Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 tfvort d 1dtb vercx ; ýt Ckb> ganga, eba. ftx petta, be'm og horfa. a léiKinn í éjónvarpínu ?" ást er... ... að vera hjálplegur heima TM Rea. U.S. Pat. Off.—all rights reserved «1984 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffínu Hvernig' á að skrifa að pappírinn sé stökkur? HÖGNI HREKKVÍSI „SMOKKFlSKUfZ Vlp KERTALJÓS ? " Sektum þá sem kveikja í sinu Til Velvakanda. Það er orðið árvisst að sinueldar geisi hér í borginni á hveiju vori og virðist enginn fá við þetta ráðið. Veruleg eldsvoðahætta stafar af þessu. Sérstalega eru trén í hættu enda hafa oft orðið stórtjón á skóg- um hér á landi vegna sinuelda. Ég tel að tími sé til þess kominn að stemma stigu við þessum vanda með því að sjá til þess að stórt sam- fellt graslendi liggi ekki að skógi eða híbýlum manna nema í undan- tekningartilfellum. Einnig þyrfti að sekta þá sem kveikja sinuelda og gera þá sem kveikja í sinu ábyrga fyrir því tjóni sem af hlýst. Það er tímabært að eitthvað róttækt sé gert í þessu máli. Borgari Yíkverji skrifar IVelvakanda á miðvikudaginn birtist bréf eftir Magnús Skúla- son lækni um skák og skákfréttir. Það dylst engum að Magnús er mikill unnandi skákarinnar og vill mikla og ítarlega umfjöllun §öl- miðla um hugðarefni sitt. Magnús segir réttilega að um- fjöllun íslenzkra fjölmiðla um skák, og þá einkum dagblaðanna, sé nokkuð góð. Víkveiji vill reyndar halda því fram að umfjöllun sumra dagblaða um skák sé mjög góð og betri og ítarlegri en almennur áhugi á skák gefi tilefni til. Það hefur nefnilega sýnt sig í könnunum hér á landi og erlendis að tiltölulega afmarkaður hópur fólks fylgist með skákfréttum. En það hefur einnig sýnt sig að þessi takmarkaði hópur er mjög áhugasamur um efnið og les um það af mikilli áfergju. Almennur áhugi á skák vaknar ekki hjá íslendingum nema íslenzk- ur skákmaður standi sig framúr- skarandi vel í keppni við erlendan skákmann. Einvígi Jóhanns Hjart- arsonar og Kortsjnojs á dögunum er bezta dæmið um þetta. Stöð 2 færði einvígið beint inn í stofuna hjá íslendingum með eftirminnileg- um hætti og blöðin fylgdu á eftir og sáu fréttaþyrstum lesendum fyr- ir nægu lesefni. í samanburði við einvígið í Kanada voru fréttir af skákmótun- um í Reykjavík og á Akureyri litl- ar. í því sambandi ber einnig að hafa í huga að skákmót eru á afar óheppilegum tíma fyrir morgun- blöðin. Þeim lýkur seint á kvöldin og blöðin hafa engin tök á að vera með ítarlegar fréttir daginn eftir. Ef aðstandendur skákmóta vilja fá góða umijöllun um mótin verða þau að byija fyrr um daginn. XXX Tímaritaflóran hér á landi er með ólíkindum fjölskrúðug. Víkveiji fékk á dögunum sent heim til sín tímarit sem heitir Búið bet- ur. Meðal efnis í ritinu er viðtal við framkvæmdastjóra auglýsingastofu sem heitir „Eitt útlit“. Hér verður birtur kafli úr við- talinu. Hann hefst á spumingu og svo kemur svar framkvæmdastjór- ans: — Hvað er það sem auglýs- andinn fær út úr því að leita til Eitt útlits(svo) með verkefni sín? Hvers vegna að leita til auglýsinga- stofu yfírleitt? Getur þú lýst í gróf- um dráttum auglýsingaþjónustu Eitt útlits? „Það er erfítt að lýsa auglýsinga- bransanum í stuttu máli. Valmögu- leikar fyrirtækja í dag í auglýsinga- og kynningarmálum eru ótæmandi. Auglsýsingastofan Eitt útlit gefur frá sér valmöguleika sem allir geta sætt sig við og vinnur síðan verk- efnið út frá því. Viðkomandi fyrir- tæki sparar sér dýrmætan tíma og fær um leið það bezta sem völ er á í dag. Auglýsingaáætlunin, sem við köllum heimavinnuna, felur í sér nákvæm vinnubrögð og skipulag sem útfærir heildarauglýsinga- stefnu fyrirtækis í einhvem tíma. Slíkar áætlanir má útfæra á marga vegu og þarf að taka tillit til enn fleirri(svo) atriða þar að lútandi. Þar komum við m.a. inn á sjálft hugmynda- og hönnunarsviðið. Það er auðvitað stórt atriði og við höfum lagt mikla vinnu í vandaða fram- setningu hugmynda fyrir mörg stórfyrirtækin. Hins vegar er dýrt drottins orðið og það setur mörgum fyrirtækjum skorður í auglýsinga- málum. Við höfum mætt því með hagstæðum samningum við fjöl- miðla og undirverktaka okkar og tekist vel. í dag byggist þjónusta okkar mikið á föstum viðskiptum og langtímaáætlunum fyrir fyrir- tæki víðs vegar á Stór.-Reykja- víkjavíkursvæðinu og' nú nýverið kom verkefni sem teygir arma okk- ar til Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Bandaríkjanna, en til að stytta okkur leiðina þá má orða þjónustu Eitt útlits á eftirfarandi máta: Pyrirtæki leita til okkar með auglýsingamál sín. Þau eru rædd og línur lagðar. Eftir það sér aug- lýsingastofan um alla auglýsinga- vinnslu, áætlanagerð og markaðs- setningu auk þess að sjá um alla dreifíngu auglýsinga í fjölmiðla. Einnig eru mörg önnur hlutverk sem auglýsingastofan kemur inn á, alveg óháð ijölmiðlafárinu, og má þar nefna ímynd og framsetn- ingu fyrirtækjanna sjálfra gagnvart þeirra eigin viðskiptavinum." Þannig var svar framkvæmda- stjórans og Víkveiji spyr lesendur sína hvort þeim þyki svarið auðskil- ið? Er ekki ástæða til að óttast um framtíð íslenzkrar tungu þegar venjulegt fólk er farið að tala og skrifa eins og sérfræðingar stofn- ana, líkt og í þessu tilfelli? XXX Víkveiji er einn þeirra, sem telur sig eiga tilkall til fiskjarins í sjónum. Hann er sagður sameign okkar allra sem landið byggja. Síðan hefur verið farin sú leið að fela þeim, sem eiga tæki til veiða, skip og veiðarfæri, að draga aflann á land. Þetta heitir í daglegu tali kvótakerfí. f því er einstökum skip- um úthlutaður ákveðinn afli og mega eigendur þeirra ráðstafa hon- um að vild. Maður skyldi ætla, að þeir hefðu þjóðarhagsmuni að leið- arljósi frekar en eigin hagsmuni, en svo virðist ekki vera. Hömlulaus útflutningur á ferskum físki til Bretlands og Þýzkalands hefur grafið undan freðfísksölu okkar í Evrópu, fellt verð og valdið sölu- tregðu. Ferski fiskurinn héðan er unninn ytra með miklu minni til- kostnaði og seldur í samkeppni við físk, frystan hér á landi. Þetta væri svo sem í lagi, væri framboði stillt í hóf og gott verð fengist fyrir fiskinn, en nú hafa þeir, sem eignað hafa sér fískinn í sjónum, tekið upp á því að gefa útlendingum hann, frekar en vinna hann hér heima. Dæmi eru um það í fískflóðinu til útlanda að undan- fömu, að útflytjendur hafí ekki einu sinni haft upp í flutnings- og sölu- kostnað, hvað þá upp í kaup á físk- inum hér heima. Slík framkoma er dæmalaus. Engum á að leyfast að sóa auðlindum þjóðarinnar á þenn- an hátt. Skárra væri að henda físk- inum, en nota hann til að byggja upp erlenda fiskvinnslu í samkeppni við okkur sjálfa. Auðvitað væri bezt að lofa fískinum að flölga sér í sjón- um, það er að segja því, sem ekki næst að vinna hér heima. Útgerðar- menn og sjómenn virðast ekki enn skilja það, að betra hlýtur að vera að láta fiskinn eiga sig en að tapa á veiðum og „sölu“ til útlanda. Hve lengi ætla þeir sér að moka honum upp síðustu daga fyrir páskafrí og eiga engra kosta völ annarra en senda hann utan á markaði, sem vitað er að greiða ætíð lægsta verð í vikunni eftir páska?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.