Morgunblaðið - 01.05.1988, Side 29

Morgunblaðið - 01.05.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR X. MAÍ 1988 29 K nótumar, tilkynnti svo föðumum að dóttir hans gæti gifst Giordano. Efnisþráður Óperan Andrea Chénier íj'allar um ævi og endalok franska skáldsins Andrea Chéniers. Atburðarásin á sér stað í París og nágrenni á dögum frönsku byltingarinnar (1789— 1794). Óperan hefst á því að Andrea Chénier kemur í móttöku hjá her- togaynjunni di Coigny. Þar kynnist hann dóttur hennar, Maddalenu. í miðjum hátíðahöldunum brýst hópur almúgafólks inn á hefðarfólkið. Þjónninn Gérard, sem alinn er upp á heimili di Coigny-ijölskyldunnar og elskar Maddalenu á laun, stjómar innrásinni. Byltingin er hafin en hefðarfólkið lætur sér fátt um fínnast og hátíðahöldin halda áfram. Fimm ámm síðar ríkir Ógnarstjómin í Frakklandi. Maddalena, sem er í felum, hefur sent nafnlaus bréf til Chéniers. Gérard, sem nú er bylting- arforingi, leitar hennar ákaft með hjálp njósnara. Chénier og Madda- lena hittast og lýsa yfir ást sinni hvort á öðm. Gérard finnur þau. Það kemur til átaka og Gérard særist. Maddalena og Chénier sleppa á flótta. Nokkmm vikum síðar, eftir að Gérard er gróinn sára sinna, er Chénier handtekinn. Maddalena kemur úr felum og freistar þess að bjarga Chénier. Gérard er djúpt snortinn af fómfýsi hennar og gerir allt til þess að hjálpa þeim. En allt kemur fyrir ekki og Chénier er dæmdur til dauða. Maddalena er ákveðin að deyja með Chénier og skiptir á örlögum við dauðadæmda konu. Sameinuð horfast þau í augu við dauðann. Ópemnni lýkur á því að þau em leidd út til aftöku. Hver var Andrea Chénier? París en gegna herþjónustu. Á þess- um tíma kynntist Chénier Coigny- fjölskyldunni, þ. á m. dótturinni. Ekkert bendir þó til að alvarlegt ástarsamband hafi verið milli þeirra. Á ámnum 1788—1790 dvaldi Chéni- er í London sem ritari franska sendi- herrans. Þegar hann snéri aftur til Parísar var byltingin hafm. Chénier var hliðhollur hugmyndum bylting- arinnar en ofbauð ákafinn við fram- kvæmdina. Hann taldi sjálfan sig vera ópólitískan en sökkti sér samt í átökin í ræðu og riti. Hann skrif- aði reglulega í Journal de Paris og gagnrýni hans á Robespierre þótti sérlega beitt. Tvívegis neyddist Chénier til að fara í felur. Síðara skiptið var hann handtekinn og færður til Parísar. Þá 140 daga sem hann dvaldi í fangelsi samdi hann frægustu ljóð sín, m.a. La Jeune Captive (um Maddalenu di Coigny) og Iambes. Fjölskyldan reyndi árangurslaust að fá hann leystan úr haldi og 25. júlí 1794 var Chéni- er hálshöggvinn, ásamt Roucher vini sínum. Menn hafa síðan deilt um stöðu Chéniers sem skálds en ekki er að efa að skrif hans höfðu mikil áhrif á þróun mála í frönsku bylting- unni. Hljómplötur Á markaðnum em 6 hljóðritanir af Andrea Chénier. Sú elsta er dásamlega falleg útgáfa frá 1941 með Gigli, Caniglia og Bechi. Tvær em frá sjötta áratugnum, önnur með Del Monaco, Tebaldi og Bastianiani en hin með Corelli, Stella og Ser- eni. Báðar em vel frambærilegar, sérstaklega sú fyrri. Þá em þijár nútímaútgáfur, allar fáanlegar á geisladiskum. Frá 1976 er útgáfa með Domingo, Scotto og Milnes, frá 1985 er útgáfa með Pavarotti, Ca- ballé og Nucci og frá 1987 er út- gáfa með Carreras, Marton og Zan- canero. Persónulegt mat hvers og eins ræður mestu um val á útgáfum en ég leyfi mér að mæla með James Levine og félögum frá 1976. Höfundur erjarilfræðingur og styrktarfélagi íslensku óperunn■ ar. Andrea Chénier fæddist 30. októ- ber 1762 í Konstantínópel. Móðir hans var grísk en faðir hans fransk- ur stjómmálamaður. Frá þriggja ára aldri ólst hann upp í Frakklandi hjá ættingjum í Carcassonne. Ellefu ára flutti hann til Parísar, hóf þar nám og þótti afburða ljóðaþýðandi. Tutt- ugu og eins árs gekk Chénier í her- inn en hætti fljótlega því hann kaus frekar að umgangast menntafólk í MENNT ER MÁTTUR___ Byrjendanámskeið á PC tölvur Kjörið tækifæri fyrir þá, sem vilja kynnast hinum frábæru kostum PC- tölvanna, hvort heldur sem er, í leik eða starfi. Leiðbeinandi DAGSKRÁ * Grundvallaratriði við notkun PC-tölva. * Stýrikerfið MS-DOS. * Ritvinnslukerfið WordPerfect. * Töflureiknirinn Multiplan. * Umræður og fyrirspurnir. Logi Ragnarsson tölvunaríræðingur. Tími: 3., 5., 10. og 11. maí. kl. 20-23 TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. Upplýsingar og innritun í símum 687590 og 686790 VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku í námskeiðinu Kjörbókin ber háa vexti auk verðtryggingar- ákvæðis, verðlaunar þá sérstaklega sem eiga lengi inni, en er engu að síður algjörlega óbundin. M' Landsbanki mh íslands Banki allra landsmanna Já, Kjörbókareigendur góðir, nú er komið að því. Þeir sem átt hafa innstæðu, eða hluta hennar, óhreyfða í 16 mánuði fá reiknaða fyrstu þrepahækkunina nú um mánaðamótin: 1,4% viðbótarvextir reiknast á innstæðuna 16 mánuði aftur í tímann, samtals 70 milljónir króna. Á hverjum degi héðan í frá bætast svo fleiri og fleiri Kjörbókareigendur við, sem ná 16 mánaða þrepinu. Átta mánuðum síðar hefst á sama hátt, útreikningur á afturvirka 24 mánaða vaxtaþrepinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.