Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 39 Reglur um fjárfestíngar erlendra aðila samræmdar og rýmkaðar Stjómarfrumvarp um fjárfestingu erlendra aðila var lagt fram af forsætisráðherra á Alþingi í gær. Með frumvarpinu er lagt til að samræmdar verði reglur um fjárfestingu er- lendra aðila og þær verulega rýmkaðar. Þó er gert ráð fyrir að full yfirráð íslendinga verði tryggð yfir náttúmauðlindum lands og sjávar og settar vissar takmarkanir einkum vegna öryggishagsmuna og af menningarlegum ástæðum. Helstu tak- markanir em á sviði fiskveiða og fiskvinnslu. Frumvarpið er lagt fram til kynningar á þessu þingi og verður aftur lagt fram í haust. Undirbúingur þessa máls hófst í tíð fyrrverandi forsætisráðherra en frumvarp þetta er samið af nefnd sem núverandi forsætisráðherra skipaði 4. september 1987 til þess að gera tillögur um samræmingu á lögum og reglum um um fjárfest- ingu erlendra aðila í íslensku at- vinnulífi. í frumvarpinu er lagt til að auk- Ríkisbankar greiði arð GUÐMUNDUR H. Garðarsson (S/Rvk) og Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk) hafa lagt fram tillögu til þingsályktun- ar þess efnis að ríkisstjórnin geri ráðstafanir er tryggi að viðskiptabankar í eigu ríkisins greiði eðlilegan arð af eigin fé bankanna í ríkissjóð. í greinargerð með tillögunni segir að samkvæmt reikningum banka fyrir síðastliðið ár komi í ljós að hagnaður hafí verið umtals- verður á árinu. Það veki athygli ■ að einkabankar landsins greiði eigendum sinum, hluthöfum, ákveðinn arð af hlutafjáreign. Árið 1987 hafi þessi greiðsla al- mennt verið um 10% af hlutafé. Á sama tíma hafí engin greiðsla átt sér stað hjá viðskiptabönkum í ríkiseign þrátt fyrir mjög góða rekstrarafkomu. Það sé því eðlilegt, miðað við aðstæður, að viðskiptabankamir i ríkiseign greiði ákveðinn arð i samræmi við eigið fé til ríkissjóðs, hið minnsta 10%. í þessu myndi einnig felast nokkur jöfnun á samkeppnisað- stöðu milli viðskiptabanka í ríkis- eign annars vegar og sparisjóða hins vegar. ið samræmi verði tryggt í þeim reglum er um íjárfestingar erlendra aðila gilda og hefur nefndin í því skyni kannað ítarlega þær reglur sem í gildi eru í hinum margvísleg- ustu atvinnugreinum. Gert er ráð fyrir að full yfirráð íslendinga verði tryggð yfír nátt- úruauðlindum lands og sjávar. Þá eru íjárfestingum útlendinga settar vissar takmarkanir einkum vegna öryggishagsmuna og af menningar- legum ástasðum. Helstu takmark- anir eru á sviði fiskveiða og fisk- vinnslu. Þá eru skorður reistar við aðild erlendra aðila að viðskipta- bönkum, blaðaútgáfu og rekstri útvarpsstöðva hér á landi. Gerir frumvarpið ráð fyrir að eignarhlut- ur erlendra aðila í slíkum fyrirtækj- um verði ekki meiri en 25%. Með frumvarpi þessu er þó lagt til að um verulega rýmkun verði að ræða varðandi rétt erlendra að- ila til fjárfestingar í atvinnurekstri hér á landi. Jafnframt er lögð áhersla á eftirlit með erlendri fjár- festingu og að þeir erlendir aðilar, sem hér fjárfesta, lúti í einu og öllu íslenskum lögum, þar á meðal skattalögum og lögsögu íslenskra dómstóla. í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Nefndin'telur, að með því frumvarpi sem hér liggur fyrir sé stigið mikilvægt skref í þá átt að erlent áhættufé geti í ríkara mæli komið í staðinn fyrir erlent lánsfé við fjármögnun atvinnu- rekstrar hér á landi. Frumvarp þetta mun því, ef að lögum verður, hafa mikilvæg áhrif á vaxtar- og þróunarskilyrði atvinnufyrirtækja innan fjölmargra atvinnugrgina. Auknir möguleikar innlendra fyrir- tækja til samvinnu við erlenda að- ila, einkum í framleiðslu- og út- flutningsgreinum, geta skapað ný ■ tækifæri sem leitt geta til aukinnar verðmætasköpunar innanlands og þar af leiðandi aukinnar hagsældar þjóðarbúsins í heild, svo sem vegna aukinna skatttekna, hærri vinnu- launa, aukinnar þekkingar og lækk- aðs verðlags, svo eitthvað sé nefnt. Er og vert að hafa hugfast í þessu sambandi að fáar þjóðir eru svo háðar utanríkisviðskiptum sem ís- lendingar. Fer og í vöxt að íslensk- ir aðilar reki og taki þátt í atvinnu- fyrirtækjum í öðrum löndum. Á hitt ber þó jafnframt að líta að þótt heimildir erlendra aðila til að fjár- festa í atvinnurekstri hér á landi verði rýmkaðar er ekki þar með sagt að vænta megi mikils áhuga erlendra aðila. Hér eru ekki í boði neinir sérstakir fjárfestingarhvatár eins og víða annars staðar, heima- markaðurinn er lítill, fjarlægðir frá öðrum mörkuðum verulegar og náttúruauðæfi ekki fjölbreytt. En verði frumvarp þetta að lögum ættu þó a.m.k. ekki lagalegir óvissuþætt- ir og hindranir að þurfa að standa í veginum fyrir fjárfestingu er- lendra aðila í sama mæli og til þessa sé áhugi erlendra aðila á annað borð fyrir hendi." Þingmaður númer 100 Rannveig Guðmundsdóttir, fyrsti varaþingmaður Alþýðuflokksins á Reykjanesi, tók í gær sæti á Alþingi í fyrsta sinn. Rannveig er 37. varaþingmaðurinn sem tekur sæti á þessu þingi og þar með 100. þingmaðurinn þar sem aðalmenn eru 63. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, forseti sameinaðs þings, sagði í tilefni af þessu, að forsetar hefðu hvatt formenn þingflokka til þess að gætt verði hófs í því að kalla til varaþingmenn það sem eftir er þings. Fjármálaráðherra leggur fram frumvarp um virðisaukaskatt: Verðlag einkaneyslu verður 3% lægra með 22% skatthlutfalli Fjármálaráðherra lagði á Alþingi í gær fram stjórnafrumvarp um virðisaukaskatt en þetta er í fjórða skipti sem slíkt frumvarp er lagt fram. Gert er ráð fyrir að skatthlutfallið verði 22% og reiknað með því að verðlag einkaneyslu verði allt að 3% lægra en ella, þeg- ar heildaráhrifin verða komin fram. Samkvæmt frumvarpinu eiga lögin að taka gildi 1. júli 1989 og falli þá úr gildi lög um söluskatt. Fyrsta frumvarpið um virðis- þessum málum verði skipað með aukaskatt (VASK) var lagt fram á Alþingi haustið 1983 til kynningar. Síðan hafa frumvörp um þetta sama mál verið lögð fram tvisvar á Al- þingi, haustið 1984 og 1986, en þau hlutu ekki afgreiðslu. Helstu breytingar sem hafa orðið á frumvarpinu frá því það var síðast lagt fram eru að lagt er til að skatt- hlutfallið verði 22% í stað 24%, fall- ið er frá því að kveða á um sér- stakt skatthlutfall í landbúnaði en lagt er til að uppgjörstímabilið í landbúnaði verði sex mánuðir í stað tólf mánaða áður. Einnig er fallið frá hugmyndum um sérstaka úr- skurðamefnd í tilteknum málum varðandi skattskyldu og fram- kvæmd. Þess í stað er lagt til að sama hætti og gert er í söluskatts- lögum varðandi kærur, úrskurð og réttarfar. Virðisaukaskattur er neyslu- skattur eins og söluskattur. Helstu einkenni hans eru þau að hann leggst á söluverð á öllum viðskipta- stigum en söluskatturinn einungis á það síðasta. Hann safnast ekki upp í vöruverði eins og söluskattur vegna þess að innskatt, þ.e. þann skatt sem hefur verið greiddur af aðföngum, má draga frá útskatti, þ.e. þeim skatti sem leggst á sölu- verðið, áður en skatti er skilað 5 ríkissjóð. Þetta tvennt veldur því, að virðis- aukaskattur mismunar ekki ein- stökum atvinnugreinum eða fram- leiðsluaðferðum og hefur heldur ekki áhrif á neysluval almennings. Jafnframt bætir þetta samkeppnis- stöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum aðilum, sem búa nær undantekningarlaust við virðis- aukaskatf. Ymis starfsemi verður undanþeg- in virðisaukaskatti. Má nefna ýmsa félagslega þjónustu, rekstur skóla og menntastofnaná, íþróttamót, íþróttasýningar og rekstur sund- staða og skíðalyftna, fólksflutning- ar, póstþjónusta (burðargjald fyrir almennan bögglapóst er þó skatt- skylt), útleiga íbúðarhúsnæðis, vá- tryggingarstarfsemi, þjónusta ferðaskrifstofa, þjónusta banka, sparisjóða og annarra lánastofnana svo og verðbréfamiðlun, happdrætti og getraunastarfsemi, starfsemi rit- höfunda og tónskálda við samningu hugverka, útfararþjónusta og prest- þjónusta hverskonar. inn Fjórir kátir þrestir gestum með söng og hljóðfæraleik. Vinsælasta stúlkan, sem keppendur völdu sjálf- ir úr sínum hóp, var valin Jóhanna Jóhannsdóttir, Neskaupstað. Besta ljósmyndafyrirsætan var valin Linda Pétursdóttir og fegurðar- drottning Austurlands varð einnig Linda Pétursdóttir. Linda er 18 ára yngismær frá Vopnafirði og nem- andi í Fjölbrautaskólanum við Ár- múla og hlaut hún þar með rétt til þátttöku í keppninni um titilinn Ungfrú ísland sem fram fer á Hótel íslandi í maí í vor. Auk þess hlaut hún helgarferð til London frá Ferðaskrifstofu Reykjavíkur. Allir þátttakendur hlutu gjafir frá ýms- um fyrirtækjum. í dómnefnd, sem skipuð var þremur aðiium að sunnan og tveim- ur héðan úr fjórðungnum, sátu Inga Þorvaldsdóttir frá Seyðisfirði, Guðrún Ólafsdóttir, Neskaupstað, og að sunnan komu Erla Haralds- dóttir, Friðþjófur Helgason, sem valdi bestu Ijósmyndafyrirsætuna, og Baldvin Jónsson. Veg og vanda af undirbúningi keppninnar hafði María Guðjónsdóttir, hárskeri í Neskaupstað, ásamt Guðmundi Ingvarssyni, forstöðumanni Egils- búðar. Samkoma þessi fór vel fram og var öllum sem að henni stóðu og ekki síst þátttakendunum sjálf- um til sóma. Kynnir var Guðmund- ur Bjamason. - Ágúst Línda Pétursdóttir kosin feg- urðardrottning Austurlands Neskaupstað. Fegurðarsamkeppni Austur- lands fór fram í Egilsbúð sl. laugardagskvöld að viðstöddu fjölmenni. Fegurðardrottning Austurlands varð Linda Péturs- dóttir, 18 árá yngismær frá Vopnafirði og nemandi í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla og hlaut hún þar með rétt til þátt- töku í keppninni um titilinn Ungfrú ísland sem fram fer á Hótel tslandi i mai i vor. Linda Pétursdóttir, fegurðar- drottning Austurlands. ára, frá Neskaupstað, Jóhanna Jó- hannsdóttir, 19 ára, frá Neskaup- stað, og Linda Pétursdóttir, 18 ára, frá Vopnafirði og komu þær fyrst fram í sundbolum og síðan á síðlqólum. Á milli skemmti hópur- í upphafí sjálfrar keppninnar flutti Baldvin Jónsson, formaður dómnefndar, ávarp og rakti stutt- lega .sögu fegurðareamkeppni ís- lands og lofaði þann árangur sem stúlkur frá íslandi hefðu náð í al- þjóðlegum fegurðareamkeppnum undanfarin ár. Sagði hann það betri árangur en nokkur önnur þjóð í heiminum gæti státað af og hefði hafist þegar Unnur Steinsson náði glæsilegum árangri 'í London fyrir nokkrum árum. Þá kom einnig fram í máli hans að þetta væri Stúlkurnar sex sem þátt tóku Austurland. fyreta fegurðareamkeppnin er haldin væri á Austurlandi sem risi undir nafni. Að ávarpi Baldvins loknu hófst sjálf keppnin með þvi að stúlkumar fimm, sem þátt tóku í henni, voru Morgunblaðið/Guðmundur Svansson ( keppninni um titilinn Ungfrú kynntar en þær voru Guðlaug Jak- obsdóttir, 21 áre, frá Skaftafelli í Öræfum, Guðrún Ema Þórhalls- dóttir, 20 ára, frá Höfn, Björk Sig- urðardóttir, 19 ára, frá Breið- dalsvík, Eydís Lúðvíksdóttir, 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.