Morgunblaðið - 16.03.1988, Page 27

Morgunblaðið - 16.03.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 27 Þing norrænu MS-félaganna: MS-félagi Islands boðin aðild að evr- ópskri samvinnu í TILEFNI 20 ára afmælis félags MS-sjúklinga á íslandi var árlegt þing norrænu MS félaganna haldið í Reykjavík dagana 11. til 12. mars. Hefur MS-félagi Islands verið boðin þátttaka i evrópskri sam- vinnu og munu fulltrúar félagsins sækja fund í Brussel af þvi tilefni. Á þinginu vöruðu sænsku fulltrúarnir við skottulæknum. „Það sem einkenndi þetta þing var almennur vilji norrænu félag- anna til að efla samvinnu og tengsl sín á milli," sagði GyðaÓlafsdóttir, for maður íslenska MS-félagsins,. Sextán fulltrúar sátu þingið, sem var haldið á dagvistarheimil MS- félagsins að Álandi 13. Dagvistar- heimilið'sækja milli 15 og 20 sjúkl- ingar, daglega en deildin var opnuð fyrir um tveimur árum og hefur sýnt sig að þörfin er mikil og fer vaxandi að sögn Gyðu. Finnska MS-félagið hefur nýlega opnað deild fyrir 50 MS-sjúklinga, þar sem einnig er dagvist til húsa. Danir reka tvö sérhæfð sjúkrahús fyrir MS-sjúklinga og hafa auk þess opnað hús í Kaupmannahöfn, þar sem MS-sjúklingar geta dvalið yflr daginn. Sænska MS-félagið heyrir undir sænska öryrkjabanda- lagið og var á þinginu gerð grein fyrir framkvæmdum og starfsemi liðins árs. Að sögn Gyðu hafa svokallaðir skottulæknar haft fé af MS-sjúkl- ingum í Svíþjóð en margir MS- sjúklingar, sem og aðrir er haldnir eru ólæknandi sjúkdómum, eru auð- Morgunblaðið/ÓI.K.M. Þingfulltrúar á norrænu þingi MS-félaga, sem haldið var í Reykjavík í tilefni 20 ára afmælis MS- félags Islands. veld bráð fyrir óprúttið fólk. Sagði hún að því miður yrðu sjúklingar hér á landi einnig fyrir áhrifum skottulækna ekki síður en erlendis. MS-félag íslands er aðili að al- þjóðlega MS-félaginu og sendir full- trúa á fund árlega. Stjórn félagsins skipa Gyða Ólafsdóttir formaður, John Benedikz, en hann er er jafn- framt trúnaðarlæknir dagvistar, Sigurbjörg Ármannsdóttir ritari og Elín Herdís Þorkelsdóttir gjaldkeri. Islandsmeistaramót í samkvæmisdönsum: Tvö hundruð og fjömtíu pör kepptu DANSRÁÐ íslands stóð fyrir íslandsmeistarakeppni í samkvæmis- dönsum í flokkum barna, unglina og fullorðinna um helgina. Börn 7 til 13 ára kepptu á Hótel íslandi á laugardag og á sunnu- dag var keppt í flokkum unglinga og fullorðinna i Laugardals- höU. Alls kepptu 240 pör frá 6 dansskólum á landinu i 20 flokkum. Keppnin var nú haldin í þriðja sinn og hefur fjöldi keppanda meira en tvöfaldast á þeim þrem- ur árum. Að sögn Hermanns Ragnars Stefánssonar, forseta Dansráðs, hefur áhugi á dansi stóraukist. Hafa keppendur einnig tekið stórstígum framförum á þessum tíma. Hermann sagði marga þeirra æfa dans eins og íþróttir og þá léti árangurinn ekki á sér standa. Yfirdómari í keppninni var John Knight, ásamt breska parinu Mic- hael Sandham og Marie Pownall, sem sýndi suður-ameríska dansa báða dagana. Danssýningar voru frá balletskólum síðari keppnis- dag auk þess sem sigurvegaramir frá deginum áður sýndu. Keppt var í sígildum samkvæm- isdönsum og suður-amerískum dönsum. í flokki 7 ára og yngri sigruðu Brynjar Öm Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir í báð- um greinum. Sömuleiðis sigruðu Davíð A. Einarsson og Jóhanna E. Jónsdóttir í báðum greinum í flokki 8-9 ára. íslandsmeistarar í sígildum samkvæmisdönsum í flokki 10-11 ára urðu Viktor Vikt- orsson og Drífa K. Þrastardóttir og í suður-amerískum dönsum urðu Óskar Oskarsson og Fríða Ros Valdimarsdóttir hlutskörpust. í flokki 12-13 ára sigruðu Edgar K. Gapunay og Rakel Ýr ísakson í báðum greinum. Sigurvegarar í flokki 14-15 ára í báðum greinum urðu Ragnar Sverrisson og Hildur Yr Amarsdóttir. í flokki 16-24 ára urðu Þröstur Jóhannsson og Sólveig Þorarinsdóttir hlutskörp- ust í báðum greinum. í flokki 25-34 sigruðu Reynir Arngríms- son og Auðbjörg Arngrímsdóttir í báðum greinum. í flokki 35-49 ára urðu Jón Stefnir Hilmarsson og Berglind Freymóðsdóttir ís- landsmeistarar í báðum greinum. í flokki 50 ára og eldri sigmðu Gísli Svanbergsson og Margrét Hákonardóttir í sígildum sam- kvæmisdönsum en Arngrímur Marteinsson og Ingibjörg Sveins- dóttir í suður-amerískum dönsum. í flokki kennara urðu Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Amgríms- dóttir íslandsmeistarar í báðum greinum. Guðmundur Sigurðsson og Bergþóra Þorsteins- dóttir keppa í suður-amerískum dansi. Þau urðu í 2. sæti í flokki 35-49 ára. Jón Þór Antonsson og Esther Inga Söring í suð- ur-ameriskum dansi. Þessar ungu dömur notuðu tækifærið til að æfa sig meðan full- orðna fólkið keppti. Morgunblaðið/BAR Jón Stefnir Hilmarsson og Berglind Freymóðsdóttir, tvöfaldir íslandsmeistarar I flokki 35-49 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.