Morgunblaðið - 01.05.1988, Síða 5
Kynninqart>jónustan/S IA
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988
5
n
♦
Tolla-
wræmi
Á medan frjálsræði I við-
og minni kostnaöur
gefa erlendri verslun háspil á
hendi sitja íslendingar enn
uppi með tnörg léleg spil.
H Hömlur á vörukaupalánum
íslenskir innflytjendur eru hindraðir í að nýta
sér vaxtalausan crlendan greiðslufrest til vöru-
kaupa. Óhindruð vörukaupalán geta lækkað
vöruverð verulega.
B Ofsköttun
Skattlagning á íslenska verslun þarf að vera
hliðstæð því sem gerist í nágrannalöndunum.
Aðstöðugjald, launaskattur, lántökugjald og
sérstakur skattur á verslunarhúsnæði leiða til
hærra vöruverðs hér en þar. Lægri skattar
stuðla að lækkuðu vöruverði.
B Dýrt fjármagn
Fjármagnskostnaður verslunarinnar er mun
hærri á íslandi en í nálægum löndurn og vextir
verða allt að 50% á ári. Lægri vextir leiða til
lægra vöruverðs.
■ Tollamisræmi
Jafna þarf tolla á vörur frá helstu viðskipta-
löndum okkar, svo unnt sé að hagnýta bestu
kjör á hverjum tíma. Telja má að 3% ytri
tollur sé nægileg vernd til þess að uppfylla
samninga viðEB,í stað allt að20%ytri tolla
nú. Hagkvæm innkaup lækka vöruverð.
H HátoIIar
Tollalækkanir um síðustu áramót voru stórt
framfaraspor. Enn eru þó allt að 50% tolla-
gjöld lögð á mikilvæga vöruflokka - ekki
aðeins innkaupsverðið, heldur einnig á há
flutningsgjöld. Verslun með þær vörur flyst
ekki inn í landið. Lægri tollar og fob tollar -
Lægra vöruverð.
n Há flutningsgjöld
Flutningsgjöld til íslands eru há í samanburði
við flutningsgjöld milli nágrannalandanna.
Hæstu flutningsgjöld eru greidd af neyslu-
vörum. Nauðsynlegt er að aukin hagræðing
við flutninga komi neytendunt til góða.
Lækkun flutningsgjalda - Lægra vöruverð.
■ Opinber skriffinnska
Gífurleg skriffinnska við innflutning, umfram
það sem gerist í nálægum löndum, veldur
miklum kostnaði í ríkisrekstri, útheimtir
mikla vinnu og veldur töfum og kostnaði í
rekstri fyrirtækja..Lægri rekstrarkostnaður -
Lægra vöruverð.
□ Virðisaukaskattur
Virðisaukaskattur á að koma til framkvæmda
á næsta ári. Miðað við 22% skatt er um stór-
aukna skattheimtu að ræða, nema á móti
verði felldir niður ýmsir skattar, sem leiða til
hækkunar vöruverðs. Takist hins vegar að
spila þannig úr upptöku virðisaukaskattsins
að niður falli sú skattamismunun er verslunin
býr við og kemur fram í hækkuðu vöruverði,
gæti hann orðið að háspili.
Áskorun til st jórnniálamanna:
STOKKIÐ UPP SPILIN,
LEIORÉTTIÐ MISMUNUN OG
BÆTIÐ LÍFSKJÖRIN
MEÐ LÆGKA VÖRIJVKRÐI!
Félag íslenskra stórkaupmanna
Fagfélag um innflutning, útflutning
og vörudreifingu.