Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 Sakadómur Reykjavíkur; Fangelsi í 2V2 ár fyrir íkveikju KVEÐINN hefur verið upp dóm- ur í Sakadómi Reykjavíkur yfir 22 ára g’ömlum manni, Gunnlaugi Jóni Olafi Magnússyni, sem kveikti í ibúð að Barónsstíg 25 í maí í fyrra. Gunnlaugur var dæmdur í 2*/2 árs fangelsi. Forsaga málsins var sú, að Gunn- laugur hafði setið að drykkju í kjall- araíbúð að Barónsstíg 25 ásamt fleira fólki. Þegar leið á kvöldið ákvað fólkið að flytja sig um set og fór upp í Breiðholt, en einn maður vaið þó eftir í íbúðinni, þar sem hann hafði sofnað. í Breið- holtinu lenti Gunnlaugur í deilu við íbúa kjallaraíbúðarinnar að Bar- ónsstíg. Hann ákvað því að halda aftur þangað og gera manninum eitthvað til miska. Þegar á Baróns- stíginn kom fór hann inn í íbúðina og kveikti í bréfsnifsi. Áður en lengra var komið varð hann var við manninn, sem hafði sofnað í íbúð- inni. Hann slökkti því eldinn, fékk manninn til að koma með sér út úr íbúðinni, en hélt þangað aftur skömmu sfðar. Þá lagði hann eld að svampdýnum. Mikill reykur myndaðist þegar dýnumar brunnu. Á efri hæðum hússins var fólk og tókst fjórum fullorðnum að komast út. Á efstu hæð bjuggu hins vegar hjón með 6 ára bam. Þau treystu sér ekki nið- ur stiga hússins vegna reyksins og brugðu á það ráð að fara út á sval- ir og þaðan út á þak hússins. Lögðu þau sig í talsverða hættu þegar þau fóru eftir nokkrum húsaþökum þar til þau komust niður um þakglugga á húsi sem stendur við Grettisgötu. í niðurstöðu dómarans, Ingi- bjargar Benediktsdóttur sakadóm- ara, segir efnislega að Gunnlaugi hafí átt að vera ljóst að á þessum tíma, skömmu eftir miðnætti, var fólk í húsinu að ganga til náða og gæti því hlotist bráður bani af at- hæfí hans, auk þess sem mikið eignatjón hlaust af bmnanum. Brot hans þótti varða við l.mgr. sbr. 2. mgr. 164 greinar hegningarlaga og refsing hæfíleg talin 2V2 árs fang- elsi. Félagsmálaráðuneytið: Berglind Ásgeirsdóttir skipuð ráðuneytisstj óri FORSETI íslands hefur, sam- kvæmt tillögu félagsmálaráð- herra, skipað Berglindi Ásgeirs- dóttur sendiráðunaut, til að vera ráðuneytisstjóri i félagsmála- ráðuneytinu frá 1. september næstkomandi að telja. Þá lætur Hallgrimur Dalberg af embætti fyrir aldurs sakir. Berglind Ásgeirsdóttir er 33 ára gömul, fædd 15. janúar 1955. Hún útskrifaðist úr lagadeild Háskóla íslands árið 1978 og hlaut Master of Arts gráðu í alþjóðasamskiptum frá háskólanum f Boston árið 1985. Berglind fékk leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1986. Hinn 1. janúar 1979 var hún ráðin full- trúi í utanríkisráðuneytinu, síðan sendiráðsritari í Bonn 1981-1984 og sendiráðunautur í Stokkhólmi frá 1984. Berglind er fyrsta konan sem gegnir embætti ráðuneytisstjóra. Umsóknarfrestur um embætti ráðunejrtisstjóra í félagsmálaráðu- neytinu rann út 25. mars síðastlið- inn. Umsælgendur voru níu og ósk- aði einn þeirra nafnleyndar. Hinir voru, auk Berglindar, þau Dögg Pálsdóttir, deildarstjóri, Hólmfrfður Snæbjömsdóttir, deildarstjóri, Hún- bogi Þorsteinsson, skrifstofustjóri, Jóhann Ágústsson Bryiyólfur Helgason Landsbankinn: Tveir aðstoðar- bankastjórar ráðnir BANKARÁÐ Landsbanka ís- lands hefur samþykkt að ráða tvo starfsmenn bankans, þá Jóhann Ágústsson f ramkvæmdastjóra afgreiðslusviðs og Bryiyólf Helgason framkvæmdastjóra markaðssviðs, í stðður aðstoðar- bankastjóra. Fyrir skömmu voru auglýstar stöður þriggja aðstoðarbankastjóra við Landsbankann og sagði Pétur Sigurðsson formaður bankaráðs f samtali við Morgunblaðið f gær, að ákvörðun hafí verið tekin um að ráða í þriðjju stöðuna sfðar. Tuttugu og sjö umsóknir bárust þegar stöð- umar voru auglýstar, þar af sex frá mönnum utan bankans. Jóhann Ágústsson hefur starfað f Landsbankanum frá 1949 og var m.a. útibússtjóri Austurbæjarútibús áður en hann varð framkvæmda- stjóri afgreiðslusviösins. Brynjólfur Helgason hóf störf í Landsbankan- um 1977 og var m.a. sérfræðingur í hagdeild bankans áður en hann varð framkvæmdastjóri markaðs- sviðs. Aðstoðarbankastjóramir tveir eru ráðnir frá og með 15. aprfl til sex ára f samræmi við ákvæði laga um ráðningartfma bankastjóra. Morgunblaöið/Halldór Gunnarsson Af kókflöskunni við hlið kálfsins má marka smæð hans. Dvergkálfur fæddist að Steinum SÁ fáheyrði viðburður gerðist að Steinum und- ir Eyjafjöllum að 6. apríl fæddist dvergkálfur á stærð við mánaðargamalt lamb. Móðirin er fyrsta kálfs kvíga og var ekki vitað að hún væri með kálfi. Bóndinn, Siguijón Pálsson, og fjósamaður hans, Ámi Sigurðsson, urðu að vonum undrandi þegar þeir komu í fjósið að morgni 6. apríl og sáu minnsta kálf sem þeir höfðu nokkm sinni augum litið. Kálfurinn var að öðm leyti eins og kálfar eiga að vera og brölti um í flómum. Hann liggur nú við hitalampa og er gefíð af pela. Þegar fréttaritari kom til að mynda kálfínn 10. aprfl var hann frekar máttfarinn. — Fréttaritari Utanríkisráðherra í Bandaríkjunum: Hvalveiðar fslend- inga efst á baugi Washington, frá Ivarí Guðmundaayni, fréttaritara Morgunblaðaina. Berglind Ásgeirsdóttir Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri, Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri, Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdóm- ari og Þórhildur Líndal, deildarstjóri. STEINGRÍMUR Hermannsson ut- anríkisráðherra lagði einkum áherslu á hvalveiðar íslendinga er hann átti i gær viðræður í Washington við John Whitehead, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkj anna. Fundur þeirra stóð í eina klukkustund. Steingrímur sagði í samtali við Morgunblaðið, að það mætti ekki seinna vera að undirbúa umræður Sjávarútvegssýningin í Giasgow: Þátttaka fslendinga aldrei verið meiri Glangow. Frá Hirti Gislasyni blaðamanni Morgunblaðsins. Sjávarútvegssýningin „Fish- ing ’88“ var opnuð í Glasgow í gær að viðstöddu fjölmenni. Þetta er þriðja árið sem sýning þessi er haldin í Skosku sýning- armiðstöðinni og hefur þáttaka aldrei verið meiri. Alls taka 27 íslensk fyrirtæki þátt í sýning- unni á um það bil 600 fermetra svæði og hefur fslensk þáttaka f erlendri vörusýningu aldrei ver- ið meiri. Almenn bjartsýni ríkti meðal íslensku fulltrúanna í gær enda var fjöldi gesta við opnun tvöfaUt meiri en i fyrra. Tuttugu íslensku fyrirtækjanna eru í tveimur hópum í tengslum við Útflutningsráð Islands, hin eru á eigin vegum enda með langa reynslu í þáttöku í vörusýningum og hafa þau öll verið hér áður. Nokkur hinna hafa einnig verið á sýningunni hér I Glasgow áður, sum í tengslum við Útflutningsmiðstöð iðnaðarins. Jens Ingólfsson er fyrir Útflutn- ingsráði Islands á staðnum en Ragnar Halldórsson, varaformaður stjómar ráðsins, mætti einnig á staðinn stutta stund í gær. Þeir vom báðir ánægðir með gang mála og Jens sagði að þessi mikla þátt- taka íslenskra fyrirtækja nú, endur- speglaði góða afkomu og vaxtar- brodd fyrirtækja sem helguðu sig þjónustu við sjávarútveginn. ís- íensku fyrirtækin, sem hér hafa verið mest með sýningar og mark- aðssetningu á framleiðslu sinni hafa á undanfömum árum náð góðum árangri. Má þar meðal annars nefna Hampiðjuna og björgunametið Markús, en það hefur fengið viður- kenningu á breska markaðinum. Yfírleitt er lftið um beinar sölur tækja og búnaðar á sýningum. Þess í stað næst mikilvæg vömkynning og sambönd sem síðar meir skila sölu og auknum umsvifum fyrir íslenska útflytjendur. nm hvalamálið, þar sem Alþjóða ’ hvalveiðiráðið og vísindanefnd þess kæmi saman innan tfðar. Utanríkisráðherra fór ekki dult með, að hvalveiðar íslendinga væru erfítt mál sem fyrr. „Harðlínumenn virtust lftt sveigjanlegir", sagði ráð- herrann. Þá bætti ekki úr skák, að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefði nýlega ákveðið að gripið skyldi til refsiaðgerða gegn Japönum vegna hvalveiða þeirra í vísindaskyni í Suð- urhöfum. Forset/nn hefði afráðið að að Japanir fengju ekki fiskveiðiheim- ildir innan bandarískrar lögsögu auk þess sem gert væri ráð fyrir innflutn- ingshöftum. Myndi vafalaust verða vitnað til þessara aðgerða er hvalveið- ar íslendinga kæmu til umræðu. Steingrímur Hermannsson ræddi einnig við Kirby aðstoðarutanríkis- ráðherra, sem fer með málefni Aust- urlanda nær. Steingrfmur sagði að þaö hefði verið fróðlegt að kynnast afstöðu Bandarfkjastjómar til deilu- mála í þessum heimshluta. Þá kvaðst utanríkisráðherra áfram hafa rætt um málefni vamarstöðvar- innar í Keflavfk. Steingrímur taldi viðræðumar hafa verið gagnlegar. Málin hefðu skýrst og fróðlegt hefði verið að kynnast afstöðu bandarískra ráða- manna til þeirra. Hann bætti þvf við að hann hefði orðið var við velvilja og skilning á málstað íslendinga. Rekstur Ríkisútvarpsins: Niðurstöður Ríkisendur- skoðunar kynntar í maí RÍKISENDURSKOÐUN vinnur enn að könnun á rekstri Ríkisút- varpsins. Að sögn Halldórs V. Sig- urðssonar rikisendurskoðanda er þess vænst að niðurstöður liggi fyrir i maimánuði. Starfsmenn stofnunarinnar hafa nú unnið að endurskoðuninni frá þvi f febrúar. Að sögn Halldóra er um að ræða svokallaða sfjómsýslukönnun. „Þetta er víðtækara en venjuleg flárhags- endurakoðun," sagði Halldór V. Sig- urðsson. „Rannsökuð er „meðferð og nýting á ríkisfé" eins og segir 1 lögun- um og með því er einnig átt við nýt- ingu starfskrafta." Halldór sagði að endurekoðunin tæki jaftit til allra deilda stofnunarinnar og að áður en niðuretöður verði sendar mennta- málaráðherra verði yfirmönnum Ríkisútvarpsins gefinn kostur á að kynna sér niðuratöðumar og gagn- rýna þær. „Við viljum fá viðbrögð kunnungra áður en málið verður gert opinbert enda eru okkar menn ekki sérfræðingar f útvarps- eða sjón- varpsrekstri og vel getur verið að einhver atriði verði nauðsynlegt að umoröa. Búast má við að mennta- málaráðherra kynni ríkisstjóm og alþingismönnum niðuretöðumar og að þetta veröi opinbert plagg," sagði Halldór V. Sigurðsson rfkisendur- skoðandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.