Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 52
Viðræðunefndir kennarafé- laganna funda á morgun: Rætt um satneiginleg- ar viðræður við ríkið Samningafundur KI og ríkisins í gær BOÐAÐUR hefur verið sameigin- legur fundur viðræðunefnda KÍ og HÍK á morgun þar sem samn- ingsstaðan verður skoðuð og ræddir mðguleikar á sameiginleg- um viðræðum við ríkið. Fundur samninganefnda fjármálaráðu- neytisins og Kennarasambands tslands var í gær að ósk Indriða H. Þorl&kssonar, formanns samn- inganefndar rikisins. Þá verður fundur samninganefndar rikisins og Hins íslenska kennarafélags í dag. Verslunarmenn á Suðumesjum boða verkfall Keflavflc STJÓRN og trúnaðarmannaráð Verslunarmannafélags Suðumesja samþykkti einróma á fundi sínum í gærkvöldi að boða til verkfalls frá og með mánudeginum 25. apríl hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Fundurinn var haldinn í Keflavík. B.B. Sjá bls. 4: Mörg félög fella samningana og boða verkföll Verður allur bjór bannað- ur á Islandi? ÓLAFUR G. Einarsson, fyrsti flutningsmaður bjórfrum- varpsins, segir líkur vera á þvi að frumvarpið muni falla við lokaafgreiðslu i neðri deiid ef ákvæði um þjóðarat- kvæðagreiðslu verði bætt inn í. Ef svo færi teldi hann rétt- ast að banna allan bjór á ís- landi, hvort sem væri til sendi- ráða, ferðamanna, farmanna eða flugáhafna. Árni Gunn- arsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar um þjóðarat- kvæði, segist einnig styðja þá hugmynd. Ólafur G. Einarsson telur líkur á að einhveijir af stuðn- ingsmönnum frumvarpsins muni greiða atkvæði gegn því ef ákvæðinu um þjóðaratkvæði yrði bætt inn í og því líkur á að frum- varpið yrði fellt við lokaaf- greiðslu. Hann hefði sjálfur efa- semdir um þjóðaratkvæða- greiðslu en myndi hugsa sinn gang vel áður en hann gerði upp hug sinn. Halldór Blöndal, einn stuðningsmanna bjórsins í efri deild, er á móti atkvæðagreiðslu og segir vaka fyrir andstæðing- um bjórsins að drepa málið, en Ámi Gunnarsson, fyrsti flutn- ingsmaður tillögunnar segir það vera tilraun til að koma því til leiða að þjóðin fengi lokaorðið. Þriðju umræðu um málið lauk í neðri deild í gær en atkvæða- greiðslu var frestað til mánu- dags. Sjá frásögn á þingsíðu, bls. 31 Indriði H. Þorláksson sagði í gær að á fundi samninganefndar rikisins með KÍ hefði verið rædd vinnutil- högun vegna komandi viðræðna og farið yfir stöðuna. „Það kom ekkert markvert fram og lá í loftinu að kennarar ætli að athuga sinn gang nánar, enda hafa þeir boðað fund til að ræða um möguleika á sameigin- legum viðræðum við ríkið," sagði hann. Indriði sagði að slíkar sameig- inlegar viðræður kæmu sér ekki illa fyrir ríkið og væri samninganefnd- inni síst á móti skapi ef af þeim yrði. _ Svanhildur Kaaber, formaður KÍ, sagði að félagið hefði enga ástseðu til að ætla að hægja myndi á samn- ingaviðræðunum þrátt fyrir að fé- lagsdómur hafi dæmt fyrirhugað verkfall félagsins ólögmætt, og allra síst þar sem formaður samninga- nefndar ríkisins hefði óskað eftir fundinum í gær. Snjóflóð á Seyðisfirði Enginn slasaður og engar skemmdir á mannvirkjum Seyðisfirði. Snjóflóð féll á Seyðisfirði um kl. 23 i gærkvöldi. Flóðið kom niður á veginn milli Sildarverksmiðju rikisins og Fiskvinnslunnar, en engar skemmdir urðu á húsum og enginn slasaðist. Tveir starfsmenn SR voru á ferð um veginn um kl. 23 og þegar þeir fóru þar aftur um nokkrum mínút- um síðar var flóðið fallið. Það er mjög breitt og um 3-4 mannhæðir. í gærkvöldi var talin mikil hætta á að fleiri flóð féllu og voru íbúar nokkurra húsa fluttir á brott, auk þess sem verksmiðju SR var lokað. Garðar Rúnar. Ráðhús við Tjörnina: Morgunblaðið/JúHus Umræðunum er lokíð og framkvæmdir teknar við segir Davíð Oddsson borgarstjóri „ÞETTA var góð og ánægjuleg stund,“ sagði Davið Oddsson borgarstjóri i samtali við Morg- unblaðið i gær, eftir að hafa tekið fyrstu skóflustunguna að ráðhúsi Reykjavíkur við Tjörn- ina. Sagði Davíð það fagnaðarefni að verkið skuli hafið og minnti á að samkvæmt fyrirmælum borgar- stjómar bæri að vinna það hratt og vel hér eftir. Það væri þess eðlis að ekki mætti hætta fyrr en I fyrsta lagi eftir að byggingin væri upp steypt. „Það hefur þegar verið mikið talað um bygginguna og endalaust en nú er umræðustiginu lokið og framkvæmdastig tekið við," sagði Davíð þegar hann var spurður hvort hann tæki áskorun þeirra sem eru á móti fyrirhugaðri ráð- húsbyggingu og kæmi á almennan borgarafund um ráðhúsbygging- una. Sjá ræðu borgarstjóra i miðopnu. Tilboð að halda einvígi Jóhanns og Karpovs í Seattle í janúar: Legg- áherslu á að einvíg- ið verði haldið á þessu ári ■segir Jóhann Hjartarson stórmeistari TILBOÐ hefur komið frá borginni Seattle á vesturströnd Banda- ríkjanna um að halda skákeinvigi Jóhanns gjartarsonar og Anatoljjs Karpovs. Er miðað við að einvígið fari fram í janúar á næsta ári og verðlaun verði 80 þúsund svissn- eskir frankar eða 2,25 milþ’ónir íslenskra króna. Annað tilboð gæti einnig verið á leiðinni frá borginni Metz í Frakklandi. Jó- hann Hjartarson segir tímasetn- inguna koma talsvert á óvart því Florencio Campomanes forseti FIDE hafi alltaf staðhæft að ein- vígið yrði að fara fram á þessu ári og sagðist hann gera ráð fyrir að leggja áherslu á að svo yrði en Jóhann og Friðrik Ólafsson munu ræða við Campomanes í dag. Tilboðið frá Seattle barst til FIDE í gær, og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins standa að því menn- ingarsamtök Sovétríkjanna og borg- arbúa. Tilboðið frá Akureyri miðaði við mótstímann ágúst/september og verðlaunafé nam 80 þúsund dölum eða 3,2 milljónum króna. Að sögn Friðriks Ólafssonar telur Karpov sig nú ekki geta teflt í ágúst/september vegna sovéska meistaramótsins sem haldið verður á þeim tíma. Karpov hefur ekki teflt á því móti í 5 ár og því var lagt mjög að honum að vera með f þetta skipti. Friðrik sagðist þó telja að Karpov gæti sloppið und- an því ef hann vildi en svo kunni að vera að honum hafi ekki litist á að tefla á íslandi þegar til kom. Jóhann Hjartarson sagði við Morg- unblaðið að þetta kæmi allt mjög á óvart, sérstaklega ef farið væri að ræða um að geyma einvígið fram á næsta ár, enda hefði Campomanes ávallt haldið því fram að einvígið yrði að fara fram á þessu ári og undirbúningur annara einvígja væri þegar hafinn. „Ég geri ráð fyrir að við höldum því sjónarmiði til streitu að einvígið fari fram á þessu ári eins og menn voru famir að ganga út frá, hvort sem það verður á Akureyri eða ann- arsstaðar. Og ég tel tilboð Akur- eyringa raunar ennþá vel inni í mynd- inni, ekki síst vegna verðlaunanna," sagði Jóhann. Forseti FIDE á loka- orðið f ákvörðun um mótsstað og tíma en verður að taka tillit til sjónar- miða keppenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.