Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 Séð suður Tjarnargötu. Friðun tíarnarsvæðisins eftirJón Óskar Þegar það gerðist árið 1972, að áhugasamir Reykvíkingar risu upp gegn þeirri fyrirætlun að rífa Bem- höftstorfuna, skrifuðu ýmsir þekkt- ir og óþekktir borgarar mjög ákveð- ið gegn því að leyfa gömlu húsunum að standa. Rökin voru ekki hvað síst þau, að húsin væm ekki nógu merkileg af því að þau væru úr timbri, en auk þess ættu þau sér enga sögu nema að þar hefðu verið bökuð brauð, rétt einsog það væri ekki nógu göfugt starf. í einni greininni stóðu þessi orð: „Væri ekki ólíkt skemmtilegra og viturlegra að jafna við jörðu nokkra timburkumbalda í eða ná- lægt miðborginni og reisa þar bygg- ingar . sem settu menningarlegri svip á höfuðborgina?" Hver mundi nú vera samþykkur slíku viðhorfi? Tæpast nokkur mað- ur. En þá var Bemhöftstorfan í niðumíðslu af því að vanrækt hafði verið að halda húsunum við, og það höfðu ýmsir fyrir rök gegn því að leyfa húsunum að starida, rétt eins- og menn nú þykjast geta notað vanhirðu tjarriarinnar fyrir rök nieð ráðhúsbyggingu í tjöminni. En góðu heilli fékk Bemhöftstorfan að standa, nú setja húsin sem átti að rífa fagran og vinalegan svip á borgina og raunverulegan menn- ingarblæ, en hitt hefði verið ómenn- ing að rífa þau og byggja í stað þeirra steinsteypubákn sem hefðu yfirgnæft gamla stjómarráðshúsið og menntaskólann. Pramangreind tilvitnun var eng- an veginn fyrsta hvatning til Reyk- víkinga um að rífa gömlu húsin og byggja upp miðbæinn í nýjum stein- steypustfl. Það var ekkert athuga- vert við steinsteypuna í sjálfu sér, ef hún var notuð af smekkvísi í nýjum hverfum vaxandi borgar, en ekki til að eyðileggja uppmnaleg- ustu hverfi Reykjavíkur. Arið 1948 urðu blaðaskrif um þetta, og hafði þá verið ráðgert að rífa gamla menntaskólahúsið við Lækjargötu eða flytja það út að Bókhlöðustíg (hvemig sem átti nú að koma því þar fyrir) eða á einhvem annan stað, svo hægt væri að byggja 5—6 hæða steinhús á lóðinni, en þar sem Bemhöftshúsin standa enn, sem betur fer, átti að reisa margra hæða stjómarráðshús og 5—6 hæða steinbyggingar áttu að vera eftir endilangri brekkunni út að Príkirkjuvegi, nema menn vom eitt- hvað í vafa um hvað gera skyldi við hið sögufræga menntaskólahús, þar sem þjóðfundurinn var haldinn 1851, en við hann em tengd fræg- ustu orðin sem sögð vom í sjálf- stæðisbaráttu íslendinga: „Vér mótmælum allir“, og var þá verið að mótmæla danskri valdníðslu. Einar Sveinsson arkitekt birti grein í Vísi 29. janúar 1948 um þessar nýju skipulagshugmyndir, og vom með greininni prentaðar þijár myndir sem hann hafði teikn- að tfl að gefa Reykvíkingum hug- mynd um hvemig þetta mimdi verða í megindráttum, þó ekki væri búið endanlega að ákveða gerð húsanna. Ég verð að segja, að hroll- ur fór um mig, þegar ég leit þessar myndir í dagblaðinu Vfsi frá því í ársbyijun 1948 (auðvelt er að fá að fletta þessu upp á lestrarsal Landsbókasafns). Háir steinkassar meðfram endilangri Lækjargötu, allir eins nema gamla menntaskóla- húsið sem var ofurliði borið í þess- ari nýju steinveröld og hefði því hlotið að hverfa úr höfuðborg ís- lands. Tveir kennarar við Menntaskól- ann í Reykjavík létu einkum að sér kveða gegn þeim hugmyndum sem uppi vom varðandi skólann og nið- urlægingu hans, þeir Sigurkarl Stefánsson stærðfraeðikennari og Einar Magnússon sem síðar varð rektor skólans. En í blaðaskrifum um þetta mál hlutu augu manna að beinast jafnframt að ýmsu öðm í skipulagningu borgarinnar. Einar Magnússon lét eftirfarandi orð falla í Vísi 10. eða 11. mars 1948: „Og svo vilja sumir setja ráðhús- bákn í Tjömina af því að það tæki sig svo vel út þar þegar það er séð úr flugvél yfir flugvellinum ...“ Skyldi það vera á sama hátt sem það ráðhús á að taka sig vel út sem sumir vilja nú, 1988, þröngva upp á Reykvíkinga? Ekkert varð úr þeim ósköpum sem fyrirhuguð vom 1948, en Iðn- aðarbankinn er til vitnis um þann hroða sem yfir Reykvíkinga átti að koma. Menn hugsi sér alla Lækjar- götuna með eintómum kassabygg- ingum. En málið komst aftur á hættustig 1972, þegar eyðileggja átti Bemhöftstorfuna og byggja margra hæða stjómarráðshús í staðinn. Þá vom stofnuð samtök til að bjarga Bemhöftstorfunni, og að vísu tókst að bjarga henni, en ekki án mikillar baráttu. Eitt af því sem gert var árið 1972, þegar skorin var upp herör gegn niðurrifsstefnunni, var að nokkrir áhugamenn úr ýmsum list- greinum (þar á meðal byggingar- list) tóku sig saman um að birta í dagblaðinu Vísi það sem þeir köll- uðu götu dagsins, en það vom ljós- myndir af götum og húsaröðum sem þeir vildu vekja athygli á, að ekki mættu hverfa. Ein myndin var af Tjamargötunni, mjög falleg mynd tekin úr Vonarstræti, og sást öll Tjamargatan greinilega með sinni fallegu húsaröð. Myndin birtist í Vísi 27. nóvember 1972 og undir henni var allmikill texti. í honum stóð meðal annars þetta: „Fyrir nokkmm ámm fór fram samkeppni meðal arkitekta um umhverfi Tjamarinnar og þá kom í ljós að allir þátttakendur gera ráð fyrir því að húsálengjan við Tjamar- götu hyrfi af sjónarsviðinu. Hveij- um dytti í hug að hrófla við þessum húsum nú?“ Þannig var spurt 1972. Menn hlutu að undrast skammsýni arki- tekta nokkmm ámm fyrr, en af- staða þeirra var ólík 1972, þegar margir þeirra lögðust á eitt að bjarga Bemhöftstorfunni frá niöur- rifí. Hvað skyldu arkitektar hugsa núna? Einn hefur barist í skipulags- nefnd gegn byggingu ráðhúss í tjöminni án þess mark væri á tek- ið. En ef ráðhús það sem nú er fyrirhugað á eftir að rísa upp úr tjöminni, verður ekki lengur hægt að sjá fallegu húsalengjuna við Tjamargötu frá þeim stað í Vonar- stræti, þaðan sem myndin hefur sýnilega verið tekin. Það sæist ekki Jón Óskar „ Auk þess væri með fyrirhugaðri stórbygg- ingu verið að taka fyrir útsýni til tjarnarinnar úr mörgnm húsum við Tjarnargötu, allt yrði þar dimmara, mengun meiri og bílakraðak óviðráðanlegt.“ nema lítill hluti af húsaröðinni, því ráðhúsið mundi skyggja á, og raun- ar sæist ekki heldur nema hluti af húsaröðinni, ef staðið væri hjá gömlu Iðnó, iitla og vinalega leik- húsinu sem stórhýsið mundi þrengja að með grálegum belgingi. Og hvað væri það þá sem sæist frá þeim stað, þar sem ljósmjmdarinn hefur verið þegar hann tók myndina? Þaðan sæist sú hlið ráðhússins sem ekki hefur verið til sýnis á myndum þeim sem birtar hafa verið í blöðun- um, sú hlið sem snýr út að Vonar- stræti. Þó birtist í Morgunblaðinu 16. og 17. mars mynd af þessari hlið hússins, og þar gaf á að líta. Er erfitt að hugsa sér svo smekk- lausan mann, að hann sjái ekki hve ljótt þetta mundi verða, þegar upp væri komið. Ólíklegt er að það sé þetta sem Reykvíkingar vilja, hvað sem líður fljótræðissamþykkt meiri hluta borgarstjómar. Auk þess væri með fyrirhugaðri stórbygg- ingu verið að taka fyrir útsýni til tjamarinnar úr mörgum húsum við Tjamargötu, allt yrði þar dimmara, mengun meiri og bflakraðak óvið- ráðanlegt. Vitanlega ættu íbúamir þama að hafa lagalegan rétt til að vemda sig og sín hús. En mér sýnist að flytja þyrfti á Alþingi tillögu um friðun tjamarsvæðisins vegna Reykvíkinga allra, og ég er sannast sagt undrandi á því, að það skuli ekki hafa verið gert. Það er óþol- andi, að hægt skuli vera með ein- faldri samþykkt og naumum meiri- hluta í borgarstjóm að ryðjast inn á þetta gamalgróna svæði sem ætti bókstaflega að vera Reykvíkingum heilagt. Fyrirkomulag það sem haft er við kjör borgarstjóra samkvæmt flokksfylgi hefur ákveðna hættu í för með sér. Vanhæfur maður getur hvenær sem er hlotið embættið, maður sem fer í stríð við borgarbúa í stað þess að koma fram við þá af lipurð og tillitssemi, maður sem þykist allt vita betur en aðrir og getur í krafti flokksfylgis næstum því haft einræðisvald. Þeir sem segjast endilega vilja ráðhús úti í tjöminni hafa beitt afar sérkennilegum rökum. Til dæmis: Ráðhús í tjöminni yrði örstutt frá þeim stað, þar sem Ingólfur byggði bæ sinn forðum. Slfldr menn gera grín að öðrum fyrir tilfínningarök. Við þessa hugmynd hefur því svo verið bætt, að ekki dugi að reisa ráðhúsið við sjó, en engin haldbær rök færð fyrir því, og sé ég raunar ekki betur en það væri tilvalið, ef ætti að tengja húsið sérstaklega við Ingólf Amarson, því sagt er að öndvegissúlur hans hafi rekið af sjó á land upp. Þær fundust ekki í tjöm- inni. Annað sérkennilegt dæmi er það sem ég gat um í upphafi greinar minnar, að í útlöndum væru ráðhús eða stórbyggingar einkum við ár og vötn. Kátleg rök það. Menn mundu komast að raun um það, ef þeir fæm um borgir Evrópu, að elstu stórbyggingar þar kunna að vera við vötn eða ár, ef borgimar hafa upphaflega byggst við vötn eða ár, en að öðm leyti em stór- byggingar á víð og dreif um borg- imar, eftir því sem þær hafa þanist út. Og það er engin þörf á vatni við ráðhús. Menn ættu að hugleiða til hvers ráðhús er. Það er ekki annað en vinnustaður fyrir stjóm- endur borgar og aðra starfsmenn hennar. Hversu margir era starfs- menn Reykjavíkurborgar? Kæmust bflar þeirra í fyrirhugaða bíla- geymslu? Mér hefur skilist að flytja ætti allar skrifstofur borgarinnar í þetta hús. Það hlýtur að vera dálag- legur hópur fólks. Þriðja sérkennilega dæmið um rök þeirra, sem endilega vilja fá ráðhús í tjömina, er að þeir ætli með því að fá líf í miðbæinn og umhverfís tjömina. Þessir menn minna mig á suma þá stjómmála- menn sem komu í þjóðminjasafnið fyrir skömmu, af því að þeim hafði verið boðið þangað I tilefni af af- mæli safnsins, en þeir sögðust ekki hafa komið þangað síðan þeir vom í bama- eða unglingaskóla, þegar kennarar höfðu farið með þá ásamt öðmm krökkum að sýna þeim safn- ið. Þeir sem sjaldan eða aldrei koma ofan að tjöm, vita ekkert um líf þar. Ég held að þeir menn séu að hugsa um bfla, að það vanti fleiri bfla á ferð kringum tjömina. Hvað mundi það svo lífga? Ekkert er til dauðara og vitlausara í stórborgun- um en bflaöngþveitið, enda er víðast hvar verið að reyna að losna við það, en ekki auka það. Kyrrð og friður er það sem gefur tjöminni í Reykjavík gildi, og er þegar of mik- il eiturspúandi bflaumferð í kringum hana, en þó ekki í Tjamargötu sem nú ætti að eyðileggja samkvæmt vitleysunni sem fyrirhuguð er. Einn alþingismaður sagði í út- varpsþætti á dögunum, að hann hefði gengið kringum tjömina fyrir skömmu, og var auðheyrt á orðum hans að hann hafði ekki veitt tjöm- inni mikla athygli fyrr, en nú tók hann eftir því að tjamarbakkamir vom ekki í góðu lagi og tjömin heldur sóðaleg, að honum sýndist, en af öllu þessu dró hann þá álykt- un að það þyrfti að byggja ráðhús ofan í vatnið. Slík rök sem hér hefur verið lýst (og önnur álíka sérkennileg) mega heita dæmigerð fyrir málflutning þeirra sem vilja knýja fram með offorsi þá umtumun sem hlyti að leiða af fyrirhugaðri stórbyggingu og þeim framkvæmdum sem í kringum hana yrðu. Borgarstjórinn sjálfur klifar á sömu bamalegu tuggunni upp aftur og aftur, að enginn staður í Reykjavík geti kom- ið til greina undir ráðhús nema tjömin. Það er dýrt að byggja í vatni og gerir helst enginn óvitlaus maður. Kostnaðaráætlun var því mikil í upphafi, en hefur sífellt verið að aukast, enda þegar búið að ákveða stækkun ráðhússins um fleiri hundmð fermetra, _og veit enginn hvar þetta endar. Á sama tíma er ekki hægt að borga sómasamlega þeim sem annast heimilishjálp hjá lasburða fólki í Reykjavík, fóstmr fást ekki á bamaheimilin vegna lágra launa o.s.frv. Og borgarstjóri er hróðugur. Já, mótmælið bara, komið með ykkar athugasemdir. Þið hafið rétt til þess, — við lifum í lýðræðisþjóðfélagi. En það verður ekkert mark tekið á athugasemdum ykkar, — þær fara beint í skjala- skápinn. Þannig er talað við fólkið. Ætli nokkur sjái þama líkingu með stjómarfari í þeim löndum sem við teljum ekki öll til fyrirmyndar? Heyrst hefur jafnvel, að súmt fólk þori ekki að láta uppi skoðanir sínar í málinu eða skrifa nafn sitt á mót- mælalista af ótta við eitthvað. Skyldi það vera ótti við borgarstjór- ann? Varla er slíkt ástand til heilla fyrir Reykjavík. Oft er búið að benda á þau mis- tök sem orðið hafa í miðbæ Reykjavíkur, þar sem klesst hefur verið nýjum byggingum í algera ósamræmi við það sem fyrir var, — en ekkert af því sem gert hefur verið kemst þó í hálfkvisti við það sem ráðgert var 1948, svo sem fyrr er frá sagt. Flestum skyni bomum mönnum hlýtur að ógna hvað menn þá og síðar létu sér detta í hug að gera við gömlu Reykjavík. Borg- arbúar geta hrósað happi, að kvos- in svonefnda skyldi ekki vera fyllt með stál- og glerhúsum, en Reykjavík er enn í hættu. Sífelit er verið að spilla gömlum svip henn- ar. Nýlega vom sýndir í sjónvarpinu tveir þættir um Guðjón Samúelsson húsameistara sem teiknað hefur frægustu stórbyggingar í Reykjavík og munu margir ætla, að þjóðleik- húsið sé þeirra merkilegust og feg- urst á sinn sérstæða hátt. En nýtur það sín vel í umhverfinu? Nei, eng- an veginn. Því var klesst þama við Hverfisgötuna, þrátt fyrir andmæli húsameistara sem sá, að þar yrði alltof þröngt um það. Flestir munu nú undrast skammsýni borgaryfir- valda á þeim tíma. En hvað gerist nú fjöratíu ámm síðar? Ibúar Reykjavflcur verða nú vitni að sams- konar skammsýni borgaryfirvalda gagnvart staðsetningu ráðhúss, þar sem ekkert rými er við það á tvær hliðar og hitt er vatn. Ekkert torg getur orðið við húsið nema fylla eigi upp f stóran hluta af tjöminni, þegar húsið er komið upp. Það sem þó var borgaryfírvöldum til máls- bóta fyrir fimmtíu ámm, að þau þóttust vera að spara, er ekki hægt að segja um staðsetningu ráðhúss í tjöminni, því sú ráðstöfun er ekki til annars en að auka kostnaðinn upp úr öllu valdi. Menn fagna því núna að ýmsar vafasamar stórbyggingar sem áður vora fyrirhugaðar í Reykjavfk hafa ekki risið. Eins mundi flöldinn fagna því seinna meir, að ráðhúsið skyldi ekki rísa í tjöminni, ef hægt er að fá meirihluta borgarstjómar tfl að virða rök og tilfínningar borg- arbúa, og þá mundi margur undr- ast að nokkur skyldi geta aðhyllst þessa hugmynd og að fólkið skyldi ekki rísa upp sem einn maður til vemdar Q'öminni og lifandi mynd hennar. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.