Akureyri. Þór Valtýsson og Þorbjörg dóttir hans. Morgunblaðið/GSV Polugaevski bauð mér jafntefli — segir Þorbjörg Þórsdóttir 12 ára Sovéski stórmeistarinn Lev Polugaevski tefldi fjöltefli við fjörutíu Norðlendinga áður en alþjóðlega skákmótið á Akur- eyri hófst. Þar tókst Þór Val- týssyni kennara við Gagn- fræðaskóla Akureyrar að sigra stórmeistarann og tólf ára dótt- ir hans, Þorbjörg, náði jafn- tefli við meistarann ásamt sex öðrum. Þór sagðist í samtali við Morg- unblaðið taka yfírleitt þátt í þeim fjölteflum, sem haldin væru á Ákureyri. Fyrir tíu árum tefldi hann við Polugaevski, sem þá kom til Akureyrar, og lyktaði skák þeirra með jafntefli. Þorbjörg sagðist ekki hafa not- að nein sérstök brögð í skák sinni, heldur hefði hún aðeins teflt eftir hendinni. Hún sagði að mikill skákáhugi væri á heimilinu og tefldi öll fjölskyldan, mamman, pabbinn, bróðirinn Palli og hún sjálf. Nokkrum sinnum áður hefur hún tekið þátt í fjölteflum, síðast við Ljubojevich, en hún hafði tap- að þá.„Skákin stóð hátt í tvo tíma og endaði með því að Polugaevski bauð mér jafntefli. Ég sættist á það, enda vildi ég ekki hætta á að glata stöðunni." Þorbjörg sagði að skákin væri ekki eina áhugamálið. Hún hefði mjög gaman af samkvæmisdöns- um og færi vikulega í danstíma. Á laugardögum sagðist hún síðan fara á skákæfingar og einnig hefði hún gaman af skautaíþrótt- um. Þorbjörg sagði að vinkonur sínar væru lítið fyrir skákina, en henni hefði þó tekist að draga eina þeirra með sér á skólaskák- mót, sem haldið var fyrir skömmu í Bamaskóla Akureyrar. Á því móti sigraði Páll Þórsson, 10 ára bróðir Þorbjargar. Útgerðarfélag Akureyringa: Löndunarmenn hjá UA í yfirvinnuverkfalli Löndunarmenn hjá Útgerðar- félagi Akureyringa hafa tekið sig saman um að vinna ekki eftir- vinnu, heldur aðeins dagvinnu frá 8 til 17 á virkum dögum. Þeir hófu yfirvinnubannið fyrir um tíu dögum, eða miðvikudag- inn 2. mars. Vilhelm Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að enginn starfsmaður væri skyldugur að vinna eftirvinnu, heldur gæti hver og einn ráðið því sjálfur, en óneitan- lega væru þetta samantekin ráð. Starfsmennirnir væru að þessu til að leggja áherslu á auknar kaup- kröfur. Átján löndunarmenn starfa hjá fyrirtækinu og eru þeir allir innan raða verkalýðsfélagsins Ein- ingar á Akureyri sem er stærsta verkalýðsfélagið norðanlands með hátt á fjórða þúsund félagsmenn. Vilheím sagði að engir fundir hefðu verið haldnir innan fyrirtæk- isins varðandi þessi mál, heldur gerði hann ráð fyrir að löndunar- mennimir fylgdu rneð í heildar- kjarasamningunum. Hann sagði að afgreiðsla togaranna tæki mun lengri tfma nú en ella, en að öðm Unnið við löndun úr Svalbak i gærmorgun. Morgunblaðið/GSV leyti hefði yfírvinnubann löndunar- manna engin áhrif á rekstur fyrir- tækisins. I gærmorgun var unnið við löndun úr Svalbak. Áður hafði Opið kl. 1-3 og 5-7 e.h. rJEfl Fasteignasalan hf l~=J Gránufélagsgötu 4 efri hœö, sími 21878 Bakkahlíö: Einbhús á tveimur á tveimur hæðum ásamt bílsk, samt. um 300 fm. Mjög gott hús. Steinahlíö: 5 herb. raöh. m/bílsk., samt. um 200 fm. Amarsíöa: 4 herb. raðh. m/bílsk., samt. um 200 fm. Hermann R. Jónsson, sölumaöur. Helgarsími 96-25025. Fasteignasalan Brekkugötu 4, Sími 21744. Opiö alla virka daga frá kl. 9-18. Gunnar Sólnes hri., J6n Kr. Sólnes hrl. og Árni Pálsson hdl.______ Sýnishorn úr söluskrá: Glæsi. einbhús á s-brekku, samt. m. bílsk. um 256 fm. Höfðahlíð: Mjög góö 5 herb. sérhæö í þríbhúsi, um 133 fm. Smárahlíð: Góö 3ja herb. endaíb. á 1. hæö í fjölbh., um 84 fm. Stapasíða: Mjög gott einbhús á tveimur hæöum ásamt bílsk. Sam- tals um 305 fm. Sölustj. Sævar Jónatansson. Fasteigna-Torgið Geislagðtu 12, Akureyri Sími: 21967 Sölustj. Bjöm Kristjánss. 0pi4 frá 17-18 alla daga JÖRVABYGGÐ: Glæsil. einbhús 207 fm + 47 fm bilsk. Verð ca 11,5 millj. LITLAHLÍÐ: Raðhús 133 fm + 25 fm bílsk. Verð ca 5,7 millj. EYRALANDSVEGUR: 129 fm e.h. Mikið ávh. Gott útsýni. Verð ca 3,3 millj. GLERÁRGATA: 400 fm versl- húsn. á 1. hæð. Mikil lofthæð. IÐNAÐARHÚSNÆÐI: 230 fm á jarðhæð v/Ráðhústorg. Áhv. 4 millj. Verð ca 6,5 millj. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI V/GLERÁRGÖTU 28 á 2., 3. og 4. hæð 355 fm x 3. Verð ca 12 millj. hver hæð. EIGNAKJ0R Fastelgnasala Halnaratrætl 108. Slml26441 Höfum mikið úrval eigna á söluskrá, m.a.: • 4 raöhús á brekkunni. • íbúöir í fjölbýlishúsum í Glerárhverfi og á brekkunni. • íbúðir í næsta áfanga í fjölbýlishúsi viö Hjallalund. Teikn. fyrir hendi. 147 tonnum úr Sólbak verið komið á land, 150 tonnum úr Hrímbak, 198 tonnum úr Kaldbak og 235 tonnum úr Harðbak. Bifreiðastjórar: Hafið bílbænina í bílnum og orð hennar hugföst þegarþiðakið i Drottinn Guó, veit mér vernd þina, og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreið. I Jesú nafni. Amen. Fæst í Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27, í verslun- inniJötu, Hátúni2a, Reykjavík og í Hljómveri, i Akureyri. Verð kr. 50,- Orð dagsins, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.