Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 Minning: Kristinn R. Frið- finnsson, Hafnarfirði Fæddur 29. maf 1929 Dáinn 7. apríl 1988 Kristinn Rúnar Friðfínnsson, sem lést 7. apríl sl. í Landspítalanum, 58 ára að aldri, var lengi búinn að þola erfíð veikindi. Því má segja, að dauðinn hafí verið honum ákjós- anleg lausn frá þrautum og þjáning- um og kallið tímabært. Vissulega hefði ég átt að heim- sækja minn kæra frænda og vin oftar en raunin varð hin síðari ár, en nú er það of seint. Þó vil ég ekki láta hjá líða að kveðja hann með nokkrum orðum, því að bjartar og fagrar eru minningar mínar um þann góða dreng. Þær geymast í þakklátum huga. Kristinn var fæddur í Hafnarfírði 29. maí 1929. Foreldrar hans voru hjónin Elín M. Ámadóttir og Frið- fínnur V. Stefánsson, múrarameist- ari og bóndi. Var Kristinn annar í röðinni af sex bömum þeirra. Á lífí eru: Ámi, Sigurður Jóel, Helga Sig- urlaug, Sólveig og Líney. Friðfínnur var mikill dugnaðar- og mannkostamaður, sem við upp- eldi bama sinna lagði ríka áherslu á vinnusemi og trúmennsku. En hann var þeim einnig hin góða fyrir- mynd í reglusemi og öðrum lífshátt- um. Elín var einstök gæðakona, grandvör og heilsteypt, ljúf og mild. Um hana sagði Kristinn eftirfarandi f ljóði, sem hann samdi til móður sinnar: „Hún elskaði, fómaði, götuna greiddi, gætti mín, fræddi og bað fyrir mér. Osk hennar heitust, að Frelsarinn leiddi, á hamingjubrautum soninn með sér.“ Á Húsafelli í Hafnarfírði (nú Hringbraut 27) var lengst af heim- ili þeirra Elínar og Friðfínns. Þar mótuðust bömin af traustu uppeldi og hlutu gott veganesti fyrir lífsbar- áttuna. — Og við hliðina á Húsa- felli reistu þeir bræðumir Kristinn og Sigurður síðar veglegt hús. Var heimili Kristins því nánast bundið við sama blettinn svo lengi sem hann gat starfað og þar dvalist. Hann fetaði í fótspor föður síns og gerðist múrari. Lauk sveinsprófí í múraraiðn 1951 og starfaði síðan við þá iðn um 20 ára skeið, bæði í Haftiarfirði og víðar. Var hann góð- ur verkmaður og sanngjam í við- skiptum. En um 1972 varð hann að hætta störfum við múrverkið vegna vanheilsu. Kristinn var bjartur yfírlitum og fíngerður. Hann var góðviljaður, ræktarsamur og trygglyndur. Það fengum við systkinin og foreldrar mínir oft að reyna, en þeim þótti mjög vænt um Kristin og mátu mikils hreinskilni hans og vináttu. Hann var dulur og viðkvæmur í lund, en gat haft næmt auga fyrir skoplegum atvikum og sagt skemmtilega frá. Var oft gaman og hressandi hér áður fyrr að hlusta á hann og hlæja með honum. — Kristinn var hrifnæmur og mót- tækilegur fyrir fegurð lífsins. Hann unni dásemdum náttúrunnar og töfrum tónlistar. Einkum hafði hann yndi af æðri tónlist og byijaði snemma að safna plötum með sígildum perlum úr heimi tónanna. Eg minnist þess, að hann var t.d. mjög hrifínn af Bach, Beethoven og Vivaldi og naut þess ríkulega að hlusta á verk þessara snillinga og annarra þekktra tón- skálda. — Tónlistin var honum sannur gleðigjafí. Og svo sterk voru áhrif hennar á huga hans, að í einu kvæða sinna, þegar hann talar um „dýrðarljóma eftir dauðann" kemst hann svo að orði: Tónsnillinga hörp- ur hljóma, þá héðan ég í burtu svíf. Kristinn var einlægur dýravinur. Einkum var það hesturinn, sem hann batt vináttu við. Meðan heils- an leyfði hafði hann af því mikla ánægju að vera á hestbaki og hugs- aði vel um sína gæðinga. En hann vildi Iíka leyfa öðrum að njóta þess að fara í reiðtúr. Það fékk ég einu sinni að reyna á hinn eftirminnileg- asta hátt. Það var fyrir rúmum 30 árum, að hann bauð mér -að koma með sér á hestbak í tveggja daga ferð austur í Selvog. Var það fyrsti og t Eiginkona mín. móftir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA HAFBERG, Hörðaiandi, Reykjavík, andaðist 10. apríl kl. 12.55 á Brompton-sjúkrahúsinu í London. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 19. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hennar láti Hjartavernd eða önnur líknarfélög njóta þess. Guðmundur Sigmundsson, Gunnar E. Hafberg Guðmundsson, Arnheiður Jónsdóttir, Sigmundur Hafberg Guðmundsson, Halldór Ingi Hafberg Guðmundsson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LIUA VIKAR FINNBOGADÓTTIR frá Galtalæk, Starmýri 8, Reykjavík, lést í Landspítalanum 12. apríl. Finnbogi Vikar Guðmundsson, Þrúður Guðmundsdóttir, Margrét Vikar Guðmundsdóttir, Edda Vikar Guðmundsdóttir, Sigurgisli Sigurðsson, Sólveig Vikar Guðmundsdóttir, Þorkell P. Pálsson. t Eiginkonan mín og móðir okkar, GERÐUR BJÖRGMUNDSDÓTTIR, Túngötu 8, Stöðvarfirði, sem lést 7. apríl sl., verður jarðsungin frá Kirkjubóli í Valþjófs- dal, Önundarfirði, laugardaginn 16. apríl kl. 14.00. Grétar Jónsson og börn. eini útreiðartúrinn, sem ég hefi far- ið. Án þeirrar lífsreynslu og ánægju, sem ég þá upplifði, vildi ég nú ekki vera. Við fórum frá Hafnarfírði á tveim góðhestum, gömlu Selvogsleiðina um Grindarskörðin, sem geyma hófaförin eftir hesta Selvogsbænda frá löngu liðnum tímum og Kristinn sýndi mér sérstaklega og sagði frá. — Eftir gistingu í hlöðunni í Vogs- ósum var seinni daginn riðið um Selvoginn og húsvitjað, en Kristinn var þar mörgum kunnugur. Feng- um við þar bestu móttökur og hið dýrlegasta veður báða dagana. Og þótt ég hafi dottið af baki, verð ég frænda mínum ævinlega þakklátur fyrir þessa ógleymanlegu ferð og þann fróðleik, sem hann miðlaði mér. Kristinn átti létt með að semja vísur og ljóð, en flíkaði því lítt. Hann gaf mér fyrir um 20 árum ljóð eftir sig, sem hann nefndi „Hvatning" og ég held mikið upp á. Þar endurspeglast sum af hans lífsviðhorfum. Hann segir t.d. að „menn skyggnist of mikið um ver- aldarskart" og að „ekki eigi að gráta yfír hérvistar-þrautum", en kappkosta að „bæta úr böli manna“. — Þá vitna ljóðin hans um lifandi trú á Frelsarann, sem hann sagði vera sitt „skjól og hlíf". Síðast hittumst við Kristinn fyrir rúmum mánuði á heimili Elínar og Áma, bróður hans. Þá fylgdi honum sama hlýjan og áður með brosi og glampa í augum, þótt þjáður væri. Það var táknrænt, að siðasta heim- sókn hans skyldi einmitt vera til þeirra hjóna, Elínar og Áma, sem alltaf vom honum mjög hjálpsöm og velviljuð. Veit ég, að Kristinn var þeim innilega þakklátur fyrir kærleiksríka umönnun og ræktar- semi. Útför hans fer fram í dag frá Hafnarfjarðarkirkju. Þar verður hann kvaddur af systkinum, frænd- fólki og öðmm samferðamönnum, sem þakka honum samfylgdina og allt það, sem hann gaf öðmm með ljúfmennsku sinni, hógværð og trygglyndi. Guð blessi minningu hans. Ami Gunnlaugsson Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Einar Benediktsson Það var stundum djúpt á brosinu hans Kristins, þessa viðkvæma manns sem þoldi svo illa hretviðri lífsins. Örlítið meiri aðgát sam- ferðamanna hefði oft getað létt honum róðurinn. En nú er hann allur, minn góði bróðir, og þetta verður hinsta kveðjan mín. Hann var stóri bróðir minn, hestamaðurinn snjalli sem þeysti löngum á Létti sínum, tónlistamnn- andinn og fagurkerinn. Það var hann sem kenndi mér að meta sígilda tónlist. Reyndar var litla systir treg í taumi framan af en Kristinn kunni ráð við því. Ef ég vildi hlusta með honum á Beethov- en, Bach og Mozart þá skyldi ég fá kók og súkkulaði. Þetta freist- andi boð stóðst ekki mitt eigin- gjama hjarta og ég settist hæg og hljóð við hlið hans í stóra sófann. Brandenborgarkonsertinn, Tungl- skinssónatan, aría Næturdrottning- arinnar; þau vom ekki af verri end- anum tónverkin sem litlu stelpueyr- un meðtóku, en það leið ekki á löngu áður en hún fór að koma óbeðin inn til stóra bróður til að fá að hlusta. Það var líka hann sem kenndi mér að meta stórskáldin okkar löngu áður en ég var farin að lesa þau skipulega í skóla. Eftirlætis- höfundur hans var Einar Benedikts- son og á góðum stundum hafði hann yfír heilu kvæðin eftir hann + Eiginmaöur minn, BIRGIR BERGMANN GUÐBJARTSSON, Kóngsbakka11, lést í Landakotsspítala 14. apríl. Jaröarförin ákveðin síöar. Fyrir hönd vandamanna, Þóra Guðrún Valtýsdóttir. t Systir okkar, HALLFRÍÐUR ÞORVARÐARDÓTTIR, Stóragerði 12, Reykjavík, lést í Landakotsspítala 12. apríl sl. Systkinin frá Brekku, Kjalarnesi. t Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug viö and- lát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÖNNU SIGURJÓNSDÓTTUR, Ytri-Á, Ólafsfirði, er lést 28. mars sl. Ármann Antonsson, Konráð Antonsson, Helgi Antonsson, Kristin Antonsdóttir, Gísli Antonsson, Sigurjón Antonsson, Matthildur Antonsdóttir, Ingibjörg Antonsdóttir, Hilmar Antonsson, barnabörn Anna Jónsdóttir, Brynhildur Einarsdóttir, Júlía Hannesdóttir, Jóhann Alexandersson, Guðrún Hannesdóttir, Sesselja Friðriksdóttir, Jón Sigurðsson, Ingimar Númason, Helga Guðnadóttir, og barnabarnabörn. + Þakka innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför JÓNÍNU GEIRLAUGAR JÓNSDÓTTUR. Halla Hjálmarsdóttir. og marga aðra. Hann bar líka við að yrkja sjálfur og mér þykir svo vænt um ljóðin sem hann orti eftir móður okkar sem dó frá okkur allt- of ung. Síðasta erindið er svona: Hún elskaði, fómaði, götuna greiddi, gætti nún, fræddi og bað fyrir mér. Osk hennar heitust að frelsarinn færði, á farsældarbrautina soninn með sér. Kristinn var líka söngvinn í besta lagi og tók gjaman lagið í góðra vina hópi. Ég gleymi seint konsert- inum sem hann æfði og undirbjó mér til heiðurs á 35 ára afmælinu mínu. Þá var hann allt í senn, orgel- leikari, einsöngvari og ljóðasmiður. Eða þegar hann söng Hamraborg- ina í sumarbústaðnum góða svo að undir tók í klettunum. Þá var gam- an að lifa. En svo fór heilsu bróður míns að hnigna. Við systkinin reyndum að létta honum lífsgönguna og glöddumst með honum á gleði- stundum og syrgðum með honum á sorgarstundum. Hvort sem það var vegna tónlist- arinnar og kvæðanna eða af ein- hveijum öðrum sökum þá tengd- umst við tvö óvenju sterkum bönd- um. Ég reyndi að gefa honum hlut- deild í fjölskyldu minni og ég veit að mér tókst það vegna þess hversu gott samband myndaðist með hon- um og maka mínum og bömum. Kannski leit það þannig út að hann væri þiggjandinn en því fór fjarri. Hann var líka gefandinn sem gaf okkur þær gjafír sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Auðvitað fannst krökkunum hann stundum nöldursamur og einu sinni þegar Elín mín var lítil kom hún til mín og klagaði: „Hann Krist- inn er alltaf að nöldra í mér.“ Þá tókum við tal saman, hún litla dótt- ir mín og ég og töluðum lengi. Ég sagði henni að Kristinn ætti enga konu og engin böm og hún og hann bróðir hennar gætu ef til vill komið „svolítið" í staðinn fyrir bömin sem hann átti ekki. Þetta samtal átti sér stað í sveitinni, í bústaðnum okkar, og næsta dag varð mér litið út um gluggann. Sú litla hafði smeygt höndinni sinni í lófa Kristins og saman fóm þau í langa göngu- ferð. Við heimkomuna sagði telpan: „Hann Kristinn frændi sagði mér svo margt skemmtilegt og var voða skemmtilegur." Eftir þetta kvartaði hvomgt undan hinu. Vinátta og skilningur hafði myndast þeirra í milli. Besti félaginn var þó Friðfínnur litli sem ævinlega vildi vera svo undurgóður við Kristin frænda og saman skemmtu þeir sér oft kon- unglega. Ég sé þá enn fyrir mér þar sem þeir fara í hjólreiðatúr sam- an. Sá litli á tvíhjóli, nýbúinn að losna við hjálpardekkin, og sá stóri á hjóli bamfóstrunnar. Ætlunin var að skoða leikskólann þar sem sá litli dvaldist á morgnana. Hann langaði svo mikið til að sýna frænda leikskólann sinn. Og mikið létti mér þegar þeir komu aftur heilir á húfí. Eg sagði í byijun þessarar grein- ar að oft hefði verið djúpt á brosinu hans Kristins og stundum hélt ég að ég sæi það aldrei framar þegar þunglyndið hvolfdist yfír hann eins og „hyldjúpur næturhiminn". Þá var Hreinn mágur betri en enginn. Og innan tíðar hafði hann laðað fram fallegt bros, veikt kannski í fyrstu, en það styrktist og loks heyrðist skellihlátur. Svo sannar- lega reyndist maðurinn minn hon- um alla tíð sem besti bróðir. Og nú er það okkar að þakka. Við þökkum fyrir þá gjöf sem Krist- inn gaf okkur. Hann gaf okkur þolinmæði og umburðarlyndi. Böm- in okkar lærðu það ung að kreíjast þess ekki að allt væri ævinlega eft- ir þeirra höfði. Þau lærðu líka að taka tillit til annarra og þau Iærðu það sem mest er um vert; að gefa og þiggja einlæga vináttu. Við urð- um rík af vináttunni við „minnsta bróðurinn", bróðurinn sem leiddi mig unga inn í unaðsheima skáld- skapar og lista. Ég vil muna hann eins og hann var meðan allt lék í lyndi; syngj- andi og glaðan, hraustan og táp- mikinn. Og í eilífðarlandinu mun söngur hans fá að njóta sín til fulls. Helga Friðfinnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.