Morgunblaðið - 01.05.1988, Page 30

Morgunblaðið - 01.05.1988, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 Spjallað við Baldur Kristjánsson sálfræðing um rannsókn á nútímabarnæsku Morgunblaðið/Sverrir Baldur Kristjánsson sálfræðingur. Ólffan í þjóðfélaginu í bamæsku og uppeldi að virðist ekki svo ýkja langt síðan allar götur í borgum og bæj- um voru fullar af börnum sem léku sér i snú snú, parís og boltaleikjum. Ef einhver meiddi sig eða varð svangur var hlaupið heim til mömmu sem leysti úr öllum vanda. Ef kalt var úti eða rigndi fengu krakkarnir að vera inni að leika og var þá þegið með þökkum að fá eitthvað gott í „drekk- utímanum". En margt hefur breyst á undanf- örnum árum og áratug- um. Nú er þetta sjaldgæf sjón enda flestar mæður útivinnandi og börnin þar af leiðandi á dagvist- arheimilum. Göturnar hafa verið malbikaðar og eru orðnar hættuleg leiksvæði vegna mikils umferðarþunga. Sam- félagsbreytingarnar hafa óvíða gerst jaf n- hratt og á íslandi sem kemur meðal annars fram í því að frjósemi landsmanna hefur á rúmum aldarfjórðungi breyst úr því að vera sú hæsta f sögu landsins í það að vera sú lægsta. Daglegir hagir fólks hafa gjörbreyst í kjölfar þess- ara samfélagsbreytinga, þó breytingarnar hafi sennilega orðið hvað mestar hjá börnum á for- skólaaldri. Barnæska og samfélagsbreytingar á Norðurlöndum Um þessar mundir fer fram sam- norræn rannsókn á uppvaxtarskil- yrðum forskólabama. Hún nefnist BASUN-rannsóknin, sem er skammstöfun á „Bamæska og sam- félagsumbreytingar á Norðurlónd- um“, og er fjármögnuð af Félags- vísindaráði Norðurlandanna, NOS-S. ísland á ekki aðild að þessu ráði en var þó boðin þátttaka í rann- sókninni á þeirri forsendu að upp- vaxtarskilyrði hér kynnu að vera forvitnileg í augum annarra og skerpa allan samanburð. Baldur Kristjánsson sálfræðingur hefur unnið við rannsóknina hér á landi. Hann hélt nýlega tvo fyrir- lestra um rannsóknina og féllst á að ræða við Morgunblaðið um hana. Baldur sagði að megintilgangur rannsóknarinnar sé að lýsa hvemig hinir tveir hversdagsheimar bams- ins mætast, annars vegar heima og hins vegar á dagvistarheimilinu. Hún sé mjög vel til þess fallin að svara ýmsu sem varðar samskipti og verkaskiptingu dagvistarstofn- ana og heimila. „Örar samfélagsbreytingar gera marga foreldra ráðvillta," sagði Baldur. „Það §ölsky!dulíf sem þeir þekktu sjálfir í barnæsku og uppeld- ið sem þeir hlutu sjálfir er um margt úreit. Foreldra skortir því margar sjálfsagðar viðmiðanir í uppeldi. Enginn veit hvaða stefnu samfé- lagsþróunin mun taka í framtíðinni og það torveldar foreldmnum að setja uppeldinu markmið. Vegna þessarar öm þróunar verð- ur margt ungt bamafólk háðara öðmm hvað varðar ráð og aðstoð við uppeldi bama sinna. Það sem öðm fremur hefur umbylt uppvaxt- arskilyrðum forskólabama er geysi- leg aukning í atvinnuþátttöku mæðra og dagvistun í beinu fram- haldi af henni. Þróunin hefur verið svo ör að réttara væri að tala um sprengingu. Atvinnuþátttaka mæðra 5-15 ára bama í Reykjavík 12,8% árið 1964 samkvæmt rann- sókn Siguijóns Bjömssonar „Böm í Reykjavík". Árið 1986 var atvinnu- þátttaka mæðra 0-6 ára bama 75,2 %. Má því leiða getum að því að atvinnuþátttaka mæðra hafi aukist um 600% á 22 árum.“. Baldur minnir á að á því tímabili sem samsvarar því að ein foreldra- kynslóð vex úr grasi hafa alveg nýjar uppeldisforsendur skapast þar sem reglan er að böm dvelja hjá öðmm en foreldmnum. Bömin sækja þangað mikilvæga reynslu sem ætla megi að hafi mótandi áhrif á þau um ókomna framtíð. Reynslu- heimur þeirra er allt annar en áður og má ætla að vitund bama um sig sjálf og það félagslega samhengi sem þau alast upp í sé frábmgðin vitund fyrri kynslóða. Miklum upplýsingum um forskólabörn safnað — En hvemig fór rannsóknin fram? Viðamiklum upplýsingum var safnað um hvert bam sem tók þátt í rannsókninni og fjölskyldu þess. Má sem dæmi nefna upplýsingar um daglega hagi bamsins, uppeldis- viðhorf foreldra og fóstra og viðhorf foreldra til dagvistunar. Þá vom könnuð félagsleg tengsl bamsins við skyldmenni og aðra og dagvistarfer- il bamsins fram að könnuninni. Byijað var á að ræða við foreldra hvers bams um sig eina kvöldstund, allt að fjóra klukkutíma. Viðtalið var byggt upp í kringum einn virkan dag í lífi bamsins, frá því það vakn- aði og þar til það sofnaði. Um þenn- an dag var aflað eins ítarlegra upp- lýsinga um samskipti bamsins og frekast var unnt og reynt að fá sem ítarlegasta mynd af högum og sam- skiptum bamsins við foreldra sína og aðra allan þennan dag. Leitað var svara við hvaða kröfur foreldramir gera til bamsins og hvemig þeir setja þær fram, að hvaða leyti þeir sýna baminu virð- ingu eða aðlaga sig að þörfum þess og hvaða reglum baminu beri að laga sig að. Næst var talað við fóstru eða starfsstúlku á leikskóla eða dag- heimili bamsins, sem þekkti vel til þess, til að fá sem eðlilegasta mynd af athöfnum og samskiptum bams- ins á dagvistarheimilinu auk upplýs- inga um samskipti heimilis og dag- vistarstofnunar. Ennfremur veitti viðtalið mikilvægar upplýsingar um félagslega og tilfinningalega aðlög- un bamsins að öðrum bömum, starfsfólki, starfseminni og þeim reglum sem þar gilda. Þá var komið að atferlisathugun á baminu sjálfu í leikskólanum, þar sem athuguð voru samskipti þess við starfsfólkið og hin bömin ann- ars vegar í fijálsum leik og hins vegar í kaffitími eða annarri starf- semi skipulagðri af fóstrunum. Til- gangur atferlisathugunarinnar var fyrst og fremst að fá upplýsingar frá fyrstu hendi um hegðun bama og samskipti þeirra hvert við annað og við fóstrumar. Síðast var haft viðtal við bamið. Uppbygging þess var svipuð og hinna því miðað var við undangeng- inn dag sem var baminu í fersku minni. Baldur sagði að þeim hefði meðal annars leikið forvitni á að vita hve meðvitað bamið var um orsaka- samhengin að baki daglegu lífi þess. Hvort bamið liti á sig sem virkan valdanda um sitt daglega líf eða óvirkan þolanda, sem litlu eða engu réði og hvemig bamið upplifði þær kröfur sem til þess voru gerðar. Bömin sem tóku þátt í rannsókn- inni voru öll fædd á árinu 1982 og voru fimm ára gömul. Þau vom í dagvistun í að minnsta kosti 15 klukkustundir á viku. Bömin skipt- ust f þrjá hópa. Böm í A-hópi áttu foreldra sem báðir unnu verkastörf eða höfðu litla menntun. Foreldrar bama úr M-hópi voru báðir vel menntaðir og unnu við uppeldi, íjöl- miðlun, eða önnur störf sem kröfð- ust samskipta við fólk. í E-hópi,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.