Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988
+
445 íbúðir vantar á
næstu þremur árum
Frá fundi Kaupþings Norðurlands um húsnæðismál. Á innfelldu
myndinni er Katrín Atladóttir forstöðumaður Byggingarsjóðs
ríkisins í ræðustól.
HÚ SNÆÐISEKL A er enn mikil
á Akureyri þrátt fyrir nokkurn
uppgang í byggingum á sl. ári.
Áætluð heildarþörf nýrra íbúða
á þessu ári er 215. Á næstu tveim-
ur árum, 1989 og 1990 nemur
áætluð heildarþörf 230 íbúðum.
Samtals eru þetta 445 íbúðir, þar
af 127 í verkamannabústöðum.
Þetta kemur meðal annars fram
í nýjasta fréttabréfi Húsnæðis-
stofnunar rikisins.
Á sl. ári voru fyrst og fremst
byggðar blokkaríbúðir og raðhús í
talsverðum mæli, aðallega í Síðu-
og Lundahverfum. Fjölgun íbúða
hefur verið mjög hæg á Akureyri
á undanfömum árum, en vegna
batnandi atvinnuástands er talið að
þörfin fyrir nýjar íbúðir væri um
115-120. Árið 1985 voru 38 íbúðir
teknar í notkun á Akureyri, 1986
voru þær 30 og í fyrra urðu þær
um 50.
Húsnæðislánaumsóknir á landsbyggðinni:
Helmingfur vegna íbúð-
arkaupa í höfuðborginni
Helmingur þeirra lánsumsókna, sem berast Húsnæðisstofnun ríkisins
frá fólki utan af landi, er vegna fjárfestinga á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta kom meðal annars fram á fundi er Kaupþing Norðurlands efndi
til um húsnæðismál fyrr i vikunni á Akureyri. Katrin Atladóttir for-
stöðumaður Byggingarsjóðs ríkisins hélt framsögu og svaraði fyrir-
spumum frá almenningi.
Hátt í hundrað manns sótti fund-
mn í Alþýðuhúsinu sl. þriðjudags-
kvöld og daginn eftir var Katrín
ásamt öðrum starfsmanni Bygging-
arsjóðsins með ráðgjöf hjá Kaupþingi
Norðurlands. Þetta er í annað sinn
sem fulltrúar Húsnæðisstofnunar
halda kynningarfund á Akureyri
síðan ný húsnæðislög gengu í gildi.
„Það er mjög áberandi hvað fólk af
landsbyggðinni sækir suður. Þessi
staðreynd vekur upp ýmsar spum-
ingar, til dæmis hvort vöntun sé ein-
faldlega á húsnæði úti á landi. Bygg-
ingarsjóðurinn hefur reynt að koma
V
Fiðlarinn
á þakinu
Forsala hafin.
MHDASALA
IÁ 96-24073
LBKFélAG AKUH6YRAR
Fjölskyldu-
tilboð
sunnudag
Sjávarréttasúpa.
Grísakambur með rauðvíns-
sósu.
Verð aóeins kr. 650.
Munið barnaafslúttinn.
til móts við byggðalög úti á landi
með því að veita byggingaraðilum
þar svokölluð framkvæmdalán, sem
ekki eru veitt byggingaraðilum á
höfuðborgarsvæðinu," sagði Katrín.
Framkvæmdalán eru látin mæta af-
gangi, en þau em veitt bygginga-
verktökum sem skammtímalán með
5% vöxtum og fylgja lánskjaravísi-
tölu. í fyrra námu þau 700 milljónum
króna á meðan heildarútlán sjóðsins
nam 5,6 milljörðum króna. Botnplata
þarf að vera komin upp áður en lá-
nið er veitt. íbúðarkaupandi yfírtekur
síðan framkvæmdalánið og við yfir-
tökuna breytist lánið í hefðbundið
húsnæðislán, þ.e. til 40 ára með 3,5%
vöxtum. Hvert erindi sem berst frá
byggingaraðila er metið sérstaklega
hjá stofnuninni og engar reglur eru
um hversu há framkvæmdalánin
skulu vera. Eitt byggingafyrirtæki á
Akureyri, SS-byggir, fékk fram-
kvæmdalán á sl. ári, en að sögn
Katrínar hafa fleiri umsóknir borist
að norðan vegna yfirstandandi árs.
Katrín sagði að 5,5 til 6 milljörðum
króna yrði varið í húsnæðislán á ár-
inu. Enn er verið að vinna úr umsókn-
um er bárust frá 13. mars 1987 til
áramóta, og hafa þeir umsækjendur
ekki ennþá fengið tilkynningu um
lánsafgreiðslu. „Við viljum brýna
fyrir fólki að fara ekki út í fjárskuld-
bindingar fyrr en lánsréttur liggur
fyrir. Undir venjulegum kringum-
stæðum sendum við út tilkynningu
um lánsrétt innan þriggja mánaða
frá því að umsókn berst og síðan
má gera ráð fyrir að tilkynning um
lánsafgreiðslu berist ári áður en lá-
nið er veitt." Hámarkslán vegna ný-
byggingar er 2.923.000 krónur og
vegna kaupa á notuðu húsnæði er
hæst veitt 2.046.000 krónur. Katrín
sagði að Byggingarsjóðurinn lánaði
ekki umfram 70% af kaupverði og
áhvílandi lán myndu dragast frá
Iánsupphæðinni. Þá færi stofnunin
ekki aftar á veðrétt nema sem svar-
ar til 70% af brunabótamati. Margir
áttuðu sig ekki á því að söluverð
íbúða á höfuðborgarsvæðinu væri
töluvert ofar brunabótamati og sú
hefði verið þróunin undanfarið á
Akureyri einnig. Almenn lán eru
veitt til 40 ára með breytilegum vöxt-
um, sem í dag nema 3,5%, og þau
kjör sem eru á fyrri lánum breytast
ekki þó til komi viðbótarlán. Hús-
næðislán greiðist í tveimur hlutum
og miðast við byggingavísitölu og
hækka því á þriggja ára fresti til
samræmis við hana, en ekki á mán-
aðarfresti eins og margir halda.
Húsnæðisstofnun veitir ennfremur
lán til viðbygginga og endurbóta og
eru þau lán til 21 árs með 3,5% vöxt-
um. Ekki er gerður greinarmunur á
því hvort lánsumsækjandi hyggst
framkvæma verkið sjálfur eða kaup-
ir til þess menn. Katrín sagði að
yfirleitt kæmu þeir, sem ynnu verkið
sjálfír, betur út. Hámarkslán til end-
urbóta og viðbygginga nemur
2.046.000 krónum. Ekki fæst lán út
á endurbætur nema á 15 ára fresti
og vegna viðbygginga á fímm ára
fresti eins og reyndar á við um hús-
næðisskipti. Lán til breytinga hús-
næðis vegna sérþarfa ýmiskonar, svo
sem fötlunar, nema allt að 80%
kostnaðar, að hámarki 2.046.000
krónur. Slík lán eru til 26 ára með
1% vöxtum. Þá veitir stofnunin lán
til orkusparandi endurbóta, vegna
heilsuspillandi húsnæðis og vegna
þröngbýlis og bárust fyrstu umsókn-
imar vegna þröngbýlis rétt fyrir
páska. Stofnuninni er heimilt að
synja umsókn ef viðkomandi á fleiri
en eina íbúð. Ef húsnæði er stærra
en 180 fermetrar, skerðist lánið um
2% á hvem fermetra umfram það.
Katrín sagði að samstarf við lífeyr-
issjóðina hefði gengið ágætlega, en
þeir fjármagna húsnæðiskerfíð með
skuldabréfakaupum. Til að tryggja
félagsmönnum sínum hámarkslán,
þurfa sjóðimir að kaupa skuldabréf
fyrir 55% af ráðstöfunarfé. Aðeins
tveir lífeyrissjóðir í landinu tryggja
ekki hámarkslán, lífeyrissjóðir tann-
lækna og verkfræðinga. Þá hefur
lífeyrissjóður atvinnuflugmanna ekki
ennþá skrifað undir samning við
Húsnæðisstofnun. Um það bil tíu
lífeyrissjóðir hafa enn ekki gert
samning við stofnunina vegna ársins
1989 og svör vantar frá helmingi
allra lífeyrissjóða í landinu vegna
ársins 1990. Katrín sagði að lífeyris-
sjóður verkamanna í Grindavík væri
mjög neikvæður gagnvart þessu kerfi
auk tannlækna. Lífeyrissjóður versl-
unarmanna keypti bréf fyrir hæstar
flárhæðir á sl. ári, eða fyrir 761
milljón króna, sem eru 18,1% af
heildarkaupum lífeyrissjóðanna.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
keypti næstmest eða fyrir 532 millj.
kr.
Katrín sagði að nýlega hefði verið
lagt fram frumvarp á Alþingi, breyt-
ingartillaga við núverandi húsnæði-
skerfi, sem gerði ráð fyrir að lán úr
Byggingarsjóði ríkisins skiptist niður
á lq'ördæmin í sama hlutfalli og
greitt er í lífeyrissjóði. Vilhjálmur
Egilsson og Matthías Bjamason eru
flutningsmenn og sagði Vilhjálmur í
samtali við Morgunblaðið að ef tillag-
an næði fram að ganga yrði sérstök
biðröð fyrir hvert lqördæmi og því
myndi fólk úti á landi fá lánsaf-
greiðslu fyrr en nú gerðist. í frum-
varpinu er jafnframt gert ráð fyrir
að fyrirtæki geti tekið húsnæðislán
á almennum lqörum svo sem til bygg-
ingar leiguíbúða því oft væri málum
þannig farið að fyrirtæki vildu ráða
fólk til starfa út á land en húsnæði-
sekla stæði því fyrir þrifum.
Amnesty Intemational:
Akureyr-
ardeild
endurvakin
HÓPUR manna á Akureyri hefur
að undanförnu unnið að því að
endurvekja starf mannréttinda-
samtakanna Amnesty Internati-
onal i bænum. Um 20 manns
hafa verið í Akureyrardeildinni
og nýlega gekk Zonta-klúbbur-
inn Þórunn hyrna í samtökin en
í honum eru 29 konur. Þar með
eru félagar S deildinni orðnir um
50 talsins og hyggjast þeir á
næstunni leggja sitt af mörkum
til að unnt verði að safna 100.000
undirskriftum hérlendis til
stuðnings áskorun Amnesty um
mannréttindi strax til handa
þeim sem búa við að réttindi
þeirra séu fótum troðin.
Undirskriftum er nú safnað um
heim allan í nafni samtakanna og
verða þær sendar Amnesty Inter-
national fyrir 31. október nk. Undir-
skriftalistamir verða afhentir Sam-
einuðu þjóðunum og fulltrúum ríkis-
stjóma þeirra á mannréttindadag-
inn 10. desember nk.
Ingibjörg Bjömsdóttir rekstrar-
stjóri Ámnesty Intemational og
Hildur Bjamadóttir fréttamaður
verða á morgun, laugardag, með
fyrirlestur um starfsemi Amnesty á
sal Verkmenntaskólans á Akureyri.
Fyrirlesturinn hefst kl. 14.00 og er
haldinn á vegum Amnesty, Háskól-
ans á Akureyri og Zonta-ídúbbsins
Þórunnar hymu.
Gítartónleikar á
Akureyri og Dalvík
EINAR Kristján Einarsson gitar-
leikari heldur tónleika á sal
Menntaskólans á Akureyri á
morgun, laugardag, kl. 17.00 og {
Bergþórshvoli á Dalvik á sunnu-
dag kl. 17.00.
Einar er fæddur á Akureyri 1956.
Hann stundaði sem unglingur nám
í píanóleik við Tónlistarskólann á
Akureyri ásamt sjálfsnámi í gítar-
leik. Haústið 1977 innritaðist hann
í gítardeild Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar þar sem aðalkennari
hans var Gunnar H. Jónsson og síðar
Joseph Fung. Burtfararprófi lauk
hann með tónleikum vorið 1982 og
hefur síðan stundað nám í Manc-
hester hjá George Hadjinikos og
Gordon Crosskey sem báðir kenna
við Royal Northem College of Music.
Einnig var hann eina önn nemandi
við Tónlistarskólann í Reykjavík og
lagði þar aðaláherslu á renaissance-
og baroktónlist undir handleiðslu
Snorra Amar Snorrasonar. Einar
hefur sótt námskeið og tíma hjá Al-
irio Diaz, John Williams, Neil Smith,
David Russell og Jose-Luis Gonzales.
Einar Kristján Einarsson
Einar lauk á sl. ári kennara- og flytj-
andaprófi frá Guildhall School of
Music.
ALLTAF A UPPLEIÐ
Landsins bpstlj Opnunartími
U opió um helgar frá kl 11.30 - 03.00
rYZjZAjYs. Virkadagafrákl. 11.30-01.00
Bia1
I
4,