Morgunblaðið - 16.03.1988, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 16.03.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 27 Þing norrænu MS-félaganna: MS-félagi Islands boðin aðild að evr- ópskri samvinnu í TILEFNI 20 ára afmælis félags MS-sjúklinga á íslandi var árlegt þing norrænu MS félaganna haldið í Reykjavík dagana 11. til 12. mars. Hefur MS-félagi Islands verið boðin þátttaka i evrópskri sam- vinnu og munu fulltrúar félagsins sækja fund í Brussel af þvi tilefni. Á þinginu vöruðu sænsku fulltrúarnir við skottulæknum. „Það sem einkenndi þetta þing var almennur vilji norrænu félag- anna til að efla samvinnu og tengsl sín á milli," sagði GyðaÓlafsdóttir, for maður íslenska MS-félagsins,. Sextán fulltrúar sátu þingið, sem var haldið á dagvistarheimil MS- félagsins að Álandi 13. Dagvistar- heimilið'sækja milli 15 og 20 sjúkl- ingar, daglega en deildin var opnuð fyrir um tveimur árum og hefur sýnt sig að þörfin er mikil og fer vaxandi að sögn Gyðu. Finnska MS-félagið hefur nýlega opnað deild fyrir 50 MS-sjúklinga, þar sem einnig er dagvist til húsa. Danir reka tvö sérhæfð sjúkrahús fyrir MS-sjúklinga og hafa auk þess opnað hús í Kaupmannahöfn, þar sem MS-sjúklingar geta dvalið yflr daginn. Sænska MS-félagið heyrir undir sænska öryrkjabanda- lagið og var á þinginu gerð grein fyrir framkvæmdum og starfsemi liðins árs. Að sögn Gyðu hafa svokallaðir skottulæknar haft fé af MS-sjúkl- ingum í Svíþjóð en margir MS- sjúklingar, sem og aðrir er haldnir eru ólæknandi sjúkdómum, eru auð- Morgunblaðið/ÓI.K.M. Þingfulltrúar á norrænu þingi MS-félaga, sem haldið var í Reykjavík í tilefni 20 ára afmælis MS- félags Islands. veld bráð fyrir óprúttið fólk. Sagði hún að því miður yrðu sjúklingar hér á landi einnig fyrir áhrifum skottulækna ekki síður en erlendis. MS-félag íslands er aðili að al- þjóðlega MS-félaginu og sendir full- trúa á fund árlega. Stjórn félagsins skipa Gyða Ólafsdóttir formaður, John Benedikz, en hann er er jafn- framt trúnaðarlæknir dagvistar, Sigurbjörg Ármannsdóttir ritari og Elín Herdís Þorkelsdóttir gjaldkeri. Islandsmeistaramót í samkvæmisdönsum: Tvö hundruð og fjömtíu pör kepptu DANSRÁÐ íslands stóð fyrir íslandsmeistarakeppni í samkvæmis- dönsum í flokkum barna, unglina og fullorðinna um helgina. Börn 7 til 13 ára kepptu á Hótel íslandi á laugardag og á sunnu- dag var keppt í flokkum unglinga og fullorðinna i Laugardals- höU. Alls kepptu 240 pör frá 6 dansskólum á landinu i 20 flokkum. Keppnin var nú haldin í þriðja sinn og hefur fjöldi keppanda meira en tvöfaldast á þeim þrem- ur árum. Að sögn Hermanns Ragnars Stefánssonar, forseta Dansráðs, hefur áhugi á dansi stóraukist. Hafa keppendur einnig tekið stórstígum framförum á þessum tíma. Hermann sagði marga þeirra æfa dans eins og íþróttir og þá léti árangurinn ekki á sér standa. Yfirdómari í keppninni var John Knight, ásamt breska parinu Mic- hael Sandham og Marie Pownall, sem sýndi suður-ameríska dansa báða dagana. Danssýningar voru frá balletskólum síðari keppnis- dag auk þess sem sigurvegaramir frá deginum áður sýndu. Keppt var í sígildum samkvæm- isdönsum og suður-amerískum dönsum. í flokki 7 ára og yngri sigruðu Brynjar Öm Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir í báð- um greinum. Sömuleiðis sigruðu Davíð A. Einarsson og Jóhanna E. Jónsdóttir í báðum greinum í flokki 8-9 ára. íslandsmeistarar í sígildum samkvæmisdönsum í flokki 10-11 ára urðu Viktor Vikt- orsson og Drífa K. Þrastardóttir og í suður-amerískum dönsum urðu Óskar Oskarsson og Fríða Ros Valdimarsdóttir hlutskörpust. í flokki 12-13 ára sigruðu Edgar K. Gapunay og Rakel Ýr ísakson í báðum greinum. Sigurvegarar í flokki 14-15 ára í báðum greinum urðu Ragnar Sverrisson og Hildur Yr Amarsdóttir. í flokki 16-24 ára urðu Þröstur Jóhannsson og Sólveig Þorarinsdóttir hlutskörp- ust í báðum greinum. í flokki 25-34 sigruðu Reynir Arngríms- son og Auðbjörg Arngrímsdóttir í báðum greinum. í flokki 35-49 ára urðu Jón Stefnir Hilmarsson og Berglind Freymóðsdóttir ís- landsmeistarar í báðum greinum. í flokki 50 ára og eldri sigmðu Gísli Svanbergsson og Margrét Hákonardóttir í sígildum sam- kvæmisdönsum en Arngrímur Marteinsson og Ingibjörg Sveins- dóttir í suður-amerískum dönsum. í flokki kennara urðu Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Amgríms- dóttir íslandsmeistarar í báðum greinum. Guðmundur Sigurðsson og Bergþóra Þorsteins- dóttir keppa í suður-amerískum dansi. Þau urðu í 2. sæti í flokki 35-49 ára. Jón Þór Antonsson og Esther Inga Söring í suð- ur-ameriskum dansi. Þessar ungu dömur notuðu tækifærið til að æfa sig meðan full- orðna fólkið keppti. Morgunblaðið/BAR Jón Stefnir Hilmarsson og Berglind Freymóðsdóttir, tvöfaldir íslandsmeistarar I flokki 35-49 ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.