Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 35 Borgardómur: Manní dæmdar 8 milljóna króna bætur vegna slyss í Broadway BORGARDÓMUR hefur dæmt Veitingahúsið Álfabakka 8 hf., sem rek- ur skemmtistaðinn Broadway, til að greiða 26 ára gömlum manni 8 milljónir króna vegna meiðsla er maðurinn varð fyrir á skemmtistaðn- um. Maðurinn féll aftur fyrir sig af handriði við dansgólf Broadway og er 100% öryrki eftir slysið. Anna Júlíana Sveinsdóttir söng- kona. messósópran og Lára Rafnsdótt- ir píanóleikari munu halda tón- leika í Borgarneskirkju laugar- daginn 16. apríl nk. Anna Júlíana stundaði söngnám í tónlistarháskólunum í Munchen, Köln og Aachen í Þýskalandi og lauk þaðan einsöngvara- og kenn- araprófí. Hún hefur haldið fjölda ljóðatónleika bæði hérlendis og í Danmörku, Þýskalandi og Banda- ríkjunum. Hún var ráðin við Ríkis- óperuna í Aachen veturinn 1977— 1978 og söng þar fjölda óperuhlut- verka. Anna Júlíana er þekkt fyrir túlkun sína á ýmsum óperuhlut- verkum hér á landi og má þar nefna Czipru í Sígaunabaróninum, Böggu í Litla sótaranum, Carmen í sam- nefndri óperu og Amneris í Aidu. í vor mun hún syngja á ljóðatónleik- um í Osló og á tónlistarhátíðinni í Bergen. Lára S. Rafnsdóttir pianóleikari. Lára S. Rafnsdóttir stundaði tón- listamám á ísafírði hjá Ragnari H. Ragnar og síðan í Reykjavík, þar sem hún lauk einleikaraprófí frá Tónlistarskólanum í Reylq'avík árið 1968. Framhaldsnám stundaði hún við Guildhall School of Music and Drama í London og lauk þaðan einleikara- og kennaraprófí árið 1972. Veturinn 1976—77 dvaldi hún í Köln í Þýskalandi við tónlist- amám. Lára hefur komið fram á fjölda tónleika hérlendis sem er- lendis. Hún starfar nú við Söngskól- ann í Reykjavík og Tónlistarskólann í Reykjavík. Tónleikamir í Borgamesi hefjast kl. 14 og er efnisskráin fjölbreytt með lögum eftir íslenska og erlenda höfunda. Tónleikamir eru haldnir á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarð- ar. (Fréttatilkynning) Slysið varð 2. júní árið 1986. Maðurinn settist upp á handrið, sem er umhverfís dansgólf Broadway og féll aftur fyrir sig, niður í stiga. Fallið var um 3,60 metrar og lenti maðurinn á höfðinu. Örorka manns- ins frá slysdegi er talin 100%. Þegar slysið varð var handriðið 90 cm hátt og hafði verið hækkað um 15 cm eftir að kona féll þar niður og slasað- ist í febrúar sama ár. Eftir slys kon- unnar hafði viðbótahækkun verið skrúfuð utan á handriðið, svo það var 120 cm á þessum stað, en sú upphækkun var ekki til staðar þegar maðurinn slasaðist. Af hálfu mannsins var því haldið fram, að stefndi, Veitingahúsið Alfa- bakka, megi búast við að gestir í húsinu séu meira og minna ölvaðir meðan þeir hafíst við þar inni og því verr í stakk búnir tíl að varast hætt- urr heldur en annars væri. Um sé að ræða brún á danspalli, þar sem fólk er á ferð og flugi í dansi og við slíkar aðstæður sé sérstök hætta á að fólk falli yfir handriðið. Þá hafí stefndi ítrekað fyrir slysið fengið sérstök tilefni til að veita hættu- ástandinu athygli og ráða bót á því. Önnur slys hafí orðið við handriðið, sem hafí gefíð stefnda slík tilefni. Hækkun handríðanna úr 75 cm í 90 cm hafí verið alls ófullnægjandi að- gerð. Af byggingarreglugerð megi ráða, að handrið þetta var allt of lágt. Jafnvel þó ófullnægjandi kröfur til öryggis séu gerðar í byggingarlög- gjöf og af yfirvöldum byggingarmála leysi það stefnda alls ekki undan skyldu hans gagnvart gestum veit- ingahússins um að gætt sé fyllsta öryggis þar inni. Stefnanda verði ekki að neinu leyti sjálfum kennt um slysið, enda sé framburður vitna um, að hann hafí sest upp á handriðið og sveiflað fótum fram á við, ótrygg- ur. Var af hálfu stefnanda krafíst að stefndi greiddi skaða- og miska- bætur að flárhæð krónur 25milljónir. Stefndi, Veitingahúsið Álfabakka 8 hf., kvaðst að lögum enga bóta- ábyrgð bera á slysi stefnanda, sem sjálfur hafí valdið slysi sínu með stór- felldu gáleysi. Var þar vitnað í fram- burð vitna, um að maðurinn hafi sest upp á handriðið og baðað út öngum. Það hafí ekki skipt sköpum um slysið hvort handriðið hafí verið 75 cm, 90 cm, eða 120 cm. Aðrar aðstæður í veitingahúsinu hafí ekki valdið slysinu, heldur alfarið eigin athafnir stefnanda. Handriðið hafí sem slíkt fullnægt kröfum bygging- aryfírvalda og ákvæðum byggingar- reglugerðar. Allur búnaður veitinga- hússins, þ. á m. handriðið og hækk- anir á því, hafí verið hannaður, upp- settur og endurbættur af sjálfstæð- um, faglærðum verktökum. Beri stefnda því hvorki sakar- né annars konar bótaábyrgð út af handriðinu eða öðrum búnaði hússins, jafnvel þó talið yrði að betur hefði mátt gera til vamar slysum og slys stefn- anda mætti rekja til vanbúnaðar, en það væri ósannað. Skapi engum bótaskyldu að útiloka ekki með sér- stökum öryggisráðstöfunum alla möguleika á þvi, að menn geti vísvit- andi sett sig í slysahættu, svo sem stefnandi hafí gert. Stefndi lagði áherslu á, að dómar Hæstaréttar í skaðabótamálum vegna slysa í tengslum við búnað fasteigna sýni ótvírætt, að sakarmatið snúist um það, hvort umbúnaður hafí verið í samræmi við lög og reglugerðir eða ekki. í niðurstöðu dómsins segir, að upplýst verði að telja að algengt hafí verið að fólk fyllti sér á handrið- ið á dansgólfínu og settist á það, að stefnandi hafi lyft báðum fótum bein- um frá handriðinu og að þá hafí hann skyndilega misst jafnvægið og fallið aftur á bak. Handriðið hafí verið 90 cm á hæð og uppfyllt þar með byggingarreglugerð um hæð handriða. Forsvarsmenn stefnda hafí séð, að sérstök hætta hafí verið á þessum stað og þess vegna látið setja upphækkun, svo handriðið var 120 cm. Ef sú upphækkun hefði verið til staðar þegar slysið varð, þá verði að telja yfirgnæfandi líkur fyrir því að stefnandi hefði ekki sest á þessum stað og þvi ekki fallið 3,60 m á höfuð- ið niður í stigann. Borgardómarinn, Garðar Gíslason, taldi að orsök slyssins hafí legið bæði í gálausu athæfí stefnanda sjálfs og þeirri vangæslu forsvars- manna stefnanda að hafa fjarlægt upphækkunina á handríðinu, sem átti að draga úr hættu á þessum stað. Yrði því að skipta sök að jöfnu. Tjón stefnanda þótti hæfilega metið 15 milljónir króna og miski hans 1 milljón, samtals 16 milljónir. Veit- ingahúsinu var gert að greiða honum helming þessarar flárhæðar, eða 8 milljónir króna, með vöxtum frá slys- degi. Þá var veitingahúsinu einnig gert að greiða stefnanda 500 þúsund krónur í málskostnað. Tónleikar í Borgar- neskirkju á morgun ANNA Júlíana Sveinsdóttir FERÐASKBIFSTOFA FÍB UmMfíMÐA. IFIUOI Otí Bll! Þjónusta okkar er ölium opin. Hjá Ferðaskrifstofu FÍB sérhæfum við okkur í flugi og bíl, einfaldlega vegna þess að þar getum við boðið þér vel. Vegna traustra tengsla okkar við ýmis systursamtök í Evrópu getum við boðið þér hagstæð bílaleigukjör eða flutning á eigin bíl, sé þess óskað; vandaða gistingu og skemmtilegar ökuleiðir. Viljirðu njóta frísins í flugi og bíl, hafðu þáfyrstsamband við okkur. Við finnum með þér vænlegustu kostina, - í ánægjulegt frí, nákvæmlega að þínum óskum. FERÐASKRIFSTOFA FIB BORGARTÚNI 33 SÍMAR 29997 & 622970

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.