Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 7 Einar Már Guðmunds- son hlýtur Bjartsýnis- verðlaun Brostes Segist bæði bjartsýnn og þakklátur TILKYNNT var í gær að rithöf- undurinn Einar Már Guðmunds- son hlyti Bjartsýnisverðlaun Brestes i ár. Verðlaunin eru veitt í 8. sinn og nema um 180 þúsund krónum íslenskum. For- seti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, sem er vemdari verðlaunanna, hefur þegar sam- þykkt veitinguna sem fer fram í júní. Varð henni að orði að islenska verðlaunanefndin hlyti að hafa lesið hug sinn. „Ég varð ákaflega bjartsýnn,“ sagði Ein- ar Már Guðmundsson er hann var inntur eftir viðbrögðum sinum. Einar sagðist að vonum vera þakklátur fyrir verðlaunaveiting- una og sagði hana koma sér vel „Það er alltaf erfítt að meta þýð- ingu verðlauna fyrirfram en ég vona auðvitað að þau hafí örvandi áhrif á fleira en fjárhaginn, til dæmis útgáfu á verkum mínum." Einar sagði verðlaunaveitinguna ekki koma sér mjög á óvart. Hann bjó og starfaði í Danmörku í 6 ár og hafa bækur hans komið út á öllum Norðurlöndunum utan Finn- lands. „Riddarar hringstigans" kemur bráðlega út í Þýskaiandi. Árið 1982 hlaut Einar fyrstu verðlaun Almenna bókafélagsins Guðmundur Matthíasson skipaður varaflug- málastjóri MATTHÍAS Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra, hefur skipað Guðmund Matthíasson vara- flugmálastjóra í eitt ár. Þá hef- ur Þórarinn Guðmundsson, deildarstjóri, verið skipaður framkvæmdastjóri Flugleið- söguþjónustu Flugmálastjórn- ar. Haukur Hauksson, varaflug- málastjóri, hefur fengið eins árs leyfí frá störfum, til að starfa hjá Ratsjárstofnun utanríkisráðuneyt- isins. Á meðan mun Guðmundur gegna starfi hans, en hann er jafn- framt framkvæmdastjóri Flugum- ferðarþjónustunnar. fyrir skáldsögu sína „Riddara hringstigans". Auk hennar hafa komið út 2 skáldsögur og 3 Ijóðabækur. Þá hefur hann þýtt verk Bretans Ians McEwans og skrifað tímaritsgreinar í dönsk og norsk tímarit. Aðspurður sagðist Einar vera að ljúka við sögusafn sem kemur út með haustinu auk þess sem hann er að þýða verk eftir Ian McEwan. BSRB- nefnd endur- skoðar kjarasamninga Einar Már Guðmundsson Á ráðstefnu aðildarfélaga BRSB um kjara- og efnahagsmál 13. apríl var kosin 6 manna nefnd til að auðvelda samráð við end- urskoðun samninga félags- manna. Nefndina skipa Kristján Thorlacius, Einar Ólafsson, Haraldur Hannesson, Ragnhild- ur Guðmundsdóttir, Pálína Sig- uijónsdóttir og Albert Kristins- son. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar að- ildarfélaga BSRB ,auk stjómar bandalagsins og var einróma sam- þykkt ályktun þar sem segir að ráðstefnan mótmæli harðlega skertum kaupmætti launa. Hvetur ráðstefnan til samstöðu opinberra starfsmanna við að hefja baráttu fyrir endurheimt kaupmáttar með öllum tiltækum ráðum. ' Þá segir að ráðstefnan telji að vegna ólíkrar aðstöðu í samning- um, t.d. vegna mismunandi gild- istíma og forms samninga aðildar- félaganna, geti ekki verið um heild- arsamflot að ræða. Því telji fundur- inn að félögin hljóti að leita eftir endurskoðun launaliðar samning- anna og hvetur þau til eins víðtæks samráðs og aðstæður leyfí. Krabba- meinsfélag- inu gefið fé GUÐJÓN E. Guðmundsson, Hrafnistu í Hafnarfirði hefur gefið Krabbameinsfélaginu 200.000 krónur til minningar um eiginkonu sina, Margréti Páls- dóttur, sem fæddist 21. október 1905 og lést 20. febrúar 1984. Guðjón óskar þess að þessir fjár- munir renni í verkefni félagsins í þágu krabbameinssjúklinga. Þá hafa félagar í Félagi íslenskra gullsmiða gefíð félaginu 116.000 krónur til minningar um Óskar Kjartansson og aðra félagsmenn sem látist hafa úr krabbameini. Gjöfin er ætluð til að stuðla að út- gáfu bókar fyrir krabbameinssjúkl- inga og aðstandendur þeirra. Krabbameinsfélagið þakkar þessar stórhöfðinglegu gjafír svo og aðrar gjafír sem félaginu hafa nýlega borist í sama tilgangi, segir í frétt frá félaginu. ÞETTA ER DAGURINN ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ BÍÐA KOMDU Á GAMLA BÍLNUM OG FARÐU HEIM Á NÝJUM VOLVO Glœnýr Volvo fyrir gamla bílinn þinn. Þú borgar 25% út, með andvirði bílsins og/eða peningum. Við lánum afganginn í 18-30 mánuði. ÞETÍA ER DAGURINN Vf h 4 i Á SKEIFUNNI 15 SÍMI 691610 ÞETTA ER STAÐURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.