Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 Landssamtök hjartasíúklinga: Þjálfunar- og heilsurækt- arstöð í undirbúning'i Aðalfundur Landssamtaka hjartasjúklinga var haldinn á Hótel Sögu 26. mars síðastliðinn. Þar kom m.a. fram að i undirbún- ingi er stofnun þjálfunar- og heilsuræktarstöð í Reykjavík. í langri og ítarlegri ræðu for- manns samtakanna, Ingólfs Vikt- orssonar, sagði hann eftirfarandi: „Þetta er fimmti aðalfundur sam- takanna frá stofnun þeirra í októ- ber 1983, og hefur félagatalan fímmfaldast á þessum tíma, en fé- lagsmenn eru nú 1150. Á síðasta starfsári gaf félagið sem áður lækningatæki til spítala, til eignar og umráða á hverjum stað. Hinn 4. apríl 1987 afhenti stjóm Landssamtaka hjartasjúklinga þol- þróunartæki til endurhæfingar- stöðvarinnar að Reykjalundi við hátíðlega athöfn um leið og nýja þjálfunar- og endurhæfingardeildin var formlega tekin í notkun. Hinn 11. apríl 1987 voru afhent á Akureyri af þrem stjómarmönn- um Landssamtaka hjartasjúklinga ný og vönduð lækningatæki til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Var þar um að ræða sjálfvirkan blóðþrýstingsmæli ásamt hjarta- línuritstæki. Dr. Þorkell Guðbrandsson yfir- læknir tók við gjöfunum fyrir hönd Pjórðungssjúkrahússins. Hinn 6. maí 1987 var samþykkt á stjómarfundi gjöf á aðalmonitor á vaktstofu hjartadeildar Landspít- alans. Þau tæki munu að nokkru vera komin í notkun, en hafa ekki verið formlega afhent. Árin 1985 og 1986 var efnt til stórsöfnunar með merkjasölu um allt land. Það gaf mjög góða raun og nánast hélt uppi hinu grósku- mikla starfi. Síðastliðið ár hvfldum við fólk á slíkri söftiun og töldum heppilegra að láta líða ár á milli, einnig með tilliti til kaupenda. Nú höfum við ákveðið að efna til merkjasölu dagana 10. og 11. júní nk. Umræður um nauðsyn þjálfunar- og heilsuræktarstöðvar hér í Reykjavík hafa verið miklar í félagi okkar síðan f aprfl á síðasta ári. Er hér um stórmerkilegt mál að ræða. Haraldur Steinþórsson ritari Landssamtaka hjartasjúklinga hef- ur verið forsvarsmaður okkar í þessu máli og mun hann fjalla nán- ar um það hér á eftir. Ég fagna því að félag okkar er orðið að sterkum og öflugum sam- tökum, sem starfað hefur og starf- ar enn af miklum krafti að bættum skilyrðum fyrir hjartasjúklinga og stuðlar að heilsubótum almennt. Að lókum, góðir félagar, hvet ég ykkur til að vinna áfram að fram- gangi góðra málefna í þágu hjarta- sjúklinga, því að það er og verður okkar aðalmarkmið fyrst og fremst." Að lokinni ræðu formanns flutti Jóhannes Proppé skýrslu gjaldkera, og kom fram að fjárhagur Lands- samtakanna er traustur. Þessu næst flutti Haraldur Stein- þórsson erindi um hugmyndir varð- andi þjálfunar- og heilsuræktar- stöð, og kom fram að Landssamtök hjartasjúklinga hafa átt frumkvæði að vali og samsetningu 14 manna nefndar frá sjúkrahúsum og heilsu- ræktarstöðvum til undirbúnings slíkrar stöðvar. Að þessu erindi loknu bar stjóm Landssamtakanna fram eftir- greinda tillögu, sem fundarmenn samþykktu mótatkvæðalaust. Aðalfundur Landssamtaka hjartasjúklinga, haldinn 26. mars 1988 fagnar því starfi, sem unnið hefur verið til undirbúnings stofn- unar þjálfunar- og heilsuræktar- stöðvar, sem sérhæfi sig í endur- hæfingu sjúklinga með hjarta- og æðasjúkdóma og einnig lungna- sjúkdóma. Skorar fundurinn á sfjómvöld, bæði ríki og sveitarfélög, að styðja þetta þarfa málefni, og bæta þann- ig þá bráðnauðsynlegu endurhæf- ingaaðstöðu, sem nú er til á Reykja- lundi og Borgarspítala. En þörfín er miklu meiri en þar er hægt að sinna. Annað meginhlutverk slíkrar stoftiunar væri sfðan að gefa fyrr- verandi sjúklingum kost á viðhalds- þjálfun og æfíngakerfi undir hand- leiðslu sérmenntaðs starfsfólks. Þessi þjónusta yrði greidd af ein- staklingum eins og á öðmm heilsu- ræktarstöðvum. Loks þarf heilsuræktarstöðin að starfrækja ráðgjafa- og upplýsinga- þjónustu og fræðslu fyrir sjúklinga um hjarta- og æðasjúkdóma og áhrif þjálfunar á líkamann. For- vamarstarf af þessu tagi mun tvímælalaust draga úr sjúkrahús- þörfinni í framtíðinni. Landssamtök hjartasjúklinga styðja heilshugar þennan mikil- væga áfanga í heilbrigðismálum. Og miðað við fyrri reynslu af stuðn- ingi almennings við að lyfta grettis- tökum til hjálpar þeim, sem orðið hafa fyrir barðinu á einum algeng- asta sjúkdómi þjóðarinnar, þá vilj- um við treysta á áframhaldandi fómfysi f fyrirhugaðri fjáröflun samtakanna í vor. Allt það sem safnast í þetta skipti mun fara til að gera að veruleika þennan draum hjartasjúklinga. Skrifstofa Landssamtaka hjarta- sjúklinga í Hafnarhúsinu er opin daglega kl. 13—17. Stjómina skipa: Ingólfur Viktorsson formaður, Al- freð G. Alfreðsson varaformaður, Sigurveig Halldórsdóttir meðstjóm- andi, Jóhannes Proppé gjaldkeri, Haraldur Steinþórsson ritari. (Fréttatilkynning.) radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar | fundir — mannfagnaðir | Aðalfundur húsfélagsins Miðvangi 41 verður haldinn sunnudaginn 17. apríl kl. 14.00 í Gaflinum. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. ’68 RÉTTÓ ’68 Gagnfræðingar frá Réttarholtsskóla Laugardaginn 7. maí höldum við upp á 20 ára útskriftarafmæli í Átthagasal Hótels Sögu. Hafið samband við eftirtalda fyrir 15. apríl: Brósi 34989, Elísabet 77737, Bíbí 74575, Stulli 44814, Sirrý Ben. 622313, Hrafnhildur 685183, Magnea 72824. Blómabúð Til sölu er ný, falleg og vinaleg blómabúð í 5-6 þúsund manna íbúðarhverfi. Tilvalið tæki- færi fyrir einn til tvo blómavini. Góð greiðslu- kjör. Langur leigusamningur. Sendið nöfn ykkar og símanúmer eftir frek- ari upplýsingum til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Blómabúö - 3594". Hveragerði Byggðastefna Sjálfstæðisflokksins Kjördæmisráð Sjálfstæöisflokkslns i Suöur- landskjördæmi boöar til opinnar ráðstefnu um stöðu landsbyggöarinnar, framtíöar- horfur og stefnumörkun. Ráöstefnan verö- ur í Hótel örk sunnudaginn 17. apríl nk. kl. 13.30. Framsögumenn: Einar Guöfinnsson, Bolungarvik. Sigurgeir Sigurðsson, Seltjarnarnesi, for- maður Sambands sveitarfélaga. Drffa Hjartardóttir, bóndi Keldum, Rangár- vallasýslu. Tómas Ingi Olrich, Akureyri. Siguröur Jónsson, Vestmannaeyjum. Aö loknum framsöguræöum veröa almennar umræöur. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Fundur um iðnaðarmál lönaðarnefnd Sjálf- stæöisflokksins efn- ir til opins fundar þriöjudaginn 19. apríl kl. 17.00 i Val- höll. lönaðarráöherra, Friörik Sophusson, ræðir um viöhorfin í iðnaöar- og atvinnu- málum. Formaður lönaöarnefndar, Eggert Hauksson, gerir grein fyrir störfum nefndarinnar. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki. Iðnaðamefnd Sjálfstæðisflokksins. Hverjir eiga SÍS? HFIMDAI I.UR F U S Heimdallur, FUS í Reykjavik og Æsir, klúbb- ur ungra sjálfstæðismanna af landsbyggö- inni, halda sameiginlegan fund i neöri deild Valhallar, Háaleitisbraut 1, kl. 20.00 föstu- daginn 15. april. Frummælandi veröur Guö- mundur H. Garðarsson, alþingismaður, sem ræðir um Samband íslenskra sam- vinnufélaga, breytingar á samvinnulögum - og hverjir eigi SÍS. Allt ungt sjálfstæöisfólk velkomiö. Stjórnirnar. Opið hús Að loknum fundi Heimdallar og Ása í neöri deild Valhallar á föstu- dagskvöldiö verður opiö hús frá kl. 21.30 fram á nótt. Músík og léttar veitingar aö vanda. Allir velkomnir. Stjórnirnar. Garðabær Félagsfundur Hugins Almennur félags- fundur um málefni bæjarfélagsins verður haldinn í Lyngási 11, föstu- daginn 15. april. Gestir fundarins veröa Ingimundur Sigurpálsson, bæj- arstjóri og Erling Ásgeirsson, bæjar- fulltrúi. Fundurinn er öllum opinn. Léttar veitingar i boði. Stjóm Hugins. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði Hafnarfirði Almennur fundur veröur haldinn mánudag- inn 18. april kl. 20.30 í Sjálfstæöishúsinu viö Strandgötu. Dagskrá: Venjuleg fundarstörf. Gestur fundarins veröur frú Þuriður Pálsdóttir. Kaffiveitingar. Sjálfstæðiskonur, mætið vel og takiö meö ykkur gesti. Stjómin. Hveragerði Ferðamál á Suðurlandi Kjördæmisráö Sjálfstæöisflokksins á Suð- urlandi boöar til opinnar ráðstefnu um möguleika i feröamáium á Suöurlandi og stefnumörkun. Ráöstefnan veröur í Hótel Örk föstudagskvöldið 15. apríl nk. kl. 20.30. Framsögumenn: Birgir Þorgilsson, frámkvæmdastjóri Ferða- málaráðs. Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu rikisins. Einar Kristinsson i Mosfelli. Jóhannes Sigmundsson, Flúöum. Aö loknum framsöguræðum veröa almennar umræöur. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Aróðursmál og ímyndir Stefnir, félag ungra sjálfstæðismanna i Hafnarfirði, heldur hádegis- veröarfund sinn nk. laugardag, 16. april, kl. 11.00 i Sjálfstæðis- húsinu viö Strandgötu. Frummælendur veröa: Óskar Magnússon og Baldvin Jónsson. Munu þeir ræða um áróðursmál og ímyndir eöa bara allt sem fellur undir útbreiðslunefnd. Allt ungt sjálfstæöisfólk velkomiö. Stjórnin. Selfoss Framtíð ungs fólks á Suðurlandi Kjördæmisráö Sjálfstæöisflokksins á Suö- urlandi og félög ungra sjálfstæðismanna boöa til ráöstefnu um framtíð ungs fólks á Suðurlandi í Inghól laugardaginn 16. apríl nk. kl. 13.30. Framsögumenn: Kjartan Ólafsson, Selfossi. Árni Sigfússon, formaöur SUS. Guöni Einarsson, Vík í Mýrdal. Helga Jónsdóttir, Vestmannaeyjum. Njáll Skarphéðinsson, Selfossi. Aö loknum framsöguræöum veröa almennar umræöur. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.