Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 Olía og dollarí hækka í verði London. Reuter. OLÍUVERÐIÐ hækkaði I gær um einn dollara vegna frétta um, að Opec, Samtök olíuútflutnings- ríkja, hygðust efna til fundar með fulltrúum olíuríkja utan samtak- anna. Verður þar rætt um leiðir til að draga úr heildarvinnslunni en mikið offramboð er nú á olíu- markaðinum. Fundur Opec-ríkjanna og sjö ann- arra olíuframleiðsluríkja verður í Vín 23. þessa mánaðar og er talið víst, að umræðumar muni einkum snúast um leiðir til að minnka olíuframleiðsl- una en vegna offramboðsins hefur verðið fyrir hvert fat farið allt niður undir 14 dollara. Ýmsir hafa þó ekki mikla trú á, að Opec takist það ætl- unarverk sitt og í gær sagði raunar Ginandjar Kartasasmita, olíu'ráð- herra Indónesíu, að Opec stefndi ekki að því að í bráð að minnka kvótana, heldur að koma bandi á þá, sem hefðu farið fram úr þeim. Af gjaldeyrismálunum er það að frétta, að hagnaður Japana af við- skiptunum við útlönd var minni í mars en búist hafði verið við og hef- ur það vakið vonir um, að nokkur jöfnuður sé að nást í heimsviðskipt- unum. Varð það aftur til að hækka gengi dollarans nokkuð. Ungveijaland: Fjórir reknir úr kommúnistaflokknwn Budapest, Reuter. FJÓRIR menn voru reknir úr ung- verska kommúnistaflokknum vegna tengsla við nýja hreyfingu 1 Kúba: Skákmanni neitað um verðlaunafé Havana, Reuter. DAGBLAÐ kúbanska kommún- istaflokksins hefur gagnrýnt Bandaríkjamenn harðlega fyrir að hafa neitað að greiða kúb- önskum stórmeistara 10.000 daia verðlaunafé sem hann hafi unnið á skákmóti í New York. Dagblaðið Granma skýrði frá því á laugardág að bandaríska fjármála- ráðuneytið hefði ákveðið að verð- launaféð yrði ekki greitt vegna við- skiptabanns á Kúbu. Stjómvöld í Havana hafa falið lögfræðingum að reyna að fá féð greitt inn á banka- reikning sem hefur verið frystur í Bandaríkjunum, að sögn blaðsins. Blaðið hefur eftir stórmeistaranum Garcia, sem hafnaði í öðru sæti í skákmótinu, að það hafi aldrei gerst í sögu skákarinnar að verðlaunahafa hafi verið neitað um verðlaunafé.* Hann bætti við að honum hefði verið sagt frá þessari ákvörðun nokkrum mínútum áður en mótinu lauk. Garcia og landi hans Amador Rodriguez eru fyrstu Kúbumennimir sem hafa leikið í skákmóti í Banda- ríkjunum eftir byltinguna í Kúbu árið 1959, að sögn Vincent McCam- bridge, talsmanns bandaríska skák- sambandsins. McCambridge sagðist ekki vita nein dæmi þess að skák- mönnum hafi áður verið neitað um verðlaunafé í Bandaríkjunum, en hann kvaðst halda að verið væri að stofna sjóð sem kenndur yrði við Garcia. Ungveija sem berst fyrir auknu lýðræði, að því er fram kemur i dagblaði kommúnistaflokksins. Málgagn ríkisstjómarinnar grein- ir einnig frá því að hópur stúd- enta, sem stofnaði unglingahreyf- ingu í síðasta mánuði, hafi fengið tilmæli frá lögreglunni um að hætta „óleyfilegri starfsemi." Dagblaðið Nepszabadsag skýrði frá þvf á laugardag að fjórmenning- amir hefðu verið reknir fyrir skoðan- ir sem gengjp í berhögg við stefnu flokksins og fyrir að tjá þær á al- mennum umræðufundum utan flokksins. Blaðið vísar hér að því er virðist til samtaka sem 150 rithöf- undar, hagfræðingar og þingmenn stofnuðu í september, en þau standa fyrir almennum umræðufimdum um aukna þátttöku almennings í stjóm- málum. Dagblaðið Magyar Hirlap hefur skýrt frá því að fjórir stúdentar hafa komið saman í kaffihúsi 30. mars síðastliðinn til að stofna samtök ungra lýðræðissinna. Blaðið segir að samtökin séu ólögleg, með „vafasam- ar áætlanir og tíðar tilvísanir í stjóm- arskrána," og lögreglan hafi mælst til þess að starfsemi þeirra verði hætt. Ennfremur segir í blaðinu að þótt Ungveijar fagni stofnun nýrra hreyfinga sem vilji bæta efnahaginn og þjóðfélagið megi þær ekki ganga í berhögg við kommúnismann. Kennarar og nemendur mótmæla 6Háskólakennarar í Peking tóku i síðustu viku þátt í veggspjaldaherferð nemenda sinna, þar sem stjórnvöld voru gagnrýnd fyrir að vanrækja menntamál. Háskólanemarnir sögðu að þetta væri í fyrsta skipti sem kinverskir háskólakenn- arar styddu opinskátt mótmæli nemenda gegn stefnu stjórnvalda. I langri handskrifaðri yfirlýs- ingu, sem „ungir kennarar við Peking-háskóla" undirrituðu, eru kínverskir þingmenn hvattir til að auka útgjöld til menntamála, hækka laun kennara og bæta húsnæði þeirra. „Við teljum að útgjöld stjórnarinnar til menntamála eigi að minnsta kosti að vera eins mikil útgjöldin vegna stríðsins gegn Japönum," segir meðal annars í yfirlýsingunni. Sovéskur efnahagssérfræðingur: Umbótastefnan í hættu og róttækra ráða þörf Moskvu. Reuter. SOVÉSKUR efnahagssérfræðing- ur segir, að mikil hætta sé á, að umbótastefna stjórnvalda bíði skipbrot og þvi sé nauðsynlegt að gripa til róttækra ráða og bregð- ast við með allt öðrum hætti en hingað til hefur þótt til hlýða i kommúnistaríki. í grein í bókmenntatímaritinu Novíj Mír sagði hagfræðingurinn Níkolaj Shmelev, að vildu stjómvöld ekki glata tiltrú almennings yrðu þau strax að greiða fyrir meira framboði á matvælum og öðrum neysluvam- ingi 'og lagði hann til, að ríkisjarðir yrðu afhentar einstaklingum og gull- sala aukin til að greiða fyrir meiri innflutningi frá Vesturlöndum. Shmelev hvatti einnig til, að hætt yrði við herferð Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga gegn vodkadrykkjunni og sagði, að ríkið væri nú farið að Los Angeles: 1.270 glæpaseggir hand- teknir í einni atlögu Los Angeles, Reuter. UM þúsund manna lögreglulið lét til skarar skríða um helgina og handtók 1.270 manns. Að minnsta kosti 500 þeirra eru grunaðir um Nixon í sjónvarpsviðtali Richard M. Nixon, fyrrverandi Bandarílq'afor- seti, kom um helgina fram í sjónvarpsviðtali og var myndin að ofan tekin þegar verið var að búa hann undir útsendingu. I viðtalinu var Nixon mjög opinskár og ræddi Watergate-málið af miklu hispursleysi. Mestur hluti viðtalsins fór þó- í að ræða horfur í alþjóðamálum nú, en á þeim vettvangi nýtur Nixon nokkurra áhrifa og er vitað að Ronald Reagan, núverandi Bandarílq'a- forseti, hefur oftlega leitað ráða hjá Nixon. Nixon sagði að menn teldu Reagan oft annars hugar og drægju því í efa hæfileika hans til þess að semja um afvopn við Míkhafl Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Sagði Nixon ályktanir af þessu tagi út i hött og kvað Reagan hafa sýnt það að hann léti ekki freistast af gylliboðum Gor- batsjovs nema verulegur ávinnungur væri af þeim. Minnti hann á að í Reykjavík hefði Reagan sýnt þann kjark að hafna óaðgengilegum kröfum Kremlverja, þrátt fyrir að öllum væri ljóst að hann yrði fyrir pólitáikum álitshnekki af. Reuter að vera meðlimir í glæpaflokka, sem þjakað hafa íbúa Los Angeles að undanfömu. Daryl Gates, lög- reglustjóri, hefur sagt strið á hendur hinum 70.000 meðlimum glæpaflokka, sem talið er að gangi lausir um götur borgarinnar. Glæpagengi þessi stunda helst fíkniefhasölu, en vegna hennar verða oftlega blóðugir bardagar þegar flokkamir dejla um yfirráðasvæði. Á þessu ári hafa þegar að minnsta kosti 90 manns fallið í bardögum flokkanna. í atlögunni voru ógrynni vopna gerð upptæk, sem og um 80 bifreið- ir. Þar á meðal voru nokkrar af teg- undinni Mercedes-Benz og stöku Rolls var einnig að finna í hópnum. Gates lögreglustjóri hét að láta til skarar skríða gegn glæpaflokkunum eftir að maður lést og tólf særðust þegar nokkrir meðlimir glæpagengis óku framhjá einúm keppinauta sinna og hófu viðstöðulausa skothríð fyrir níu dögum. Allir hinna særðu voru saklausir vegfarendur, þar á meðal fjögurra ára gamall drengur, sem varð fyrir ijórum kúlum. prenta peninga til að bæta.sér upp minni tekjur af áfengissölu og ætti auk þess í vonlausri baráttu við bruggarana. Shmelev sagði, að innan kerfisins gætti nú vaxandi andstöðu við umbótastefnuna og varaði við því og sagði, að sigldi hún í strand yrði Sovétríkjunum „skákað til hliðar í sögunni, við lentum í flokki með vanþróuðu þjóðunum". Sagði hann, að aukinnar vantrúar á umbótastefn- unni gætti ekki síst meðal almenn- ings, sem fyndist matarúrvalið minna en var áður en Gorbatsjov komst til valda. Brask með brennivín Shmelev sagði, að herferð stjóm- valda á hendur áfengisdrykkjunni hefði leitt af sér svartamarkaðsbrask með áfengi, sem væri farið að líkjast ástandinu á bannárunum í Banda- < ríkjunum. Taldi hann, að tveir þriðju allrar áfengissölunnar væru nú í höndum bruggara og hvatti til, að vodkaverðið yrði lækkað, varan höfð sem víðast og veitingahúsum og kaffihúsum stórfjölgað. Lagði hann ennfremur til, að umbætumar í so- véskum efnahagsmálum yrðu fjár- magnaðar með sölu hlutabréfa og ríkisskuldabréfa. í fyrra vakti Shmelev athygli á sér með því að segja, að tímabundið atvinnuleysi kunni að vera óhjá- kvæmilegt fyrir einhvem hluta fólks en í greininni í Novíj Mír segist hann telja, að atvinnuleysi verði ekki vandamál í Sovétríkjunum fram að aldamótum en nauðsynlegt sé að fara að huga að endurskipulagningu vinnuaflsins, sem sé allt að 25% meira i sumum greinum en þörf sé á. ERLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.