Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 I Ópera eftír Karólínu Eiríks- dóttíir flutt í Svíþjóð í sumar Stokkhólmi, frá Pjetri Hafstein Lárussyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í ÁR er liðinn aldarfjórðungur frá stofnun Stiftelsen Internation- ella Vadstena-Akademien í Svíþjóð. Stofnun þessi heldur uppi líflegu tónlistarlífi á sumrin og fer starfsemin fram í gamalli hertogahöll í Suður-Svíþjóð. Einkum er leitast við að gefa ungum söngvurum og hljóðfæraleikurum tækifæri til að spreyta sig, bæði á nýrri verkum og eins gömlum tónlistarverkum sem fallið hafa í gleymsku. Þykir sumarstarf Vadstena-Akademien einn merkasti þáttur í tónlistarlífi Svíþjóðar. Meðal þess efnis sem verður á dagskrá akademíunnar í sumar er ópera eftir Karólínu Eiríksdóttur og var hún ráðin sérstak- lega til verksins. Óperan er gerð út frá ljóðabók- inni „Nágon har jag sett" eftir sænsku skáldkonuna Marie Lou- ise Ramnefalk. Bókin, sem út kom árið 1979, fjallar um sálarástand konu sem missir mann sinn, bæði meðan á helstríði hans stendur og eins að honum látnum. Bók þessi vakti mikla athygli þegar hún kom út og gerði Ram- nefalk að einu vinsælasta ljóð- skáldi Svía. Ekki verður þó sagt að ljóðræn tilþrif bókarinnar séu stórbrotin. Hins vegar þykir bókin harla fræðandi um það efni sem þar er fjallað um. Þykir slíkt mik- ill kostur á ljóðabókum að áliti margra miðaldra Svía. Hvað óperu Karólínu varðar þá verður hún frumflutt þann 27. júlí nk. en sýningar verða alls fímm talsins. Verkið tekur u.þ.b. eina klukkustund í flutningi en fytjendur eru fjórir söngvarar og tuttugu og fímm manna hljóm- sveit. Þau sem syngja hlutverkin í óperunni eru þau Ingegerd Nilson, sópran, Linnéa Sallay, mezzosópr- an, Lars Palerius, tenór og David Aler, baríton. Öll eru þau rétt um þrítugt að aldri og langt komin með söngnám sitt. Raunar hafa þau þegar aflað sér viðurkenning- Karólína Eiríksdóttir. ar í tónlistarlífínu. Má nefna sem dæmi að Lars Palerius hefur ásamt þremur öðrum söngvurum verið valinn til að syngja á tónlist- arhátíð í Denver í Bandaríkjunum nú í vor og kallast sú hátíð að amerískum hætti „The best voices of Skandinavia". Stjómandi óper- unnar verður Per Borin. Á blaðamannafundi sem hald- inn var í húsakynnum Konung- legu tónlistarakademíunnar í Stokkhólmi þann 11. þ.m. kom m.a. fram að sænska útvarpið hefur sýnt áhuga á að taka verk- ið á band til flutnings í útvarpinu og munu samningar þar að lút- andi langt komnir. Karólína kom til Stokkhólms í tilefni þessa blaðamannafundar og náði fréttaritari Morgunblaðs- ins tali af henni. Var hún að von- um ánægð með þetta tækifæri sem Svíar hafa veitt henni enda taldi hún sig ekki hafa orðið tiltak- anlega vara við að íslendingar væru að mylja undir alvarlega þenkjandi listamenn nú um stund- ir. Sagði hún samstarfið við Marie Louise Ramnefalk svo og tónlist- arfólkið sem flytja mun óperuna hafa gengið með ágætum. Kvað hún einkar ánægjulegt að fást við ljóð. í því sambandi má nefna að á síðastliðnu ári samdi hún tón- verk við ljóðaflokkinn „Ljóð námu land“ eftir Sigurð Pálsson sem um þessar mundir starfar sem borgarskáld Reykjavíkur. Fyrir þá sem leið eiga um Svíaríki í sumar og hug hafa á að sjá og heyra óperu Karólínu má geta þess að aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu Vadst- ena-Akademien í Stokkhólmi en hún er til húsa á Kungsholms- gatan 56. 61t^6i>0ir ÍjhI mmý a&m&BuuS®# á»icunb GELRA TAILORIHG TRAIHING UNIT sjppoRTEíO l^fcíLAtÆ.C LEPROSY CHILORSN A® Indverska barnahjálpin: Endurhæfingarheimili stofnað fyrir holdsveika Indverska barnahjálpin, sem hefur styrkt mannúðarmál í Ind- landi að hefur nú gengið til liðs við GLRA, þýsk samtök sem starfa að hjálp við holdsveikra. Þóra Einarsdóttir, formaður barnahjálparinnar er nýkomin heim eftir að hafa dvalist í Ind- landi í tæpt hálft ár og lýsti hún mikilli ánægju með að starfsemi hjálparinnar í Indlandi væri komin i fastar skorður. En hún festi kaup á endurhæfingar- heimili fyrir holdsveika að jafn- virði tæplega hálfrar milljónar íslenskra króna og hefur nú sinn fulltrúa í Madras. Indlandsvinafélagið hefur um nokkurra ára skeið átt samvinnu við belgíska trúboðið í Dindigul. Síðast er Þóra dvaldi í Indlandi, hafði verið frá því gengið að búið yrði að reisa endurhæfingarheimili fyrir sjúklinga af sjúkrahúsi trú- boðsins. „Ég varð fyrir miklum von- brigðum er ég kom til Indlands í oktober síðastliðnum og komst að því að ekkert hafði verið gert," sagði Þóra Einarsdóttir. Sagðist hún hafa snúið sér til Heilbrigðisráðumeytisins í Madras, þar sem henni var tilkynnt að bann Þóra í hópi indverskra barna úr nágrenni heimiiisins. Raj Gopal, sem er fulltrúi Ind- versku barnahjálparinnar og formaður íslandsvinafélagsins. hefði verið sett við því að erlendar trúboðsstofnanir stækkuðu um- ráðasvæði sitt. „Mér var tjáð að stofnanimar hefðu vissulega unnið gott starf eh jafnframt matað krók- inn. Ráðuneytið benti mér á að hafa samband við GLRA - The Opnunarathöfn heimilisins, f.v.: Skrifstofustjóri GLRA, fulltrúi Mala- sýu í GLRA, læknir heimilisins, þýski fulltrúinn í GLRA, Þóra Einars- dóttir og svissneski fulltrúinn. saumavélar, lét setja færanleg skil- rúm, réði 2 kennslukonur, húsvörð, vaktmann og lækni í hlutastarfi og hengdi upp mynd af forseta Is- lands. Það er mjög mikilvægt að sjúklingar í endurhæfingu læri iðn sem nýtist þeim síðar. Bömin eru t.d. ótrúlega fljót að læra að vinna listmuni." Reynt verður að selja framleiðslu endurhæfingarheimilisins. Rúm er fyrir um 20 sjúklinga en 10 sjúkl- ingar dvöldu á heimilinu er Þóra hélt heimleiðis. Þá hefur verið ráð- inn Indveiji, Raj Gopal, til að hafa umsjón með Indversku bamahjálp- inni en hann gegnir einnig for- mennsku í íslandsvinafélaginu í Kodikanal. íslendingar greiða fyrir um 20 munaðarlaus böm sem eru í St. Johns trúboðsskólanum í Kod- ikanal og dvaldi Þóra þar um nokk- um tíma og kynnti sér aðstæður. Þóra segist enn ekki geta sagt til um hvemig rekstur heimilisins muni ganga en það verður rekið með íslensku styrktarfé. Kostnað- aráætlun upp á reksturinn næstu tvö árin hljóðar upp á um 200.000 kr. lágmark á ári. Tæpar 30 þús- undir eru eftir í sjóði heimilisins. Formleg opnun fór síðan fram þann 3. febrúar og vakti hún mikla athygli. Meðal annars var birt um hana frétt í einu stærsta blaði Ind- lands, „Indian Express". Að henni lokinni kvaddi Þóra fulltrúana, sem sögðust vonast til að hún kæmi að ári en hún sagði það útilokað. „Loksins hefur draumur minn um að stofna eigið endurhæfingar- heimili ræst,“ sagði Þóra. „Núna tekur unga fólkið við.“ Endurhæfingarheimilið i Madras sem Þóra kom á fót. „Þessi holdsveiki drengur grét mikið þegar ég fór,“ sagði Þóra en hann er aðeins 10 ára og hef- ur ekki mátt í fótunum. German Leprosy Relief Association Fund, sem eru samtök nokkurra ríkja, óhlutdræg i trúmálum og njóta virðingar og velvildar indver- skra stjómvalda. Alls eru 62 heimili og rannsókn- arstöðvar víðs vegar um landið á vegum samtakanna. Þóru var sýnd starfsemi GLRA, m.a. sjúkrahús sem rúmar 500 manns. „Áberandi var hversu sjúklingamir voru fljótt sendir heim eftir aðgerðir en áætlað er að um 30.000 holdsveikisjúkling- ar séu í Madras einni. Mest virtist þörfin á endurhæfíngu fyrir konur og böm. Mér leist vel á starfsemi GLRA og bað um að fá aftur peninga okkar sem lágu ósnertir hjá belgíska trúboðinu. Það reyndist auðsótt mál. Ég hafði samið við GLRA um að fá að ráða mínum verkefnum sjálf og fékk úthlutaðri landspildu sem á stóð gamalt 500 fm hús. Ég stjómaði endurbygg- ingu hússins sem gekk hratt fyrir sig. Meðal annars keypti ég 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.