Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 23 Utanríkisstefna Sovétríkjanna: Hefur Brezhnev-kemi- mgunni verið hafnað? Heimkvaðning herliðsins hefur verið eitt af helstu markmiðum stjórnar Reagans forseta MEÐ undirritun sáttmálans um brottflutning sovéska innrásarliðs- ins frá Afganistan hafa sovéskir ráðamenn í fyrsta skipti frá lok- um síðarí heimsstyijaldarinnar fallist á að kalla herlið sitt frá erlendrí grundu. Almennt er litið svo á að brottflutningurínn megi teljast sigur fyrir stjórn Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta, sem löngum hefur fordæmt veru sovéska heríiðsins í landinu. Þá þykir sumum að heimkvaðning herliðsins kunni að marka þáttaskil í utanríkisstefnu Sovétríkjanna. Stuðningur Bandaríkjamanna við afganskar frelsissveitir hefur að jafnaði numið um 600 milljónum Bandaríkjadala (um 24 milljörðum ísl. kr.) á ári frá því sovéskar her- sveitir réðust inn í landið til að hjálpa afganska stjómarhemum í baráttunni gegn skæruliðum. Bandamenn Bandaríkjastjómar á vesturlöndum, Kínverjar og ríki hófsamra múslima hafa verið fylgj- andi þessum stuðningi, sem Bandaríkjaþing hefur veitt sam- þykki sitt fyrir á ári hverju. Árangnrsrík herferð Bandaríkjamenn hafa fordæmt framferði Sovétmanna í Afganist- an hvar sem færi hefur gefíst og sú herferð hefur skilað árangri. Áróðursstaða Sovétmanna hefur veikst af þessum sökum ekki síst í ljósi þess að Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna hefur á hverju ári samþykkt ályktun með miklum meirihluta atkvæða þar sem Kremlverjar hafa verið hvattir til að hafa sig á brott úr landinu. Þrátt fyrir allan áróður á alþjóða vettvangi segja bandarískir emb- ættismenn að heimkvaðning sov- éska herliðsins frá Afganistan hafí frá upphafi verið eitt helsta mark- mið Bandaríkjastjómar á vettvangi utanríkismála. Gagnkvæmur stuðningnr Samningurinn, sem undirritaður var í Genf í gær, kveður ekki á um vopnahlé í bardögum skæruliða og afganska stjómarhersins. Hins vegar hafa risaveldin samþykkt hann og tekið á sig ábyrðina'*á framkvæmd hans. Tillaga Banda- ríkjamanna var upphaflega sú að baeði risaveldin hétu því að hætta að styðja stríðandi fylkingar í Afg- anistan um leið og brottflutningur- inn hæfíst. Þessu neituðu Sovét- menn. Þá lögðu bandarískir emb- ættismenn til að samið yrði um jafna og gagnkvæma" hemaðar- aðstoð og féllust Sovétmenn á það. Fullvíst er talið að stríðið í Afgan- istan, sem kostað hefur um eina milljón Afgana lífið, haldi áfram. Efasemdir eru uppi um að stjómin í Kabúl haldi velli. „Við búumst við að skæruliðar haldi áfram bar- áttunni," sagði Reagan forseti í Washington í gær. Fallið frá Brezhnev-kenningunni? \ Tilslakanir Sovétmanna þykja sýna berlega að þeim sé fyrst og fremst umhugað um að hætta af- skiptum af ófriðnum í landinu. Vitað er að innrásin hefur mælst mjög illa fyrir meðal almennings í Sovétríkjunum enda hafa Sovét- menn fært þar miklar fómir. Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur lýst því yfír að núverandi valdamenn í Kreml hafi „fengið stríði í arf“ frá eldri ráðamönnum. Innrásin í Afg- anistan var gerð í samræmi við „Brezhnev-kenninguna" svo- nefndu sem kveður á um að af- skipti með hervaldi séu réttlætan- leg til að treysta stjóm kommún- ista í sessi. Sumum fréttaskýrend- um þykir sýnt að Gorbatsjov hafi nú hafnað kenningu þessari og að brottflutningurinn kunni af þeim sökum að marka þáttaskil í utan- ríkistefnu Sovétmanna. Þá hafa menn og bent á að „umbótaáætl- un“ (perestrojka) Gorbatsjovs eigi nú undir högg að sækja í Sovétríkj- unum og full þörf sé á því fjár- magni annars staðar sem mnnið hefur til stríðsrekstursins í Afgan- istan. Byggt á Reuter og News- week. Noregur: Launahækkanir tak- markaðar með löefum Ösló, frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA þingið hefur samþykkt lög sem takmarka launahækkan- ir við eina norska krónu á hveija vinnustund (6,22 krónur íslen- skar) til 1. mars á næsta ári. Aðeins þeir lægstlaunuðu geta fengið meiri launahækkanir á þessum tíma. Samkvæmt lögunum hækka laun flestra Norðmanna aðeins um 1.800 norskar krónur (11.160 ísl. kr.) næstu tólf mánuði. Það eru aðeins félagar í verkalýðsfélögum sem fá þessa launahækkun, og þeir sem standa utan þeirra geta leitað sér- staklega eftir hækkunum. Lögin voru sett eftir samvinnu Alþýðusambandsins, Vinnuveit- endasambandsins og norsku ríkis- stjómarinnar um launastefnu. Þess- ir aðiljar voru allir sammála um að lögin væru nauðsynleg, eftir að stór hluti launþega hafði í áraraðir feng- ið allt að 10 prósent launahækkan- ir á ári. Samþykki Alþýðusambandsins er þó með þeim fyrirvara að vöruverð hækki ekki verulega. Hækki vöru- . ’mtf mti / verðið meira en 5 prósent á þessu ári getur Alþýðusambandið sjálf- krafa samið um frekari launahækk- anir. Því var það nokkurt áfall fyr- ir aðila vinnumarkaðarins þegar ljóst varð í þessari viku að vöruverð hafði hækkað um 1,4 prósent í marsmánuði einum. Mikil óeining ríkir um þessi lög meðal stjómmálamanna, þótt flestir flokkanna séu sammála um að tak- marka þurfi launahækkanir. Carl I. Hagen, í Framfaraflokknum, hef- ur líkt launastefnu Verkamanna- flokksins við fasisma Mussolinis. INNIFALIÐ ÍVERÐI: bacon í sneiðum hryggur í kótelettur bógurí 1/1 steik beinlaus hnakki í sneiðum Lærið -1 /2 reykt í skinku Pantið strax INNIFALIÐ I VERÐI: Úrbeining, pökkun og merking, grills- teik, bógsteik og hakk. LAUGALÆK 2. S. 686511 MijrT GARÐABÆ, S. 656400 Fjör og ferðavinningar í kvöld og annað kvöld standa Arnarflug og Ferðamálaráð Hamborgar fyrir þýskum kvöldum í Þórscafé ■ Ferðavinningar og önnur verðlaun ■ Tískusýning ■ Skemmtiatriði ■ Þýskur veislumatur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.