Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 fclk í fréttum STÓRSTIRNI Beta á ferð og flugi Reuter Elísabet Taylor var stödd i Bankok í Thailandi siðastliðinn þriðjudag. Þar veitti hún viðtöku enn einni gjöfinni frá sínum heittelskaða milljónamœr- ingi Malcolm Forbes. Elísabet fékk agnarlitinn gibbon-apa sem hún virðir fyrir sér á myndinni. Thailenskir náttúrufræðingar hafa látið í ljós ^ óánægju með gjöfina. Þeir segja að veiðimenn þurfi að skjóta móðurina til að ná apaunganum af henni og í ofanálag séu lífslíkur apans við þessar óeðlilegu aðstæður fjarska litlar. Reuter Leikkonan fór frá Thailandi til Japan og var í Tokyo síðastliðinn miðvikudag. Á blaðamanna- fundi sem haldinn var á hóteli þar í borg skoraði hún á Japana að gefa eins mikið fé og frekast væri unnt til að vinna bug á' eyðniveirunni. Elisa- bet Taylor er formaður bandaríska eyðnirann- sóknarsjóðsins. DÓMARARAUNIR Á leið í fegurðarsamkeppni Neskaupstað Ekki var jafn auðvelt fyrir alla dómara á fegurðarsamkeppni Austurlands að komast á áfangastað keppniskvöldið, eins og sést á myndinni. Á henni er Inga Þorvaldsdóttir frá Seyðisfirði að leggja af stað yfir Fjarðarheiðina áleiðis til Neskaupstaðar til að sinna dómarastarfinu. Hún lagði af stað ásamt §órum félögum sínum á jeppa, en þau sneru við og lögðu á heiðina á þremur vélsleðum og komust á þeim til Neskaupstaðar. - Ágúst FRAKKLAND Bók um forsetatíð Giscard d’Estaing vekur umtal Valery Giscard d’Estaing var forseti Frakklands árin 1974 til 1981, en það ár beið hann lægri hlut í kosningum fyrir Francois Mitterand núverandi forseta landsins. Giscard er ekki í fram- boði í forsetakosningunum 24. þessa mánaðar, en er engu að síður umtalaður maður í heimal- andi sínu þessar vikumar. Ástæð- an er sú að nýlega kom út bók hans um fyrstu embættisárin. Bókin kallast Le Pouvoir et la Vie eða Valdið og lífíð. Hún var söluhæsta bókin í Frakklandi í marsmánuði og gagnrýnendur hafa hrósað Giscard fyrir ritsnilld- ina. I bókinni em ekki venjulegar endurminningar, heldur hugleið- ingar um lífíð á valdastóli, settar fram með háfleygum orðum eins og tíðkast meðal Frakka. Ná- kvæmar lýsingar í bókinni á smá- legum atvikum koma heim við það orð sem fór af nákvæmni Gis- cards, sem sumir vildu kalla smá- munasemi. Mestu púðri eyðir bókarhöfund- ur í að sýna fram á að stjómend- ur séu eins og annað fólk. Honum em jafnframt ofarlega í huga mál eins og konur í stjómmálum og dauðarefsing. í Frakklandi var, meðan dauðadómum var enn full- nægt á síðasta áratug, ætlast til þess að forsetinn hefði af þeim nokkur afskipti er ekki vom að- eins formið eitt, og hefur þetta sýnilega valdið Giscard mikilli sál- arangist. Forsetinn fyrrverandi segir frá samskiptum sínum við ýmsa menn og er Helmut Schmidt, fyrram kanslari Vestur-Þýskalands, þeirra fyrirferðarmestur. Giscard talar um að samband þeirra hafi verið einstaklega gott, líkara trún- I bók Giscards verður honum tfðrætt um Helmut Schmidt, fyrrum kanslara Vestur-Þýskalands. Valery Giscard d’Estaing og kona hans Anne-Aymone i kvöld- verðarboði á alþýðuheimili. aðarvináttu en samskiptum tveggja þjóðarleiðtoga. Þá rekur höfundur erótískar hugleiðingar sem frú Alice Saunier-Seité vakti með honum í embættisferð þeirra til Korsíku. Hún fór með ráðu- neyti háskólamála í stjómartíð Giscards. í bókinni er einnig vikið að því uppátæki forsetahjónanna að fara í hálf-opinber kvöldverðarboð á alþýðuheimili. Sumir skopuðust að þessum heimsóknum og farsi um þær komst á fjalimar alla leið uppi á íslandi. Giscard ver heim- sóknimar af talsverðum ákafa og segir að þær hafi verið frjálslegar og afslappaðar og oft staðið langt fram á nótt, enda hafi þau hjón rætt þær af ánægju eftir á. (Time & Herald Tribune) VALERY GISCARD D’ESTAING LE POUVOIR ET LAVIE hi ____________Ó2____________ Giscard dEstaing, fyrrum Frakklandsforseti, hefur skrif- að bók um fyrstu embættisár sin. Hún kom nýlega út i Frakklandi og hefur vakið mikla eftirtekt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.