Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 Verkfalli VR hef- ur ekki verið aflýst Morgunblaðið/Bjami Frá félagfsfundi VR á Hótel Sögu á sunnudag þar sem nýgerðir samningar við félagið voru kynntir. Beðið eftir úrslit- um atkvæða- greiðslu á morgun ÞRIGGJA daga atkvæða- greiðslu meðal félagsmanna V erslunar mannaf élags Reykjavíkur um samþykkt eða synjun samningsins við vinnu- veitendur lýkur á morgun. Boð- uðu verkfalli VR-félaga í stór- mörkuðum og matvöruverslun- um hefur ekki verið aflýst, að sögn Magnúsar L. Sveinssonar, formanns VR, og kemur það til framkvæmda á fimmtudag ef samningurinn verður felldur. Allsheijaratkvæðagreiðsla með- al félagsmanna VR hófst í gær- morgun og stendur áfram yfir í dag og á morgun. Aðalkjörstaður verður á skrifstofu VR í Húsi Verslunarinnar í Kringlunni, en einnig verður kosið á nokkrum stærri vinnustöðum. Kjörstöðum verður síðan lokað klukkan 18 á morgun, miðvikudag, og ættu úr- slit að liggja fyrir einhvem tíma fyrir miðnætti svo hægt verði að taka ákvörðun um afboðun eða framkvæmd verkfalls á fímmtu- dag. Magnús L. Sveinsson sagði að ef samningurinn yrði felldur yrði mjög fljótlega tekin ákvörðun um boðun verkfalls á fleiri stöðum en í stórmörkuðum og matvöru- verslunum. Félagsfundur VR var haldinn á Hótel Sögu á sunnudag og var nýgerður samningur félagsins við vinnuveitendur kynntur þar. Magnús L. Sveinsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að byijunarhækkanir á töxtum væru almennt 2.500-2.700 krónur á mánuði, eða um 7-9%. Þá þýddi aukin desemberuppbót 1% hækkun hjá skrifstofufólki og 2% hækkun hjá afgreiðslufólki. Magnús sagði að á öllu samningstímabilinu hækkuðu lægstu mánaðarlaun hjá afgreiðslufólki um 6.185 krónur. eða um 20,63%, en mánaðarlaun afgreiðslufólks eftir 10 ára starf hjá sama vinnuveitanda hækkuðu um 8.858 krónur, eða um 23,28%. Lægsti taxti skrifstofufólks hækk- aði um 6.041 krónu á mánuði á samningstímanum, eða um 18,26%. „Eins og sést af þessum dæmum er hér um að ræða ívið meiri hækkanir en samið var um í Akureyrarsamningunum," sagði Magnús. I/EÐURHORFUR Í DAG, 12.4. 88 YFIRLIT f gær: Yfir Baffinslandi og Grænlandi er víðáttumikil 1942ja mb hæð, en hægfara 993ja mb lægð austur við Noreg. Talsvert frost verður áfram. SPÁ: Austan- og norðaustanátt á landinu, kaldi eða stinningskaldi og él með norður- og austurströndinni en sumstaðar hvasst og snjókoma syðst. Áfram frost um allt land. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG og FIMMTUDAG: Fremur hæg austan- og norðaustanátt og lítilsháttar él við norðausturströndina og á stöku stað suðvestanlands er þurrt og víðast bjart verður annars staðar. Frost 9—10 stig. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- ■j o Hitastig: 10 gráður á Celsius •f Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir Á w er 2 vindstig. y El Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka r t / z= Þokumóða * / * 5 5 •) Súld Skýiað / * / * Slydda / * / oo Mistur * # * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær aö ísl tíma hrtl veður Akureyri +7 snjóél Reykjavfk +6 léttskýjað Bergen 0 snjóél Helsinki vantar Jan Mayen +4 snjéél Kaupmannah. 8 skýjað Narssarssuaq +6 léttskýjað Nuuk +7 heiðsklrt Osló 4 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Þórshöfn 0 anjóél Algarve 18 þokumóða Amsterdam 11 skýjað Aþena vantar Barcelona 17 hálfskýjað Berlfn 11 akýjað Chicago 4 skýjað Feneyjar 16 hðlfskýjað Frankfurt 13 skýjað Glasgow 10 skúr Hamborg 9 skur Las Palmas 20lóttskýjað London 14 léttskýjað Los Angeles 16 akýjað Lúxemborg 12 léttskýjað Madrfd 16 alskýjað Malaga 18 akýjað Mallorca 19 akýjað Montreal 6 akýjað NewYork 8 Iétt8kýjað Parfs 14 helðsklrt Róm vantar Vfn 13 hélfskýjað Washington 7 helðskfrt Winnlpeg +2 skýjað Breytingar á siða- reg-lum blaðamanna BREYTINGAR á siðareglum Blaðamannafélags íslands voru samþykktar á aðalfundi félags- ins sl. laugardag. í þeim felst að ekki er hægt að kæra til siða- nefndarinnar nema leitað hafi verið tíl þeirra fjölmiðla, sem framið hafa meint brot og við- brögð þeirra ekki talin fullnægj- andi. Þá var sett inn ákvæði um að ekki er hægt að visa til siða- nefndar ummælum blaðamanna, sem skrifa t.d. gagnrýni undir fullu nafni. Frekari endurskoðun á siðareglunum var ákveðin fyrir næsta aðalfund félagsins. Kærum til siðanefndar BÍ hefur §ölgað verulega síðustu ár. Á fund- inum kom fram að árið 1987 fjall- aði nefndin um 10 kærumáj en þegar hafa 6 mál verið kærð til neftidarinnar það sem af er þessu ári. Lúðvík Geirsson fréttastjóri Þjóð- viljans var endurkjörinn formaður BI. Varaformaður er Guðmundur Sv. Hermannsson blaðamaður á Morgunblaðinu, gjaldkeri er Birgir Guðmundsson fréttastjóri á Tíman- um og ritari Jóhanna Harðardóttir dagskrárgerðarmaður. Meðstjóm- endur em Sigmundur Emir Rúnars- son fréttamaður á Stöð 2, Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður á DV og Kristján Kristjánsson blaðamaður á Degi. í varastjóm em Bryndís Kristjánsdóttir ritstjóri Vikunnar, Kristján Þorvaldsson fréttasstjóri Alþýðublaðsins og Þorgrímur Gestsson fréttamaður hjá ríkisút- varpinu. Ekið á bíla og staura ÖKUMAÐUR, sem var á leið eft- ir Ártúnsbrekku skömmu fyrir miðnætti á laugardag, missti stjóm á bifreið sinni, sem hafn- aði á ljósastaur. Manninum, sem grunaður er um ölvun, varð ekki meint af, en bifreiðin skemmdist töluvert. Aðfaranótt fostudagsins ók mað- ur bifreið sinni á fjórar kyrrstæðaT bifreiðar við Hávallagötu. Að sögn lögreglu virðist sem maðurinn hafí ekið greitt upp Hofsvallagötu og beygt inn Hávallagötu. Ekki tókst honum beygjan betur en svo, að bifreið hans lenti utan í §órum kyrrstæðum bifreiðum, sem allar skemmdust nokkuð. Maðurinn ók á brott, en lögreglan hafði uppi á honum skömmu síðar. Hann er grunaður um ölvun við akstur. KaffibaunamáUð fyr- ir Hæstarétt í maí MÁL ákæruvaldsins gegn fimm forsvarsmönnum Sambands íslenskra samvinnufélaga, svo- kallað „kaffibaunamál" verður flutt i Hæstarétti í byijun maí. Málið fjallar um innflutning Sam- bandsins á kaffibaunum til Kaffí- brennslu Akureyrar árin 1979- 1981. Deilt var um hvort Kaffí- brennslunni hefðu borið afsláttar- greiðslur vegna viðskiptanna, en forsvarsmenn Sambandsins töldu þessar greiðslur eign þess. Notaðir voru tveir vörureikningar fyrir hveija sendingu og tók skrifstofa- SÍS í London lán fyrir lægri reikn- ingnum, en sendi þann hærri til Kaffíbrennslu Akureyrar til inn- heimtu. Mismunurinn rann til SÍS. Málið verður flutt fyrir Hæsta- rétti þann 4. maí næstkomandi. Veijendur munu ætla að leggja fram viðbótargögn f málinu, sem lúta að ýmsum þáttum þess. Ekki fengust nánari upplýsingar um gögn þessi hjá lögmönnunum. Amarnes keypt til Siglufjarðar Siglufirði. STAPAVÍK hf„ útgerðarfyrir- tæki Sæmundar Árelíussonar ® Siglufirði, hefur keypt skuttog' aranna Arnames ÍS-42 (áður Ing' ólfur) af Torfunesi hf. á ísafirði. Amamesið hefur fengið einkenu- isstafína SI-70, sem eru sömu ein- kennisstafir og fyrra skip útgerðaT' innar, Sveinborg, var með en hún var seld til Akureyrar og heitir nu Þorsteinn. Amamesið er 348 lesta stálskip og hefur það verið ejid- umýjað mikið. mj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.