Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 37 Minning: Kristfana Jóns- dóttir frá Bergi Kristjana Jónsdóttir v_ar fædd 24. júní 1912 í Ásmúla, Ásahreppi í Rangárvallasýslu, dóttir hjónanna Ólafar Guðmundsdóttur og Jóns Jónssonar bónda þar, fímmta í röð- inni af 10 systkinunum. Þtjár þeirra eru nú látin. Árið 1935 giftist Kristjana Nikolai Elíassyni frá Bala í Þykkvabæ. Mest allan sinn búskap bjuggu þau Kristjana og Nikolai á Bergi í Keflavík. Byggðu þau sér þar hús árið 1941 á berum melnum, ræktuðu hann upp og gerðu þar fallegt tún sem prýtt hefur um- hverfí Keflavíkur æ síðan. Kristjana og Nikolai eignuðust 4 böm. Þau eru, Axel tæknifræðingur, Elías pípulagningarmeistari, Jón vélsmíðameistari og Kristín hús- móðir, eru þau öll gift og böm þeirra 13 talsins og 2 bamaböm, auk þess átti systurdóttir Nikolais, Guðrún Ásta sitt annað heimili hjá þeim, eftir að hún ung missti móð- ur sína. Árið 1954 fluttu foreldrar Nikolais, Elías og Kristín til þeirra að Bergi og bjuggu hjá þeim til dauðadags. Um svipað leyti kom ég á heimili þeirra sem tilvonandi tengdadóttir, var mér strax tekið opnum örmum og mikið var gott að vera hjá þessum elskulegu hjón- um mitt fyrsta ár í Keflavík. Kristjana tengdamóðir mín var mér sérstaklega kær, hún hafði al- veg einstaklega gott lundarfar, allt- af glöð og kát, hafði skemmtilega kímnigáfu og sagði vel frá, þess vegna urðu allir í góðu skapi í ná- vist hennar. Hún stóð alls staðar upp úr, þó ekki hafí hún verið há vexti, þannig mun ég ávallt minn- ast hennar. Þó síðustu mánuðimir hafi verið stríð við ólæknandi sjúk- dóm kvartaði hún aldrei, bara brosti sínu glaða brosi og sagðist hafa það gott, slíkt var sálarþrek hennar. Kristjana lést á sjúkrahúsi Keflavíkur 7. apríl síðastliðinn. Blessuð sé minning hennar. Ása í dag kveð ég ástkæra ömmu mína, Kristjönu Jónsdóttur, Bergi Keflavík. Ég á eftir að sakna henn- ar mikið, það var svo gaman að koma til afa og ömmu á Bergi og leika sér í heyinu og við gæsimar hennar á sumrin. Alltaf átti amma eitthvert góðgæti handa mér. Á sunnudögum bakaði amma pönnu- kökur handa okkur krökkunum. Gulli, Sirrý og ég þökkum ömmu allt. Kristjana Jónsdóttir Þegar ég var bam voru tveir staðir sem mér þótti mjög gott og gaman að koma til og dvelja á um lengri eða skemmri_ tíma. Annar þessara staða var Ásmúli í Ása- hreppi, Rangárvallasýslu, með ein- staklega fallegt bæjarstæði sem var undirstrikað af stöðuvatninu, Hrútsvatni. Þar bjuggu afí minn, Jón Jónsson og amma, Olöf Guð- mundsdóttir sín búskaparár. Þar fæddust níu af tíu bömum þeirra, en elsta bamið fæddist í Kálfholti. Eitt þessara tíu bama var Krist- jana, en hún fæddist í Ásmúla 24. júní 1912, fimmta í röð þeirra systk- ina. Sú þriðja sem kveður þennan heim. Áður eru látin Björgvin og Ólafía. Hinn staðurinn sem einnig var draumastaður var Berg við Keflavík. Þar bjuggu Kristjana og maður hennar Nikolai Elíasson, en hann lést fyrir fímm árum. Þau giftust árið 1935. Fljótlega bmtu þau land á Bergi. Þar var hijóstr- ugt mjög og töldu menn landið óbyggilegt á þeim tíma. En með hörku og dugnaði mddu þau gijót- inu burt, ræktuðu tún og byggðu hús. Þau bjuggu síðan mörg ár með kýr, svfn og hænsni. En jafnhliða búskapnum stundaði Nikolai dýra- lækningar í héraðinu. Á Bergi hjá Sjönu og Nikolai var alltaf mannmargt. Þar vom tíðar gestakomur, ýmist fólk sem rakst inn í spjall og kaffísopa eða fólk sem kom til dvalar um mislangan tíma. Þar dvöldu foreldrar Nikolai sín síðustu ár og ávallt vom systk- inaböm þeirra velkomin til þess að vera. Allir vom velkomnir og alltaf eins og það væri einmitt sá sem var að koma sem beðip væri eftir. Þau höfðu alltaf tíma. Ég man hvað mér þótti merkilegt eitt sumarið þegar ég dvaldi á Bergi, að Sjana fór aldrei að sofa á kvöldin eins og við hin og var alltaf komin á fætur löngu á undan öðmm á morgnana. Ég veit það núna, að til þess að sinna öllum störfum og fólkinu, þurfti langan vinnudag. Sjana og Nikolai eignuðust fjög- ur böm, _ Axel, tæknifræðing, kvæntan Ásu Siguijónsdóttir, þau búa í Garðabæ. Elías, pípulagninga- meistara, kvæntan Unni Torfadótt- ur, búsett í Keflavík. Jón, vélstjóra, kvæntan Erlu "Belberps, þau búa í Grindavík og Kristínu, gifta Ólafí Kjartanssyni, tæknifraeðing, en þau búa í Garðinum. Bamabömin em þrettán. Eftir lát manns síns flutti Sjana niður í bæinn þar hafði hún komið sér ljómandi vel fyrir í lítilli, fal- legri íbúð — í nánd við Elías son sinn. Fyrir u.þ.b. ári ætlaði Sjana í ferðalag til Danmerkur með Ásu tengdadóttur sinni. Því ferðalagi var frestað vegna veikinda Sjönu. En þá var hafínn undanfarinn að öðm ferðalagi — því ferðalagi sem fyrir okkur öllum. liggur að lokum. Þessi undanfari hefur verið þungur og þrautagjam en að vonum verður heimkoman lausn sem færir frænku mína inn á grænar gmndir eilífðar- innar. Blessuð sé minning hennar. Fjölskylda mín og systkini hinnar látnu senda bömum og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Rut Guðmundsdóttir Nú er hún amma mín dáin! Ég eyddi með henni fyrstu þrem ámm ævi minnar. Ég bjó hjá henni og afa mínum ásamt foreldmm mínum. Þetta em þó ekki einu stundimar sem ég átti með henni, því eftir að ég flutti aftur í nálægð við hana leið varla sá dagur að ekki kæmi ég við hjá henni. Hún hafði mjög sérstaka skapgerð, aldr- ei heyrðist hún hækka róminn eða byrsta sig við nokkum mann, hún var alltaf jafn hæg og róleg. Hún er sú skapbesta manneskja sem ég hef fyrir hitt. Það er alveg synd að ekki hafí fleiri fengið að kynn- ast henni en raun ber vitni, en hún var að eðlisfari hlédræg og feimin. Hún hafði mikinn og skemmtileg- an húmor, það var alveg sama á hvaða aldri maður var, hvort heldur 5 eða 20 ára, hún hafði þann sér- staka hæfíleika að geta alltaf talað um það sem maður hafði áhuga fyrir og var alltaf jafn skemmtileg. Minningamar hrannast upp þeg- ar maður ætlar að minnast jafn mikilfenglegrar konu í stuttri kveðjugrein, því það er svo margt sem okkur fór í milli sem ekki er hægt að setja á blað og þær minn- ingar em manni auðvitað efst í huga á þessari stundu. Hún var ekki svona manneskja sem alltaf var með heilræði handa ungdómn- um heldur sagði hún: Gerðu bara eins og þú telur best og réttast. Hjá henni gat ég alltaf verið, það . var alveg sama hvað gekk á hjá mér eða hvað ég hafði gert, ég gat alltaf komið til hennar því aldrei settist hún í dómarasætið og dæmdi um gjörðir annarra og var alltaf tiltæk þegar maður þurfti á henni að halda. Það er erfítt að segja frá ömmu því yfír mann kemur sterk löngun til að kynna öllum heiminum hversu góð manneskja hún var, ásamt því sem ég óska að ég hefði gert meira fyrir hana því hún gerði alltaf allt sem hún gat fyrir mig. En eins og gefur að skilja er erfítt að lýsa mjög sérstökum hlut- um sem bara er eitt eintak af og svo er um hana. Nú legg ég augun aftur, ó Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Foersom - Sb. 1871 - S. Egilsson) Ég vil þakka ömmu minni fyrir allt sem hún var mér, minning hennar lifir björt og hlý. Sigríður Sólveig Ólafsdóttir AFMHLISTILBOD SL OG HERTZ Flug og bíll í Kaupmannahöfn: HRSTAVIkW ^_ mrr Eina skiiyrðið er að bóka bílinn í 2 vikur eða lengur. Þá dregst sjálfkrafa af verðinu einnar viku leigugjald, - og tryggingargjaldið að auki! Ódýrara og þægilegra gerist það varla. Þú flýgur með Flugleiðum til Kaupmannahafnar á laugardags- morgni. Áflugvellinum bíður þín nýr eða nýlegur gæðingur frá íí&L'B. Þaðan eru þér allir vegir færir: • Inn í líflega stemmningu Kaupmannahafnar; Strikið, Circus Benneweis, Dýragarðurinn, götulífið, veitingahúsin að ógleymdu Tívolíinu o.fl. o.fl. • Með ferjunni yfir til Svíþjóðar og Noregs. • Inn í mið-Evrópu;áeinum degi nærðu inn í Rínardalinn! • Til Englands. Það er ekki nema dagskeyrsla í ferjuna. • Niðurtil Suður-Evrópu; þú nærð án nokkurs asa til Spánar og til baka átveimurvikum. Staðfestu fyrir 25. maí -það gefur stórkostlegan vinningsmöguleika. í sumar drögum við glæsilegan vinning úr staðfestum bókunum, hvort sem þar eru 2,5, eða 7 farþegar: Flug fyrir alla til hvaða áfangastaðar sem er á áætlun Flugleiða og glæsikerra í 2 vikur frá rifötiK -FRÍTT býður betur Ekkert kilómetragjald. Vandað vegakort. Tölvuútskrift með leiðbeiningum um auðveldustu leiðir til helstu áfangastaða. Afsláttarbók með margskonar afslætti á gististöðum, skemmtistöðum, leikhúsum, skemmtigörðum og víðar. Handhæg taska að gjöf, — tilvalin fyrir léttan farangur. Krakkapakki handa börnunum, - spil, myndablöð og fleira skemmtilegt. Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Sími 91-69-10-10 Hótel Sögu viö Hagatorg ■ 91 -62 22-77. Akureyri; Skipagötu 14 ■ 96-2-72 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.