Morgunblaðið - 15.04.1988, Síða 51

Morgunblaðið - 15.04.1988, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 51 foúm FOLK ■ BRODDI Kristjánsson tapaði fyrir HoUendmginum Ronnie Michels í fyrstu umferð úrslita- keppni Evrópumeistaramótsins í badminton, sem hófst í Kristian- sand í Noregi í gær. Broddi tap- aði,'7:15 og 10:15. Þórdís Edvard tapaði í kvennaflokki, 3:11 og 2:11, fyrir Anne Gibson frá Skotlandi. ■ KAISERSLA UTERN hefur ákveðið að selja markaskorarann Harald Kohr til Köln fyrir 1.5 millj. marka. Kohr hefur varið markahæsti leikmaður félagsins undanfarin tvö ár. ■ DANSKI landsliðsmaðurinn Lars Lunde, sem leikur með Aauru í Sviss, slasaðist alvarlega í bílslysi um sl. helgi. Lunde, sem lék með Bayem MUnchen, liggur meðvitundarlaus á sjúkrahúsi og óttast læknar að hann hafi fengið heilaskemmdir við þungt höfuð- högg. ■ LASSE Viren, hlauparinn kunni frá Finnlandi, sem hefur unnið fjögur gull á Ólympíuleikum - í 5.000 og 10.000 km hlaupi, ætlar að taka þátt í maraþonhlaupi í Parls 15. maí. Viren hefur mikinn hug á að keppa í maraþonhlaupi á ÓL í Seoul. HANDKNATTLEIKUR Aðalsteinn Jónsson fér til Schutterwald Eigandi félagsins, Edgar Heuberger, kom til íslands til að ganga frá samningum við Aðal- stein, sem fertil V-Þýskaland í ágúst AÐALSTEINN Jónsson, vinstri- handarskytta úr Breiðabiik, hefur ákveðið að ganga til liðs við v-þýska liðið Schutterwald og leika með því nœsta keppn- istímabil. Aðalsteinn, sem er 25 ára íþróttakennari, hefur verið einn af lykilmönnum Breiðabliks undanfarin ár. Eigandi Schutterwald, Edgar Heuberger, var á meðal áhorf- enda þegar Breiðablik og Valur léku bikarúrslitaleikinn í Laugardals- höliinni. Hann kom gagngert ís- lands til að ræða við Aðalstein. „Það er þó nokkuð síðan að þetta mál kom upp, en ég ákvað að bíða rólegur og hugsa mig vel um, áður en ég tæki ákvörðun. Eftir leikinn gegn Val settumst við Heuberger niður og ræddum málin. Þá ákvað ég að taka boði Schutterwald. Þetta er tilvalið tækifæri til að reyna eitt- hvað nýtt og sjá hvemig mér geng- ur á framandi slóðum. Ég verð hjá félaginu eitt ár til að byrja með. Eftir það tek ég ákvörðun um, hvað verður um framhaldið," sagði Aðal- steinn, sem heldur til V-Þýskalands í byijun ágúst, ásamt eiginkonu sinni Elísabetu Sveinsdóttur og tveggja ára syni, Amóri Sveini. Elísabet hefur hug á að stunda nám í markaðsfræði, en hún starfar í Markaðsdeild Iðnaðarbankans. „Ég hef einnig áhuga á að stunda nám með því að leika með Schutter- wald,“ sagði Aðalsteinn, sem er ekki ókunnugur í Schutterwald, sem er í Svartaskógi. Hann var þar í æfingabúðum með Breiðablik sl. sumar í tíu daga. Þá kynntist hann Heuberger, sem lék með Göpping- en, þegar Geir Hallsteinssyni, þjálf- ara Breiðabliks, lék með liðinu. Schutterwald, sem leikur í 2. deild, á góðan möguleika á að tryggja sér sæti í Bundesligunni. Þess má geta Siguijón Sigurðsson, leikmaður úr Haukum, lék með félaginu í vetur, en hann er kominn heim. Morgunblaðið/Bjami AAalstelnn Jónsson, landsliðsmaður úr Breiðablik, skoraði 51 mark í 1. deildarkeppninni í vetur. HANDKNATTLEIKUR „Spennandi verk- efni að taka við KR-liðinu“ - segirJóhann Ingi Gunnarsson, sem kemurheim íjúní I ARMANDO Ufarte, sem tók við þjálfarastöðunni af Cesar Luis Menotti hjá spænska 1. deildarlið- inu Atletico Madrid, var í gær rekinn frá félaginu. Ufarte, sem var áður leikmaður Atletico, hafði aðeins verið þjálfari liðsins í þijár vikur. Honum samdi ekki við for- seta félagsins, Jesus Gil, og f fram- haldi af því var hann látinn taka pokann sinn. Gil sagðist vera óhress með að Ufarte hafi ekki haft'sam- ráð við Jose Maria Maguregui sem mun þjálfa liðið næsta keppnistíma- bil. UJOHN McEnroe, bandaríski tenniskappinn skapmikli, tekur þátt í sínu fyrsta tennismóti eftir sjö mánaða hvfld frá tennis f Japan f dag. McEnroe, sem Qórum sinnum hefur verið kjörinn besti tennisleik- ari heims, lék síðast á opna bandarísk mótinu í september er hann fékk tveggja mánaða keppnis- bann vegna óíþróttamannslegrar framkomu. Hann er nú númer 25 á lista yfír bestu tennisleikara heims. Hann hefur hug á að bæta úr því á þessu ári. ■ BRIAN Horton, þjálfari enska 2. deildarliðsins Hull, var látinn taka pokann sinn eftir tapið gegn Swindon í fyrrakvöld. Liðinu hefur gengið mjög illa undir stjóm hans og hefur ekki sigrað í sfðustu 15. deildarleikjum sínum. „EFTIR góða umhugsun ákvað ég aðtaka boði KR-inga. Ég þekki vel til fólagsins, þar æm óg var þjálfari KR fyrir sex árum. Þvf tel óg vita, að hverju óg geng. Það verður spennandi og skemmtilegt verkefni að taka við KR-liðinu,“ sagði Jó- hann Ingi Gunnarsson, hand- knattleiksþjálfari, sem kemur heim frá V-Þýskalandi í júní. ijú félög voru inni í myndinni hjá mér. KR, Valur og Víking- ur. Ég hugleiddi boð félaganna vel. Valsliðið er yfirburðarlið á íslandi, sem á eftir að styrkjast mikið við komu Sigurðar Sveinssonar. Félag- ið leikur á heimavelli og þá leikur lang besti markvörður landsins, Einar Þorvarðarson, með Valslið- inu. Víkingsliðið hefur verið nær ósigrandi undanfarin ár. Víkingar ætla að byggja hratt upp nýtt lið. KR-liðið hefur ekki náið að vinna titla undanfarin ár. KR hefur feng- ið mjög öflugan liðsstyrk, þar sem þeir Alfreð Gfslason og Páll Ólafs- son em. Það er því spennandi verk- efni að snúa KR-liðinu upp f iið, sem getur verið í toppbaráttu. KR-liðið er skipað ungum og efnilegum leik- mönnum, sem hafa fengið góða kennslu hjá ólafi Jónssyni. Ég þekki Ólaf vel og veit að ég kem ekki að tómum kofanum hjá KR. Ólafur, sem er þjálfari sem á eftir að vera í sviðsljósinu. Hefur gert góða hluti hjá KR,“ sagði Jóhann Ingi. Erflður vetur framundan Jóhann Ingi sagði að það væri erfið- ur vetur framundan hjá íslenskum handknattleik. Þátttaka íslenska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Seoul á eftir að setja mark sitt á 1. deildarkeppnina næsta vetur. „Deildarkeppnin hefst ekki fyrr en í nóvember, þannig að þeir hand- knattleiksmenn sem leika ekki með landsliðinu, standa uppi verkefnis- lausir f sex mánuði. Landsliðsmenn- imir geta ekki æft og undirbúið sig með félögum sfnum fyrir 1. deildar- keppnina. Þá getur farið svo, að þeir komi þreyttir og leiðir heim frá Seoul - það fer þó allt eftir því hvemig landsliðinu gengur þar,“ sagði Jóhann Ingi. Jóhann Ingl Qunnarsson „Það er mitt hlutverk að halda þeim leikmönnum KR-liðsins, sem em ekki í landsliðinu, við efnið. Það verður að koma á móti eða mótum fyrir þá leikmenn sem em heima, á meðan landsliðið er á ferðinni." Jóhann Ingi sagðist koma heim f júní, en hann byijaði að þjálfa hjá KR á fullum krafti 1. ágúst. HANDKNATTLEIKUR Kvennalandsliðið til Portugals og Frakklands KVENNALANDSLIÐIÐ íhand- knattleik takur þótt í tveimur mótum í ár. Fyret heldur liðiA til Portugals í júnf og sföan tekur liðiA þátt f C-keppni HM, sem fer fram í Frakk- landi í október. Framundan er þvf mesta verkefni sem kvennalandslið hefur fengið. Sex þjóðir taka þátt f móti, sem fer fram í Portugal 14.-19. júní. Það em landslið Portugals, Frakklands, ítaliu, Sviss, Spánar og íslands. B-keppnin fer fram í Frakklandi 26. október til 1. nóvember. Átta þjóðir hafa þegar tryggt sér sæti í keppninni. Það em landslið ís- lands, Frakklands, Hollands, Svfþjóðar, Spánar, ítalfu, Sviss og Portugal. Tvö sæti em laus. Bretiand, Belgía og Tyrkland leika um eitt sætið og um hitt sætið keppa Grikkland og ísrael. HANDKNATTLEIKUR Gunnar Gunnarsson á heimleið GUNNAR Gunnarsson, leik- maður IFK Malmö, undir stjórn Þorbjarnar Jenssonar, mun að öllum Ifkindum leika á íslandi nœsta keppnistfmabil. Malmö tryggði sór sœti f 1. deildinni f Svfþjóð og vill ekki sleppa Gunnari, en hann er þó ákveð- inn f að koma heim. að er mest spennandi að koma heim, eins og staðan er f dag,“ sagði Gunnar. „Það virðist vera að færast mikið Qör í handboltann heima og það væri gaman að vera með næsta keppnistímabil." Gunnar lék með Vfkingi áður en hann fór til Svfþjóðar, en þar hefur hann leikið undanfarin ár. „Ég hef ekkert ákveðið hvert ég fer. Það kom inér svo á óvart að við skyldum komast í 1. deild að ég hef ekki enn áttað mig á því. En þrátt fyrir það vil ég koma heim og taka þátt í gróskunni sem er í fslenskum handbolta."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.