Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 19 Félagsdómur og KÍ eftír Indriða H. Þorláksson • Eftir að félagsdómur skar úr um að boðun Kennarasambands íslands á verkfalli væri ólögmæt hafa tals- menn KÍ, einkum formaður þess, verið óspar á stóryrtar yfirlýsingar, m.a. í heilsíðuviðtölum í dagblöðum. Formaður sér ekki ástæðu til þess að upplýsa lesendur um efnis- atriði málsins þannig að þeir fái metið réttmæti stóiyrðanna. Hvort það stafar af vangá eða að lesend- um er ekki fremur en Félagsdómi treyst til að draga „réttar" ályktan- ir skal látið ósagt. Þó að gremja formanns og for- ystu KÍ sé skiljanleg og ekki sé ástæða til þess að amast við því að hún fái útrás með þeim hætti sem við hæfí er, á almenningur einnig rétt á að vita um staðreynd- ir og efnisatriði máls þar sem stjómvöld eru borin þungum sökum og látið liggja að því að dómstóll sé ekki fær um að gegna hlutverki sínu. Af þeim sökum skulu hér rak- in helstu atriði hins umrædda fé- iagsdómsmáls. Lag'aákvæði og undir- búningur laganna í lögum nr. 95/1986 um kjara- samninga opinberra starfsmanna er ákvæði þess efnis að boðun verk- falls stéttíirfélags opinberra starfs- manna skuli ákveðin í leynilegri atkvæðagreiðslu. Frumvarp að þessum lögum var samið af fiilltrú- um opinberra starfsmanna, þ.e. BSRB, BHMR og KÍ. Hvemig stað- ið skyidi að boðun verkfalls kom að sjálfsögðu til umfjöllunar við undirbúning frumvarpsins og þrátt fyrir mismunandi skoðanir og vilja aðila í því efni varð samkomulag um að leggja til það_ fyrirkomulag, sem er í lögunum. í ljósi hins af- dráttarlausa lagatexta og þeirrar samstöðu sem náðist um samningu frumvarpsins hefur enginn ágrein- ingur verið um það milli þeirra sem að samningu þess stóðu að þetta ákvæði bæri að túlka á þann veg að atkvæðagreiðslan væri endanleg ákvörðun um verkfallsboðun og ætti að fela í sér öll atriði slíkrar boðunar, þar á meðal dagsetningu verkfalls, fyrr en nú að KÍ tekur sérafstöðu í þessu máli. Fulltrúar BSRB og BHMR, sem að máli þessu unnu, hafa nýverið staðfest að skilningur þeirra og túlkun á ákvæði þessu sé hinn sami og fram hefur komið hjá fjármálaráðuneyt- inu. Þá er því ekki til að dreifa að túlkun þess sé ný eða fyrst sett fram vegna verkfallsboðunar KÍ. í upphafi síðasta árs, skömmu eftir gildistöku laganna, samþykkti fé- lagsfundur Félags íslenskra síma- manna að fela stjóm félagsins boð- un verkfalls og afla til þess heim- ilda. Af því tilefiii leitaði formaður félagsins eftir túlkun aðila á um- ræddu lagaákvæði. Var meðal ann- ars leitaði, eftir lögfræðilegri álits- gerð um málið og á grundvelli henn- ar, sem var í samræmi við afstöðu BSRB og fjármálaráðuneytisins, ákvað félagið að haga ákvörðun um verkfallsboðun í samræmi við fram- angreinda túlkun á lögunum. Öll stéttarfélög innan BSRB og BHMR, sem boðuðu verkfall á siðasta ári höguðu atkvæðagreiðslu sinni í samræmi við þessa niðurstöðu. Augljóst er að í þessu efhi hvorki eiga né mega gilda aðrar og rýmri reglur fyrir sum félög en önnur. Ákvæði um beina ákvörðun fé- lagsmanna hvers stéttarfélags um verkfallið sjálft er afar mikilvægt og reyndar eitt grandvallaratriða í lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Það er skortur á skiln- ingi á eðli þessara laga að kalla það orðhengilshátt að staðið sé fast á einu af grandvallaratriðum þeirra. Þá getur það varla talist ámælis- verð óbilgimi að gera ráð fyrir því að öll stéttarfélög opinberra starfs- manna séu jöfn fyrir þessum lögum. Atkvæðagreiðslan og af- staða fjármála- ráðuneytisins Engin ákvæði era í lögunum um það hver skuli annast framkvæmd allsheijaratkvæðagreiðslu en geng- ið hefur verið út frá því að hún færi fram á vegum viðkomandi stéttarfélags. Fylgir því að sjálf- sögðu sú ábyrgð að félagið sjái til þess að hún fari fram í samræmi við ákvæði laganna og uppfylli skil- yrði þeirra. Fjarmálaráðuneytið hafði því engin afskipti af undirbún- ingi atkvæðagreiðslu eða því hvem- ig hún fór fram. Miðvikudaginn 23. mars var at- hygli §ármálaráðuneytisins vakin á því að atkvæðaseðill í kosningu KÍ uppfyllti ekki þau skilyrði sem gerð hefðu verið gagnvart þeim félögum sem boðuðu verkfall á síðastliðnu ári. Strax daginn eftir var farið fram á viðtal við formann og vara- formann KÍ og þeim gerð grein fyrir afstöðu ráðuneytisins og því að ef til boðunar verkfalls kæmi á grandvelli þessarar atkvæða- greiðslu ætti ráðuneytið þann einn kost að lýsa það verkfall ólöglegt. Annað þýddi í reynd breytingu á Indriði H. Þorláksson „Þó að gremja for- manns og forystu KÍ sé skiljanleg og ekki sé ástæða til þess að amast við þvi að hún fái útrás með þeim hætti sem við hæfi er, á almenningur einnig rétt á að vita um staðreyndir og efnisat- riði máls þar sem stjórnvöld eru borin þungum sökum og látið liggja að því að dóm- stóll sé ekki fær um að gegna hlutverki sínu.“ túlkun laganna og að ekki væri látið það sama gilda fyrir Kennara- sambandið og önnur stéttarfélög opinberra starfsmanna. Tilgangur þessa viðtals var að sjálfsögðu sá að koma þessari vitn- eskju um afstöðu ráðuneytisins hin fyrsta á framfæri við Kennarasam- band íslands þannig að það gæti metið stöðu sína í málinu og eftir atvikum ákveðið að endurtaka at- kvæðagreiðsluna svo fljótt sem auð- ið yrði. Viðbrögð KÍ einkenndust ekki af skynsamlegri yfirvegun en birtust f skömmum og ásökunum um hótanir og þaðan af verra og að lokum boðun verkfalls að kvöldi 25. mars. Af hálfu fj ármálaráðuneytisins var ekki undan því vikist að taka Athugasemd um fanga- geymslur lögreglunnar eftir Þorgeir Kr. Magnússon í Morgunblaðinu þann 17. mars síðastliðinn birtist grein með fyrir- sögninni „Útigangsmennimir og lögreglan" eftir Jóranni Sörensen nema í félagsfræði við Háskóla ís- lands. Það er ekkert vafamál eftir lestur þeirrar greinar að Jóranni Sörensen skortir þekkingu til þess að koma með raunverulegar stað- reyndir. Ég undirritaður hef senni- lega lent fimm hundrað sinnum í fangageymslu lögreglunnar við Hverfísgötu og ef lögð væri fyrir mig sú spuming hvort ég hafi grætt eða tapað á öllu því tímabili sem ég hef dvalið þar innilokaður í klefa þá verður mitt svar á þann veg að ég tel mig tvímælalaust hafa frekar grætt á þeirri dvöl. „Yfirmenn lögreglunn- ar eru að minu mati ágætir menn.“ Hún segir í sinni grein að þar sé engum boðið í bað, enginn matur og engin fataúthlutun. Þessi um- mæli hennar era hrein ósannindi. Ég hef margsinnis farið þar í bað, fengið mat og einnig fatnað og þetta tilboð stendur enn í dag. Hitt er svo annað mál að mistök geta skeð þar alveg eins og annars stað- ar í jarðlífinu, það fylgir því áhætta að vera á lífi. Er ég hugsa tii baka man ég eftir fjóram lögregluþjónum, sem nú era dánir. Þeir hlutu þannig áverka í sambandi við útkall og fóra það illa í þeim viðureignum afstöðu til lögmætis verkfailsboð- unariftnar og var það gert eins og kunnugt er. Viðbrögð KÍ og upphaf málareksturs Þegar hér var komið við sögu átti forysta KÍ þess enn kost að athuga sinn gang, afla sér upplýs- inga og hlutlausrar lögræðilegrar umsagnar. Hefði hún talist full- sæmd af því að fara eftir niðurstöð- um slíkrar athugunar, viðurkenna mistök sín og endurtaka atkvæða- greiðsluna. Þess í stað ákvað KÍ að höfða mál fyrir félagsdómi. Af hálfu fjármálaráðuneytisins og embættis ríkislögmanns var allt gert til þess að meðferð málsins gæti tekið sem stystan tíma. Fallið var frá stefnufresti, greinargerð skilað með stuttum fyrirvara og fallist á málflutning sólarhring eftir að mál var þingfest. Leynileg atkvæðagreiðsla Ríkislögmaður, veijandi fjár- málaráðuneytisins í máli þessu, fór að sjáifsögðu mjög gaumgæfílega yfir öll málsgögn, sem stefnandi lagði fram. Við þá athugun kom I ljós að til viðbótar við annmarka atkvæðaseðilsins var annað atriði sem hann taldi ekki samiýmast ákvæðum laganna um leynilega atkvæðagreiðslu. Leynd atkvæða- greiðslu er mikilvægt réttarfarsat- riði sem snýr að því fyrst og fremst að tryggja rétt hvers einstaklings sem tekur þátt í atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan fór fram með þeim hætti að þeim sem á kjörskrá vora var afhentur atkvæðaseðill og umslög til að skila honum í. Átti hann síðan að skila lokuðu og frá- gengnu umslaginu til trúnaðar- manns eða senda það kjörstjóm. Við þessa aðferð sá ríkislögmaður aðallega athugavert að ekki var tryggt að kjósandi væri í einrúmi þegar hann neytti atkvæðisréttar síns og skilaði atkvæðaseðli í hend- ur kjörstjómar án þess að aðrir ættu kost á að sjá hann. Kosningin eins og hún var framkvæmd gat farið fram á kennarastofunni, á heimili kjósanda eða hvar sem var þannig að leynd var ekki tryggð. Skrifleg atkvæðagreiðsla er ekki endilega leynileg. Hún var það aug- ljóslega ekki eins og hér var að staðið. Án þess að uppi væra nokkrar gransemdir um misnotkun eða slíku haidið fram taldi ríkislögmaður ekki unnt að ijalla um mál þetta og loka augum fyrir þessu atriði. Var því ákveðið að vekja athygli á því með því að gera skort á leynd atkvæða- greiðslu að annarri málsástæðu til ógildingar á verkfallsboðun. í þessu sambandi er skylt að benda á það að um er að ræða fram- kvæmd á lögum sem Alþingi hefur sett. Þvert á móti hvílir sú skylda á því og reyndar öðram einnig, svo sem stéttarfélögum í þessu tilviki, að framkvæma þau eins og þau era. Sjái menn ástæður til breyting- ar á lögum á að beina siíkum tillög- um til löggjafans. Eins og vænta mátti tók félags- dómur ekki afstöðu til þessarar málsástæðu, þar sem sú fyrri, þ.e. gerð atkvæðaseðilsins, var að mati dómsins fullnægjandi til ógildingar. Þó ekki hafi gengið dómur um þessa málsástæðu er KÍ nú f þeirri að- stöðu, að ætti að fagna því, að geta látið rannsaka hana og tekið afstöðu til hennar áður en næsta atkvæðagreiðsla fer fram. Niðurstaða Félagsdóms Allir dómendur í Félagsdómi fimm að tölu vora sammála um niðurstöðu hans um ólögmæti verk- falls. Ennfremur ákvað dómurinn að málskostnaður skyldi greiddur af KÍ, og er það óvenjulegt. í því efni vísar dómurinn til þess að hann hafi áður, þ.e. í upphafí árs 1987, fellt úrskurð um sama álitamál og stefnanda, þ.e., KÍ því átt að geta verið ljós réttarstaðan í málinu án málshöfðunar. Afstaða fjármálaráðuneytisins var í samræmi við lögin. Þessa af- stöðu höfðu einnig þeir fulltrúar BSRB og BHMR, sem að málinu unnu. Þessa afstöðu sýndu í verki öll stéttarfélög opinberra starfs- manna, sem notað hafa ákvæði lag- anna til að boða verkfall. Þessa afstöðu töldu allir fímm dómendur félagsdóms vera f samræmi við lög- in. Þessi afetaða hlýtur í munni formanns KÍ einkunnina óbilgimi og orðhengilsháttur. Formaður KÍ er ósáttur við að afstaða forystu KÍ skulu ekki ein ráða. Hogværð og lftillæti eru vænt- anlega þær einkunnir sem formað- urinn gefur sjálfum sér og forystu KÍ. Höfundur er akrifstofustjóri i fjármálaráðuneytinu. að heilsutap hlauzt af sem svo síðar orsakaði þeirra dauðsfall. Nokkrir fleiri hafa við sín skyldustörf orðið fyrir alvarlegum slysum, þar hafa einnig að ég held orðið nokkur dauðsföll. Yfirmenn Reykjavíkurlögregl- unnar era að mínu mati ágætir menn. Ég get að endingu nefnt nokkur nöfn en það era Bjarki Elíasson yfírlögregluþjónn, Guð- mundur Hermannsson varðstjóri, Páll Eiríksson varðstjóri, Magnús Einarsson varðstjóri og Einar Bjamason formaður. lögreglu- mannafélags Reykjavíkur. Ég vil ráðleggja Jórunni Sörens- en að láta ekki vissa einstaklinga blekkja sig og íhuga málefnið í réttu ljósi staðreyndanna. Höfundur er Reykvíkingur. Morgunblaðið/Óskar Magnússon Unnið að lagfæringu sjóvamargarðsins á Eyrarbakka. Eyrarbakki: Unnið að lagfær- ingn sjóvamargarða Eyrarbakki. SÍÐARI hluta vetrar hefur inikln magni af stórgrýti verið ekið um iangan veg ofan úr Grimsnesi til Eyrarbakka og Stokkseyrar. Gijót þetta á að nota til að styrkja sjóvamar- garðana, sem urðu fyrir skemmdum i miklum flóðum fyrir nokkrum árum. Á Eyrarbakka er nú unnið að lagfæringu sjóvamargarðsins fyr- ir vesturhluta þorpsins. Hraun- grýti, sem tekið er rétt ofan þorps- ins, er ekið meðfram gamla gaið- inum sjávarmegin og síðan verður hlaðið að þessu með stórgrýtinu sem að framan er getið. Reynt er að láta gamla handbragðið í hleðslu garðanna sjást að innan- verðu. - Óskar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.