Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 Tæningjar Reuter Malas Abdo (tíl vinstri), fulltrúi PLO, ræðir við Akis Fantís, talsmann stjórnvalda á Kýpur, eftír að þeir höfðu farið upp að júmbóþotu Kuwait Airways tíl viðræðna við flugræningjana. dag er ræningjamir náðu vélinni á sitt vald yfir Arabíska hafinu hafði blóði verið úthellt. Næstu klukku- stundimar eftir morðið fór Malath Abdo, fulltrúi PLO á Kýpur, í fylgd með Michael Herodotou, flugmála- stjóra Kýpur, fjórum sinnum upp að vélinni til viðræðna við flugræningj- ana. Þeir höfðu kraflst þess að arab- ískumælandi maður tæki þátt í samningaviðræðum og Yasser Ara- fat, sem staddur var í Moskvu, gaf út þá yfirlýsingu að samtök sín hefðu orðið við beiðni yfirvalda í Kuwait ánum sveitir óboðnar til eyjarinnar. Þær reyna að ráðast á flugvélina en þjóð- varðliðar frá Kýpur koma í veg fyr- ir það. 15 Egyptar falla í skotbar- daganum, sem stendur í 45 mínútur. Júní 1985. Lengsta flugrán sögunn- ar. 14. júní rændu tveir shítar frá Líbanon flugvél frá TWA-flugfélag- inu skömmu eftir flugtak í Aþenu. 153 farþegar em um borð. Sextán dögum síðar lýkur ráninu í Beirút er ræningjamir fallast á að sleppa síðustu gíslunum, 39 Bandarfkja- mönnum, fyrir tilstilli Sýrlendinga. Einn Bandaríkjamaður er myrtur. Nóvember 1985. Blóðugasta flug- rán sögunnar. Palestínumenn ræna flugvél frá egypska flugfélaginu, Egyptair, og snúa henni til Möltu. Egypskar sérsveitir ráðast á flugvél- ina með þeim afleiðingum að 59 manns, flestir þeirra farþegar, falla. September 1986. 22 falla í byssu- kúluregni í Karachi í Pakistan er sérsveitir láta til skarar skríða gegn flórum Palestínumönnum sem tekið hafa farþegaþotu frá Pan Am-flug- félaginu á sitt vald. 5. aprfl 1988. Vopnaðir menn sem tala arabísku ræna farþegaþotu frá Kuwait með 115 manns innanborðs á leið frá Bangkok til Kuwait. Um borð eru þijú ættmenni furstans af Kuwait. Ræningjamir kreQast þess að yfirvöld í Kuwait sleppi 17 mönn- um, hliðhollum klerkastjómni í íran, sem dæmdir hafa verið til fangelsis- vistar í Kuwait fyrir hryðjuverk. um að aðstoða við lausn málsins. í viðræðunum ftrekuðu flugræn- ingjamir þá kröfu gagnvart stjóm Kuwait að 17 föngum þar í landi yrði sleppt í skiptum fyrir 50 gísla um borð. Hvað kýpversk yfirvöld snertir kröfðust ræningjamir þess að fá eldsneyti til að fljúga til Kuw- ait. Stjómir Kuwait og Kýpur vom einhuga í því að hafna þessum kröf- um flugræningjanna, en buðu í stað- inn að ræningjamir fengju eldsneyti ef öllum gislunum yrði sleppt. Átta klukkustundum eftir morðið á laugardag slepptu flugræningj- amir sjúkum manni og sögðust gera það af góðmennsku sinni. Er leið á kvöldið var samningaumleitunum hætt og kyrrð lagðist yfir Lamaka- flugvöll. Hóta hægfara útrýmingu Um klukkan sjö á sunnudags- morgun að staðartíma (flögur að ísl. tíma) settu flugræningjamir stjóm Kýpur þá kosti að fylla geyma vélarinnar fyrir hádegi ella myndi „hljóð og hæg útrýming eiga sér Heilagt stríð: Hótuðu að myrða tvo gísla Beírút, Reuter. í YFIRLÝSINGU frá samtökun- um Heilagt stríð sem hafa aðset- ur í Líbanon er því hótað að tveir gíslar sem samtökin hafa i haldi verði myrtir ef reynt verður að frelsa gislana f júmbóþotunni á Larnaka-flugvelli á Kýpur. Þetta þykir staðfesta að flugræn- ingjamir tengist samtökunum Heil- agt stríð. Yfirlýsingunni, sem barst á sunnudag til alþjóðlegrar frétta- stofu í Vestur-Beirút, fylgdu mynd- ir af tveimur gíslum, Jean-Paul Kauffmann og Terry Anderson. stað“. Klukkustundu áður en frest- urinn rann út fóru tveir fulltrúar PLO upp að vélinni og ræddu við ræningjana í hálftíma. Þeir lýstu því yfir að þeir vildu fá eldsneyti til að fljúga til Kuwait og fengju þeir ekki lendingarleyfi þar þá myndu þeir „brotlenda vélinni á höll fjandans furstans". Ræningjamir hvöttu við- semjendur sína til að taka þá alvar- lega og efast ekki um að hugur fylgdi máli: „Þið sáuð dæmi þess í gær,“ sögðu ræningjamir. Þeir minntu einnig á að sprengiefni hefði verið komið fyrir um vélina þvera og endilanga. Þess vegna þýddi lítið fyrir bresku S AS-sveitimar, víkinga- sveitimar, að ráðast á vélina. Ýmsir höfðu velt þeim möguleika fyrir sér og virtust flugræningjamir hafa haft veður af því. Á hádegi á sunnudag að stað- artíma var útvarpað áskomn frá yfirvöldum á Kýpur og PLO til flug- ræningjanna um að þeir létu vera að framkvæma hótunina um að myrða gíslana hvem á fætur öðmm. Flugræningjamir höfðu krafist þess að slíkum yfirlýsingum yrði útvarpað svo almenningur mætti heyra hvað væri á seyði. Yfirlýsingunni var út- varpað aftur því flugræningjamir misstu af henni í fyrra skiptið vegna þess að þeir vom með útvarpið stillt á ranga bylgjulengd. Þegar svo yfir- lýsingin hafði komist til skila svör- uðu flugræningjamir: „Svar okkar er 100% jákvætt. Gott og vel, við munum ekki framfylgja hótun okk- ar.“ Vonir vakna og dofna á ný Þetta vakti vonir um að takast mætti að koma vitinu fyrir flugræn- ingjana. En stuttu eftir að fulltrúi PLO hafði rætt við þá í annað skipti þann daginn gáfu flugræningjamir út þá yfírlýsingu að þeir myndu misþyrma farþegunum ef flugvélin yrði ekki fyllt af eldsneyti. Frestur til þess rann út klukkan 13.15 að staðartíma. Stuttu eftir það bámst þessi skilaboð úr flugvélinni: „Við emm byijaðir að beija einn far- þeganna," eins og einn ræningjanna orðaði það. Malath Abdo, fulltrúi PLO, fór þá aftur upp að vélinni til viðræðna við flugræningjana. Athygli vakti að hann var brosandi þegar hann sneri aftur. Fátt gerðist á Lamaka seinni part sunnudags. Kuwait-stjóm neitaði enn sem fyrr að láta fangana 17 lausa og yfirvöld á Kýpur vildu ekki láta eldsneyti í té nema gíslamir yrðu fyrst látnir lausir. Tallö er aö flugrænlngjarnlr séu I öfgaRamtökunum Hlzbollah (Flokkur Guös). Þalr krefjast lausnar 17 dæmdra hryöjuverkamanna, tem nú sltja I fangeltl I KuwalL KRNG / Morgunblaöiö / AM Flugmaðurjúmbóþotunnar; Meðal hinna fær- ustu í Kuwait Kuwalt, Reuter. FLUGMAÐUR Boeing 747-flug1- vélarinnar sem rænt var á þríðju- dag í siðustu viku hefur einna mesta reynslu flugmanna Kuwait Airways. Hann heitir Sobhi Naim Youssef, 53 ára gamall, af írösku bergi brot- inn. Samkvæmt upplýsingum frá eigendum flugfélagsins á hann 19.303 flugstundir að baki og hóf störf hjá félaginu árið 1968. Youss- ef hefur flogið Boeing 747-þotum frá árinu 1978 en hann hefur einn- ig flogið Lockheed Trident-vélum og Boeing 707. Youssef er kvæntur og á tvo syni og eina dóttur. Reuter Sobhi Naim Youssef, flugstjóri. Fangarnir 17 ábandiírana Kuwait, Reuter. RÆNINGJARNIR sem hafa far- þegaþotu frá Kuwait á valdi sinu krefjast þess að 17 arabar, sem dveljast innan fangelsismúra í Kuwait, verði leystir úr haldi. Fangarnir eru allir hlynntir stjóm öfgafullra múslima i íran og hafa félagar þeirra áður framið hermdar- og ódæðisverk í þvi skyni að neyða stjómvöld i Kuwait til að sleppa þeim. Mennimir voru dæmdir fyrir sprengjutilræði í Kuwait í desem- bermánuði árið 1983 sem kostuðu sex manns lífíð. Dómar vom kveðn- ir upp yfir mönnunum árið 1984 og vom þrír þeirra dæmdir til dauða, tveir írakar og einn Líbani. Dauðadómunum hefur enn ekki verið framfylgt. Sjö menn vom dæmdir til ævilangrar fangelsisvist- ar og sjö í fímm til 15 ára fangelsi. Öfgamenn hafa bæði framið mann- og flugrán til að fá mennina leysta úr haldi en stjómvöld í Kuwa- it hafa hingað til ekki reynst reiðu- búin til að ganga að þessari kröfu. Árið 1984 rændu öfgamenn far- þegaþotu á leið frá Kuwait til Karachi í Pakistan og snem henni til Teheran. Sex dögum síðar gerðu íranskar sérsveitir árás á flugvélina og handtóku alla flóra ræningjana. Tveir Bandaríkjamenn vom myrtir og bandarískir embættismenn sök- uðu stjómvöld í íran um að hafa skipulagt ránið. Þessu neituðu íran- ir. Ránið árið 1984 þykir um margt minna á ránið nú. Þá líkt og nú sýndu ræningjamir fram á að þeir hikuðu ekki við að myrða gíslana til að leggja áherslu á kröfur sínar. í báðum tilfellum var þotunum í fyrstu flogið til írans þar sem nokkmm farþegum, aðallega kon- um var sleppt. Hins vegar hafa sérfræðingar vakið á því athygli að flestir gíslanna, sem ræningjamir slepptu $ siðustu viku, vom vestur- landabúar. Nú em um 50 farþegar um borð í þotunni og em flestir þeirra frá Kuwait. Þykir mörgum heimildarmönnum Reuters-frétta,- stofunnar þetta vera ógnvekjandi staðreynd. Heimildarmaður Reuters-frétta,- stofunnar í Beirút segir nokkra ræningjanna, sem tóku farþegaþot- una á sitt vald, vera vini og ætt- ingja fanganna i Kuwait. Sá hinn sami telur líklegt að fangamir hafi framvisað folsuðum vegabréfum er þeir komu til Kuwait til að fremja hryðjuverkin en eftir því sem næst verður komist kváðust flestir þeirra vera frá írak. Fjórír hryfljiivprkftmanmmna, sem flugræningjamir vilja fá leysta úr haldi í Kuwait. Menn- irnir i neðrí röðinni, Líbaninn Elias Fuad Saab og írakinn Ibra- him Abdel-Reda, voru báðir dæmdir til dauða áríð 1984 en dómunum hefur ekki verið fram- fylgt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.