Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 36
QQO r
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988
Stiörnu-
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri Gunnlaugur. Ég er
fædd í Reykjavík 20. mars
1972 klukkan hálf tvö að
nóttu og er því á mörkum
þess að vera Fiskur eða
Hrútur. (Eftir því sem ég hef
lesið mér til í stjömuspeki
er ég þó dæmigerður Fisk-
ur.) Mig langar að fræðast
dálftið um minn persónuleika
og hvaða stjömumerki eiga
best við mig. Með fyrirfram
^01*' Svar:
Þú hefur Sól í Fiskamerkinu
(ert því Fiskur), Tungl í
Tvíbura, Merkúr í Hrút, Ven-
us og Mars í Nauti, Sporð-
dreka Rísandi og Plútó og
Meyju á Miðhimni.
Þar sem Plúfó er á Miðhimni
I mótstöðu við Sól og Sporð-
dreki Rfsandi má segja að
þú sért töluverður Plútóper-
sónuleiki, þ.e.a.s. þú ert dul,
gagnrýnin og hefur áhuga á
sálfræði og öllu dularfullu.
Þú hefur bæði áhuga og
hæfileika. Það sem þú þarft
hins vegar að varast er að
vera of gagnrýnin á sjálfa
þig að það leiði til niðurrifs
og þess að þú lokir á tján-
ingu þína. Á hinn bóginn
getur þú notað þessa orku
tii að vinna að sálrænum
málum og til að losa þig við
neikvæða þætti persónuleik-
RáÖrík
Plútó á Sól táknar einnig að
þú ert ráðrík, a.m.k. að því
leyti að þú vilt hafa stjóm á
eigin lífi og nánasta um-
hverfi þínu. Þú gætir því átt
til að lenda f valdatogstreitu,
sérstaklega ef Fiskurinn í
þér gefur eftir til að byija
með.
Fjölbreytileiki
Tungl í Tvíbura táknar að
þú þarft fjölbreytileika og
hreyfingu f daglegu lffi, að
þú ert félagslynd og þarft á
þvf að halda að hafa fólk í
kringum þig. Þess á milli
þarft þú sfðan að vera ein.
Vinna að félagsmálum gæti
átt við þig, sérstaklega ef
hún er á einhven hátt sál-
ræns eðlis eða er ekki of
yfirborðsleg (Fiskur/Plútó).
Regla
Það að Satúmus er í sam-
stöðu við tungl táknar að þú
leggur áherslu á að vera til-
finningalega yfirveguð og
öguð. Þú þarft einnig á því
að halda að hafa reglu og
öryggi í daglegu lífi. Það sem
þú þarft að varast er að
verða ekki of stíf tilfinninga-
lega eða að einangra þig til-
finningalejga og þora ekki að
tjá þær. I heild bendir kort
þitt til að þú sért full kröfu-
hörð á sjálfa þig og megir
vel við því að slappa af gagn-
vart sjálfri þér, kröfum og
metnaði.
SjálfstœÖ hugsun
Merkúr í Hrút í mótstöðu við
Úranus táknar að þú hefur
lifandi, sjálfstæða og frum-
lega hugsun, að þú laðast
að því sem er óvenjulegt og
öðnivísi.
Öryggi ogþrjóska
Venus og Mars fNauti tákn-
ar að þú ert töluverð nautna-
manneskja, eða a.m.k. vilt
ákveðin þægindi. Þú vilt ör-
yKgi og varanleika f ástar-
mál þin og samskipti. í vinnu
og framkvæmdum átt þú
síðan til að vera þijósk og
föst fyrir.
SporÖdreki og
Naut
Ég hef lítið talað um Fiska-
merkið þar sem ég reikna
með að þú þekkir það vel,
en að sjáífsögðu ert þú næm
og tilfinningarík persóna.
Merki sem passa við þig
gætu verið Sporðdreki, Naut
og einnig Steingeit. Heild
kortsins skiptir þó alltaf
mestu í þessu sambandi.
GARPUR
GRETTIR
FERDINAND
SMAFOLK
Ég ætla að skreppa f bæinn
Hafðu ekki áhyggjur, ég verð
kominn aftur fyrir myrk-
ur...
IT 5 NICE TO MAVE
50ME0NE MI5S YOU
U/MEN YOU'RE GONE
WHEN I L00K
BACK, I CAN
5EE HIM STILL
UJAVIN6.
Það er ánægjulegt að einhver
sakni manns þegar maður er
f burtu
Þegar ég horfi um öxl sé ég
hann enn veifa mér_
BRIDS
. Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Spilið í dag sýnir þekkt stef
f úrvinnslu trompsamninga. Suð-
ur spilar fjóra spaða og fær út
lítið lauf:
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ 635
♦ 532
♦ ÁG84
♦ D1043
Austur
♦ G
♦ G1098
♦ D1053
♦ ÁG86
Suður
♦ Á987542
♦ ÁKD4
♦ 9
♦ 5
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 spaði
Pass 1 grand Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Austur drepur fyrsta slaginn
á laufgosa og spilar smáu laufi
um hæl, sem suður trompar.
Ef við setjum okkur í spor
sagnhafa, þá er vandi hans
þessi: Á hann að spila trompinu
strax eða nýta smátrompin í
blindum til að losna við hugsan-
legan tapslag á hjarta?
Með þvf að spila spaðaás og
meiri spaða vinnst spilið ef
trompin falla 2:2 eða hjartað
3:3. Sem eru í sjálfu sér ágætis
vinningslíkur, en þó er fljótlegt
að sjá að það er í það minnsta
jafti gott að taka einungis
trompásinn og fara svo f hjart-
að. Þó svo að vömin fái tvo slagi
á spaða í 2:2-legunni, græðist
það á móti að enginn slagur
tapast á hjarta, þrátt fyrir 4:2-
legu í þeim lit. Og þessi spila-
mennska leiðir ennfremur til
vinnings ef austur á þrílit í spaða
og tvílit í hjarta. Hins vegar
ræður hún ekki .við legu eins og
sýnd er að ofan.
Þegar á allt er litið er besta
leiðin sú að hreyfa ekki trompið
strax. Taka ÁK í hjarta, fara inn
á blindan á tfgulás og spila
hjarta. Eins og spilið er mun
vestur trompa og spila spaða-
kóng, en sagnhafi getur ennþá
nýtt sér trompið í blindum til
að sjá fyrir hjartafjarkanum.
Vömin fær því aðeins tvo slagi
á tromp og einn á lauf.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pótursson
Á hinu árlega móti ungra sovézkra
meistara f ár kom þessi staða upp
f skák þeirra Malischauskas,
Lettlandi, sem hafði hvítt og átti
leik, og alþjóðlega meistarans
Oll, Eistlandi.
18. Rxe6! og svartur gafst upp.
Lokin gætu orðið 18. Fxe6, 19.
Bg6+ — Kf8, 20. Hxe6! — Dce6,
21. Dd8+ — og mátar. hvítur
náði að rugla andstæðing sinn f
ríminu með óvenjulegu svari við
Najdorf-afbrigði Sikileyjarvamar-
innan 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6,
3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6,
5. Rc3 - g6, 6. Bd3I? - e6, 7.
0-0 — b5, 8. a4 — b4, 9. ra2 —
Bb7, 10. Hel - Be7, 11. Rxb4 -
d5, 12. e5 — Bxb4, 13. c3 —
Bc5, 14. exf6 - Dxf6, 15. Dg4!
- h5, 16. Dg3 - h4, 17. Dc7 -
De7 og upp er komin staðan á
stöðumyndinni.
Vestur
♦ KD10
♦ 76
♦ K762
♦ K972