Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 Virðisaukaskattur er sölu- skattur í breyttri mynd — sagði Jón Bald- vin Hannibalsson í ræðu á Alþingi í fyrradag Hér fer á eftir fyrri hluti framsöguræðu Jóns Baldvins Hannibalssonar, fjármálaráð- herra, fyrir frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um virðisauka- skatt: Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga um virðisaukaskatt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt frum- varp birtist. Frumvörp um þetta efni voru lögð fram Kaustið 1983, 1984 og 1986. Þessi frumvörp hlutu aldrei afgreiðslu Alþingis. í tvö fyrri skiptin má segja að um hafi verið að ræða kynningu eingöngu en í síðasta skiptið, þ.e. haustið 1986, var ákveðið að láta afgreiðslu virð- isaukaskatts þoka fyrir öðrum viða- miklum nýjungum í skattamálum þar sem voru lög um staðgreiðslu skatta og ýmis mál sem henni tengdust. Frumvarp það sem nú er lagt fram í þremur meginatriðum frábrugðið því frumvarpi sem var til umfjöllunar fyrir hálfu öðru ári. Á hinn bóginn eru allar ytri aðstæð- ur svo mjög breyttar, að því verður ekki saman jafnað. Að þessu vík ég nánar hér á eftir. Breytingar frá fyrri frumvörpum í fyrsta lagi skal nefnd sú megin- breyting, að frumvaip til laga um virðisaukaskatt er nú lagt fram sem liður í mótaðri heildarendur- skoðun og endurmati á tekjuöfl- unarkerfi ríkisins. Alþingi hefur þegar afgreitt veigamikla þætti þeirrar endurskoðunar, þar sem eru breytingar á lögum um telq'u- og eignaskatt einstaklinga annars veg- ar og hins vegar ný tollalög og lög um vörugjald. Þau byijunarskref sem þegar hafa verið tekin kalla á framhald og er frumvarp til laga um virðisaukaskatt stærsta skrefið í heildarendurskoðun tekjuöflunar- kerfis ríkisins. í annan stað er nú svo komið, að eftir ráðstafanir ríkisstjómarinn- ar í efnahagsmálum, þ. á m. tekju- öflunarmálum á miðju síðasta ári og aftur í upphafi þessa árs, hafa verið skapaðar forsendur til upp- töku á virðisaukaskatti með minni röskun í efnahags- og verðlagsmál- um en áður var. Söluskattsstofninn hefur þegar verið breikkaður og nær nú til flestra þeirra þátta, sem virðisaukaskatturinn mun taka til skv. frumvarpinu. Samfara þeirri breikkun voru gerðar ýmsar af þeim hliðarráðstöfunum, sem áður þótti ljóst að grípa yrði til við upptöku virðisaukaskattsins. Breyting á tekjuskattskerfinu, hækkun bamabóta og bamabóta- auka og lækkun tolla og vörugjalda var sá rammi sem settur var um- hverfís breytingu á söluskatti um sfðustu áramót. Heildaráhrif þeirra breytinga á tekjudreifingu í landinu vom á þann veg, að ráðstöfunar- tekjur í neðrihluta tekjustigans hækkuðuog kaupmáttur þeirra óx. Breyting úr söluskatti yfír í virðis- aukaskatt nú hefur því allt önnur hliðaráhrif að því er varðar tekju- dreifingu og verðlag en orðið hefði síðast, virðisaukaskattur var til umræða á Alþingi. Móðuharðindi af manna- völdum? Þrátt fyrir þann langa tíma, sem virðisaukaskattur hefur verið til umfjöllunar og athugunar hér á landi, virðist nokkuð skorta á, að almenningur geri sér ljósa grein fyrir þeim breytingum sem hann hefur í för með sér. Að hluta til má um kenna málflutningi and- stæðinga skattsins, sem hafa út- málað hann sem óbærilega hel- Qötra, sem aldrei verði leystir séu þeir eitt sinn komnir á. Svo kröftug- lega enduróma þessar bábiljur, að §öldi fólks stendur í þeirri meiningu að virðisaukaskattur sé eitthvert nýtt fyrirbæri, sem vondir menn vilji innleiða á íslandi. Eins konar móðuharðindi af mannavöldum. Þeir gera sér ekki ljóst, að virðis- aukaskattur er aðeins söluskattur í breyttri mynd. Einn af mörgum neyslusköttum sem verið hafa hér á landi og annars staðar svo árum og áratugum skiptir. Þeir virðast ekki heldur gera sér grein fyrir því, að virðisaukaskattur hefur á síðustu 30 árum verið tekinn upp í hveiju Evrópulandinu á fætur öðru og ætíð að undangenginni ítarlegri athugun og mati á kostum og göll- um og mati á reynslu þeirra þjóða sem á undan gengu. Það er athygl- isvert, að engin Evrópuþjóð, sem tekið hefur upp þetta skattform, hefur horfið frá því aftur. Fullyrð- ingar um, að ekki sé hægt að af- nema skattinn eftir að hann hefur einu sinni verið tekinn upp eru þó uppspuni. Skýringin er allt önnur, eða sú að óbein skattheimta í formi neysluskatts hefur, m.a. vegna nið- urfellingar tolla, orðið sífellt mikil- vægari og stærri hluti af ríkissjóðs- tekjum viðkomandi landa. Þrátt fyrir stöðugt endurmat í þessum efnum hefur þessum löndum ekki tekist^.ð finna annað skattheimtu- form, sem er jafnvirkt og samræm- anlegt efnahagslegum markmiðum og skilyrðum og virðisaukaskattur. Söluskattur vilhallur stórfyrirtækjarekstri Við umræður um virðisaukaskatt hefur sú spuming æ ofan í æ kom- ið fram, hvers vegna ekki sé hægt að lagfæra söluskattskerfið og gera það betra í stað þess að taka upp miklu flóknari virðisaukaskatt. Þessu er til að svara, að jafnvel þótt unnt væri að gera söluskatts- kerfið sem slíkt sæmilega viðunandi þá felur sá skattur í sér þá eigin- leika og galla, sem gera hann alls óviðunandi frá efnahagslegu og við- skiptalegu sjónarmiði. Það má vera, að framhjá þessum göllum megi líta og hafi verið gert á meðan skatt- hlutfallið var tiltölulega lágt og á meðan háir tollar einkenndu vöru- viðskipti milli landa. Með þeirri þró- un sem verið hefur og verður áfram með afnámi fjárhagslegra hafta á viðskipti milli landa verða gallar söluskattsins æ alvarlegri og veikja stöðu þess ríkis, sem beitir slíku skattkerfí, gagnvart þeim rílqum sem nota virðisaukaskatt. Það að stoppa í götin á sölu- skattskerfínu og byrgja fyrir und- anskotsleiðir, sem vissulega era mikilsverð markmið, nægir ekki til að gera söluskattinn að viðunandi kosti. Ráðstafanir til þess að draga úr hinum óæskilegu samkeppnis- áhrifum, sem við þegar þekkjum í formi endurgreiðslu á uppsöfnuðum söluskatti í hinum og þessum at- vinnugreinum, gera kerfið æ flókn- ara í framkvæmd eftir því sem lengra er gengið í þá átt. Dæmi um tilraunir til þess að vinna á móti göllum söluskattskerfisins að þessu leyti má sjá í Finnlandi. Verð- ur varla með sanni sagt, að slíkt kerfí sé einfaldara í sniðum og framkvæmd en virðisaukaskattur. Uppsöfnunaráhrif söluskattsins, sem koma til vegna þess að fram- leiðendur söluvöru og seljendur þjónustu kaupa vörar til fjárfesting- ar og hluta aðfanga til framleiðslu með söluskatti, valda því, að fyrir- tækin verða að verðleggja vöra sína hærra en ella. Framleiðslukostnað- urinn er einfaldlega hærri vegna skattsins. Fyrirtæki sem selur vöra sína á erlendum markaði keppir þar við framleiðendur, sem bjóða vörar sínar falar án þess að burðast með þær skattdreggjar í verði hennar, sem íslenski aðilinn verður að gera. Sama máli gegnir um innflutn- ing. Erlend vara, sem hingað kemur frá landi með virðisaukaskatt, er seld hinum íslenska innflytanda án þess að í verði hennar felist nokkur skattur. Sala þessarar vöra á inn- lendum markaði nýtur góðs af þvi í samkeppni við innlenda vöra sem verðlögð hefur verið með tilliti til þess að greiða söluskatt af fjárfest- ingu og ýmsum aðföngum. Afnám hafta, lækkun tolla og aðflutnings- gjalda gera þessa samkeppnisstöðu sífellt alvarlegri. Ókostur söluskattsins og upp- söfnun hans hefur ekki aðeins áhrif á samkeppnisaðstöðu milli innlendr- ar og erlendrar vöru hvort sem er á innlendum eða erlendum mark- aði. Þessi áhrif birtast einnig í því, að atvinnugreinum er mismunað og einstökum fyrirtækjum sömuleiðis. Uppsöfnun söluskattsins er mjög mismunandi og einstök fyrirtæki verða á mismunandi hátt fyrir barð- inu á uppsöfnuninni, eftir því hvem- ig skipulagi þeirra er háttað, hver framleiðsla þess er og hvemig fram- leiðsluferillinn er. Þessi óæskilegu áhrif söluskatts á aðstöðu fyrirtækja kemur meðal annars fram í því, að hann er vil- hallur stórfyrirtækjarekstri gagn- vart rekstri smærri fyrirtækja. Vegna söluskattsins er það hag- kvæmara fyrir hið stóra fyrirtæki að reka innan sinna vébanda ýmsa starfsemi, t.d. þjónustustarfsemi, sem ella yrði að kaupa af minni aðilum með söluskatti. Tilraunir hafa verið gerðar til þess að leysa þennan vanda með skattlagningu á innri þjónustu fyrirtækja en slíkt fyrirkomulag er í reynd nær ófram- kvæmanlegt. Þó hér hafí aðeins verið drepið á nokkur atriði má Ijóst vera að bætt söluskattskerfí er enginn raun- hæfur kostur til þess að tefla fram á móti virðisaukaskatti. Flóknari og dýrari en söluskattur? Því hefur verið haldið fram, að virðisaukaskattur sé langtum flókn- ari og dýrari í framkvæmd enn sölu- skattur og af þeim ástæðum vanráð að hafa á þeim skipti. Víst er það að reiknað er með að í framtíðinni verði meira kostað til að koma upp og viðhalda virðisaukaskattskerfi en nú er gert við söluskattinn. Hitt er ósannað og verður vafalaust seint sannað, að söluskattskerfi sem nálgast virðisaukaskatt að gæðum myndi kosta nokkra minna. Stað- reynd er, að hjá þeim þjóðum, sem hafa byggt upp virðisaukaskatts- kerfi af hvað mestri skynsemi og rekið það sem slíkt undanþágulaust og án frávika, hafa ekki látið þrýsti- hópa og sérhagsmuni setja mark sitt á kerfið, hjá þessum þjóðum er virðisaukaskatturinn ódýrasta skattheimta sem völ er á. Um það er ekki deilt. Þáttur í heildar- endurskoðun Eins og áður segir er frumvarp þetta liður í heildarendurskoðun á tekjuöflunarkerfí ríkisins. í byijun þessa árs vora gerðar veigamiklar breytingar á þessu kerfi. Þær breyt- ingar vora annars vegar liður í nýsköpun skattkerfísins og hins vegar við það miðaðar að undirbúa jarðveginn og skapa betri forsendur en áður voru fyrir hendi til upptöku Jón Baldvin Hannibalsson * „Eg hef sýnt fram á það með óyggjandi rökum, að sú skattkerfisbreyt- ing, sem gerð var í upp- hafi þessa árs, var ekki matarskattur eins og lýðskrumarar nefndu hana heldur stórfelld- asta tekjujöfnun, sem gerð hefur verið af op- inberri hálfu hér á landi.“ á virðisaukaskatti. Meginástæðan til þess að gripið varð til síðast- nefndu breytinganna, þ.e. breytinga á söluskatti, vora þær að brýnt var að efla fjárhag ríkissjóðs og binda endi á skuldasöfnun hans sem hafði verið viðvarandi í nokkur ár. Ljóst er nú, að ekki var vanþörf á þessum ráðstöfunum. Þróun efnahagsmála frá áramótum hefur verið með þeim hætti, að æskilegt hefði verið að reka ríkissjóð með veralegum tekju- afgangi til þess að freista þess að draga úr spennu. Sömu sögu má segja um nauðsyn á aðhaldi í fjár- málaákvörðunum annarra opin- berra aðila svo sem sveitarfélaga, einkum og sérílagi á suðvesturhomi landsins. Brýnt er, að þessir aðilar taki mið af ástandi og horfum í efnahagsmálum og noti ekki stór- felldan tekjuauka til samsvarandi aukningar á eyðslu og framkvæmd- um heldur reki bú sín með tekjuaf- gangi, treysti þannig framtíðarhag sinn um leið og þau leggja sitt af mörkum til þess að hamla á móti verðlagsþróun sem veldur þeim eins og öðram skaða. Fjármál sveitarfé- laga, ákvarðanir þeirra um tekjuöfl- un og ráðstöfun fjár era orðnar stærri og áhrifaríkari en svo að framhjá þeim verði litið, ef reka á virka efnahagsstefnu. Hluti aukinnar skattheimtu við síðastliðin áramót er til kominn vegna ákvarðana um auknar milli- færslur, þ.e. beinar aðgerðir í tekju- og tryggingarkerfinu til tekjujöfn- unar í meira mæli en áður hafði verið. Raunveraleg aukning ríkis- tekna, þ.e. aukning tekna að frá- dreginni aukningu millifærslna, var hins vegar við það miðuð að eyða annars fyrirsjáanlegum halla ríkis- sjóðs. Sú hækkun var um þrlr millj- arðar króna. Auk þess að snerta fjárhag ríkis- sjóðs vora þær breytingar á sölu- skattskerfínu, sem gerðar vora, ekki án áhrifa á framfærslukostnað og dreifingu neyslumöguleika. Þau áhrif vora hins vegar jöfnuð og rúmlega það með gildistöku nýrra ákvæða um tekjuskatt samfara staðgreiðslukerfi og vegna sér- stakra ráðstafana, sem gripið var til. Ráðstöfunartekjur lág- launafólks hafa hækkað Vinsælasti hluti þessara skatt- breytinga í munni stjómarand- stöðuflokkanna var án efa skatt- lagning matvöra. Þeim tókst ekki að koma auga á skóginn fyrir tiján- um, eða vildu ekki gera það. Þeir neituðu hreinlega að horfast í augu við einfaldar staðrejmdir um heild- aráhrif skattkerfisbreytinganna, en einblíndu á þann þátt þeirra, sem þeir ætluðu að myndi veita þeim stundarvinsældir. Virðist árangur af því erfíði ærið misjafn. Þeim, sem vill gera sér grein fyrir heildaráhrifum þessara um- fangsmiklu breytinga, dugir ekki að líta á hvem þátt fyrir sig, heldur verður að meta þá alla í einu og draga þannig fram heildaráhrif. Slíkt mat hefur verið framkvæmt og era niðurstöður þess óvefengjan- legar. Samkvæmt þeim er ljóst, að hjá heimilum með meðaltekjur og þaðan af lægri tekjur hafa ráðstöf- unartekjur eftir greiðslu beinna skatta hækkað. Gagnstáett gildir um heimili með tekjur fyrir ofan meðallag. Heildaráhrif skattkerfis- breytinganna á tekjudreifingu vora þannig mjög afdráttarlaus. Þannig leiddu þessar breytingar allar til jafnari 'tekjudreifíngar. Munurinn á ráðstöfunarfé launafólks minnkaði. Tekjumunurinn minnkaði. Þetta er nauðsynlegt að komi skýrt fram, því að þetta er óvefengjanlegt og hefur margsinnis verið sýnt fram á í tölum. Enda hefur enginn dregið þessa útreikninga í efa með talna- legum rökum. Af hveiju ekki? Vegna þess að það er ekki hægt. Það er mergurinn málsins. í stuttu máli má segja, að breyt- ingar á tekjuöflunarkerfi ríkisins um síðustu áramót hafi gert það styrkara enn áður og virkara sem tekjujöfnunartæki. Hæfni þess til tekjujöfnunar er meiri en áður og það breytir dreifíngu ráðstöfunar- tekna til hagsbóta þeim sem úr minna hafa að spila. Virðisaukaskattur eins og fram- varp þetta gerir ráð fyrir mun enn tryggja og auka þann árangur og þau áhrif sem að framan greinir. Skattur án undanþágu Undanþága matvöra undan sölu- skatti eða virðisaukaskatti og áhrif slíkrar undanþágu á neyslumögu- leika hefur mikið verið rætt. For- mælendur undanþágufargansins hafa reyndar aldrei stutt það rökum eða sýnt fram á hin meintu æski- legu áhrif af undanþágunni. Þeir hafa aldrei gert grein fyrir því, hvemig afla skyldi þess fjár, sem tapast með undanþágunum og hvemig sú tekjuöflun kæmi niður á neytendum. Þvert á móti hefur verið bent á það, að til era aðrar leiðir og betri en undanþágumar í þeim tilgangi að jafna tekjudreif- ingu. Beinar aðgerðir, hækkun per- sónuafsláttar, bamabóta, trygging- arbóta o.s.frv. era í þessu efni í senn skilvirkari og ódýrari. Staðfest dæmi um það liggur nú fyrir þar sem er skattkerfísbreytingin um síðustu áramót. Talsmenn slíkra leiða til tekjujöfnunar er ekki aðeins að fínna hér á landi í þessari ríkis- stjóm, sem nú er við völd. Dæmi um sömu afstöðu má finna þjá öðr- um þeim þjóðum, sem hvað lengst hafa náð í að þróa skattakerfi sitt og lengst ganga í að þjóna félags- legum markmiðum og að jafna tekjudreifingu. Það vill vefjast fyrir sumum að skilja þau einföldu rök, sem liggja að baki þeirri afstöðu að f stað undanþáguleiða sé betra að skatt- leggja alla vörasölu og nýta þær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.