Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 27
MÓRGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 27 skilningi, að verk telst hálfnað, þá hafíð er. Og ég býst við því, að þessi sérkennilega fullyrðing, að hálfnað sé verk, þá hafíð er, eigi sjaldan betur við en í þessu tilviki, þegar óvenju mörgum hindrunum hefur verið rutt úr vegi. Því leiðin að þessari stundu hefur verið grýtt, ekki bara af eðlilegum og einföldum orsökum, heldur hefur verið reynt að setja eins marga steina í götu þessa verkefnis og unnt hefur verið og það úr ólíklegustu áttum. En þeim hefur jafnan verið rutt úr vegi. Og við hörmum ekkert þessi átök. Leiðin til stjamanna er þymum stráð, eða steinum stráð í þessum skilningi. Og menn mega aldrei gera þá kröfu, að stórvirki vinnist létt. Við skulum líta til baka um árhundruð og við skulum átta okk- ur á því, að í dag stöndum við í orðsins fyllstu merkingu í túngarði Ingólfs Amarsonar og Hallveigar Fróðadóttur. Því öll bestu rök manna og tiltæk þekking færustu vísindamanna bendir til, að höfuð- ból Ingólfs Amarsonar hafí ekki verið fjær en hundrað metra frá þessum stað. Og okkur er hollt að minnast þess, að þegar Ingólfur Amarson og Hallveig Fróðadóttir völdu einmitt þennan stað, þá höfðu þau úr öllu landinu að moða. Okkar land er stórkostlegt og fagurt. En það hlýtur að segja okkur Reykvíkingum mikla sögu, að þegar þau sæmdarhjónin gátu valið hvaða blett á landinu sem var, þá völdu þau einmitt þennan stað. Langflestir eru sammála um að byggja beri ráðhús í Reykjavík. Margoft hafa verið uppi hugmynd- ir um slíkt. Fram hefur farið sam- keppni um staðsetningu, og hvem- ig sem menn hafa velkst og snú- ist, hefur hugurinn alltaf Eif ein- hverjum ástæðum endað héma. Hér og hvergi annars staðar hljóti menn að byggja ráðhús Reyk- víkinga. í áratugi hefur Reykjavíkurt- jöm ekki verið sýndur nægilegur sómi, þótt fagurlega hafí verið til hennar galað af ýmsum. Nú er hafíð verk, sem einmitt miðar að því meðal annars að bæta hér úr. Þetta ráðhús verður ekki eingöngu ráðhús, heldur líka samastaður í hjarta borgarinnar, samastaður, sem tryggir að menn geti notið Tjamarinnar og umhverfís hennar betur en nokkru sinni fyrr við all- ar aðstæður, að vetri og sumri. En þetta tilefni verður einnig til þess, að öll umgjörð Tjamarinnar og umhverfí hennar verður bætt og fegrað, og er það verk reyndar þegar í fullum gangi hér suðaustan við okkur og mun verða haldið áfram af fullum krafti í sumar og næsta sumar. Er það verk allt unnið undir slagoriðinu: Tjömin lengi lifí. Atökin, sem reynt hefur verið að efna til út af þessari ákvörðun sem nú er að breytast í veruleika, eru að mínu viti nú um garð geng- in. Og reyndar er mál að linni. Nokkur hópur hefur haft sig mjög í frammi við að reyna að gera mál þetta allt tortryggilegt og hefur þar verið lengra seilst en ég man til í nokkru dæmi öðru. Ekki vegna þess að baráttugleðin hafí verið mikil og sannfæringar- krafturinn mikill, heldur hefur vilj- inn til þess að rangfæra, villa og vefengja staðreyndir verið með ólíkindum. Smám saman hafa borgarbúar séð í gegnum þetta. Því hefur verið haldið að fólki, að aldrei hafí verið meirr andstaða í huga almennings um nokkurt mál en einmitt þetta. Fyrir tæpum tveimur mánuðum boðaði þessi háværi en þröngi hópur, að nú hæfíst umfangsmikil söfnun und- irskrifta, gengið yrði í hvert ein- asta hús í borginni, eins og kom fram í þeirri tilkynningu, og jafn- framt var tilkynnt nokkru síðar, að þessum miklu undirskriftum Skipan sendiherra til að fara með afvopnunarmál: Aukin áhersla íslend- ínga á afvopnunarmál - segir Hannes Hafstein ráðuneytisstj óri jrrði skilað nokkrum dögum fyrir páska. Og hver er útkoman? Svo dræmt hafði gengið á hinum uppr- unalega skiladegi, að þessi söfnun- arhópur reyndi að kreista eitthvað meira út' á þrem vikum til við- bótar, en gafst svo endanlega upp á því og hefur skilað inn þessum undirskriftum. Ég vil ekki gera lítið úr þeim út af fyrir sig, þó að reyndár hafí talsmaður þessa hóps rétt einu sinni farið með rangfærslur, en hann sagði við forseta borgar- stjórnar við afhendingu skjalanna „að eingöngu atkvæðisbærir Reykvíkingar hefðu undir þetta skrifað‘!. Við lauslega athugun sýnir, að mörg hundruð manns á þessum seðlum uppfylla ekki það skilyrði. Jafnframt var þvi haldið að fólki, að þetta væri umfangs- mikil undirskriftasöfnun, ein mesta, sem hér hefur verið. Og það er ekki ótrúlegt að svo sé sagt, þegar stagast hefur verið á, að hér hafí verið mesta deilumál, viðkvæmasta deilumál, sem nokkru sinni hafí verið uppi í skipulagsmálum borgarinnar. En þegar tölumar eru skoðaðar er árangurinn af því, sem lýst var yfír í upphafí, að gengið skyldi í hvert einasta hús í borginni, sem er ekki mikið verk fyrir samtök, .sem eiga einhvem hljómgmnn, ekki merkilegur, reyndar hreint ótrúlega slakur. Fyrir sjö árum var uppi deilu- efni í einu borgarhverfinu varð- andi skipulagsmál í Sogamýri. Þá var skilað inn um 9.000 undir- skriftum. Þá vom Reykvíkingar ellefu þúsundum færri en núna. Þegar gert var útitafl við Lækjar- götu komu tæplega 8.000 undir- skriftir í mótmælaskyni. Hér er um tvö dæmigerð dægurmál að ræða, og það sýnir sig, að bægsla- gangurinn mikli varðandi Tjömina er, þegar allt kemur til alls, af sama toga. En um það skulum við ekki fyalla frekar á þessum góða sól- skinsdegi. Við hugsum til fortí- ðarinnar, en við horfum til framt- íðarinnar. Við hugsum til þeirrar fortíðar, að fyrsti Reykvíkingurinn taldi guði sína stýra öndvegissúl- unum á land í víkinni hér fyrir norðan okkur. En á þeSsum degi skulum við biðja þess, að sá guð, sem sólina skapti, eins og afkom- andi Ingólfs orðaði það svo vel, megi á byggingartímanum vemda þetta hús og þá, sem við það vinna, og megi síðan um alla framtíð halda gæfuríkri vemdar- hendi sinni yfír því. Gott verk er hafíð." Sorgar- marsog hvellur MEÐAN Davið Oddsson borg- arstjóri hélt ræðu sína barst tónlist frá húsinu vestan at- hafnasvæðisins við Tjamar- götu og var þar leikinn sorg- armars Chopin. Að sögn Óm- ars Smára Armannssonar að- alvarðstjóra, vissi lögreglan fyrir, að einhvers slíks væri að vænta og var borgarstjóra greint frá því. Ekki þótti ástæða til afskipta. Þá gerðist það og, að hvellur heyrðist á bak við Oddfellow- húsið og síðan steig upp reykur. Þeir, sem staddir voru við at- höfnina, töldu margir hveijir að sprengja hefði sprungið. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík heyrðu hennar menn á staðnum hvellinn, en þótti líklegast að • hann hefði komið úr útblásturs- röri bifreiðar. Ekki var leitað til lögreglunnar vegna þessa. HANNES Hafstein ráðuneytis- stjóri utanrikisráðuneytisins seg- ir að skipan sérstaks sendiherra, til að fara með afvopnunarmál, lýsi aukinni árherslu íslendinga á þátttöku f afvopnunarmálum með hliðsjón af auknum áhuga hér á landi og meiri hreyfingu á af- vopnunarmálum í Evrópu sem krefjist meiri athygli. Utanríkisráðherra hefur skipað Hjálmar W. Hannesson í þetta emb- ætti sem heyrir undir alþjóðaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Hjálm- ar mun sitja afvopnunarráðstefnur og fundi sem íslendingar taka þátt í en hafa aðsetur í utanríkisráðu- neytinu. BANDARÍKJAMENN, sem vinna borgaraleg störf á Keflavíkur- flugvelli, eru einkum sérhæft starfslið, til dæmis kennarar f skólum bama varnarliðsmanna, sérfræðingar um viðhald búnaðar varnarliðsins og makar vamar- liðsmanna, að sögn Friðþórs Eyd- al, blaðafulltrúa Vamarliðsins. f frétt Morgunblaðsins í gær er haft eftir Steingrími Hermannssyni, utanríkisráðherra, að áætlað sé að fækka í borgaralegu starfsliði vam- arliðsins og að þar eigi fyrst að fækka í aðsendu starfsliði frá Banda- ríkjunum áður en til uppsagna ís- lendinga komi. „Þetta eru einkum kennarar, menn sem vinna sérhæfð STÖÐ 2 hefur sótt um aðild að Evrópubandalagi útvarps- og sjónvarpsstöðva í annað sinn. 1 fyrra skiptið var beiðni stöðvar- innar frestað á þeim forsendum að ekki væri komin næg reynsla á starfsemi hennar og að sending- ar hennar næðu ekki til nægilegs hluta landsbyggðarinnar, að sögn Jóns Óttars Ragnarssonar sjón- varpstjóra. Hann sagði að stöðin uppfyllti nú allar kröfur og að EBU hefði lýst yfir greinilegum áhuga á að veita henni aðild. Áður en aðildin er veitt em aðilar EBU í viðkomandi landi spurðir álits og hefur Ríkisútvarpið um- sóknina nú til umfjöllunar. „Ég geri ráð fyrir að umsókn okkar fái fljóta og góða afgreiðslu hjá Útvarpsráði og þá tekur EBU væntanlega afstöðu í lok ma(,“ sagði Jón Óttar. „Okkar aðild myndi spara Ríkisútvarpinu stórar fjárhæðir þar sem kostnaðurinn er mikill og myndi dreifast á tvo aðila í stað eins. Hagn- aður beggja er meiri en það sem skilur á milli og mér fínnst því allt benda til þess að við gerumst aðilar í sumar. Ríkisútvarpið getur ekki komið í veg fyrir aðild okkar en getur tafið framgang málsins." EBU voru upphaflega samtök ríkisstöðva en hafa verið opin einka- stöðvum um árabil. Stofíiuð hafa verið samtök einkastöðva til mót- vægis við EBU en Jón óttar sagði flestar einkastöðvamar vilja láta reyna á hvort að raunverulega væri þörf fyrir önnur samtök en EBU. Kostina við aðild að EBU sagði hann fyrst og fremst vera aðgang að Þriðji framhaldsfundur Ráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu í Evrópu stendur nú yfír í Vín og mun Hjálmar sinna málefnum hennar. Hannes Hafstein sagði við Morgun- blaðið að þegar þessi ráðstefna stóð yfír í Madrid fyrir nokkrum árum, sinnti Níels P. Sigurðsson sendiherra þeim málefnum fyrir fslendinga en síðan hefði enginn haft fasta umsjón með þeim. Nú væru afvopnunarmál sífellt að verða umfangsmeiri og þegar öryggismálaráðráðstefnunni í Vín lyki tækju við aukafundir um einstaka þætti og samþykktir, sem íslendingar þyrftu að taka þátt í. Einnig mætti búast við viðræðum milli Varsjárbandalagsins og NATO tæknistörf eða fulltrúar bandarískra fyrirtækja, sem annast viðhald á tækjabúnaði Vamarliðsins, svo sem vopnakerfum. Þama er líka um að ræða umsjónarmenn með ákveðnum framkvæmdum og ýmsu, sem leynd hvílir yfír. Þessi hópur telur 111 manns," sagði Friðþór Eydal ! sam- tali við Morgunblaðið í gær. Friðþór sagði að einnig væm um 300-400 fjölskyldumeðlimir vamar- liðsmanna, einkum makar, í ýmsum borgaralegum störfum, til dæmis sérhæfðum skrifstofustörfum eða verslunarstörfum. „Þama er oft um að ræða störf, sem erfítt er að fá íslendinga í vegna launanna. Vamar- liðið borgar eftir kauptöxtum; launa- ýmis konar frétta- og íþróttaefni, t.d. frá Sumarólympíuleikunum í Seoul. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er áætlaður heildarkostn- Benedetti var i gær borinn ofur- liði er hluthafar belgiska stórfyr- irtækisins Societe Generale de Belgique kusu nýja 12 maínna stjóm. De Benedetti hefur undan- fama þijá mánuði freistað þess að ná meirihluta i fyrirtækinu, sem er hið stærsta i Belgiu, og hefur málið vakið mikla athygli þar í landi. Hvorki De Benedetti né helstu andstæðingar hans, belgísku kaup- sýslumennimir Andre Leysen og Pi- erre Schoier, náðu lqöri í stjómina. Fulltrúar fransk-belgískar fyrir- tækjasamsteypu greiddu atkvæði með öllum þeim fulltrúum sem frá- farandi stjóm fyrirtækisins bauð fram. De Benedetti sá ósigur sinn fyrir en sagði að fyrr eða síðar myndi hann ná fyrirtækinu á sitt vald. „Ég og samstarfsmenn mínir munum fyrr eða síðar gegna því hlutverki (stjóm fyrirtækisins sem okkur ber,“ sagði um ýmsa þætti afvopnunarmála eins og samdratt í hefðbundnum herafla, en um þau mál hefði hingað til ver- ið fjallað í viðræðum sem íslending- ar hafa ekki tekið þátt í. Og ef end- anlegt samkomulag næðist í Vín, fæm af stað umræður um leiðir til að draga úr hefðbundnum vígbúnaði sem íslendingar yrðu að taka þátt í. Hannes sagði að inn í þessi mál kæmu einnig afvopnunarmál í Sam- einuðu þjóðunum og afvopnunarráð- stefnan í Genf, og meginverkefni sendiherrans nýskipaða væri að sækja ráðstefnur og fylgjast með og samræma alla þætti afyopnunar- mála. skrið skilar sér seint hér inn á völl- inn,“ sagði Friðþór. „Það hefur verið stefnan að fá hingað fjölskyldufólk til þess að skapa hér stöðugra sam- félag, og þá gefur auga leið að ein- hver störf þurfa að standa mökum hermanna til boða.“ Samkvæmt upplýsingum Utanrík- isráðuneytisins vom íslenskir starfs- menn Vamarliðsins 1.102 hinn fyrsta janúar síðastliðinn. 103 em í stjómunarstörfum, 81 við verkstjóm, 139 við slökkvistörf og snjómðning, 205 við iðnaðarstörf, 263 við verslun- ar- og skrifstofustörf, almennt verkafólk var 260 talsins, verkfræð- ingar og tæknimenn 43 og símaverð- ir 8. aður fyrir ísland á árinu 1988 23 milljónir fyrir þjónustu EBU og mun hann skiptast nokkum veginn jafnt milli RÚV og Stöðvar 2 ef af verður. hann er niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar lá fyrir. Kvaðst hann efast um að atkvæðagreiðslan hefði farið fram með lögformlegum hætti. Einn fram- kvæmdastjóra „Generale", sagði hins vegar ljóst að De Benedetti hefði mistekist að ná meirihluta í fyrirtæk- inu. Societe Generale de Belgique rek- ur um 1.300 fyrirtæki víða um heim og er mjög svo ráðandi afl ( efna- hagsKfí Belgíu. Carlo De Benedetti hefur uppi áform um að koma á fót sam-evrópskri fyrirtækjasamsteypu á gmnni fyrirtækisins og hóf hann í því skyni að kaupa hlutabréf í fyrir- tækinu í erg og gríð í kauphöllinni í Bmssel á síðasta ári. Er nú málum svo komið að De Benedetti og fylgis- menn hans eiga 49 prósent ( fyrir- tækinu en fransk-belgíska fyrir- tækjasamsteypan, sem bar hann of- urliðið í atkvæðagreiðslunni í gær, 51 prósent. Bandarískt starfslið á Keflavíkurflugvelli: Einkum sérfræðingar og fjölskyldur hermanna Stöð 2 sækir um aðild að EBU Belgíska stórfyrirtækið „Generale“: De Benedetti hafn- að í stjórnarkjöri Brussel, Reuter. ÍTALSKI auðjöfurinn Carlo De

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.