Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988
JRtfgi Útgefandi wjMhM§* Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson,
BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Samið
um Afganistan
Igær rituðu fulltrúar stjóm-
valda í Kabúl höfuðborg Afg-
anistans og ríkisstjómar Pakist-
ans undir samkomulag, sem fel-
ur í sér að Sovétmenn skuld-
binda sig tii að hefja brottflutn-
ing hemámsliðs síns frá Afgan-
istan 15. maí næstkomandi og
ljúka honum á níu mánuðum.
Jafnframt verða frelsissveitir
Afgana sviptar stöðvum sínum
í Pakistan. Utanríkisráðherrar
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna
rituðu einnig undir samkomu-
lagið sem ábyrgðarmenn. Litið
er á samninginn sem einskonar
snilldarverk Diegos Cordovez,
sáttasemjara Sameinuðu þjóð-
anna. Hann hefur um árabil
verið milligöngumaður í viðræð-
um ríkisstjómar Pakistans og
stjómvalda í Kabúl. Pakistanar
hafa aldrei viljað setjast til fund-
ar í sama herbergi og fulltrúam-
ir frá Kabúl á meðan á viðræð-
unum hefur staðið og hefur
Cordovez mátt flytja boð á milli
herbergja eða borga í sáttastörf-
um sínum. Var það fyrst í gær
þegar ritað var undir samkomu-
lagið að fulltrúar samningsaðila
hittust við sama fundarborð.
Raunar hafa margir staldrað
við þá staðreynd, að ríkisstjóm
Pakistans skuli rita undir samn-
ing um brottför sovésks herafla
frá Afganistan. Um þijár millj-
ónir afganskra flóttamanna
hafa leitað hælis í Pakistan und-
an sovéska hemum og leppum
hans og frá Pakistan hafa frels-
issveitir heijað inn í Afganistan.
Raunar má segja, að Ieppar
Sovétstjómarinnar, sem sitja við
völd í Kabúl, hafí ekki frekar
umboð Afgana til að semja um
framtíð Afganistans en stjómin
í Pakistan. Enginn fulltrúi frels-
issveitanna, sem hafa veitt so-
véska innrásarliðinu andspymu
síðan það réðst inn í landið um
jólin 1979, skrifaði undir Gen-
farsamninginn. Frelsissveitimar
segjast ætla að beijast áfram,
þar til stjóminni í Kabúl hefur
verið komið frá völdum og telja
samkomulagið lítils ef ekki
einskis virði vegna þess að þar
er ekki mælt fyrir um afsögn
leppstjómar Sovétmanna.
Ronald Reagan, forseti
Bandaríkjanna, hefur afdráttar-
laust lýst yfír því, að samkomu-
lagið hafí ekki í för með sér,
að Bandaríkjamenn láti af að-
stoð sinni við frelsissveitir Afg-
ana. Sovétmenn hætta ekki
heldur stuðningi sínum við Kab-
úl-stjómina, þótt þeir skuldbindi
sig til að kalla 115.000 manna
herlið sitt heim á níu mánuðum
frá 15. maí. Genfarsamningur-
inn er því enginn vopnahlés-
samningur. Á hinn bóginn gefur
hann von um, að Afganir fái
sjálfír að ráða málum sínum og
losni úr sovéskri herkví. Frétta-
skýrendur líta almennt þannig
á, að samningurinn sé sigur fyr-
ir málstað Vesturlanda og viður-
kenning stjómvalda í Moskvu á
því, að hemaðarbröltið í Afgan-
istan hafí ekki verið réttlætan-
legt.
Einn liður á dagskrá funda
leiðtoga Bandarílqanna og Sov-
étríkjanna hefur borið yfírskrift-
ina svæðisbundin vandamál.
Undír honum hefur meðal ann-
ars verið fjallað um brottför
sovéska herliðsins frá Afganist-
an. Míkhaíl Gorbatsjov sagði í
Moskvu á miðvikudaginn að
samningurinn um Afganistan
væri síður en svo ómerkilegri
en samkomulag um upprætingu
vopnategunda eða afvopnun.
Undir það skal tekið og lögð
áhersla á, að þar skiptir auðvitað
mestu að koma á friði, þar sem
tekist er á með vopnum. Og því
aðeins er unnt að tryggja frið,
að sjálfsákvörðunarréttur þjóða
sé virtur. Sovétstjómin hefur
sýnt það hvað eftir annað, að
telji hún hagsmunum sínum
ógnað skirrist hún ekki við að
beita hervaldi. Og við Brezhnev
forvera Gorbatsjovs var sú
kenning kennd, að réttlætanlegt
væri að beita hervaldi til að veija
sósíalíska stjómarhætti. Verði
sovéski herinn kallaður heim frá
Afganistan er það í fyrsta sinn
síðan sovéska hemámsliðið úr
síðari heimsstyijöldinni hvarf
frá Austurríki 1955, sem so-
véskur her víkur úr sessi.
Bandaríkjastjóm telur að sú
staðreynd að Sovétmenn fallast
á brottflutning herafla síns
skipti svo miklu, að styðja beri
samkomulagið um Afganistan,
þótt ýmsum kunni að þykja það
ófullkomið. Þetta sé fordæmi
sem koma kunni að góðum not-
um annars staðar. Sovétstjómin
segir, að samkomulagið sé gert
í anda „nýrrar hugsunar" og þar
með stefnu Gorbatsjovs. í
stærra samhengi kann sam-
komulagið um Afganistan þann-
ig að tákna upphaf nýs tíma í
samskiptum austurs og vesturs.
Fyrsta skóflustungan tekin að ráðhúsi Reykjavíkur við TjSmina.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
iffin
',Vlia BB-li
■ 8 (i a
Ekki eingöngu ráðhús
heldur líka samastað-
ur í hjarta borgarinnar
Ávarp borgarstjóra við skóflustungn að ráðhúsi Reykjavíkur í gær
Hér fer á eftir ávarp Davíðs
Oddssonar, borgarstjóra, sem
hann flutti i gær, þegar hann
hafði tekið fyrstu skóflustung-
una að ráðhúsbyggingu við
Tjöraina:
Ágæta samstarfsfólk og vinir.
Þetta er stór stund. Þetta er
stór dagur. Við erum að hefja
byggingu á ráðhúsi fyrir Reyk-
víkinga. Ráðhús, sem á eftir að
standa, ef Guð lofar, í áratugi og
árhundruð, borgarbúum og lands-
mönnum öllum til stolts og
ánægju.
Við erum glöð í bragði og stolt
yfír þeim áformum, sem nú eru
að verða að veruleika. Við erum
glöð í bragði yfír því hvemig að
þessu máli hefur verið unnið af
okkar hálfu og þeirra, sem við
höfum valið til verks. Sjaldan eða
aldrei hefur verið betur undirbúin
nokkur bygging hér á landi en
einmitt þessi.
Arkitektamir, sem teikna nú
þetta hús, voru valdir eftir eina
umfangsmestu samkeppni, sem
haldin hefur verið í landinu fyrir
íslenska arkitekta. Það verður að
segja þeim arkitektum, sem tóku
þátt í þeirri samkeppni, til hróss,
að þeir lögðu mikla vinnu í þá
samkeppni, sýndu mikið hug-
myndaflug og bersýnilegt, að þessi
fallegi staður og sú ákvörðun að
staðsetja ráðhús Reykjavíkur hér
hafði snortið vel þá fagmenn, sem
Qalla mest um arkitektúr í þessu
landi. Niðurstaða dómnefndarinn-
ar var samhljóða. Ég held ég
gleymi aldrei þeirri stund, þegar
við sátum, dómnefndarfólk, uppi
í Borgarleikhúsi, seint um nótt,
eftir langan vinnudag og biðum
öll spennt eftir að opna umslögin
með nöfnum sigurvegaranna.
Eftir að við höfðum valið verð-
launateikninguna og skrifað nöfn-
in okkar á blað því til staðfesting-
ar gerðum við dálftið hlé og fórum
að giska á, hveijir þetta væru, sem
svo frábæra teikningu höfðu unn-
ið. Ég held, að enginn hafí giskað
rétt. Undrunin varð því mikil þeg-
ar umslögin voru opnuð, og gleðin
yfír því að kynnast þessum ungu
arkitektum, sjá hversu faglega
þau vinna, einlægnina, kraftinn,
smekkvísina og um leið það, sem
stundum fylgir ekki listrænni
sköpunargáfu, mikla tæknilega
þekkingu til þess að leysa úr hvers
kyns vanda við útfærslu á erfíðu
mannvirki.
Það má segja, að með þeirri
athöfn, sem fram fer hér í dag,
séum við í venjulegum skilningi
hálfnuð með verkið. í þeim gamla
Morgunblaðið/Júlíus
Ástríður Thorarensen óskar manni sínum Davið Oddssyni til ham-
ingju með fyrstu skóflustunguna. Hjá þeim standa Jón Tómasson
borgarlögmaður og Magnús L Sveinsson.