Morgunblaðið - 12.03.1988, Side 62

Morgunblaðið - 12.03.1988, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA DEILDIN „Við réðum ekkert við flug- eldasýningu Michael Jordan“ - sagði Jabbar í viðtali við Morgunblaðið, eftirtap Lakers, 107:128, í Chicago „LEIKMENN Chicago léku frá- bærlega vel gegn okkur og eru vel að sigrinum komnir. Við náðum ekki að stöðva Michael Jordan," sagði Pat Riley, þjálf- ari Los Angeles Lakers, eftir að félagið hafði tapað, 107:128, fyrir Chicago Bulls í æsispenn- andi og skemmtilegum leik í Chicago, þar sem 20 þús. áhorfendur skemmti sér kon- unglega. Þetta var fjórði leikur okkar á fímm dögum, það hafði sitt að segja. Við hefðum eflaust leikið betur ef þeir Michael Cooper og „Magic“ Johnson Frá hefðu leikið með,“ Einarí sagði Riley í viðtali Bollasym við Morgunblaðið lCh,ca9° eftir leikinn. Leikurinn var í einu orði sagt frá- bær. Staðan í leikhléi var 65:62, fyrir Chicago Bulls, sem gerði út um leikinn í þriðju lotunni - náði þá tólf stiga forskoti, 101:89. Jord- an var stórkostlegur, skoraði 38 stig og þá lék Charles Oakley, sem skoraði 28 stig, vel. Hann var val- inn maður leiksins. Byron Scott skoraði flest stig fyrir Lakers, eða 20. Cooper lék ekki með - er togn- aður á ökkla. „Magic“ Johnson meiddist á læri í fyrstu lotunni. Nýliðinn Milton Wagner tók stöðu hans og lék vel. Skoraði fjórtán stig. „Allt fram í miðjjan leik áttum við möguleika, en þá hófst flugeldasýn- ing Jordan. Það réðum við ekki við og áttum aldrei möguleika eftir það,“ sagði Kareem Abdul-Jabbar í samtali við Morgunblaðið. Þetta var fyrsti sigur Bulls yfir Lakers síðan í janúar 1982. Pétur Guðmundsson og félagar hans hjá San Antonio Spurs komu hingað í gær og leika gegn Bulls í dag. Pat Riley, hinn kunni þjálfari Los Angeles Lakers. SPÁÐU / LIÐIN SP/LAÐU MED Hægt er að spá í leikina símleiðis og greiða fyrirmeð kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er 688 322 ISLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur. iVlKA Sp Lelklr 12. mara 1988 1 X 2 1 Arsenal - Nott'm Forest1 2 Luton - Porstmouth1 3 Wimbledon-Watford1 4 Charlton - West Ham* 5 Chelsea - Everton^ 6 Man. United - Sheff. Wed,- 7 Southampton - Coventry2 8 Aston Villa - Leeds3 9 Barnsley - Leicester-'1 10 Ipswich - Hullð 11 Millwall - Crystal Palace3 >12 Oldham - Swindom’ 4 i ! „Góðan daginn!" - sagði Kareem Abdul-Jabbar á íslensku, við fréttamann Morgunblaðsins, eftirleik Eftir leik Chicago Bulls og Los Angeles Lakers, mættu þeir Heimir Karlsson, íþróttafrétta- maður Stöðvar 2, og Einar Bolla- son inn í búningsklefa Lakers. Þá heilsaði kappinn Jabbar þeim og sagði: „Góðan daginn!" á íslensku. Heimir og Einar voru undrandi, en Jabbar sagði þeim að Pétur Guðmundsson hafi kennt honum að segja góðan daginn á íslensku, þegar Pétur lék með Lakers. Heimir og Einar gáfu Pat Riley, þjálfara Lakers, eina flösku af íslensku brennivíni eftir leikinn. Hann þakkaði fyrir sig og sagði: „Þetta kemur sér vel eftir þennan spennandi leik. Ég mun fá mér eitt staup þegar ég kem inn á hótel okkar.“ Krattinikill siiiáhíll með ótoúlegt rvmi • 1000cc4rastrokka vél. • Beinskiptur 4ra — 5 gíra. • Framhjóladrifinn að sjálfsögðu. • Eyðslugrannur með afbrigðum. • 3ja ára ábyrgð. Betri smábíll finnst varla. Greiðslukjör við allra hœfi. -25% útb. eftirstöðvar á 2 1/2 ári. Verð frá kr. 359 þús. Ingvar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauöagerði Simi: 91 -3 35 60 íþróttir helgarinnar Badminton Reykjavíkurmótið fer fram í TBR- húsinu í dag og á morgun. Keppni hefst kl. 15.30 í dag og kl. 10.00 á morgun. Glíma Bikarglfma íslands og Flugleiða fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans í dag, laugardag, kl. 14.00. Blak Laugardagur: Hagask. kl. 15.15 Þróttur—Vík. (kv.fl.) Sunnudagur: Hagaskóli kl. 13.30 ÍS-Víkingur (kv.fl.) Digranes kl. 15.45 UBK-Þróttur (kv.fl) Digranes kl. 17.00 HK-Þróttur (k.fl.) Borðtennis Unglingamót KR f tvfliðakeppni og einliðaleik í KR-húsinu um helgina. Frjálsar Selfosshlaupið fer fram á morgun, sunnudag. Hlaupið hefst kl. 15.00 við Heilsusport. Keppt verður í karla, kvenna, drengja og meyjaflokki. Handbolti Laugardagur: Laugard. kl. 14.00 Fram-ÍR (l.d. ka.) Digranes kl. 14.00 HK-Grótta (2.d. ka.) Vestma. kl. 13.30 ÍBV-Fylkir (2.d. ka.) Varmá kl. 14.00 UMFA-Árm. (2.d. ka.) Laugard. kl. 15.15 KR-Valur (l.d. kv.) Laugard. kl. 16.30 Þróttur-FH (l.d kv.) Digranes kl. 15.15 Stj.-Vík. (l.d. kv.) Sunnudagur: Akureyri kl. 14.00 KA-Þór (l.d. ka.) Digranes kl. 14.00 UBK-FH (l.d. ka.) Hafnarf. kl. 14.00 Hauk.-Self. (2.d. ka.) Digranes kl. 20.00 Stj.—KR (l.d. ka.) Hafnarf. kl. 15.15 Hauk.-Fram (l.d. kv.) Mánudagur: Hlfðarendi kl. 18.00 Val.-Vfk. (l.d. k) Körfuknattleikur Einn leikur verður f úrvalsdeildinni um helgina. Valur og Njarðvík mæt- ast að Hlfðarenda kl. 20.00 á sunnu- dagskvöld. Leik Hauka og ÍR hefur, sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. Skíði Á ísafirði verður keppt 1 alpagreinum fullorðinna og norrænum greinum fullorðinnr og unglinga. Á Akureyri verður keppt f alpagreinum unglinga 15-16 ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.