Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 31 Ólafur G. Einarsson: Allur bjór verði bannaður ef frumvarpið fellur á Alþingi ÞRIÐJU umræðu um bjórfrum- varpið lauk í neðri deild í gær en atkvæðagreiðslu var frestað til mánudags. Komið hafa fram nokkrar breytingartillögur við frumvarpið, meðal annars ein þess efnis að lögin taki ekki gildi nema þau hafi áður hlotið sam- þykki í þjóðaratkvæðagreiðslu er fari fram laugardaginn 27. ágúst. Ólafur G. Einarsson, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sagðist telja að Alþingi ætti eitt að taka ákvarðanir um mál af þessu tagi. Ef þessi breytingartil- laga yrði samþykkt taldi hann að einhveijir stuðningsmenn frumvarpsins myndu greiða at- kvæði gegn þvi og hætta væri á að það félli við lokaafgreiðslu. Ef svo færi teldi hann að banna ætti allan innflutning, bruggun og sölu á bjór hér á landi. Arni Gunnarsson, fyrsti flutningsmað- ur breytingartillögunnar um þjóðaratkvæði, tók i sama streng og sagði að í þessum málum ætti að vera annaðhvort eða. Núver- andi fyrirkomulag væri fárán- legt. „Það er mín sannfæring að Al- þingi eitt eigi að taka ákvarðanir um áfengismál af þessu tagi," sagði Ólafur G. Einarsson við Morgun- blaðið. „Fyrri þjóðaratkvæða- greiðslur um áfengismál eru ekki sambærilegar við þá sem þessi breytingartillaga leggur til að fari fram. í þeim var annarsvegar flall- að um að leggja á algjört áfengis- bann og sfðan að aflétta þvf. Bann við bjór var á sínum tíma samþykkt eftir tillögu á Alþingi og ætti því að vera ákvörðun Alþingis að af- létta því. Ég held ifka að þjóðinni sé allt annað mikilvægara núna en að lenda í stórstyijöld um þetta mál fram að 27. ágúst. Sundrungin er nóg fyrir í þjóðfélaginu." Ólafur G. sagðist lfka draga það f efa að þessi tillaga standist sam- kvæmt stjómarskránni. „Ég dreg það í efa að Alþingi geti framselt rétt sinn til þess að ákveða endan- lega hvemig lögum skuli skipað í landinu. Með þessari tillögu er ver- ið að skilyrða gildistöku laga því að einhver ótiltekinn hópur í þjóð- félaginu samþykki einnig viðkom- andi lög.“ Ef tillagan um þjóðaratkvæða- greiðslu yrði samþykkt í neðri deild taldi hann að einhverjir af stuðn- ingsmönnum frumvarpsins myndu greiða atkvæði gegn því þar sem þeir gætu ekki sætt sig við að málið færi undir þjóðaratkvæði. Þannig gæti því farið að frum- varpið félii við lokaafgreiðslu í þeirri deild. „Ég mun að minnsta kosti hugsa mitt mál vel áður en ég geri upp hug minn,“ sagði Ólafur G. Einarsson. Hann sagðist einnig hafa ástæðu til að ætla að þótt frumvarpið færi þannig breytt til efri deildar myndi hún hafna ákvæðinu um þjóðaratkvæða- greiðslu. „Þannig væri málið komið í svipaða stöðu og síðast og gætu þá bjórandstæðingar fagnað sigri vegna snjallrar leikfléttu en Alþingi hefði enn einu sinni orðið sér til skammar." Ólafur G. sagði að ef frumvarpið yrði fellt mætti ekki slíta þingi nema sett yrðu lög sem tryggðu jafnrétti þegnanna og bönnuð yrði öll sala, bruggun og innflutningur á áfengu öli hér á landi, hvort sem væri til sendiráða, ferðamanna, far- manna eða flugáhafna. „Það er ekki bara löngunin í bjór sem vakir fyrir okkur heldur líka að allir þegn- amir séu jafnir fyrir lögunum." Halldór Blöndal er einn þeirra þingmanna i efri deild sem eru hlynntir bjómum en á móti þjóðar- atkvæðagreiðslu. Hann sagði við Morgunblaðið að fyrir því væru Ólafur G. Einarsson engin rök að áfengur bjór myndi auka áfengisneyslu heldur þvert á móti. „Það er jafn fáránlegt að halda hinu gagnstæða fram og að segja að menn eigi að geta fengið keypt valíum fijálst en þurfa lyfseð- il fyrir aspirín. Ef halda á þjóðarat- kvæðagreiðslu um eitthvað þá ætti hún að vera um brenndu drykkina sem leyfðir em, algjört vínbann eða þá bann við tóbaki, en ekki um hvort sá bjór sem nú er leyfður hér Halldór Blöndal á landi sé af hinum eina rétta styrk- leika eða hvort hann megi vera aðeins öðmvísi, til dæmis 1,8% eða 3,5%.“ Halldór sagði að fyrir tveimur ámm hefðu sömu þingmenn og nú berðust sem mest fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslu fellt frumvarp þess efnis. „Þetta sýnir einungis að það sem vakir fyrir bjórandstæðingum er ekki að fá þjóðaratkvæðagreiðslu heldur em þeir að drepa málið. Ef Arni Gunnarsson svo væri ekki hefðu þeir flutt breyt- ingartillöguna um þjóðaratkvæða- greiðslu strax við aðra umræðu," sagði Halldór. Ámi Gunnarsson, sem er fyrsti flutningsmaður breytingartillög- unnar um þjóðaratkvæðagreiðslu, sagði að tillagan væri alls ekki lögð fram til þess að drepa málið. Þetta væri tilraun af hálfu flutnings- manna til að koma þvi til leiðar að þjóðin fengi að segja lokaorðið, þetta væri það mikið alvömmál. „Þetta er alls ekki hugsað sem til- raun til þess að drepa málið á þingi,“ sagði Ámi. „Eg get ekki sagt að þeir sem það segja séu að segja ósatt, þeir hljóta að hafa eitt- hvað sínu máli til stuðnings, en mér persónulega er þetta það mikið al- vömmál að ég dreg í efa að 63 menn, karlar og konur, sem hafa kynnt sér þetta mál mismunandi mikið geti tekið þessa ákvörðun fyrir þjóðina upp til hópa." Ámi sagði þetta mál vera mjög óvenju- Iegt og hefði það flækst fyrir þing- inu svo ámm skipti. Hann taldi að ásðkunum á hendur bjórandstæð- ingum um forræðishyggju væri vísað á bug með þessari tillögu og hún tefði heldur ekki framkvæmd laganna lengur en um þijá mánuði, sem væri lenging á aðlögunartíma. Hann sagði að samþykkt frum- varpsins mætti líkja við breytingu á umferðarlögum sem fyrirsjáan- legt væri að myndi valda fleiri slys- um. Aðspurður sagði Ámi að ef frum- varpið yrði fellt myndi hann styðja að allur innflutningur, sala og bmggun á bjór hér á landi yrði bannað. „Þetta fyrirkomulag sem við búum við í dag er fáránlegt og gengur ekki lengur. Það verður að vera annaðhvort eða í þessu máli.“ Ef fmmvarpið verður samþykkt með ákvæðinu um þjóðaratkvæði í neðri deild en það tekið út í þeirri efri fer málið aftur til neðri deild- ar. Ef hún bætir ákvæðinu aftur inn í fer málið fyrir sameinað þing. Ef önnur hvor deildin hins vegar fellir sjálft fmmvarpið er það úr sögunni. Samgönguráðherra: Kostnaður við varaflugvöll á Akureyri 100 milliónir 127 m.kr. á Egilsstöðum Kostnaðurinn við að gera Akureyrarflugvöll þannig úr garði að allar flugvélategundir islenskra flugfélaga gætu notað hann þannig að fyllstu öryggiskröfum yrði mætt um flug, brautarlengd og styrk- leika flugbrautar svo og aðflug, er 100 m.kr. Samsvarandi kostnað- ur við Egilsstaðaflugvöll er 127 m.kr. Þetta kom fram í svari Matt- hiasar Á. Mathiesen, samgönguráðherra, i svari við fyrirspurn frá Guðmundi Ágústssyni (B/Rvk) í sameinuðu þingi í gær. Matthías Á. Mathiesen, sam- ingarum helmingjafnframtþví sem gönguráðherra, sagði að fyrsta skil- stórauka þyrfti slökkvibúnað. Þá yrðið til þess að geta svarað þess- ari fyrirspum væri að gera sér grein fyrir nauðsynlegri brautarlengd vegna stærstu flugvéla í eigu Is- lendinga. Eftir sameiginlega umfjöllun fulltrúa flugmálastjómar, Flugleiða og Félags íslenskra atvinnuflug- manna um lágmarksbrautarlengd fyrir DC-8-flugvélar, sem Flugleiðir nota vegna Norður-Atlantshafs- flugsins, væri niðurstaðan sú að 2.400 metra flugbraut mjmdi duga. Þar af leiöandi þyrfti að lengja Akureyrarflugvöll um 460 m til suðurs ásamt breikkun á malbiki úr 30 m í 45 m. Matthías sagði að ennfremur þyrfti að auka afkasta- getu vegna snjóhreinsunar og afls- ingar um helming umfram það sem gert er ráð fyrir f flugmálaáætlun. Þá þyrfti jaftiframt að endurbæta flugleiðsögukerfí vegna fráflugs til suðurs. Lausleg kostnaðaráætlun við að gera Akureyrarflugvöll þannig úr garði að allar flugvélategundir í eigu íslenskra flugfélaga gætu not- að hana með nokkru öryggi væri 100 m.kr. Samgönguráðherra sagði að hina nýju flugbraut sem nú væri í bygg- ingu á Egilsstöðum þyrfti að lengja um 400 m til suðurs. Þar af leið- andi þyrfti að færa þjóðveginn suð- vestur af núverandi vegarstæði, frá vegamótum að Lagarfljótsbrú, sem væri 2,2 km. Ennfremur þyrfti að auka afköst snjóhreinsunar og afís- þyrfti ennfremur að kaupa 15 hekt- ara úr landi Egilsstaða vegna flug- brautarinnar og 3-5 hektara vegna færslu á þjóðveginum. Lausleg kostnaðaráætlun við að gera hinn nýja flugvöll á Egilsstöð- um þannig úr garði að allar flugvél- artegundir fslenskra flugfélaga gætu notað hann þannig að fyllstu öryggiskröfum yrði mætt væri 127 m.kr., sagði Matthfas. Þess skyldi þó sérstaklega geta að kostnað vegna landakaupa væri erfítt að áætla. Steingrímur J. Sigfússon (Abl/Ne) minnti á þingsályktunar- tillögu þingmanna Norðurlands eystra frá síðasta þingi um að at- hugað yrði hvaða úrbætur þyrfti að gera á Akureyrarflugvelli til þess að hann gæti þjónað öllum flugvélaflota íslendinga. Hann tók einnig fram að þessar tölur sem samgönguráðherra hefði nefnt mið- uðust við stærstu flugvélamar en vélar af gerðinni DC-8 myndu brátt heyra sögunni til og þær vélar sem myndu leysa þær af hólmi þyrftu styttri flugbraut. Jón Kristjánsson (F/Al) sagði austlendinga hafa lagt áherslu á góðan innlendan flugvöll á Egils- stöðum sem gæti þjónað minni gerðum af þotum og því hægt að nota sem varaflugvöll í Evrópuflug- inu. Það gerði þessi flugvöllur. Pálmi Jónsson (S/Nv) sagði menn hafa tengt þetta svar ráð- herrans umræðunni um varaflug- Akureyrarflugvöllur völl. í því máli þyrftu menn einnig að hafa í huga veðurfar og lands- hætti þar sem þessi flugvöllur ætti að vera. Stefán Guðmundsson (F/Nv) sagði lengsta flugvöll á landinu fyr- ir utan Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll vera þann á Sauðárkróki. Það væri niðurstaða tveggja nefnda að skilyrðin fyrir varaflugvöll væru best á Sauðár- króki, en nú hefði verið skipuð þriðja nefndin og grunaði hann að hún hefði verið sett á laggimar til þess að koma í veg fyrir að vara- flugvöllurinn yrði á Sauðárkróki. Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) sagði að eftir síðustu ræðu væri ekkert eftir nema að Alþingi ályktaði um að alltaf væri blíðviðri á Sauðárkróki. „Það er það,“ kall- aði þá Stefán fram í. Guðmundur Ágústsson sagði að í sínum huga væri mjög nauðsyn- Iegt að hér á landi væri góður vara- flugvöllur. Hann teldi eðlilegt að þegar byggður væri flugvöllur eins og á Egilsstöðum væri haft í huga að hann mætti nota sem varaflug- völl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.