Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 RANIÐ A FARÞEGAÞOTUNNI FRA KUWAIT * Astandið um borð versnaði til muna eftir förina frá Mashad Nikósíu, Reuter. SPENNA og ótti jókst verulega um borð í fárþegaþotunni frá Kuwait eftir að 57 gislum var sleppt í írönsku borginni Mashad. Þá var gíslum frá öðrum löndum en arabaríkjum sleppt og báru þeir flugræningjunum yfirleitt vel söguna. Eftir að þeir voru farnir frá borði breyttist hegðan flugræningjanna mjög til hins verra. Átján breskir farþegar vélar- innar, sem voru meðal þeirra sem sleppt var í Mashad, höfðu lýst flugræningjunum sem kurteisum ungum mönnum, sem talað hefðu vinalega til skelfdra gíslanna í gegnum andlitsgrímur. „Þeir höfðu ætíð handsprengju í annarri hendi og byssu í hinni og andlitið var ávallt hulið. Ógnin var alltaf til staðar, en þeir fóru í raun ekki illa með neinn... í raun var hið andstæða upp á ten- ingnum, þeir voru mjögtillitssam- ir,“ sagði einn gíslanna, David Carew Jones, við komuna heim til Lundúna. Þetta var áður en flugræn- ingjamir beindu vélinni til Kýpur, drápu tvo gísla, nefndu vélina „Flugvél hinna miklu píslarvotta" og tilkynntu að þeir hefðu klæðst líkklæðum. Bretamir, sem hryðjuverka- mennimir veittu frelsi, sögðu að ræningjamir virtust reiðubúnir til þess að deyja fyrir málstaðinn — að fá 17 félaga sína leysta úr fangelsi í Kuwait. Á hinn bógin ítrekuðu Bretamir að þeir hefðu ekki sýnt hinum vestrænu gíslum sínum neinn fjandskap. Síðari gislahópurinn segir aðra sögu Þegar rætt var við gísla þá, sem frelsi fengu á Kýpur skömmu áður en vélin hélt til Alsír, var annað hljóð komið í strokkinn. Ræningjamir urðu stöðugt illvíg- ari eftir því sem tíminn leið og Kuwaitstjóm hafnaði kröfum þeirra. Gíslamir sögðu að þeir hefðu ekki vitað af morðum hryðju- verkamannanna á tveimur Kuwa- itbúum, en þeir urðu hins vegar fyrir barsmíðum og sífelldum morðhótunum. Um úlnliðina báru þeir varanleg ummerki hand- jáma. „Þeir hrópuðu í sífellu: ‘Drepa þig, drepa þig, drepa þig! Sestu! Drepa þig!’“ sagði Sherif Mamdo- uh Badrawi, einn egypsku gslanna. „Ég drep alla araba, raela og Bandaríkjamenn," hafði hann eftir einum þeirra. Leituðu Bandarikjamanna Þeir sem látnir vom lausir sögðu að fiugræningjamir, sem tengdu dýnamít við allar dyr vél- arinnar, hefðu verið sérlega for- vitnir um það hvort einhveijir Bandaríkjamenn væru um borð eða hvort einhveijir farþeganna hefðu komið til Bandaríkjanna. Einn gíslanna er bandarískur ríkisborgari en hann faldi vega- bréf sitt af ótta við að hryðju- verkamennimir myndu taka hann af lífí ef upp kæmist. „Ég er viss um að þeir hefðu drepið mig ef þeir hefðu komist að hinu sanna um ríkisfang rnitt," sagði Mo- hammad Ramadan Alie, sem er fæddur í Egyptalandi og hefur tvöfaldan ríkisborgararétt. Hann hafði til allrar hamingju egypskt vegabréf sitt á sér og sagði hann það hafa orðið sér til lífs. Gíslunum var gert að vera í sætum sínum allan tímann og þurftu leyfi til þess að fara á salemið. Þeir voru ávallt hand- jámaðir — jafnvel þegar þeir mötuðust — og gluggar vélarinn- ar voru ætíð byrgðir. „Við skildum við tuttugu sinn- um á dag,“ sagði einn Kuwait- búinn eftir að vikulangri martröð hans var lokið. „Þetta er nýtt líf.“ Reuter Ræningjamir varpa svörtum plastpoka, sem líkast til geymdi sorp, niður á flugbrautina á flugvellinum i Algeirsborg. Ungnr öfgamaður sagð- ur foringi ræningjanna Hlaut þjálfun til grimmdar- og ódæðisverka hjá klerkastjórninni í fran Kuwait, Reuter. ÓNEFNDUR heimildarmaður, sem /feuters-fréttastofan tel- ur áreiðanlegan, segir öfga- fullan múhameðstrúarmann, Reuter Ræningjarnir myrtu tvo Kuwait-búa er þotan var á Larnaka-flugvelli á Kýpur. Lik mannanna voru flutt til Kuwait á miðvikudag og voru þeir bomir tíl grafar í gær. Myndin sýnir ráðamenn i Kuwa- it votta aðstandendum fómarlambanna samúð sina. Fengu gosdrykki, nærf öt um borð í Algeirsborg, Reuter. FÁEINUM klukkustundum eft- ir að farþegaþotan frá Kuwait lenti i Algeirsborg i Alsir á miðvikudag báðu ræningjarnir um að komið yrði tO þeirra gosdrykkjum, kökum og hrein- um nærfötum. Er rökkva tók féU hitastigið snarlega og kröfðust ræningjamir þá meira eldsneytis tíl að knýja mið- stöðvarkerfi þotunnar. „Gjörið svo vel að senda okkur 50 kóka-kóla flöskur, 50 kökur og nærfötin, sem við ræddum um áðan,“ sagði einn ræninginn er hann ræddi við starfsmenn flug- tumsins í Algeirsborg. Á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá því vopn- aðir öfgamenn tóku farþegaþot- una á sitt vald yfír Óman-flóa hafa þeir yfírleitt sýnt flugvallar- starfsmönnum fyllstu kurteisi. Engin breyting varð þar á er þot- an lenti á fíugvellinum í Algeirs- borg á aðfaranótt miðvikudags- ins. kökur og þotuna „Herra, við þökkum yður kær- lega samvinnuna," sagði einn þeirra er starfsmenn flugvallarins unnu að viðgerðum á loftræsti- kerfí þotunnar. Ræningjamir höfðu áður kvartað yfír miklum hita inni í þotunni og sýndu þá í fyrsta skipti merki um óþolin- mæði. Á miðvikudag var hitastig- ið í Algeirsborg 27 gráður og var talið líklegt að hitinn væri að minnsta kosti 10 gráðum hærri í þotunni. sem hlynntur er klerkastjórn- inni í Iran, hafa skipulagt rá- nið á farþegaþotunni frá Kuwait. Viðkomandi er sagð- ur heita Imad Fayez Mughniya og mun hafa átt þátt í mannr- ánum í Beirút í Líbanon á undanförnum árum. Hugsan- legt er talið að hann hafi far- ið um borð í þotuna er rænin- gjarnir sneru henni tíl borgar- innar Mashad í íran. Þrátt fyrir ungan aldur er Mughniya sagður hafa risið til nokkurra metorða innan „Hiz- bollah“-samtakanna (Flokkur Guðs) í Líbanon. Mun hann í eina tíð hafa verið náinn aðstoð- armaður Mohammeds Hussein Fadlallahs, trúarleiðtoga sam- takanna, sem hliðholl eru stjóm Khomeinis erkiklerks í Iran. „Hizbollah“-samtökin hafa neit- að því að sendimenn þeirra hafí tekið farþegaþotuna á sitt vald. Heimildarmaður Reuters-frétta,- stofunnar segir Mughniya hafa haldið til íran á síðasta ári og hafí hann enn ekki snúið aftur til Beirút. Dagblaðið al-Qabas, sem gefíð er út í Kuwait, ftillyrti á þriðju- dag að Mughniya væri leiðtogi öfgamannanna, sem haft hafa þotuna á sfnu valdi frá því á þriðjudag í síðustu viku. í frétt blaðsins sagði að talið væri að hann hefði farið um borð í þot- una í Mashad og tekið við stjóm- inni. Heimildarmaður Reuters kvaðst hins vegar efast um að þetta væri rétt. Skipulagði mannrán Talið er að Mughniya, sem sagður er innan við þrítugt, hafí hlotið þjálfun til grimmdar- og ódæðisverka í íran. Telja sér- fræðingar að hann hafí átt hlut að máli í mannránum í Beirút allt frá árinu 1984. Hafa Frakk- ar og Bandaríkjamenn einkum orðið hafa fyrir barðinu á Mug- hniya og fylgismönnum hans, sem krefjast þess að 17 dæmdum hryðjuverkamönnum, sem sitja í fangelsi í Kuwait, verði sleppt úr haldi. Tveir Bandaríkjamenn, sem öfgamenn slepptu úr haldi 1985 og 1986 í tengslum við leynilega vopnasölu Bandaríkja- stjómar til íran, segja að foringi mannræningjanna hafí ævinlega verið nefndur „Haj“. Nafn þetta er eins konar virðingartitill, sem múslimir nota um þá sem farið hafa í pílagrímsferð til Mekka, helgustu borgar múhameðstrú- armanna. Mughniya hefur aldrei tekið sér slíka ferð á hendur en er hins vegar nefndur „Haj“ í vesturhluta Beirútborgar í virð- ingarskyni fyrir „leiðtogahæfi- leika" sína. Breska dagblaðið The Sunday Telegraph“ skýrði frá því ísíðasta mánuði að fylgis- menn Mughniyas hefðu rænt Terry Waite, sérlegum sendi- manni ensku biskupakirkjunnar, sem hélt til Líbanon til að semja við öfgamenn í Beirút. Eiginkona Mughniyas er, samkvæmt heimildum Reuters- fréttastofunnar, systir Mustapha Youssef Badr al-Dine, sem situr í fangelsi í Kuwait ásamt 16 félögum sínum fyrir hiyðjuverk er þeir unnu þar f landi árið 1983. al-Dine er sagður vera sérfróður um meðferð sprengi- eftiis og er hann einn þriggja, sem yfirvöld f Kuwait, dæmdu til dauða árið 1984.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.