Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 50
Æ HANDBOLTI KNATTSPYRNA Guðni í uppskurð? Getur þá ekki leikið fyrsta mánuð tímabilsins með Val GUÐNI Bergsson, landsliös- maður í knattspyrnu, á viö meiðsli að stríða í báðum nárum, og var lœknir 1860 Mtinchen, liðsins sem hann varhjá íVestur-Þýskalandi þar til í gœr, viss í sinni sök um að Guðni þyrfti að fara í uppskurð til að fá sig góðan. Eg fer í læknisskoðun á morg- un [í dag] og þá kemur í ljós hvort læknamir hér heima eru sammála Þjóðveijanum," sagði Guðni, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, eftir að hann kom til landsins. „Það er vegna þessara meiðsla sem ég kem svona snemma heim. Félagið vildi hafa mig áfram og bauð mér reyndar samning fyrir næsta vetur. En staða liðsins var þannig að það kemst nánast örugglega ekki upp í 2. deild og ég sagði þeim því að ég ætlaði að vera hér heima næsta vetur og láta námið sitja fyrir einu sinni," sagði Guðni, sem leggur stund á lögfræði við Há- skóla íslands. „Já, ég verð því heima nema eitthvað virkilega spennandi bjóðist. Mér fmnst námið mikilvægara en að leika í 3. deild þama úti. En ég verð þó að segja að þessi tími hjá liðinu núna, þó stuttur væri, var góð reynsla fyrir mig.“ Morgunblaðið/KGA Guðnl Bergsson í baráttu við Tryggva Gunnarsson í leik gegn KA í fyrrasumar. Þeir verða saman hjá Val í sumar. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 Lokabaráttan um íslandsmeistaratitilinn hefst í kvöld UMFN hefur naumt forskot á Haukana NJARÐVÍKINGAR fá Hauka úr Hafnarfirði í heimsókn f „Ljó- nagryfjuna“ í kvöld kl. 20.00. Þetta verður fyrri/fyrsta við- ureign liðanna um Islands- meistaratitilinn í körfuknatt- leik, nœsti leikur verður í Hafnarfirði á sunnudags- kvöld, og sá þriðji — ef úrslit- in fást ekki í tveimur leikjum — í Njarðvík á þriðjudags- kvöldið. Eg tel möguleika Hauka mikla en Njarðvík á oddaleikinn til góða á heimavelli, sem gæti ráðið úrslitum. Bæði liðin spila góða maður-á- mann vöm og eiga líka til í pokahom- >nu skæðar svæði- skríZ svamir. Þau beita hraðaupphlaupum mikið og byggjast þau á auðvitað á frákastahirðingu þeirra Helga Rafnssonar hjá Njarðvík og ívars Websters hjá Haukum. Þessi lið eru skipuð reyndum leik- mönnum þó ungir séu og vara- menn þeirra nokkuð svipaðir, þó held ég að Njarðvík sé heldur með vinninginn í þeim efnum. En lítum nú nánar á liðin: Bakverðir Haukar: Pálmar Sigurðsson, Henning Henningsson. Njarðvík: ísak Tómasson óg Ami Lárusson. ísak og Henning eru án efa bestu vamarbakverðir landsins og jafna því hvor annan út. Þá standa eft- ir Pálmar og Ami og því ljóst að í þessari stöðu hafa Haukar mikla yfirburði. Haukar 10 - Njarðvík 7 Framherjar Haukar: Tryggyi Jónsson, Ólafur Rafns- son, ívar Ásgrímsson, Reynir Kristjánsson. Njarðvík: Valur Ingimundarson, Styrla Örl- ygsson, Teitur Örlygsson, Hreiðar Hreiðarsson. Alls er óvíst hvort ívar Ásgríms- son geti leikið og þótt Tryggvi sé efnilegur og þeir Ólafur og Reyn- ir á uppleið eftir heldur rysjótt KARFA gengi er ljóst að hér liggur aðal- styrkur Njarðvíkurliðsins. Vaiur Ingimundarson, stórhættu- legur leikmaður sem aldrei má líta af, Teitur sem hefur átt hvem stórleikinn á fætur öðrum, og þeir Sturla og Hreiðar, ódrepandi baráttujaxlar sem aldrei gefast upp. Njarðvík 10 - Haukar 7 Mlðherjar Haukar: ívar Webster. Njarðvík: Helgi Rafnsson. Hér mætast 2 af 3 bestu mið- heijum landsins og munu úrslit leikjanna mikið ráðst af því hvem- ig baráttu þeirra undir körfunum lyktar. Ivar er án efa mesti vamarfrákst- ari hérlendis en lætur oft loka sig úti frá sóknarfráköstum. Þá hefur hann misst mikið úr í vetur og því óvíst hversu vel hann dugar í erfíða leiki með svo stuttu milli- bili. Helgi Rafnsson er grimmur og baráttuglaður og fær auk þess mun meiri hjálp frá sínum mönn- um heldur en Ivar. Haukar 9 - Njarðvík 8 Varamenn Varamenn Njarðvíkur hafa heldur vinninginn yfír Haukana og mun- ar þar mest um leikmenn númer 6 og 7 hjá báðum liðum. Ef við gefum okkur að ívar Ásgrímsson leiki en byiji ekki inni á þá lítur sennilega byijarlið Hauka svona út: Pálmar - Henning - Ólafur - Ingimar - ívar. Fyrstu leikmenn til að koma inn yrðu þá ívar Ás- grímsson, Reynir eða Ingimar. Byijunarlið Njarðvíkur gæti litið svona út: ísak - Árni - Helgi - Valur - Sturla. Fyrstu leikmenn til að koma inn á yrðu þá Teitur Örlygsson og Hreiðar Hreiðarsson. Njarðvík 10 - Haukar 8 Samkvæmt þessum stigaútreikn- ingum, sem auðvitað eru meira til gamans gerðir, hefur Njarðvík nauma forystu, eða 35 stig gegn 34 stigum Hauka. Þá er eftir að taka með í reikninginn baráttu- gleði Haukanna og hungur þeirra í íslandsmeistaratitilinn, sem þeir hafa svo oft verið í námunda við. Sem sagt, hörku barátta tveggja skemmtilegra liða sem útilokað er að spá fyrir um hvemig lyktar. Brynjar Kvaran. Brynjar hættur meðKA KAreyniraðfá Júgóslavann Ljubo Lazic aftur til félagsins BRYNJAR Kvaran hefur ákveð- ið að hætta sem þjálfari KA á Akureyri, en hann hefur þjálfað liðið síðusta tvö ár. Nokkur félög hafa haft samband við Brynjar, þ.á m. Stjarnan, en þar var hann einmitt áður en hann tókviðKA. Astæðan fyrir þvi að ég hætti hjá KA er fyrst og fremst persónuleg. Ég ætla að flytja suður og stefni á nám í Háskólanum," sagði Brynjar í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Það hafa nokkur fé- lög í 1. og 2. deild haft samband við mig, en ég get ekkert tjáð mig um það. Ég mun taka næstu vikur í að spá í mín mál áður en ég tek ákvörðun." Brynjar sagðist stefna á frekari þjálfun, og bætti við: „ef ég þarf að velja kýs ég frekar vera aðeins þjálfari en aðeins markvörð- ur“ KA-menn hafa mikinn hug á því að ráða Júgóslavann Ljubo Lazic l^aftur, en hann þjálfaði liðið fyrir premur árum, áður en Brynjar tók við. Lazic þjálfaði í Frakklandi í fyrra og var einnig aðstoðarmaður júgóslavneska landsliðsins í hand- knattleik. Nokkur íslensk félög ræddu við hann í fyrra, en þá þótti hann of dýr. Lazic hefur verið í sambandi við KA-menn, en ekki er víst hvort hann geti fengið sig lausan til að taka við liði KA. Alfreð Jékvel Alfreð Gíslason átti mjög góðan leik með Essen þegar félagið lagði Schwabing að velli, 24:22, á miðvikudagskvöldið í vestur-þýsku úrvalsdeildinni. Alfreð skoraði sex mörk í leiknum. Kiel skaust upp að hlið Gummers- bach með sigri, 27:21, á Göpping- en. Þá lék Numberg gegn Gross- wallstadt og lauk leiknum með sigri heimamanna, 22:19. •Sélveijinn Jerzy Klempel, sem leik- ur með Göppingen, hefur ákveðið að leika með 2. deildarliðinu SG Stuttgart-Schamhausen næsta keppnistímabil. Ráðgjafí félagsins er Simon Schobel, fyrrum landsliðs- þjálfari V-Þýskalands. Forráða- menn félagsins ætla að gera það að stórveldi í v-þýskum handknatt- leik næstu ár. Það á eftlr að skipta miklu máli hvemig viðureignum fvars Websters og Helga Rafnssonar, sem eru hér á ofan, lyktar. ísak Tómasson, til vinstri, hefur leikið geysilega vel með Njarðvíkurliðinu að undanf- ömu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.