Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 29 Atríði úr kvikmyndinni Skelfinum. Laugarásbíó frum- sýnir Skelf inn LAUGARÁSBÍÓ frumsýnir í dag myndina Skelfinn (The Hidden). Með aðalhlutverk í myndinni fara Michael Nouri og Kyle Maclachlan. í Skelfínum segir frá veru sem kemur sér fyrir í líkömum sak- lausra karla og kvenna, sem um- tumast við það og gera hina ólík- legUStu hluti. (Úr fréttatilkynningu) Kynningardagur Stýri- mannaskólans í Reykjavík Stýrimannaskólinn f Reykjavík heldur hinn árlega kynningardag sinn á morgun, iaugardaginn 16. april. Dagur- inn verður settur kl. 14. Margt ítölsk dag- blöð í Bókakaffi ÍTALSKA stórblaðið Corriere Della Sera fæst nú í fyrsta skipti í lausasölu hér á landi. Það er bókabúðin Bókakaffi, Garða- stræti 17, sem tekið hefur að sér sölu og áskriftarumboð fyrir blaðið á íslandi. Mun þetta vera í fyrsta skipti, sem ítalskt dagblað fæst í Reykjavík. Hingað kemur blaðið flugleiðis og fæst eins og tveggja daga gamalt í Bókakaffí. Corriere Della Sera kostar 100 krónur í lausasölu hér á landi. (Fréttatilkynning) verður á dagskrá. Göte Sund- berg forstöðumaður Sjóminja- safnsins á Álandseyjum af- hendir málverk og gömul tæki varðandi siglingar til varðveislu f Stýrimannaskó lanum. Björgunarsjóður nemenda Stý- rimannaskólans verður formlega stofnaður og ráðamönnum af- hentir undirskriftalistar, en stofnfé sjóðsins eru sölulaun nemdenda, sem þeir fengu í sinn hlut fyrir merkjasölu á Merkis- dögum SVFÍ sl. haust, en þeir seldu 44% þeirra merkja, sem voru seld í Reylqavík. Nemendur sýna skólann og kynna starfsemi hans, ýmis fyrir- tæki munu kynna hið nýjasta og markverðasta í siglinga- og fiski- leitartækjum. Slysavamafélagið sýnir björgunartæki og þyrla Landhelgisgæslunnar kemur á svæðið og verður til sýnis, verði hún ekki bundin vegna starfa sinna. Kvenfélagið Hrönn verður með kaffísölu og veitingar í mat- sal Sjómannaskólans. Sunnudaginn 17. apríl heldur Göte Sundberg fyrirlestur og kvik- myndasýningu á hátíðasal skótas.s um siglingar Álandseyinga og hefst hann kl. 16. (Fréttatilkynnwg) Dönsk bókakymiing í Norræna húsinu Fyrirlestur um þróun myndgreiningartækni FYRIRLESTUR verður haldinn á vegum læknadeildar Háskóla ís- lands og læknaráðs Landspftalans f dag. Prófessor Auguste Wacken- heim frá háskólasjúkrahúsinu f Strasbourg í Frakklandi heldur fyrirlestur er hann nefnir „Semio- logy of the Cervical Spine in Con- ventional Radiology, CT and MRI“. Fundir LH. ráðs á Selfossi FUNDIR III. ráðs verða haldnir á Hótel Ársölum á Selfossi dagana 16. og 17. aprfl. Skráning hefst laugardaginn 16. aprfl kl. 12.30. Fundurinn hefst kl. 14 og stendur til 21 og er á dagskránni eru félags- mál og ræðukeppni. Á sunnudaginn hefst skráning kl. 9.30 og fundurinn stendur frá kl. 10.30 til 15.10. Á dagskránni eru félagsmál og hádeg- iserindi. Jón R. Hjálmarsson fræðslu- stjóri á Suðurlandi flytur erindi sem hann kallar „Kynning á heima- byggð". Síðan verður ýmis fræðsla. Grafíksýning verður í anddyri hót- elsins þar sem Svava Sigríður Gests- dóttir sýnir en hún er í ITC-deildinni Seljum á Selfossi. Gestgjafadeildimar Seljur á Sel- fossi og Stjömur í Rangárþingi sjá um fundina sem em öllum opnir. (Úr fríttatilkynningu) í fyrirlestri þessum lýsir prófessor Wachenheim þróun myndgreiningar- tækni og notkun nýrra aðferða svo sem tölvusneiðmyndun og seguló- mun við greiningar og ákvarðanir á sjúkdómum í hálshrygg. Prófessor Wachenheim er heims- kunnur fyrir rannsóknir sínar og þróunarstörf í geislagreiningu, eink- um á sviði taugasjúkdóma. Hann er forstöðumaður myndgreiningarsviðs háskólasjúkrahússins í Strasbourg og m.a. einn af aðalritstjórum tima- ritsins „Neuroradiology". ■Fyririesturinn verður haldinn í Eirbergi á Landspítalalóð og hefst hann kl. 13 í dag. (Fréttatilkynning) SÍÐASTA bókakynning Norræna hússins á þessu vorí verður laug- ardaginn 16. þ.m. kl. 16.00 og verða þá kynntar danskar bæk- ur. Lisa Schmalensee sendikenn- arí fjallar um þær bækur, sem voru gefnar út í Danmörku á síðasta árí og gestur kynningar- innar, ríthöfundurinn Hanne Maríe Svendsen, ræðir um bók- menntir og les úr verkum síniun. Hanne Marie Svendsen fæddist árið 1933 og lauk kandidatsprófí í dönsku og þýsku frá Kaupmanna- hafnarháskóla 1958 og hefur síðan bæði kennt við háskólann og unnið við danska ríkisútvarpið, þar sem hún er nú aðstoðarleikstjóri í leik- listar- og bókmenntadeild. Hún hóf ritferil sinn með bókinni „Pá rejse ind i romanen" 1962 og síðan hefur hver bókin rekið aðra. Fyrstu bæk- ur hennar voru um fræðileg efni, en síðan sneri hún sér að þvi að skrifa skáldsögur. Hún er talin meðal mestu ritsnillinga Danmerk- ur nú á dögum og þykja bækur hennar, sem eru blanda af raunsæi og ímyndun, mjög skemmtilegar aflestrar. Skáldsaga hennar „Guldkuglen" sem kom út árið 1985, var lögð fram af hálfu Danmerkur til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs 1986. Af öðrum bókum hennar má nefna „Dans under frostmáne" (1979), „Klovnefísk" (1980), „Sam- tale með gud og fandens oldemor" (1982) og „Kajla pá fyret" (1987). (Frétt&tilkynning) Broddur í Kaupstað íMjódd * KONUR af Skeiðum verða með brodd til sölu í Kaupstað í Mjódd í dag, föstudag, eftir hádegi. Allur ágóði af sölunni rennur til byggingar setustofu langlegudeild- ar Ljósheima á Selfossi. Samband sunnlenskra kvenna verður með fjáröflun um allt Suður- land um næstu helgi til styrktar þessu sama málefni. (Fréttatílkynning:) Hollensk hljómsveit heldur tónleika Sinfóní uh(j óms veit unglinga frá Haag í Hollandi heldur tónleika i Ytri-Njarðvíkurkirkju I kvöld kl. 20.30. Hljómsveitin er búin að vera hér á landi í tvær vikur og hefur haldið tónleika í Reykjavík, Vestmannaeyj- um, Selfossi, Mosfellsbæ og víðar. Hljómsveitina skipa nemendur á Ráðstefna um tónlistarskóla tónlistarskólakennara gengst fyr- ir ráðstefnu í Reykjavík dagna 16. og 17. aprfl nk. og verður hún haldin i Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands við Há- teigsveg. Á dagskrá ráðstefnunnar eru fyr- irlestrar, umræður og hópstarf, auk þess sem nemendur úi tónlistarskól- um munu flytja ýmiss konar tónlist. í fréttatilkynningu frá Félagi tón- listarkennara segir að við undirbún- ing ráðstefnunnar hafí það verið haft að leiðarljósi að efni hennar höfðaði til allra tónlistarkennara og þar skapaðist grundvöllur gagnlegra skoðanaskipta og umræðna um skip- an tónlistaruppeldis hérlendis i framtíðinni. aldrinum 14—25 ára og leika þau verk eftir þekkta og óþekkta höfunda og íslensk verk verða einnig á efnis- skránni. Á tónleikunum kemur einnig fram Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfír. (F réttatilkynning) Gæludýrasýning í Reiðhöllinni ÝMSAR tegundir gæludýra verða á gæludýrasýningu sem haldin verður I Reiðhöllinni i Viðidal næstkomandi helgi, dagana 16. og 17. apríl. Einnig verða sýndar vörur til gæludýrahalds. Á sýning- nnni verður til dæmis efnt til feg- urðarsamkeppni katta og Sch&- ferhundar leika listír sinar. Meðal annars sem sýnt verður er flöldi fugla í ýmsum gerðum búra, sýning á fjölmörgum skrautfískum, 1400 lftra fískabúr og ýmsar gerðir nagdýra, til dæmis kanínur, naggrís- ir, mýs og hamstrar verða sýndar í sérstakri hamstrahöll. Sýningin verður opin frá klukkan 10-22 báða dagana. Veitingasala verður á staðnum. Lónli Blú Bojs fyrir 10 árum síðan, Engilbert Jensen, Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson og Björg- vin Halldórsson. Lónlí Blú Bojs í Hollywood HLJÓMSVEITIN Lónlí Blú Bojs skemmtir um þessar mundir í veitingahúsinu Hollywood. Sveitin hefur ekki komið fram á skemmtunum i 10 ár. Lónlí Blú Bojs skipa þeir Björg- vin Halldórsson, Engilbert Jensen, Gunnar Þórðarson og Rúnar Jú- líusson. Þeir slógu í gegn fyrir 10 árum með lögum eins og Harðsn- úna Hanna, Það blanda allir landa og Heim í Búðardal. Hljómsveitin kom fram um síðustu helgi í Hollywood fyrir troðfullu húsi og fékk geysigóðar viðtökur. Hún mun skemmta þar í kvöld og annað kvöld og einnig um næstu helgi ásamt Rokksveit Rúnars Júlíussonar. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.