Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 9 Kœrar þakkir færi ég öllum vinum og vanda- mönnum er geröu mérglaðan áttrœöis afmœlis- daginn 10. apríl. Lifum heil og lengi! Jón Sigtryggsson. COLOS'E SNYRTIVÖRUKYNNING í dagfrá kl. 14-18. Snyrtivöruverslunin Tarý Rofabæ 39 - Sími 673240 PEKINGVIKA Súpa og fjórir litlir réttir kínverskur búðingur í eftirrétt. Matreiðslumeistari frá Peking Veislumatur Heimsendingarþjónusta kr. 1090 Verið velkomin Kínverska veitingahúsið, Laugavegi 28b, sími 16513. omRon AFGRE/ÐSL UKASSA R Heimsmetið All aérstök íþrótt virð- ist nú vera að ryðja sér rúms meðal a.m.k. nokk- urra þingmanna. Er hún algjör andstæða annarr- ar iþróttar, sem hingað til hefur notið nokkurra vinsælda meðal alþingis- manna, málþófsins svo- kallaða. Málþóf stunda þingmenn þegar þeir vifja tefja fyrir fram- gangi einhvers máls sem fellur ekki í kramið eða hreinlega koma i veg fyrir að það fái af- greiðslu. Þetta gera þeir með þvi að stiga i ræðu- stól og tala langtímum saman um allt og ekki neitt. Sumir þingmenn hafa náð mikilli fæmi i þessari list og geta talað að þvi er virðist enda- laust án þess að skorta umræðuefni eða á þeim sjáist þreytumerki. Þeg- ar allt þrýtur er svo grip- ið til ýmissa ráða s.s. að lesa upp úr dagblöðum, bókum og jafnvel sima- skrám. Er skemmst að minnast þess skömmu fyrir síðustu jól þegar einn þingmaðurinn hót- aði að lesa upp úr íslend- ingasögunum og stöðva framgang allra mála fyr- ir jól. En nú eru nýir og breyttir tímar og þessi foma iþrótt virðist vera á undanhaldi. Nýjasta tiskufyrírbrigðið er ekki að kæfa þingstörf með málflæði heldur þegja þau i hel. Það var einn þingmanna Borgara- flokksins, Hreggviður Jónsson, sem hóf þessa iðju fyrstur manna í umræðum um söluskatt i lok desembermánaðar á siðasta ári. Hreggviður kvaddi sér hjjóðs en sagðist svo sem ekkert hafa að segja þar sem Qármálaráðherra væri ekki i salnum. Hann þagði siðan sem fastast og stóð þögnin i tuttugu og átta minútur! Þetta mun ekki áður hafa verið gert þó farið væri út fyr- ir landsteinana og komst þingmaðurinn í heims- Þögn I Staksteinum í dag er vikið að nýjum vinnu- brögðum tveggja þingmanna á yfirstandandi þingi. Þeir hafa tekið upp á því að kveða sér hljóðs og þegja síðan sem lengst undir því yfirskyni að verið væri að bíða eftir að ein- hver ráðherrann birtist í salnum. Þagnarmet- ið er nú tæpur hálftími en líklega væri það öllum fyrir bestu að þessi ósiður yrði kveðinn niður áður en einhverjum tekst að bæta um betur. metabók Guinnes fyrir vikið. Það er hin skemmti- legasta lesning að lesa þessa ræðu Hreggviðs eins og hún birtist i 12. hefti Alþingistíðinda 1987. Birtist hér smá sýn- ishora: „En ég vil biðja hæstv. forseta að sjá til þess að hæstv. fjánnálaráðherra verði hér í salnum á meðan ég a.m.k. i byijun ræðu minnflr beini til hfliia spuraingum og mun ég þá gjarnan bíða eftir komu hans hér á meðan. (Forseti: Forsetí skal gera ráðstafanir til þess að láta fjármálaráðherra af þessu vita.) Já, þá bið ég bara hér á meðan. (Forseti: Hæstv. fjár- málaráðherra er á fundi sem stendur og getur ekki gengið strax i sal hv. deildar. Verð ég þvi að mælast til þess við hv. ræðumann að hann haldi máli sinu áfram, en ég mun ítreka það að þess sé vænst að hæstv. fjár- málaráðherra komi hér i salinn strax og þessum fundi er lokið.) Ég bið bara hér rólegur. (ÓÞÞ: Forseti, nú verður þú að stilla hátalarakerfið, við höfum ekki heyrt i ræðu- manninum á siðustu fimm minútum.) (Forsetí: Ég vil biðja þingmenn að hafa hljóð i salnum. Hv. þingmaður er i ræðu- stól.)“ Menn verða svo að geta i eyðumar. Misheppnuð tilraun Eftir að þetta gerðist hefur enginn, svo vitað sé, reynt að steypa Hreggviði af stalli sem ótviræðum heimsmeist- ara i þessari nýju grein fyrr en síðastliðinn þriðjudag. Einn þing- tnflnnn Framsóknar- flokksins, Ólafur Þ. Þórðarson, sem hingað til hefur verið þekktur fyrir allt annað en þag- mælsku þegar hið svo- kallaða bjórmál hefur verið á dagskrá, reyndi að leika sama leik og Hreggviður forðum til þess að komast á spjöld sögunnar. í þetta sinn var það þó ekki fjármála- ráðherra sem vantaði í salinn til þess að þing- maðurinn gæti lokið máli sinu heldur heilbrigðis- ráðherra. Þögn Ólafs Þ. stóð „einungis" i sex rnínútur þar sem ráð- herrann gekk þá i salinn og þingmaðurinn gat haldið ræðu sinni áfram. Virðing Al- þingis Þó að uppákomur sem þessar geti haft visst skemmtanagildi er vafa- samt hvort þær eigi er- indi inn á Alþingi. Mönn- um hefur oft á tíðum orðið tíðrætt um virðingu Alþingis og þingmenn og þingforsetar haft áhyggjur af þvi að hún færi dvínandi meðal þjóðarinnar. Framkoma Hreggviðs og Ólafs Þ. verður sist til þess að bæta þetta ástand né heldur öfgaraar i hina áttina, það er þegar þing- fundir standa sólarhringr um saman vegna málþófs þingmanna. Auðvitað er ekki hægt og á ekki að vera hsegt að banna þing- mönnum að tala — eða þegja. Samkvæmt stjóm- arskránni eru þeir ein- ungis bundnir sinni eigin samvisku og „eigi við neinar reglur frá kjós- endum sinum'*. Einungis er hægt að setja fram þá ósk að samviska þing- mannanna fái þá til þess að láta af þessum ósið. studio-line bara gjof heldur listrœn gjöf sem þú velur fyrir vini þína og þá sem þér þykir vœnt um V.\S.\R: Lovc story IIÖ.W I X: lljöni Wiiitbltul Daiwtörk y.r ■///' \\vA studiohúsið A HORNI LAUGAVEGS OG SNORRABRAUTAP SIMI 18400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.