Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 -tl Háskólinn í Victoria í Kanada: Erfir um 11,6 millj. til efl- ingar íslenskum fræðum Dr. Ríkharður Beck, prófessor í norrænum fræðum, sem lést fyrir nokkrum árum hálfníræður að aldri og kona hans, Margr- ét, arfleiddu háskólann í Victoria í Kanada að 2.500 bindum úr bókasafni sínu, auk 300.000 dollara eða rúmlega 11,6 milljóna ísl. kr. Skal fénu varið til eflingar rannsókna í íslenskum fræð- um og þangað fengnir fræðimenn til að halda fyrirlestra. Að auki mun háskólinn styrkja með fjárframlögum ráðstefnur er fjalla um íslenskar bókmenntir. „Þetta er stórgjöf," sagði Har- aldur Bessason, rektor Háskólans á Akureyri. „Ég veit engin dæmi þess að einstaklingar hafí áður gefíð jafn háa upphæð til eflingar íslenskum fræðum erlendis nema þá íslandsvinurinn Fisk." Dr. Ríkharður var fæddur og uppalinn í Svínaskála við Reyðar- flörð. Hann varð snemma formað- ur á bát en tók gagnfræðapróf og seinna stúdentspróf utanskóla. Rúmlega tvítugur hélt hann til náms í Bandaríkjunum og lauk doktorsprófi frá Comell-háskóla í New York-ríki. Hann kenndi einn vetur hjá Þjóðræknisfélaginu í Vesturheimi en var síðan skipaður prófessor við Pennsylvaniu- háskóla í Pittsburg um tíma. Lengst af starfsævinnar var hann prófessor í norrænum tungumálum við háskólann í Grand Folks í Norður-Dakota. „Norrænudeildin var eiginlega hann og hann byggði hana mjög vel upp,“ sagði Haraldur. „Ríkharður kenndi nánast öll norrænu tungumálin og virtist vera í sambandi við alla rithöf- unda á Norðurlöndum, sem sendu honum áritaðar bækur sínar. Þeg- ar hann lét af störfum og flutti á Vesturströndina gaf hann háskó- lanum í Grand Folks hluta úr bókasafni sínu og annan hluta þess gaf hann til íslands. Hann var alltaf að gefa bækur.“ Ríkharður starfaði mikið að félagsmálum fólks af norrænum uppruna í Norður-Ameríku í Qöl- mörg ár og var forseti Þjóðrækn- isféiags íslands í Vesturheimi. Hann var auk þess um skeið for- seti félags til eflingar norrænum fræðum í Bandaríkjunum. Hjónin Margrét og dr. Ríkharður Beck. Húnavaka Blönduósi. HIN ÁRLEGA Húnavaka Ung- mennasambands Austur-Hún- vetninga (USAH) hefst laugar- daginn 16. april með sýningu á Litla sótaranum. Að vanda verð- ur dagskrá Húnavöku fjölbreytt með ýmsum listviðburðum og dansleikjum en Húnavöku lýkur Verslunar- menn á Húsa- vík felldu Húsavík. Verslunarmannafélag Húsavikur sem telur um 100 meðlimi felldi nýgerðan kjara- samning með 23 atkvæðum gegn einu. Þrír seðlar voru auðir. Fundurinn ssamþykkti jafnframt tillögu til samninganefndar um að lægstu laun yrðu ekki lægri en einn flórði af hæstu greiddu launum í landinu. í gærkvöldi hélt trúnaðar- mannaráð fund og ræddi næstu skref í málinu. - Fréttaritari á Blönduósi með dansleik á laugardagskvöld- ið 24. aprU þar sem hljómsveitin Lexia leikur fyrir dansi. Sigurlaug Hermannsdóttir á Blönduósi er formaður USAH og sagði hún í samtali við Morgun- blaðið að allir ættu að fínna eitt- hvað við sitt hæfí á þessari Húna- vöku. Það vekur athygli að Hús- bændavakan hefur breytt um nafti og heitir nú Vökudraumur. Sigur- laug Hermannsdóttir sagði að þetta væri tilraun til að bijóta þennan hefðbundna dagskrárlið upp. Núna væri jafnframt boðið upp á mat samhliða skemmtiatriðunum en það hefði ekki verið áður. Draumaprins- inn Flosi Ólafsson endurskoðandi og snyrtir mun flytja hátíðarræðuna en séra Hjálmar Jónsson góðkunn- ingi Húnvetninga og hagyrðingur mun sjá um veislustjóm. Auk þeirra sem að framan greinir mun koma fram tónlistarfólk úr Skagafírði, nemendur gmnnskóla Blönduóss með rokksýningu, leikhópur frá Skagaströnd og hljómsveitin Ár- bandið mun sjá um tónlist þetta kvöld. Vökudraumnum er ætlað að rætast í félagsheimilinu á Blöndu- ósi 20. apríl. Morgunblaðið/Jón Sigurðsaon Sigurlaug Hermannsdóttir ný- kjörinn formaður USAH. Á sumardaginn fyrsta verður skátamessa í Blönudósskirkju kl. 13 og að henni lokinni verður skrúð- ganga í félagsheimilið á sumar- skemmtun grunnskólans. Ýmsir kórar munu sækja Húnvetninga heim og má þar nefna samkór Hvanneyrar og Rökkurkórinn í Skagafírði. Margrét Bjömsdóttir frá Sauðárkróki verður með sýn- ingu á grafíkmyndum á hótelinu og Tónlistarfélagið verður með fjöl- breytta dagskrá á Húnavöku. - Jón Sig. Ráðstefna um kennaramenntun RÁÐSTEFNA um kennaramennt- un verður haldin á vegum mennta- málaráðuneytisins á morgun, laugardag. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Bandalag kennara- félaga, Háskóla tslands og Kenn- araháskóla íslands. Er þetta 4. ráðstefnan sem þessir aðilar standa að á þessu ári í kjölfar athugunar Eftiahags- og framfara- stofnunarinnar í París (OECD) á fslenska skólakerfínu. Hin fyrsta þeirra (30. jan. sl.) fjall- aði almennt um niðurstöður athugun- arinnar og þá gagnrýni á íslenska skólakerfíð sem birtist í OECD- skýrslunni. í kjölfarið voru skipu- lagðar 4 ráðstefnur um vandamál og þróunarmöguleika einstakra skólastiga. Ætlunin er að nota niður- stöðumar til hliðsjónar við forgangs- röðun þróunarverkefna á næstu árum. Ráðstefna um grunnskólastig- ið var haldin 19. mars sl. og fram- haldsskólastigið 9. apríl sl. í október nk. er svo fyrirhuguð ráðstefna um málefni háskólastigsins. Á ráðstefnunni nk. laugardag verður fjallað um þarfir í grunn- menntun, endurmenntun og fram- haldsmenntun kennara í almennum bóknámsgreinum svo og list- og verkgreinum á grunnskóla- og fram- haldsskólastigi, þann vanda sem við er að etja og leiðir til úrbóta. Flutt verða fjögur stutt framsöguerindi, en megináhersla lögð á störf í starfs- hópum. Ráðstefnan endar svo á pall- borðsumræðum. Ráðstefnan, sem er haldin í Borg- artúni 6 kl. 9.30—16.00, er öllum opin og þátttakendum að kostnaðar- lausu. Boðið verður upp á léttan málsverð í hádeginu. Æskilegt er að menn hringi í síma 25000 og láti vita af þátttöku. INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.