Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 Bolungarvík: Rækjuskipið Sól- rún landar metafla MJÖG góður afli hefur verið hjá bátum og togurum sem gerðir eru út frá Bolungarvik nú upp á síðkastið. Vinna hefur því verið mikO og stöðug þjá fiskvinnslu- stöðvunum. Rækjuskipið Sólrún kom inn með metafla nú um helg- ina. Skipið hefur um þriggja vikna skeið verið að veiðum úti fyrir Austfjörðum og aflað vel. Hefðbundin rækjuslóð fyrir Norðurlandi hefur Verið teppt vegna isa og þvi fór skipið austur til veiða. Afli skipsins var rúmlega 100 tonn og er hann frystur og unninn um borð og er því aflaverðmæti á milli 10,5 og 11 milljónir króna. Skipveijar eru átta talsins og er skipstjóri Jón Guðbrandsson. Tveir aðrir togarar eru gerðir út héðan frá Bolungarvík, Heiðrún og Dagrún, sem hafa verið á botnfisk- veiðum og hefur afli þeirra einnig verið góðui-. Heiðrún hefur haldið sig á miðunum fyrir sunnan land og hefur veitt þar blandaðan físk — þorsk, ýsu, karfa og ufsa. yegna mikils framboðs af fiski hjá íshús- félagi Bolungarvíkur hf. var gripið á það ráð að skipið setti hlut aflans í gáma suður í Njarðvíkum en af- ganginn á markaðinn þar syðra. Fékk það síðan kassa til viðbótar og hélt rakleitt til veiða að nýju. Heiðrún er væntanleg hingað til löndunar nú um helgina. Dagrún hefur verið í vélarklössun þar sem vél skipsins hefur verið yfírfarin. Verkið vann Vélsmiðja Bolungarvíkur samkvæmt ákveðn- um verksamningi og stóðust tíma- áætlanir af hálfu verktaka með ágætum og er nú skipið í sinni þriðju veiðiferð frá því að verkinu lauk. Einn bátur er gerður út á net en afli hans hefur verið nokkuð dræmur. Afli línubáta sem gerðir eru út frá Bolungarvík hefur hins vegar verið mjög góður. Aflinn er Morgunblaðið/Júlíus Stjórn félagsins K.o.n.a.n. framan við Snekkjuvog 21, þar sem opnað- ur hefur verið áfangastaður fyrir konur að lokinni meðferð vegna neyslu áfengis eða annarra fikniefna. Frá vinstri Kristín Waage, Helga Ágústsdóttir, Kristín Snæfells Araþórsdóttir, Oddný Jakobs- dóttir og Elsa Guðmundsdóttir. Reykjavík: Konur fá áfangastað Morgunblaðið/Gunnar Halisson Unnið að löndun úr Sólrúnu í höfninni á Bolungarvík. að verulegu leyti steinbítur sem frystur er en talsvert er tekið af þorskinum sem kemur með til sölt- unar og því óhætt að segja að mikl- ar og góðar annir hafí verið í físk- verkunarhúsum hér í Bolungarvík. REYKJAVÍKURBORG hefur af- hent félaginu K.o.n.a.n., einbýlis- hús að gjöf fyrir starfsemi sína. Markmið félagsins er að starf- rækja áfangastað fyrir konur, sem notið hafa meðferðar vegna neyslu áfengis eða annarra fíkni- efna. Gert er ráð fyrir að 18 konur geti samtimis dvalið á heimilinu og er miðað við minnst þrggja mánaða dvöl. Að sögn Kristínar Snæfells Arn- þórsdóttur formanns félagsins, Samtökin „Gamli miðbærinn“: Bygging ráðhúss við Tjömina brýnt verkefni leysir heimilið úr brýnni þörf en fram til þessa hafa konur ekki átt í nein hús að vemda að meðferð lokinni. Hafa borgaryfirvöld frá upphafí sýnt málum félagsins fullan skilning auk þess sem einstakling- ar, fyrirtæki og félagasamtök hafa styrkt félagið með fjárframlögum og búnaði til heimilisins. Ráðinn hefur verið starfsmaður að heimilinu sem, sér um reksturinn yfir daginn og sérstök umsjónar- kona að nóttu með fast aðsetur á heimilinu. Þær konur sem þar dvelja munu stunda vinnu sína þaðan, sjá um matargerð, ræstingar og annað er til fellur. Reglulegir stuðnings- fundir verða haldnir með heimilis- fólki og að auki gefínn kostur á séretakri aðstoð þegar þörf krefur. í frétt frá félaginu segir að mark- mið með dvöl á heimilinu sé að konur öðlist þann styrk og þá tiltrú á sjálfa sig, að þær geti haldið óstuddar út í þjóðfélagið, án fíkni- efna. STJÓRN miðbæjarsamtakanna „Gamli miðbærinn" samþykkti eft- irfarandi ályktun á fundi sfnum í gær: „Stjóm miðbæjarsamtakanna „Gamli miðbærinn" vill ítrekað styðja ákvörðun meirihluta borgarstjómar um byggingu ráðhúss við Tjömina. Við teljum þessa framkvæmd hið brýnasta verkefni og að ráðhús á þessum stað efli miðbæinn til muna. Sömuleiðis fordæmum við öfgafull og villandi ummæli forráðamanna samtakanna „Tjömin lifí“ um þetta mál og í því sambandi viljum við benda á að mörg mál sem em á verk- efnalista okkar varðandi Tjömina em mun betur fallin til að Tjömin lifí og haldi reisn sinni en að koma í veg fyrir að ráðhús rísi þar. í þau tvö og hálft ár sem samtök okkar hafa starfað hefur fegrunar- nefnd á okkar vegum oft bent hreins- unardeild borgarinnar á óþrifnað í og við Tjömina ásamt ýmsum tillög- um sem nefhdin hefur látið frá sér fara varðandi Tjömina en aldrei á þessum tíma höfum við orðið vör við fulltrúa þess fólks sem nú talar hæst um Tjömina. Megi réttkjörin meirihluti borgar- stjómar bera gæfu til þess að láta ekki háværan þrýstihóp stöðva bygg- ingu ráðhúss á þessum ákjósanlega stað. Blönduós: NISSAN PATHFINDER Jafnvígur utan vega sem innanbæiar Nissan Pathfinder er að nýrri kynslóð torfœrubifreiða sem sameinar þœgindi og hörku á óviðjafnanlegan hátt. • Kraftmikil 2,4 eða 3ja lítra vél. • Aflstýri. • Lúxusinnrétting. • Fimmgíra beinskiptur eða sjálfskiptur, hátt og lágt drif. • Tímaritið „Four Wheeler“ kaus Pathfinder jeppa ársins, auk fjölda annarra tímarita. • 3ja ára ábyrgð. • Sýningarbíll í bílasal. Verðfrákr. 1.055 þús. Ingirar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauðagerði Sími: 91 -3 35 60 Samningar verslunar- manna samþykktir Blöndu&si. Á almennum fundl Verslunar- mannafélags Húnvetninga voru samþykktir með 14 gegn ir. I fé 11 og einn seðill var auður. 1 félaginu eru & milli 70 og 80 manns. Gerður Hallgrímsdóttir, formaður Verslunarmannafélags Húnvetninga, sagði þetta góða þátttöku í atkvæða- greiðslu. Þegar atkvæðagreiðslan fór fram á Blönduósi var búið að fella samninginn, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Stjóm Verslunarmannafé- lags Húnvetninga var hlynnt því að samningurinn yrði felldur en félags- menn samþykktu hann engu að siður. Gerður sagði að fólk teldi sig vita að með verkfalli fengist ekki sú launahækkun sem verslunarfólk vildi. Hliðarráðstafanir höfðu minna að segja svo sem ákvæði um vinnutíma o.s.frv. Samkvæmt þessu fær versl- unarfólk í A-Húnavatnssýslu greitt samkvæmt þessum samningum frá og með 16. mars. - Jón Sig. Fræðsluerindi um innhverfa íhugun Fræðsluerindi um tæknina inn- hverfa íhugun verður haldið á vegum íslenska fhugunarfélagsins laugardaginn 16. aprfl kl. 15 i húsnæði félagsins í Garðastræti 17. Þar verður fjallað almennt um tilgang og áhrif tœkninnar & huga, líkama og hegðun. Innhverf íhugun er ævafom aðferð sem upprunnin er á Indlandi en barst til Vesturlanda á sjöunda áratugnum með Maharishi Mahesh Yogi. Ástæð- una fyrir útbreiðslu tækninnar á Vesturlöndum má relq'a til rannsókna sem gerðar hafa verið á áhrifum hennar á almennan þroska s.s. greind, minni, námshæfni auk rann- sókna á streitu og heilbrigði. Fyrir- lesari er Ari Halldórsson og er að- gangur ókeypis. (Fréttatílkynning) Upphafsmaður innhverfrar íhugunar, Maharishi Mahesh Yogi. Sarah Kirsch rithöfundur. Kunnur þýsk- ur höfundur les úr verk um sínum ÞÝSKI rithöfundurinn Sarah Kirsch kemur til landsins í þess- ari viku til þess að lesa upp úr verkum sinum. Sarah Kirsch fasddist 1935 í Hartz-Qöllunum. Auk náms í líffræði lagði hún stund á bók- menntafræði, en byijaði síðan að skrifa sjálf. Hún er einkum þekkt fyrir ljóðagerð sína, en hefur líka skrifað allmargar bamabækur. Á ámnum 1968—1977 bjó hún Aust- ur-Berlín, en fluttist síðan til Vest- ur-Berlínar og býr í dag í smáþorpi í Slésvík-Holtsetalandi. Sarah Kirsch er talin til fremstu skálda sem skrifa á þýsku og hefur hlotið mörg bókmenntaverðlaun. Hingað kemur hún frá Noregi, þar sem hún hélt upplestur bæði í Berg- en og Osló. Sarah Kirsch les úr verkum sfnum í Þýska bókasafninu, Tryggvagötu 26, föstudaginn 15. apríl. Upplesturinn hefst 20.30 og eru allir velkomnir. (Fréttatílkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.