Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 50 Minning: Cand. mag. Gest■ ur Magnússon Fæddur 20. desember 1923 Dáinn 31. mars 1988 Beygurinn mikli hafði gengið lengi um sviðið. Andlátsfregn vinar míns, Gests Magnússonar, kom því ekki á óvart. Hann lést um nónbil á skírdag 31. mars síðastliðinn, 64 ára að aldri. — Upprisuhátíðin var framundan. Gestur var fæddur að Túngarði á Fellsströnd í hinu söguríka héraði Dalasýslu, 20. desember 1923. For- eldrar hans voru hjónin Björg Magnúsdóttir, ljósmóðir frá Staðar- felli, og Magnús Jónasson, bóndi í Túngarði, vel metin höfðingshjón. Gestur ólst upp í föðurgarði ásamt Soffíu, einkasystur sinni, og vandist þar öllum störfum, sem til féllu við búskapinn. Haustið 1938 héldu þau systkin bæði til náms í Menntaskólanum á Akureyri og stunduðu þar nám næstu sex vetur við ágætan orðstír. Gestur var óvenju sterkgreindur maður og sóttist honum því námið ágæta vel. Islenskumaður var hann afbragðsgóður. Dr. Halldór Hall- dórsson, prófessor, þá kennari við skólann, telur að á 15 ára kennara- ferli sínum hafi Gestur verið einn af sínum allra fremstu nemendum í íslenskri málfræði. Latínumaður var hann einnig ágætur. Við stúdentspróf fékk hann Vest- fírðingasögur í verðlaun frá skólan- um og ritaði Sigurður skólameistari á bókina: Fyrir yfírburði í íslensku. Menntaskólaárín Iiðu undir ljúfri handleiðslu mikilhæfra kennara. Fyrir nær 44 árum kvöddum við 45 stúdentar Menntaskólann á Ak- ureyri með rós í barmi á björtum júnídegi. Sigurður skólameistari óskaði okkur fararheilla út í vorið og sólskinið. — Gestur lauk prófinu með hárri 1. einkunn. Eftir þetta stóð hópurinn aldrei heill og óskiptur undir sama þaki, tvístraðist í ýmsar áttir eins og jafn- an vill verða. — Gestur er sá níundi, sem kveður. I lok september um haustið hitt- um við Gestur á ný í Reykjavík, þegar við innrituðumst í Háskólann. Ætla má að slíkur íslenskumaður sem Gestur var í menntaskóla hefði óhikað innritast í heimspekideild til að nema íslensk fræði eða norrænu eins og þau fræði voru þá stundum nefnd. Hann innritaðist hins vegar í viðskiptadeild í örfáa daga, en hvarf frá þeirri fyrirætlan og hóf nám í íslenskum fræðum. Man ég hversu ánægður ég var, þegar hann birtist í heimspekideildinni. „Þið stúdentsárin æskuglöð" er stundum sungið á góðri stund. Vissulega voru háskólaárín góð og glöð ár, enda þótt skotsilfur væri stundum í knappara lagi. Gestur bjó öll sín ár í háskóla á stúdenta- görðunum, lengst af á Gamla- Garði. Við félagar hans, sem bjugg- um úti í bæ, litum oft við hjá hon- um, og var okkur þar vel fagnað. Vorið 1949 lauk Gestur cand. mag.-prófí í íslenskum fræðum með góðri 1. einkunn. Sérgrein hans var í bókmenntasögu, lokaprófsritgerð- in um heimsádeilukvæði Hallgríms Péturssonar. Nú voru skólaárin að baki og ævistarfið framundan. Haustið 1951 gerðist Gestur kennari við Gagnfræðaskóla verknáms í Reykjavík og voru kennslugreinar hans alla tíð islenska og Islands- saga. Allmörgum árum seinna flutti skólinn í eigið húsnæði og hefur síðan heitið Armúlaskóli. Gestur þótti þegar afbragðs- góður kennari, skýr í framsetningu og þurfti aldrei fyrir aga að hafa. Arangur kennslunnar var því mjög góður. Hann var ástsæll og virtur af nemendum sínum. Eg tel mig nokkuð dómbæran um þetta, þar sem ég var prófdómari í íslensku og íslandssögu á gagnfræðaprófí við skólann um tuttugu ára skeið. — í landsprófsnefnd miðskóla átti Gestur sæti árin 1958—1969. Kennslustarf var hann við til ársins 1978, en þá hóf hann starf hjá Alþingi, og vann þar einkum við útgáfu Alþingistíðinda. Því starfí gegndi hann þar til 1. nóv- ember á liðnu ári, en hafði áður verið í veikindaleyfi í nokkra mán- uði. Snemma á síðastliðnu sumri þurfti hann að gangast undir tvo meiriháttar holskurði í Landakots- spítala og voru batahorfur allgóðar um nokkurra mánaða skeið. I byij- un marsmánaðar var honum hins vegar skýrt frá því að hveiju drægi, og tók hann því með miklum hetju- skap, gerði að gamni sínu fram á næstsíðasta dag, enn þá voru kraft- ar þrotnir. Gestur Magnússon var maður hár vexti og vel á sig kominn, hafði sterka andlitsdrætti og svipmikið yfirbragð. Vakti hann því athygli þar sem hann fór. Göngumaður var hann mikill, meðan heilsa var góð, gekk t.d. á öll hæstu fyöll og tinda í Þórsmörk á hveiju sumri um nær tuttugu ára skeið. Voru margar góðar minningar tengdar útilegu og náttúruskoðun þar. í skóla naut Gestur þegar mikilla vinsælda meðal bekkjarfélaga. Var hann í eðli sínu nokkuð dulur og hlédrægur, tranaði sér aldrei fram. Manna skemmtilegastur var hann í góðra vina hópi og orðheppinn. Góðlátleg stríðni var honum eðlis- læg. Öll framkoma hans var mjög háttvís. Hann var trölltryggur í vin- áttu sinni og manna greiðviknastur. Gestur kvæntist ekki. Hann hélt heimili með foreldrum sínum í Drápuhlíð 41 ásamt Soffíu, systur sinni, þar til faðir hans féll frá og síðan móður sinni, meðan hún gat veitt heimilinu forstöðu. Fyrir allmörgum árum kynntist hann mætri og mikilhæfri konu, Gyðu Guðmundsdóttur tækniteikn- ara. Urðu þau nánir vinir og varð það hamingja þeirra beggja. Hún hefur reynst honum afar vel í erfíð- um veikindum hans. Sama er að segja um dóttur hennar, Helgu, og mann hennar Karl Esrason, sem nú stundar framhaldsnám í læknis- fræði í Bandarílq'unum. Við Gestur Magnússon höfum verið nánir vinir og félagar um nær fímmtíu ára skeið, hittumst fyrst í 2. bekk Menntaskólans á Akureyri haustið 1939 og vorum þar bekkjar- bræður í fímm ár og sátum saman síðustu þijá vetuma. Síðan urðum við nokkuð samferða í háskóla- námi, svo sem vikið var að hér að framan. Eru því margar minningar, sem sækja á hugan við þessi þátta- skil. Gestur hafði sterkar taugar til átthaganna í Dölum og við Breiða- Qörð. Rætur hans stóðu þar djúpt. Þar hafði hann glaðst margan vor- langan dag. Nú fer senn að vora fyrir vestan, loftið verður blátt og fugl í móa, jarmur í haga. og sveitin fyllist sunnanátt, og sólfar hlýtt um Breiðafyörð, segir Stefán frá Hvítadal. Mikill sjónarsviptir og eftirsjá er að Gesti Magnússyni, en eigi tjóar um að sakast. „Til moldar oss vígði hið mikla vald.“ — Við fráfall hans er mér efst í huga þakklæti fyrir langa og ljáfa samfylgd. Gyðu og Soffíu, Hergu og Karli, svo og ættingjum hans og vinum sendi ég hlýjar samúðarkveðjur. Fari minn gamli vinur og félagi í fríði. Runólfur Þórarinsson Enginn veit hvað átt hefír fyrr en misst hefir segir fomt spak- mæli. Þegar góðir vinir hverfa af sjónarsviðinu verður eftir ófullt og opið skarð. Við fráfall Gests Magn- ússonar er sem ský dragi fyrir sólu. Hann var flestum mönnum skemmtilegri í viðkynningu — dag- farsprúður, stilltur í fasi og jafn- lyndur og sagði mjög vel frá. Hann var stálminnugur og margfróður, hafsjór af kvæðum og stökum. Hitt bar þó frá hvað hann hafði einstaka kímnigáfu og gat brugðið upp spaugilegum myndum af því sem fyrir augun bar eða var til um- ræðu. Honum var sú list lagin að skemmta um hinn óskemmtilegasta hlut. Stundum gat hann verið smástríðinn. Ég man ekki lengur málsatvik, en einu sinni kom þar niður tali okkar að við ræddum um hvemig við ættum að lesa úr illlæsi- legri skrift og þá sagði hann við mig: „Það er gáfnamerki að skrifa illa,“ og bætti svo við eftir andar- taks þögn: „Skrifar þú ekki heldur vel?“ Nú er komið á fímmta tug ára frá því við Gestur Magnússon kynntumst fyrst í Menntaskólanum á Akureyri. E.t.v. væri réttara að orða það svo að við höfum vitað hvor af öðrum. Við neðribekkingar litum upp til þeirra í menntadeild- inni eins og æðri vitsmunavera. Fundum okkar bar saman á ný í Háskóla íslands þar sem við lögðum báðir stund á íslensk fræði, en hann var enn líkt og leiti á undan og lauk prófí vorið 1949, tæpum fjór- um árum á undan mér. Kynni okk- ar urðu ekki náin fyrr en ég fluttist í Hlíðamar og varð nágranni hans. Síðari árin bar fundum okkar sam- an svo til daglega eða við rædd- umst við símleiðis og alltaf hafði hann gamanmál á reiðum höndum þar til yfír lauk. Gestur Magnússon var kennari að starfí mikinn hluta ævinnar, en síðasta áratuginn var hann starfs- maður Alþingis uns hann hætti á síðasta ári sakir heilsubrests. Mikið orð fór af honum sem kennara, en kennslugreinar hans vom íslenska og íslandssaga. í menntaskóla sýndi hann yfírburði í íslenskukunn- áttu og þótti mjög glöggur mál- fræðingur þegar í skóla. Enda þótt Gestur Magnússon væri hveijum manni viðfelldnari va_r hann í raun dulur og innhverfur. Á honum sannaðist spakmæli Háva- mála að hugur einn það veit, er býr hjarta nær. Hann flíkaði aldrei til- fínningum sínum og þegar mest reyndi á í sámm sjúkdómsraunum gat enginn merkt að hann færi úr andlegu jafnvægi. Þegar dauðinn fór að og hann tjáði mér sinn ör- lagadóm gerði hann það með full- kominni sálarró og óhagganlegu andlegu þreki. Allt til hins sfðasta fagnaði hann gestum sínum með bros á vör og gamanyrði á reiðum höndum. Hann gat litið yfír liðna ævi og minntist horfínna gleði- stunda líkt og Hadrianus keisari á banasænginni sem kvað: Animula vagula, blandula, hospes comesque corporis, quae nunc abibis in loca, pallidula, rigida, nudula, nec ut solos dabis iocos? Gestur Magnússon var borinn og bamfæddur á Túngarði að Fells- strönd í Dölum vestur. Þar átti hann ætt sína og óðul, enda bar hann mikinn hlýhug til æskstöðv- anna. Á síðarí ámm mátti merkja að minningar frá æskunnar liðnu dögum sóttu hann heim. Honum þótti ekki annað tal betra en ræða um dagleg störf í sveitinni á þeim árum þegar hann var að alast upp. Ég kann enga skýringu á því að hann tók sér ekki oftar ferð á hend- ur um fomar slóðir en raun bar vitni. Ég var stundum að fara þess á leit við hann að hann veitti mér leiðsögn um heimabyggð sína sem er í senn fögur og sagnauðug. Nú er svo sköpum skipt að sú ferð verður aldrei farin, en brátt fer að vora um Breiðafjörð sem fóstraði Gest Magnússon sem við kveðjum í dag með söknuði og trega, og minningin um hann verður vafin birtu vomæturinnar eins og hún verður fegurst við Breiðafjörð. Aðalgeir Kristjánsson Gestur var fæddur 20. desember 1923 í Túngarði á Fellsströnd í Dalasýslu. Þar bjuggu foreldrar hans, Magnús Jónasson og Björg Magnúsdóttir, góðu búi. Föðurfor- eldrar Gests vom hjónin Jónas Magnússon Magnússonar í Amar- bæli og María Olafsdóttir Ólafsson- ar í Stóra-Galtardal. Þau bjuggu lengst í Köldukinn. Móðurforeldrar Gests vom hjónin Magnús Friðriksson og Soffía Gestsdóttir er bjuggu á Staðarfelli á Fellsströnd 1903—1921. Þá bmgðu þau búi og fluttu til Stykkis- hólms, en gáfu jörðina Staðarfell til stofnunar húsmæðraskóla. Gjöf þessi var gefín til minningar um einkason þeirra hjóna, Gest, og fóst- urson, Magnús Guðfínnsson, en þeir dmkknuðu í hörmulegu sjóslysi á Hvammsfírði 2. október 1920, ásamt Þorleifí Guðmundssyni vinnumanni og kaupakonu, er Sigríður hét. Gestur bar nöfn þeirra þriggja manna, er þama fómst, og hét fullu nafni Gestur Magnús Þorleifur. Að honum stóðu traustir ættstofnar í Breiðafjarðardölum. Sjálfur var Gestur gæddur miklum hæfíleikum og frábæmm mannkostum. Hann var jafnan glettinn og gamansam- ur, góður félagi og traustur vinur vina sinna. Slíkum mönnum er gott að kynnast. yið fráfall þeirra verð- ur stórt skarð fyrir skildi. Að leiðarlokum koma margar myndir fram í hugann. Ég sé Gest fyrir mér sem ungan dreng við smölun fjár á Flekkudal, þar sem hann stiklar fímum fótum um Túngarðshlíð, bratta og klettótta á vordegi. Og ég man Galtarbrekk- umar teygja sig lyng og grasi grón- ar hátt upp frá Túngarðstúninu, baðaðar í öllum regnbogans litum að haustlagi. Þá þótti þreyttum smalamönnum ljúf hvíld og holl hressing að bregða sér heim á bæ- inn og njóta rómaðrar gestrisni húsráðenda. — í ungmennafélaginu Dögun á Fellsströnd lágu leiðir saman um stund. Þar kom Gestur fram sem knár íþróttamaður. Eitt sinn flutti hann erindi, sem mér var lengi minnisstætt, þar sem hann ræddi m.a. um, að oft væri erfítt að greina, hvort roði á næturhimni væri fremur minning um kvöldroða horfíns dags eða morgunroði rísandi sólar. Ég bað hann oft á seinni árum að rifla þetta erindi upp og láta mig fá það til birtingar. Hann tók því jafnan góðlátlega, en vék því frá sér af meðfæddri hlédrægni. Gestur fór í MA á Akureyri, en ég í MR í Reykjavík. Á háskólaárun- um lágu leiðir aftur saman á Gamla- og Nýja-Garði og loks á síðari árum á Alþingi, þar sem Gestur vann við bókasafn og útg- áfustörf meðan kraftar entust. Ég veit, að margir af hollvinum Gests frá skólaárum og starfsárum munu minnast hans á kveðjustund að verðleikum. Ég læt þessi fáu orð falla til þess að þakka honum ævi- langa vináttu með frændsemi allt frá fyrstu kynnum okkar á æsku- slóðum og heimahögum. Við hjónin þökkum honum marga góða gleði- stund og sendum ættingjum hans og ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Það er bjart yfír minningu góðs drengs, sem gengur æðrulaus að verkalokum á vald örlaga sinna inn í kveldhúmið og hvílist um stund, þar til aftur roðar fyrir nýjum degi. Friðjón Þórðarson Gestur Magnússon var fæddur á Túngarði á Fellsströnd í Dalasýslu 20. desember 1923. Foreldrar hans voru Magnús Jónasson og Björg Magnúsdóttir. Hann ólst upp á heimili foreldra sinna ásamt systur sinni Soffíu, en bæði héldu þau til náms við Menntaskólann á Akur- eyri 1938 og tók þaðan stúdents- próf vorið 1944. Það var á þessum árum að leiðir okkar Gests lágu fyrst saman og áttu kynni okkar eftir að verða æði löng og náin, bæði sem bekkjarfé- laga um þriggja vetra skeið og auk þess sem herbergisfélaga í heima- vist skólans og síðan héldust náin kynni á háskólaárum og lengi síðar. Að loknu stútentsprófi 1944 inn- ritaðist Gestur í Háskóla íslands til náms í íslenzkum fræðum og lauk hann þaðan prófí vorið 1949. að því búnu gerðist hann kennari og kenndi við Gagnfræðaskóla verk- náms og Ármúlaskóla í Reykjavík allt fram til ársins 1978, að hann lagði kennslustörf á hilluna oggerð- ist starfsmaður Alþingis, þar til fyrir skömmu að hann lét af störf- um. Gestur Magnússon var góðum gáfum gæddur, hann átti mjög auð- velt með nám, var víðsýnn maður með góða dómgreind og skýr í hugs- un og framsetningu allri. Strax í menntaskóla kom glöggt fram næmi hans fyrir íslenzkri tungu og íslenzkum bókmenntum og sögu, sem var hans áhugasvið öðru frem- ur. Það var því ekki að undra að hann kysi að leggja stund á íslenzk fræði þegar kom að háskólanámi. Ævistarf Gests var kennsla fyrst og fremst. Ég held að það hafi ver- ið mikið lán nemenda að eiga Gest fyrir kennara. Ekki einvörðungu vegna þess að hann hafði frábæra þekkingu til að bera í sinni fræði- grein heldur og líka af hinu, hversu ríkum persónuleika hann var gædd- ur. Framkoma hans var einstaklega háttvís og jafnframt frjálsleg og fáguð. Viðmótið ljúfmannlegt og hressilegur andblær einkenndi mál hans allt. Sút og volæði var honum framandi og erfíð veikindi bar hann af meðfæddri karlmennsku og ró- semi. Hann var miklum kostum búinn og drengur góður í þess orðs beztu merkingu. Gestur var jafnframt glæsimenni að vallarsýn, hár og grannur, dökk- ur yfírlitum, og honum fylgdi ákveðin reisn og alla burði hafði hann til að vera góður íþróttamað- ur, hefði hann stefnt að því marki. Nú er þessi skólabróðir og vinur t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, SIGTRYGGUR JÓNATANSSON, Þórsgötu 15, Reykjavik, verður jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miövikudaginn 13. arpíl kl. 13.30. Þorsteinn Sigtryggsson, Guðrún Guðlaugsdóttir, Helga Sigtryggsdóttir, Fannar Óskarsson, Erlendur Sigtryggsson, Sigurlaug Guömundsdóttir, Jónatan Sigtryggsson, Sjöfn Hinriksdóttir, Elisabet Sigtryggsdóttir, Jakob Sigtryggsson, Þorvaldur Hermannsson, Sigrún Rósa Sigtryggsdóttir, Sigtryggur Snœvar Sigtryggsson, Reynald Gunnarsson, Helga Ásgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.