Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 47 Þessir hringdu • • Oryrkjar ættu að fá ókeypis áskrift H.P. Hraundal hringdi: „Mig langar til að koma þeirri fyrirspurn á framfæri til Stöðvar 2 hvort þeir geti ekki gefið ellilí- feyrisþegum ókeypis áskrift? Er ekki tími til kominn? Þá fínnst mér að ekki veitti af að lífga uppá Ríkissjónvarpið með því fá Ingva Hrafn aftur á skjáinn. Hann hefur ekki sagt annað en sannleikann." Seðlaveski Handunnið seðlaveski með mynstri á annari hliðinni en fangamarkinu „LK“ á hinni tap- aðist í síðustu viku. Finnandi er vinsamlegast beðinn að skila því til lögreglunnar eða hringja f síma 43372. Hver samdi áramótaskaupið? Sjónvarpsáhorfandi hringdi: „Hver samdi síðasta áramótaskaupið sem sjónvarpið var með. Mig minnir að það hafi ekki verið gefið upp á sínum tíma en nú ætti að vera kominn tími til að upplýsa þetta." Kettlingur Bröndóttur kettlingur fannst við Grandaskóla sl. föstudag. Eig- andi hans er beðinn að hringja í síma 13804. Úr Gyllt Citizenúr með svartri ól tapaðist á Valbjamarvelli í Laug- ardal fyrir skömmu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 54079. E. T. A. Til Velvakanda. í ævintýrum HoffmannB er það næstum hversdagslegt að látnir Iáti til aln taka með einum- eða öðrum hætti löngu eftir dauðann. Tónskáldið Gluck, sem lézt árið 1787 f Vín, leikur verk sln í Berlln árið 1809. Náttúrufræðingurinn Leeuwenhoek, grafinn f Delft árið 1723, temur flær 1 Frankfurt á þriðja tug nftjándu aldar. I ævin- týrunum kemur lflta fram mfldll áhugi á hvere konar vélum, eink- um hvemig þær geta bilað þegar sízt skyldi. Skyldi E.T.A. Hoff- mann sjálfur hafa verið á ferii og bera einhveija ábyrgð ,á þeim óveryumiklu vandræðum sem Rlkissjónvarpið átti I með textavél sína að kvöldi föstudagsins langa I sendingu þar sem vélin upp- nefndi hann „Theu Hoffmann"? Reynir Axelsson Thea Hoffmann Þrándur Thoroddsen hringdi: bréf er byggt á misskilningi. í „Fyrir skömmu birtist bréf I þættinum sem Rejmir talar um Velvakanda sem bar fyrirsögnina var verið að fjalla um smásöguna E.T.A. Hoffmann en höfundur þess var Reynir Axelsson. Þetta Hnetubijótinn eftir sænsku skáld- konuna Theu Hoffmann." Bjórinn getur verið mikill skaðvaldur Til Velvakanda. Ég dvaldist um tíma I Þýska- landi. Skammt frá hótelinu sem ég bjó á var verið að endurbyggja hús. Við það unnu menn úr hinum ýmsu iðngreinum. Það vakti at- hygli okkar sem dvöldum á þessu hóteli, að það fyrsta sem þessir iðn- aðarmenn gjörðu þegar þeir komu á morgnana var að koma fyrir bjór- kassa á stað þar sem þægilegast var að ná til bjórsins. Kona sem var dvalargestur á umræddu hóteli sagði frá því að dóttir sín hefði dvalið um tíma við nám I Þýskalandi og haft með sér fjölskyldu sína. Maðurinn, sem var iðnaðarmaður, stundaði sfna iðn- grein. Hann vandist á að neyta bjóráins daglega með vinnufélögum sínum með þeim afleiðingum að hann missti fótfestuna og hrökkl- aðist frá konu og bömum. Sjáist maður drekka úr bjór- flösku á vinnustað þykir það ekkert tiltökumál. En ef sá hinn sami sæist vera að sturta ofan í sig úr brennivínsflösku mundu margir hneykslast og jafnvel leggja til að maðurinn viki af vinnustað. Þannig berst áfengið inn I llkama manna I formi bjórs og kippir undan þeim fótfestunni. Gisli Kristjánsson HEILRÆÐl Er reykskynjarinn í lagi? Bilaður reykskynjari er „falskt" öryggi. Prófaðu því reykskynjar- ann þinn reglulega. Sjáðu til þess að rafhlöður séu ávallt I lagi. Við skulum vona að þú þurfir aldrei að vakna við hljóðið I reyk- skynjaranum vegna eldsvoða á heimilinu, en mundu að hann á að vekja þig á hættustundu. Vertu eldklár. Tökum höndum saman gegn launamisrétti Kæri Velvakandi. Það þætti ekki sérlega góður né fær læknir sem réðist með lyfjum, hnífi og skrumi að einkennum sjúk- dóms og aðeins þeim en hugsaði ekki um að komast að rótum meins- ins. Ekki væri það heldur góður tannlæknir sem ijarlægja myndi þann hluta skemmdrar tannar sem uppúr stæði en skildi rótina eftir. Slökkviliðsmaðurinn væri einnig til lítils gagns ef hann beindi vatns- bunu sinni að reyknum en hugsaði ekki um að sprauta á upptök elds- ins. Við höfum öll heyrt að það að pissa I skóinn sinn á köldum degi þegar verkjar I tæmar af kulda sé skammgóður vermir. En eitthvað þessu líkt, einhver slík vinnubrögð eru viðhöfð af þeim sem bera eiga hag verkafólks og annarra láglaunamanna fyrir brjósti. Afleiðingamar eru óleyst vandamál sem þarfnast skjótrar úrlausnar og enn fleiri vandamál sem vaxa upp af gróandi illgresi, ' og af því er nóg I þessu þjóðfélagi. Sjúkdómurinn heldur áfram að breiða úr sér og skemma út frá sér. Verkimir vara og vanlíðanin eykst. Eldurinn brennur og breiðist út þangað til ekkert er lengur til sem brunnið getur. Vatnið kólnar I skónum og veldur enn meiri vanlíð- an þegar kólnar úti veður og fijósa tekur. Til að leysa vandamálin sem al- þýða þessa lands á við að gllma þarf kunnáttumenn, athafnamenn, fólk sem kann til verka, fólk sem þekkir vandann og veit hvemig bregðast á við honum. Þetta fólk er alþýða þessa lands, verkamenn og aðrir láglaunamenn. Þetta er fólkið sem mjmda þarf með sér sam- stöðu til að geta gert stóra hluti, því hér þarf Grettistaki að ljrfta og einungis er það hægt með samtaka- mætti alþýðuhnar þar sem hver höndin vinnur með annarri og allir em samhuga. Vandamálin sem verkafólk og annað láglaunafólk á við að glíma em jrfírþyrmandi og þrúgandi. Húsnæðisleysi, húsnæði I sambýli nagdýra, skordýra og vetur konung, fataleysi, kvíði og þung- ljmdi svo eitthvað sé nefnt. Allt er þetta vegna peningaleysis, lágra launa, kvikindislegs launamisréttis, þó nóg sé til af peningum, mat og húsnæði I landinu. í staðinn fyrir að leysa þessi mál á að byggja ráðhús, jarðgöng undir Hvalfjörð, jarðgöng milli Önundar- fjarðar, Súgandafjarðar og Skutuls- flarðar við ísafjarðardjúp. Svo við minnumst ekki á bruðlið hjá aðals- fólki þessa lands, kokteilboðin, veisl- umar, fríðindin og styrkina, og ut- anlandsferðimar sem borgað er af hinu opinbera. Hvaðan koma öll þessi verðmæti sem aðallinn bmðlar með á sama tíma og alþýðan á að spara, herða sultarólina og líða skort? Auðvitað frá hinum vinnandi manni, láglaunamanninum, verka-' manninum. Hinum sanna athafna- manni hins (slenska þjóðfélags. Hvað fær hann I staðinn? Fýrirlitn- ingu og enn meiri fyrirlitningu. Og hver er það sem hjálpar honum að ná rétti sínum, annar en ófær starfs- kraftur nema I augum aðalsins. Alþýða þessa lands þarf að taka höndum saman ef hún á að geta lifað mannsæmandi lifi I þessu landi. Hún þarf að vinna að málum sínum sjálf, taka málin I sínar hendur, mynda samstöðu, en láta ekki ófæra menn ráðskast með hagsmuni sína. Það þarf færan, raunsæjan og reynslunni ríkari lækni til að gfíma við hættulegan sjúkdóm. Færan slökkviliðsmann sem veit hvert hann á að beina bununni til að ráða niður- lögum eldsins. Hæfir menn þurfa að taka við málum alþýðunnar, menn sem þekkja vandann: matar- leysið, húsnæðisleysið, peningaleys- ið, lífsleiðann og kuldann. Menn sem bjóða ekki útigangsmanninum, sem er að farast úr vosbúð og naglakuli á tánum, að brosa framan I heiminn og pissa I skóna sína. Einar Ingvi Magnússon Kynningarfundur meðdönskum framleidendum giafavara Danska sendiráðið heidur kynningarfund í samvinnu við Félag danskra gjafavöruf ramlelðenda á Hótel Sögu f immtudaginn 21. apríl og föstudaginn 22. apríl. Þar munu 20 danskir framleiðendur gjafavara verða viðstaddir til þess að komast í samband við íslenska innflytjendur og verslanir með gjafa- vörur og til þess að sýna framleiðslu sína, svo sem skreytingar, fatnað, postulíns- og glervörur, listmuni úr pappír, fegr- unar- og snyrtivörur, vörurtil auglýsinga, skreytingarfyrirverslaniro.fi. Sendiráðiö hefur pegar sent boösbréf, kynningarbækiinga og tilkynningareyðublöö til margra islenskra fyrirtækja. Vegna þess áhuga sem kynningarfundurinn hefur vakiö, getaþau fyrirtækisem ekki þegar hafa móttekiö áöurnefnd gögn en óska eftirþvíaö fá þau, haft samband við sendiráöiö í dag, föstudag, ísíma:91-621230. DANSKA SENDIRÁÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.