Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15: APRÍL 1988 Ragnar Thoraren- sen — Minning Fæddur l. apríl 1905 DAinn 31. mars 1988 Fomvinur minn og skólabróðir hefir nú runnið sitt langa æviskeið á enda. Fullu nafni hét hann Ragn- ar Skúli Thorarensen. Fæddur var hann í Reykjavík 1. aprfl 1905, næstelstur fjögurra sona merkis- hjónanna Hannesar Thorarensen og Louise Marie, fædd Bartels. Átti Hannes ætt að rekja til merkra bændahöfðingja í Rangárþingi, meðal annarra var þar bróðir hans Grímur, bóndi og hreppstjóri f Kirkjubæ. Faðir þeirra braeðra var Skúli læknir Thorarensen á Móeið- arhvoli og alþingismaður Rangæ- inga. Louise átti til danskra að telja, fædd í Keflavík, dóttir Henr- iks Bartels, verslunarmanns og síðar kaupmanns. Talið var af þeim er til þekktu, að heimili Ragnars bæri jaftian nokkum blæ þessara ættartengsla foreldranna. Starfsferill Hannesar var hinn merkasti. Hann gerðist snemma verslunarþjónn í verslun í Reykjavík (Thomsens magasín) og síðar varð hann þar verslunarstjóri. Þekktast- ur er hann þó sem fyrsti forstjóri Sláturfélags Suðurlands (frá 1907—1924), en það hefir löngum verið talið eitt merkasta verslunar- félag bænda á Suðurlandi. Leiðir okkar Ragnars lágu snemma saman, fyrst í leik, enda nágrannar, og síðar í menntaskól- anum í Reykjavík. Þar reyndist Ragnar vinsæll og hinn besti fé- lagi. Hann lauk þar þó ekki fullnað- arprófí. Er að því kom vorið 1927 hvarf hann frá námi, flestum eða öllum að óvörum. Hér með var þó ekki lokið námsferli hans. Rúmu ári síðar kom hann til Kiel í Þýska- landi og innritaðist þar í verslunar- skóla, en um þetta leyti vomm við margir fslendingar við nám þar í borg. Lauk hann þar síðar prófi með góðum árangri. Ekki virtist Ragnar heillast af fræðum þeim sem skólinn bauð upp á. Hinsvegar las hann margt, sem ekki snerti námið sjálft. Hann hafði löngum haft áhuga á mannkyns- sögu og las nú öðru fremur persónu- sögur merkra manna. Einnig leitað- ist hann við að afla sér fróðleiks um leiklist, kvikmyndagerð og margt, er þær greinar snerti. Virt- ist þessi árátta hans hafa borið nokkum árangur, því mörgum ámm síðar sagði Bjami Guðmunds- son, bekkjarbróðir okkar, mér, að mjög hefði það komið sér á óvart, hve Ragnar var fróður um leik- hússögu millistríðsáranna í Þýska- landi og víðar. Það væri beinlínis eins og Ragnar væri „sérfræðingur í Max Reinhardt" og leikhússtefnu þeirri, sem jafnan er við hann kennd. Mátti Bjami teljast vel dóm- bær um slíka hluti. í Kiel varð þess vart, að Ragnar harmaði að hafa ekki lokið prófí, sem opnaði honum möguleika til háskólanáms. Sagði hann mér, að í Berlín eygði hann nú möguleika til slíks náms, eftir próf í tilteknum greinum. Ragnar fór síðan þangað og skrifaði mér, að prófíð hefði hann staðist og væri nú innritaður í háskólann. Minna varð af námi Ragnars en vonir stóðu til. ílengdist hann í Berlín og dvaldi þar um árabil, en hvarf loks heim í byijun stríðsins. Skömmu eftir komuna til íslands gerðist Ragnar starfsmaður Versl- unarráðs Islands og starfaði þar hátt á annan áratug. Meðal verk- efna sem hann sinnti þar sérstak- lega voru málefni verslunarskólans, sá um bókhald og gjaldkerastörf, en ráðið var þá aðili að rekstri hans eins og enn er í. dag. Þessi störf leysti Ragnar af hendi með mikilli prýði, eins og vænta mátti af hans hendi. Þegar i menntaskólanum var Ragnar ékki heilsuhraustur, var veikur fyrir brjósti og í Kiel fékk hann blæðingu, sem læknar töldu þó ekki samsvara berklasmitun. Ragnari olli þetta miklum áhyggj- um og mun svo jafnan hafa verið síðan. Þegar veikindi leiddu síðan til þess, að Ragnar lét af störfum hjá Verslunarráðinu eftir langt starf, eins og áður segir. Ekki sinnti hann föstu starfi eftir þetta. Þess- ari breytingu fylgdi, að Ragnar umgekkst nú í minna mæli fyrri kunningja og vini. Hinsvegar var það víðs fjarri, að hann kastaði fyrri áhugamálum fyrir róða. Þannig hélt hann lengi áfram áskrift á erlendum tímaritum, þýskum og enskum, en það hafði hann gert allt frá stríðslokum. Um síðir dró þó að því, að heilsu hans hrakaði enn meira. Gerðist hann þá vist- maður að Ási í Hveragerði og síðustu fjögur árin dvaldi hann á hjúkrunar- og elliheimilinu Grund í Reykjavík. Þetta sem hér hefir verið rakið er í stórum dráttum sú mynd sem nú kemur í huga minn af ytra lífshlaupi Ragnars fomvinar míns. Ekki verður þessum línum þó lokið án þess að vikið sé að einum persónulegum þætti í lífshlaupi hans. Árið 1937 eignaðist hann með ungri eklq'u, Maríu Brose, soninn Rudolf. Varð hann eftir er Ragnar hélt til íslands 1939. Að lokum stríðsins fréttist, að móðir drengsins væri látin og bamið í miklu um- komuleysi í allri þeirri eymd, sem þá var í Þýskalandi. Ragnar brást svo við þessum tíðindum að hann • hélt utan og sótti son sinn. Naut hann þar hjálpar Áma Siemsen eins og fleiri í slikum tilfellum. Þetta var árið 1947. Drengurinn ólst síðan upp hjá föður sínum og ömmu, frú Louise. Rudolf er nú búsettur í Keflavík, kvæntur Eddu Emilsdóttur. Hefir hann nú starfað um tuttugu ára skeið í slökkviliði Keflavíkur- flugvallar. Við hjónin minnumst Ragnars með ánægju og þakklæti. Megi drengskapur Ragnars jafnan verða þeim hjónum, Eddu og Rudolf, hug- stæð minning. Oddur Guðjónsson Minning: Gunnar Guðjóns- son — Hvolsvelli Gunnar Guðjónsson, Vallarbraut 6, Hvolsvelli, er látinn langt fyrir aldur fram, og er hans sárt saknað. Eftir æðmlausa baráttu við lang- varandi veikindi, þar sem hann hélt ró sinni og reisn allt til loka, er hann nú lagður til hinstu hvflu við hlið dóttur sinnar í heimahögum. Ætíð var Gunnar brosandi, gef- andi af sinni alkunnu hlýju og inni- legu viðmóti. Það er bókstaflega mannbætandi að kynnast slíku fólki, en alltaf var maður jafn vel- kominn á heimili þeirra hjóna, Gunnars og konu hans Ásu Guð- mundsdóttur. Þá var ekki síður hlý- legt að litast um og dvelja í garðin- um hjá þeim Gunnari og Asu, en með samstilltu átaki hafa þau rækt- að upp einn fegursta tijá- og blóma- garð hér um slóðir. Sannarlega er eins og maður sé kominn í annan heim, eða a.m.k. til suðrænna landa, þegar allt er þar í fullum skrúða. Viljum við nota hér tækifærið og þakka fyrir rausnarlega gjaf- mildi Gunnars og Ásu, en þeir eru orðnir óteljandi græðlingamir sem við höfum flutt frá þeim heim í garðinn okkar ásamt plöntum ýmiss konar, bæði til skrauts og nytja. Þeirrar gjafmildi munum við njóta. Minningin um góðan dreng mun lifa um ókomin ár. Ása, okkar innilegustu samúðar- kveðjur flyijum við þér á sorgar- stundu. Guðmundur og Aðalheiður Þegar árin færast yfír fer mörg- um svo að flestar bemskuminning- amar gleymast en eftir verða atvik, sem lýsa eins og leiftur um nótt. Þær minningar geta verið bjartar gleðistundir eða sár harmur. Eitt- hvað sem sker sig úr hversdagsleik- anum með þeim hætti að það fylgir fólki til æviloka. Eitt af því fyrsta, sem ég man var bjartur sumarmorgunn, hestar söðlaðir í hlaði og við öll ferðbúin. Ég hafði vaknað óvenju snemma, því tilhlökkunin lét mig ekki hafa svefnró. Foreldrar mínir, Sigurður Vig- fússon og Björg Jónsdóttir á Brún- um undir Eyjafjöllum, ætluðu með okkur systkinin í heimsókn til móð- urbróður míns, Guðjóns, og konu hans Guðrúnar Gunnarsdóttur í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum. Ég vissi að hvergi var betra að koma en í Hallgeirsey og þar var góða leikfélaga að finna. Um hádegisbil var komið á áfangastað og þó ég væri ungur að árum, gleymast mér aldrei þær + Þökkum innilega auösýnda samúö og einlægan vinarhug viö and- lát og jaröarför INGIBJARGAR SIGMARSDÓTTUR, Furulundl 3c, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks handlækninga- og lyflækningadeildar FSA, fyrir frábæra umönnun og alúö í veikindum hennar. Ragnar Malmquist, Siguröur Malmqulst, Ólöf Magnúsdóttir, Selma Sigurðardóttir, Hólmfríður Svala Jóhannsdótttlr, systkini og fjölskyldur þeirra. Kveðjuorð: Halldór Jörgens- son, Akranesi hlýju móttökur, sem við fengum og alltaf hafa einkennt heimilið í Hall- geirsey. Dagurinn leið alltof fljótt. Systk- inin þijú voru óþreytandi að sýna okkur allt, sem markverðast var í bænum og umhverfis og þar sem við Gunnar vorum elstir okkar systkina þóttumst við' vera sjálf- kjömir foringjar hvors hóps fyrir sig. Þegar haldið var heim að kvöldi hafði tekist sú vinátta, sem hélst upp frá því. Þegar Gunnar hefur nú farið á undan þá leið, sem allir fara, fínnst mér mest um vert að eiga minningamar frá þeim stund- um, sem við áttum saman, þar ber engan skugga á. Gunnari var tónlistin í blóð borin og samdi nokkur lög, sem bera vitni þeirri viðkvæmu lund, sem bjó und- ir glaðværu yfirbragði. Hann var þjóðhaga smiður, lista- maður í öllu, sem hann tók sér fyr- ir hendur. Ég veit með vissu að mesta gæfuspor Gunnars var þegar hann hitti lífsförunaut sinn, Ásu Guðmundsdóttur. Þau bjuggu sér fallegt heimili á Vallarbraut 6 á Hvolsvelli og garðurinn kring um húsið ber því vitni hvað hægt er að gera þegar samhent fólk leggst á eitt að fegra umhverfi sitt. Á Vallarbrautina var gott að koma, þar vomm við alltaf velkom- in. Ekki gestir, sem tekið var á móti af skyldurækni, heldur aufúsu- gestir beggja hjónanna, sem tekið var tveim höndum, hvemig sem á stóð. Oft var þar glatt á hjalla en sorgin gekk ekki heldur þar hjá garði, einkadóttur sína, Guðrúnu, misstu þau í blóma lífsins, eina yndislegustu unga stúlku sem ég hef kynnst, hún var búin bestu kostum beggja foreldra sinna og augasteinn þeirra beggja. Eg ætla ekki að rekja ævisögu Gunnars S þessum fáu orðum, að- eins langaði mig að þakka frænda mínum öll hlýju handtökin og tryggð hans á liðnum árum. Fyrir skömmu var ég staddur í auðu samkomuhúsi, hliðarsalur var myrkvaður. Lítill drengur kom þar inn með móður sinni, hann hljóp til mín, benti inn í dimmuna og sagði: Heyrðu, er nóttin þama inni? Oft er það svo, þegar einhver okkur nákominn hefur vistaskipti, að okk- ur fínnst nóttin hafa tekið völdin, en ég trúi því að hinumegin við tjaldið sé bjartur dagur og þeir, sem á undan eru famir, bíði þar eftir okkur, sem seinna komum. Fjölskylda mín og ég sendum ykkur, Asu, Guðrúnu S Hallgeirsey og öðram ástvinum Gunnars, inni- legustu samúðarkveðjur. Jón Sigurðsson Þann 2. apríl var til moldar bor- inn á Akranesi elskulegur afí okk- ar, Halldór Jörgensson, trésmfða- meistari. Foreldrar hans voru Jörg- en Hansson, vélstjóri, og Sigurbjörg Halldórsdóttir og var hann elstur sex systkina. Tvær systur hans dóu ungar en þau sem era á lífi era Hans fyrrverandi skólastjóri í Reykjavik, Björgvin kennari á Ak- ureyri og Guðrún húsmóðir S NjarðvSk. Fráfall hans sem okkur fannst bera skjótt að er okkur systram mikill missir. Afí er lagstur til hinstu hvfldar, farinn þá leið sem við öll föram og sárt er til þess að hugsa að hann sé ekki lengur með okkur. Afi var kvæntur Steinunni Ingi- marsdóttur og eignuðust þau flögur böm, þau era: elst móðir okkar, Sigrún Ingibjörg tónmenntakenn- ari, gift séra Hreini Hjartarsyni, Sigurbjörg sjúkraliði, gift Hallgrími Ámasyni trésmíðameistara, Ingi- mar trésmíðameistari, kvæntur Sigríði Ólafsdóttur hjúkranarfræð- ingi, og Guðbjörg kennari, gift Valdimar Sæmundssyni flugvirkja. Bamabömin era ellefu talsins og langafabömin sex. Amma Steinunn dó ung að árum árið 1962. Nokkram áram eftir andlát ömmu var afi svo lánsamur að kynnast yndislegri konu og núver- aridi sijúpömmu okkar, Ragnheiði Guðbjartsdóttur. Hún reyndist hon- um góður Kfsföranautur og okkur bamabömunum besta amma. Afi var f miklu uppáhaldi hjá okkur bamabömunum. Áhugi hans á bamabömunum var einstakur. Af mikilli alúð fylgdist hann með okk- ur öllum og hafði sérstaka ánægju af að fræða okkur. Minningar æskuáranna um sam- vistir við afa era margar. Snemma varð það hluti tilverannar að segja afa frá því sem á dagana hafði drifið, frá hugsunum okkar, leikjum eða bara einhveiju skemmtilegu atviki úr skóiatímum. Alltaf var hann jafn fús að hlusta á okkur og alltaf vora undirtektimar jafn hlýj- ar. Hann var uppörvandi og með umhyggju tókst honum að glæða bamaleg viðfangsefni okkar lífí. Eftir samverastund með afa á Sól- bakka virtist lífíð alltaf bjartara. Tíu ára gamlar dvöldum við einn vetur á Akranesi og þá var gaman að fá afa til að hjálpa sér með reikn- ingsdæmin. Við settumst í eldhúsið á bekkinn hans afa, hann sýndi okkur reikningsstokkinn, kenndi okkur metrakerfið og okkur fannst við fara þaðan sem reikningssnill- ingar. Það var skemmtilegt að heimsækja afa því hann var kátur og lífsglaður að eðlisfari og gat slegið á létta strengi, en hafði sig aldrei í frammi því hógværð ein- kenndi persónuleika hans. Árin liðu og virðingin fyrir þess- um góða manni jókst enn. Oft hugs- uðum við til afa, sérstaklega ef við heyrðum einhvem segja eitthvað gott, eitthvað sem gaf lffinu gildi, því að f huga okkar skipar einlæg jákvæðni hans sérstakan sess. Göfugu lífi er lokið og við varð- veitum fallegar og hugljúfar minn- ingar um allt það sem afi hefur gefið okkur og kennt. Að lokum biðjum við algóðan Guð að blessa minningu hans og veita góðri ömmu okkar styrk og frið. Jóhanna og Steinunn Hreinsdætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.