Morgunblaðið - 12.04.1988, Page 51

Morgunblaðið - 12.04.1988, Page 51
horfinn af sviðinu. Þetta er gangur lífsins og ekki verður rönd við reist. í huganum lifír minningin um góð- an vin og félaga. Honum óska ég fararheilla á þeirri ferð, sem hann nú hefír hafíð, og bið honum allrar blessunar. Guðmundur B. Ólafsson Og árin líða. Það er vor i lofti. Kliður fugla ómar og jörð grænkar. Grasið vex og allt dafnar. Prjókom skjóta rótum og jörð ber ávöxt. En nýir tímar leggja landið undir sig. Allt gamalt er leyst af hólmi. Það sem var er ekki lengur. Hið nýja festir rætur, og það verða nýir menn, sem setja nýjan svip á landið. Hér em vormenn Islands komnir. Lífsstarf ræðst af mörgu, en það er ekki allt, heldur hitt, hvað maður er í starfi sínu, hvað á meðal manna. Gestur var sá maður, sem kom til dyra eins og hann var klæddur, traustur og ljúfur, skiln- ingsríkur. Gestur unni hinu fagra og heil- brigða. Hann lagði sitt lóð á vogar- skálar til að bæta og fegra hlut- skipti manna. Gestur unni sögu bjóðarinnar og máli. Rætur hann stóðu djúpt í þjóðlegri arfleifð. Tungan var honum sá völlur sem hann bar ljá í og þar uppskar hann best. Æska hans var í sveitinni, en starfsvettvangur í borginni. Það er munur á. Þar er landið ekki ftjótt, þar em aðeins gerviblóm og gervi- gras. Allt gert af mannahöndum. Eigi að síður er þar mikið verk að vinna — að brúa bil manns og lands, að fínna sögunni stað og tungunni vettvang. Þar gerðist Gestur ötull liðsmaður. Starfs hans var að miðla öðmm af þekkingu sinni eða af hógværð sagt; að segja öðmrh til. íslensk tunga er sem jám í afli. Hana má herða og slípa og gefa öðmm þar hlutdeild í. í starfi sínu er kennarinn bæði pred- ikari og spámaður. Kennarinn ræð- ur nemendum heilt og þekkir alla hnúta. Þar sem einlægni er, þar er friður mestur, en friður alls er gró- andinn í lífínu. Gestur vann verk sitt í hljóði. Slíkur vinnumáti ber af öðm, því að þá er unnið starfsins vegna. Gott er að skila góðum vinnudegi öðmm til heilla og fara brott með þakklæti og virðingu þeirra sem á eftir horfa. Við þökk- um Gesti fyrir samfylgdina og við sem þekktum hann best söknum hans mest. Ég votta syrgjandi vandamönnum samúð og hluttekn- ingu. Gunnar Finnbogason Þann 31. mars sl. lést í Landa- kotsspítala Gestur Magnússon, cand. mag. í íslenskufræðum. Gest- ur fæddist í Túngarði í Fellsstrand- arhreppi í Dalasýslu þann 20. des- ember 1923. Gestur var kominn af mikilhæfu mannkostafólki. Foreldr- ar hans vom hjónin Björg Magnús- dóttir frá Staðarfelli og Magnús Jónasson frá Köldukinn. Þau bjuggu allan sinn búskap í Túngarði, eða í rúm fjömtíu ár. Þau Túngarðshjón fóm bæði til fram- haldsnáms í æsku. Björg var lærð ljósmóðir og gegndi því starfi í Fellsstrandarhreppi á fímmta ára- tug og fylgdi henni ætíð mikil gifta. Magnús hafði á æskuámm sínum mikinn áhuga á að öðlast einhveija menntun, þrátt fyrir erfíðan fjárhag tókst honum að ljúka námi frá ungl- ingaskóla Sigurðar Þórólfssonar í Hjarðarholti og eins vetrar náms naut hann i Gagnfræðaskólanum á Akmreyri. Túngarður er ekki stór jörð, en þrátt fyrir að gæði jarðarinnar væm takmörkuð tókst þeim að bæta hana svo, að afkoma þeirra var góð. Hvort sem var innan húss eða utan settu reglusemi og snyrti- mennska svip sinn á búskap þeirra. Túngarðshjónunum var það mál hugleikið að böm 'þeirra tvö nytu langskólanáms, svo sem löngun þeirra sjálfra hafði staðið til. Arið 1938 hófu þau Gestur og systir hans, Soffía, nám í gagnfræðadeild Menntaskólans á Akureyri og luku þau samtímis stúdentsprófí vorið 1944. Soffía starfar nú sem deildar- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Eftir stúdentspróf fór Gestur til MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 51 náms í norrænudeild Háskóla ís- lands, þaðan lauk hann cand. mag. prófi í íslenskufræðum 1949 og námskeið í uppeldisfræðum við Háskóla íslands tók hann árið 1953. Árið 1951 gerðist hann kennari og kenndi samtímis við Gagnfræða- skóla verknáms og Ármúlaskóla í Reykjavík til ársins 1978. Á ámnum 1958—1969 starfaði hann í Lands- prófsnefnd miðskóla eða þar til að störf þeirrar nefndar vom felld nið- ur. Árið 1978 hætti Gestur kennslu og gerðist starfsmaður Alþingis, m.a. vann hann þar að útgáfu Al- þingistíðinda. Því starfi gegndi hann þar til sl. sumar, að hann lét af störfum vegna veikinda sinna, sem þá vom farin að setja mark sitt á hann. Gestur var mjög góður starfsmaður og bar þar margt til. Hann var vel gefinn og vel mennt- aður. Hann var afkastamikill og reglusamur og samskipti hans við samstarfsfólk vom með þeim ágæt- um að á betra varð ekki kosið. Háttvís var hann í allri framkomu, glaðsinna og mikill húmoristi. Síðastf bar fundum okkar Gests saman er við vomm báðir gestkom- andi í Þórshamri, en þá varð mér Ijóst að heilsu hans hafði hrakað svo, að til tíðinda gæti dregi fljót- lega. Mér er því ljúft að minnast þessarar stuttu en ánægjulegu stundar er ég átti þar með honum, ásamt öðm fólki. Gleði hans þá og hófleg fyndni var síst minni en okk- ar hinna. Svo mikið var þrek hans og jafnvægi að hann ræddi veikindi sín og horfur um framgang þeirra við sína nánustu eins og við hin ræðum dægurmálin. Þar sem ég þekkti vel hversu miklum mannkostum og hæfíleik- um Gestur var gæddur leiddi ég oft hugann að því hvers vegna hann sæktist ekki eftir umfangsmeiri störfum. Ég vissi einnig til þess að samstarfsmaður hans, sem gjör- þekkti störf hans, ætlaði honum valdameiri og umfangsmeiri störf. . Meðfædd hlédrægni Gests og sam- viskusemi réðu því að slíkt heillaði hann ekki, það skipti hann mestu máli að leysa þau verk vel af hendi, sem hann tók að sér. Það hefði hann að vístu alltaf gert að mínu mati, hvert sem starfssviðið hefði verið. En vegtyllur voru ekki það sem hann sóttist eftir. Foreldrar Gests, þau Björg og Magnús, og böm þeirra Soffía og Gestur, héldu saman heimili í Drápuhlíð 41, Reykajvík, á meðan heilsa foreldranna leyfði. Magnús er látinn fyrir mörgum árum, en Björg lést fyrir u.þ.b. þremur árum. Síðustu árin dvaldist Björg á Hrafn- istu, og veit ég vel að Gestur reynd- ist he«ni mjög vel þann tíma, sem fyrr. Gestur Magnússon var ókvæntur og bamlaus. Um nokkurt árabil hefur hann átt góða vinkonu, Gyðu Guðmundsdóttur, sem búsett er hér í borginni, hún er ekkja, en á eina uppkomna dóttur. Þau áttu ýmis sameiginleg áhugamál, svo sem fjallaferðir í Þórsmörk og á fleiri staði. Gyða reyndist Gesti mjög vel í veikindum hans, og])að var honum mikils virði. Við hjónin minnumst kynna okk- ar af Gesti með miklu þakklæti, og vottum aðstandendum innilega samúð. Halldór E. Sigurðsson Gestur Magnússon, hinn ljúfí vin- ur okkar og félagi, er nú allur. Það bar bráðara að en við hugðum. Þó ‘ var ekki um að villast að dómurinn var fallinn. Eftir langvinn veikindi síðla vetrar í fyrra náði Gestur tals- verðum bata þegar fram á sumarið leið, svo að vonin glæddist um að hann næði nokkurri heilsu á ný. En þegar haustaði og vetur gekk í garð lagðist á hann helfölvi og mátturinn þvarr jafnt og þétt. Hann brá þó ekki gleði og hlýtt brosið og notalega kímnin var samt við sig. Kynni okkar Gests urðu hvorki ýkjalöng né mjög náin, enn samt fínnst mér nú eins og ég hafí alltaf þekkt hann og átt við hann langt samstarf. Á útmánúðum 1974' var ákveðið að ryklqa talsvert á útgáfu Al- þingistíðinda. Var ráðin rösk sveit manna, og þó einkum kvenna, til þess verks, að gefa út ræður þing- manna í tæpan áratug og fylla upp í skarð sem var í útgáfunni. Þegar vinnan var komin vel á skrið varð jafnframt brýnt að taka saman efn- isyfírlit þeirra árganga sem undan gengu. Til þess vandasama þolin- mæðisstarfs réðst Gestur árið 1978, er hann hvarf frá kennslustörfum. Má það heita mikið happ fyrir út- gáfuna að svo reyndur og menntað- ur maður skyldi leggjast þar á ár- ar. Tókst að ljúka útgáfunni á skap- legum tíma, þar á meðal aðalefnis- yfírlitum. Að því afreki loknu hélt Gestur áfram starfí sínu við Al- þingistíðindi og hóf nú að setja sam- an yfirlit yfír þau þing sem nær voru í tímanum, þ.e. frá 1972 allt til vors 1986, er registrum var breytt og tölvuöldin gekk í garð. Alls ná registrin sem Gestur vann að, í samvinnu við aðra starfsmenn, yfír tuttugu þing og fylla hátt í 40 hefti því að sérstök yfírlit voru um hvort tveggja þingskjöl og umræður hvers þings. Síðustu efnisyfirlitum, jrfír þingið 1985—1986, lauk hann í fyrravetur, með talsverðum frátöf- um þó vegna veikinda. Hann hvarf úr starfí hjá Alþingi 1. nóvember sl. Þá átti að hefjast næðissöm hvíld að loknum löngum starfsdegi. En honum var fyrirbúin annars konar hvíld. Það vildi svo til að ég hafði að sumarvinnu 1976—78 að koma efn- isyfírlitunum af stað. Við því verki tók Gestur, þrem árgöngum í hand- riti, harla óburðugum. Þetta við- fangsefni var upphaf kynna okkar og vinfengis. Og á þann vinskap féll aldrei skuggi, enda var naum- ast hægt að deila við Gest eða láta sér þykja við hann, hann gaf mönn- um hreinlega ekki færi á því. Síðar átti ég þess kost að fylgjast með vinnubrögðum Gests eftir að ég réðst til starfa á skrifstofu Alþing- is. Var sú samvinna næsta ánægju- leg. — Efnisyfirlit Alþingistíðinda voru ekki sérstök skemmtilesning og vinnan við þau verður varla tal- in örvandi viðfangsefni, allra síst slíkum ljóðamanni og fagurkera sem Gestur var. Samt vannst hon- um þetta einkar létt og afraksturinn er afbragðsgóður: nákvæm og gagnleg skrá um þær þykku rollur sem Alþingistíðindi síðustu tveggja áratuga eru. Menn eiga áreiðanlega eftir að hugsa hlýlega til höfundar þeirra þegar fram líða stundir. Það var ekki ætlunin með þessum fáu kveðjuorðum að rekja starfs- feril Gests Magnússonar að öðru leyti, né bregða upp af honum svip- mynd. Aðeins að þakka hugheil kynni og mikilsvert verk. Mörg at- vik undanfarinna ára, ekki síst notalegt spjall í kaffistofu Þórs- hamars og hádegisröltið um mið- bæinn, greypast í minninguna. Við kveðjum Gest Magnússon með söknuði. Öll framkoma hans var fáguð, smekkvísin óbrigðul og dómgreind örugg. Minningamar um hann eru okkur dýrmætar. Þær auka okkur trú á þetta líf og að því megi lifa vel. Þess er að vænta að slíkum mönnum, sem hann var, sé búinn góður staður. Ég sendi aðstandendum og vin- um Gests Magnússonar samúðar- kveðjur. Helgi Bernódusson Fyrir 10 árum hóf Gestur Magn- ússon að starfa hjá Alþingi við út- gáfu Alþingistíðinda. Hann hafði þá unnið við kennslu í 27 ár og mun hafa leitað eftir léttara og áhyggjuminna starfi af heilsufars- ástæðum. Skólakennsla er öðrum þræði uppeldisstarf og uppeldisstörf valda oft samviskusömum manni æmum áhyggjum. Gestur var ákjósanlegur maður í hið nýja starf, ömggur maður við prófarkalestur og nákvæmnisverk eins og að setja saman registur. Við vomm ekki beinlínis sam- starfsmenn en góðir málvinir urðum við. í fjögur ár áttum við sam- vemstund flesta virka daga að morgni áður en dagsverk var hafíð. Og það vom góðar stundir. Gestur var dagfarsprúður og vel að sér um marga hluti. Dómgreind hans og smekkvísi mátti treysta og því var ómetanlegt að heyra álit hans. Hann var ágæta vel skemmti- legur í viðræðum, hafði næmt kímniskyn og góðlátlega glettni. Alltaf léttur og hýr á sinn hóg- væra, hægláta hátt. Það er dýrmæt' gjöf að njóta návistar slíks manns. Ekki'er það síst mikilsvert þegar að höndum ber mótlæti og hugraun utan daglegra skyldustarfa svo sem oft vill verða.' Vænti ég að ég mæli fyrir munn samstarfsmanna Gests almennt þegar ég vík að þessari hlið sam- vemnnar. Það er eins og návist slíkra manna fylgi hulinn kraftur sem huggar og græðir. Minnisstæðar verða mér síðustu stundimar sem ég var með Gesti og talaði við hann. Hann var þá sjúkur maður, mjög af honum dreg- ið, þrótturinn lítill og honum ljóst að engin ráð vom kunn gegn sjúk- dómi hans. Samt var hann léttur í máli að vanda, hugsunin skýr og kímnin og glettin líkt og áður. Ör- lögum sínum tók hann af æðmleysi og jafnaðargeði að því er séð varð. Gestur Magnússon er kvaddur með söknuði og eftirsjá. Samvem- stundanna er minnst með gleði og frá þeim stafar birtu og hlýju. Til hans verður nú ekki leitað ráða eða leiðbeininga. En skylt er að met,a og muna það sem af honum mátti læra og þá ekki síst það sem snert- ir mannlega hegðun og heyrir und- ir siðfræði. H. Kr. Boðskapur páskanna er saga mikilla átaka. Annarsvegar hinn mesti harmleikur og hinsvegar hinn dýrðlegi sigur, sigur lífsins yfír dauðanum. Með boðskap páska- dagsins í huga vil ég kveðja vin minn Gest Magnússon, sem andað- ist á skírdag. . Það var haustið 1951, sem fund- um okkar Gests bar fyrst saman. Reykjavíkurborg hafði ákveðið að gera tilraun með nýja gerð af gagn- fræðaskóla, þar sem verklegu námi var ætlaður meiri tími en í venjuleg- um gagnfræðaskóla og hemendur fengu valfrelsi til að velja sér náms- brautir og valgreinar. Það skip'ti því miklu máli að vel tækist til um val kennaránna, ef þessi nýbreytni átti að vinna sér trapst og eiga framtíð. Gestur Magnússon var ungur maður, og samkvæmt upplýsingum kom hann einna helst til greina til að verða ráðinn sem leiðbeinandi kennari í bóklegum greinum við þessa tilraunastarfsemi. Það var því með nokkurri eftirvæntingu, sem ég átti viðtal við hann í fyrsta sinn. Ég gekk glaður af þeim fundi, maðurinn kom mjög vel fyrir, hann var glæsilegur, gersamlega laus við alla tilgerð eða sýndarmennsku, hógvær og virtist í senn bæði sann- gjam og stefnufastur. Reynslan sýndi að þær skoðanir, sem ég hafði skapað mér af honum, reyndust allar réttar. Hinu átti ég svo eftir að kynnast, hinni einstaklega góðu og þægilegu skapgerð hans. Síðla þennan sama dag leit ég inn hjá Ragnhildi systur minni, sem .var búsett hér í borg. Mér var ekkf kunnugt um að hún þekkti Gest. Þegar ég greindi frá að Gestur Magnússon cand.mag. yrði ráðinn Nafn leiðrétt ítrekuð skal leiðrétting á nafni Guðmundar Guðmundarsonar, er skrifaði minningargrein um Svein Guðmundsson forstjóra á útfarar- degp hans. Þar misritaðist föður- nafn Guðmundar sem ætíð skrifar sig Guðmundarson. aðalkennari í bóklegum greinum sagði hún „Þar ert þú heppinn, betri mann en Gest getur þú ekki fengið, hann og hans nánustu eru sérstakt öndvegisfólk, sem ávallt hefur lagt gjörva hönd á hvert það viðfangsefni, Sem það hefur tekið sér“. Gagnfræðaskóli Verknáms, en svo hét skólinn, þar til hann flutti í eigið húsnæði við Ármúla og fékk þá nafnið Ármúlaskóli, var með fáa nemendur fyrsta árið. Þá kenndi Gestur íslensku, sögu og félags- fræði, og fórst það allt jafn vel úr hendi. Á öðru ári skólans fjölgaði nem- endum mjög mikið go jafnframt kennurum. Eftir það kenndi Gestur eingöngu íslensku. Gestur átti traust allra, sem hann þekktu og naut mikils álits sem íslenskukennari svo það var eftir honum sóst, en hann var sérstak- lega laus við að sækja eftir frama, eg vann sitt starf á kyrrlátan hátt og lagði áherslu á að rækja sem best það, sem hann hafði tekið að sér. Árið 1958 tók Gestur sæti í landsprófsnefnd miðskóla. Þeir sem muna tíma landsprófanna minnast þess að oft var óánægja með gerð einstakra prófverkefna. En ég minnist þess ekki að nokkumtíma kæmi fram óánægja eða gagnrýni á íslenskuprófið þau ár sem Gestur vann að gerð íslenskuprófanna. Slíkt sýnir vönduð vinnubrögð. Við Gestur vorum samstarfs- menn í rúman aldarfjórðung. -Betri samstarfsmaður verður vandfund- inn. I kennslustarfínu reyndist Gestur sérstaklega vel. Hann var einstak- lega laginn kennari bæði að hafa stjórn á nemendum og að miðla þeim fróðleik, enda árangur af kennslu hans eftir því. Nemendur báru virðingu fyrir Gesti, þeim þótti vænt um hann og rómuðu kennslu hans. Meðal kennara var Gestur mikið metinn, þeir báru virðingu fyrir honum, treystu honum, hann var hvers manns hugljúfí. glaðlyndi. hans og góðlátleg kímni lífgaði upp á andrúmsloftið á kennarastofunni og skapaði góðan félagsanda. Af heilsufarsástæðum lét Gestur af kennslu fyrir tíu árum. Hann hóf þá störf hjá Alþingi og vann að útgáfu Alþingistíðinda. Gestur átti undir lokin við erfíðan sjúkdóm að stríða. Hann vissi að hveiju stefndi, en tók því með sömu ró og jafnaðargeði og hveiju öðru hlutverki, sem hann þurfti að taka að sér í lífínu. Aðstandenáum votta ég samúð mfna. Magnús Jónsson Blómastofa Fríöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öllkvöld tll kl. 22;- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefnl. Gjafavörur. Legsteinar MARGAR GERÐIR Mmorex/Gmnít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími S4034, 222 Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.