Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 5 Kristján Jóhannsson 1 Hollendingn- um fljúgandi á Scala: Yiðtökurnar góðar og sjálfur var ég þokkalega ánægður Bókanir fram til ársins 1992 „ÉG ÁLÍT að þetta hafi gengið mjög vel,“ sagði Kristján J6- hannsson, en hann söng hlutverk stýrimannsins í Hollendingnum fljúgandi eftir Richard Wagner, i Scala-óperunni í MUanó, síðast- liðið föstudagskvöld. „Viðtök- urnar voru mjög góðar og það sem var kannski mest um vert var að Riccardo Muti hljómsveit- arstjóri virtist vera mjög ánægð- ur. Sjálfur var ég þokkalega ánægður. Þetta er lítið, skemmti- legt og lýrískt en geðþekkt hlut- verk, sem hefst á lítilli faUegri aríu. Stýrimaðurinn er ungur, ástfanginn og hjartastór," sagði Kristján. Aðrir söngvarar voru Deborha Polaski, sópran, Monica Tagliasacc- hi, messosópran, Ebenhard Biic- hner, tenór, og Jaakko Ryhaenen. Fjórar sýningar eru eftir af Hollend- ingnum, sem Kristján mun syngja, og tekur Walter Weller þá við hljóm- sveitarstjóm. A næsta leikári mun Kristján syngja hlutverk Huene í Oberon eftir Weber á Scala, undir stjóm japanska hljómsveitarstjórans Osawa. „Þetta er mjög gott hlut- verk og hafði Placido Domingo til dæmis mjög gaman af að syngja það og gerði talsvert af því,“ sagði Kristján. „Ég mun síðan syngja Mario Cavaradossi á fjómm sýning- um á Toscu eftir Giacomo Puccini um miðjan febrúar undir stjón Gius- eppes Patanés hér á Scala um leið og Oberon lýkur og tek þá við af Pavarotti. Síðan syng ég í Lavally eftir Catali í Palermó." Næsta haust syngur Kristján í Montreal í Kanada og hlutverk Dons -Carlos eftir Verdi í Dallas í Texas. Þá hefur hann undirritað samning við óperuhúsið í Chicago, þar sem hann mun syngja Cavara- dossi í Toscu undir stjóm Giuseppes Patanés og síðan tekur við hlutverk Pinkertons í Madame Butterfly í óperunni í San Francisco. „Það er náttúrlega meiriháttar að syngja í Chicago en óperuhúsið þar er eitt Kristján Jóhannsson. af fimm eða sex merkustu ópera- húsum veraldar. Þetta er allt að detta inn núna eftir að ég fór að syngja á Scala," sagði Kristján. „Það varð allt glóandi héma og sennilega fáir jafn umtalaðir eftir depútið á Scala. Það gekk vel og þá er ekki að sökum að spyija að allir koma á eftir. Þetta er eiginlega spumingin um að velja og hafna og gera hlutina á réttum stað, á réttum tíma og með réttu fólki. Það er bara að þreifa sig áfram. Einna mikilvægast fyrir mig núna er að vera með góðum stjóm- anda. Ég er að sjá það betur og betur að eftir því sem stjómandinn er betri þá gengur mér betur. Þeir era mjög mikils virði. Þetta er svona það helsta sem gengið hefur verið frá en ég er meira og minna bókað- ur fram til ársins 1992,“ sagði Kristján. „Við ætlum að reyna að fara í frí í ágúst. Við höfum ekki enn komist í brúðkaupsferð, en hún verður þá bara þeim mun lengri þegar hún verður farin. Eg á ekki von á að koma heim á næstunni og syngja. Það stóð að vísu til að ég kæmi til að syngja í Þjóðleikhúsinu, en ég hef ekki feng- ið neina staðfestingu á því og hef heyrt að einhver ljón séu í veginum. Eftir því sem lengra líður verður erfiðara að koma þvi við.“ SAGAN UMSIGVALDA OG FJÓRHJÓUÐ! * Þetta er sagan um Sigvalda, sem vann stóra vinninginn í happdrættinu. Hvorki meira né minna en Mercedes Benz. Hann seldi bílinn þegar í stað og keypti sér Kjarabréf í staðinn. Þetta er svo sem ekki óvenjuleg saga, ef það væri ekki staðreynd að Sigvaldi ekur nú, eins og greifi, á Mercedes Benz, konan hans á Toyota Corolla og dóttursonur þeirra var tekinn úr umferð á nýju fjórhjóli í fyrradag. Þetta byrjaði með miða... Þú kannast ábyggilega við hann Sigvalda. Hann er búinn að vinna hjá borginni í fjöldamörg ár. Konan hans, hún María, vinnur á lögmannastofutini austur í bæ. Þú þekkir þau ábyggilega þegar þú sérð þau. Sigvaldi er mikill útilífsmaður. Hann er alltaf í einhverju ferðastússi allan ársins hring. Þess vegna komst hann ekki hjá því að kaupa happdrættismiða á árshátíð ferðaklúbbsins. Hann keypti að vísu ekki nema tvo miða. Vinningur í maí Árshátíðin var í mars, árið 1985. Nokkrum vikum seinna var dregið í happdrættinu. Það er að segja þann 20. maí 1985. Vinningurinn, Mercedes Benz 190 E árg. 85, kom á númerið hans Sigvalda. Nú voru góð ráð dýr. Venjulegir borgarstarfemenn eins og Sigvaldi aka ekki um á borgarstjórabílum. Slíkt bara gerist ekki. Happdrættismiði til sölu Það er ekki hægt að segja að hann Sigvaldi sé bjáni. Síður en svo. Að minnsta kosti segir hún María, að hann hefði átt að skella sér í pólitíkina, — í stað þess að vera félagi í SFRB. Það var ekki liðinn dagurinn þegar Sigvaldi var búinn að selja happdrættismiðann. „Ég fór bara og talaði við nokkra bíladellukarla. Einn þeirra borgaði miðann út í, hönd,“ sagði Sigvaldi þegar hann kom heim með úttroðið veskið, rúmlega eina milljón í vasanum! Peningarnir á fast... Hún María gat ekki sofið um nóttina. Hún bylti sér á alla enda og kanta í rúminu. Hún sá fyrir sér innbrotsþjófa, gengisfellingar og alls kyns hörmungar. Sigvaldi aftur á móti svaf eins og ungabarn — með veskið undir koddanum. Morguninn eftir fór hann og ræddi við hann Pétur, ráðgjafa hjá Fjárfestingarfélaginu. Pétur ráðlagði honum að kaupa Kjarabréf, og aðstoðaði hann við kaupin. Þremur árum síðar... Laugardagurinn tuttugasti febrúar nítjánhundruð áttatíu og átta var stór dagur í lífi þeirra hjóna, Maríu og Sigvalda. Þau heimsóttu nýju söluskrifetofuna hjá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni strax og opnað var um morguninn. Þar fengu þau kaffisopa hjá Stefáni ráðgjafa og aðstoð við sölu á Kjarabréfunum frá 1985. Islenzki fiskurinn frystur í Englandi Frystihúsin ytra keyptu hundruð tonna í síðustu viku á verði sem sjald- an eða aldrei hefur verið lægra TALIÐ er að hundruð tonna af íslenzkum fiski, einkum ýsu og þorski hafi verið fryst í enskum frystihúsum í síðustu viku. Þá voru seld um 2.500 tonn af fiski héðan í Hull og Grimsby á verð, sem sjaldan eða aldrei hefur ver- ið lægra. Fiskverkendur hér heima telja að vegna þess, geti frystihúsin ytra selt frystar af- urðir úr þessum fiski á 15 til 20% lægra verði en frystihúsin hér heima. Talið er að útflytjendur hafi í nær öllum tilfellum tapað á útflutningum í síðustu viku. Verð á ferskum fiski hefur hækk- að nokkuð á ný, en er þó enn lágt. í gær vora seld héðan 210 tonn úr gámum í Englandi. Heildarverð var 12,4 milljónir króna, meðalverð 59,05. Þorskur fór að meðaltali á 66,44 krónur, ýsa á 60,65 og koli á 46,70. Meðalverð fyrir þessar teg- undir úr gámum fyrstu þijá mánuði ársins var 63,59 fyrir þorsk, 79,49 fyrir ýsu og 73,22 fyrir kola. Meðal- verð fyrir þorsk og ýsu úr skipum var heldur hærra, en lægra fyrir kola. Meðalverð á þessum físktegund- um í síðustu viku úr gámum var 50,50 krónur fyrir þorsk, 52,64 fyrir ýsu og 38,53 fyrir kola. Verð á kola fór niður í um 26 krónur á kílóið, en það rétt dugir fyrir kostn- aði við flutning á markaðinn og sölu þar. Þá er ekkert til upp í fisk- kaupin hér heima. Kostnaður þessi er um 25 krónur á hvert kíló. Lág- marksverð Verðlagsráðs sjávarút- vegsins á þorski og ýsu er um og yfir 30 krónur að meðaltali, meðal- verð á fiskmörkuðunum hér heima er um 40 krónur fyrir þorskinn og um 50 krónur fyrir ýsu. ... nýr bíll og meira til! Þegar Sigvaldi seldi happdrættisvinninginn árið 1985 fékk hann 1.050.000 krónur fýrir miðann. Hann keypti Kjarabréf fýrir 1.049.580 krónur. Við sölu Kjarabréfanna fékk hann 2.685.422 krónur. Þannig gat hann samdægurs keypt sér 1988 árgerð af Mercedes Benz. Nákvæmlega sama bíl og var í vinning á sínum tíma, en auðvitað spánýjan. Bíllinn kostaði hann 1.360.000 krónur sléttar. Hann keypti þar að auki Toyota Corolla bíl fyrir Maríu. Corollan kostaði 505.000 krónur. Þar af leiðandi átti hann eftir 820.422 krónur, sem nægðu honum til að gefa Jónasi dóttursyni sínum splunkunýtt fjórhjól í fermingargjöf. Þá átti Sigvaldi ennþá eftir 630.422 krónur, sem hann vill ekki segja hvað hann gerði við. Hann Stefán hjá Fjárfestingarfélaginu veit allt um það, þó að hann segi engum frá því. Hann Stefán selur nefhilega Kjarabréf. • Þctta er alveg satt. Sögunni og nöfhum hefur að vísu verið breytt — af augljósum ástæðum! FIÁRFESTINGARFÉIAGÐ __Kringlunni 123 Reykjavík 0 689700_ ósazíslA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.