Morgunblaðið - 01.05.1988, Side 33

Morgunblaðið - 01.05.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 33 Ljósmynd/Bill Lovelace Dorothy Sigurðsson, lengst tii vinstri, ásamt hinum dömunum sex, sem þátt tóku í Pre-Arctic Open á dögunum. það sem ég kalla „Golfvikur í Brom- ley“, golfferðir til Lundúna í eina viku með brottfor frá Islandi alla sunnudaga allt árið um kring. Meg- intilgangur slíkra ferða er að bjóða íslenskum golfáhugamönnum kost á að stunda íþrótt sína við bestu aðstæður og tilsögn færustu manna. Ég tek sjálfur á móti þátttakend- um í slíkum golfferðum og annast flutning þeirra til Bromley, sem er úthverfl Lundúna en þó ekki meira úthverfi en svo að einungis tekur um 15 mínútur að fara með lest frá miðborg Lundúna til Bromley. í Bromley getur fólk valið um gist- ingu á tveimur hótelum og síðan er boðið upp á ótakmarkað golf frá mánudegi til föstudags á tveimur völlum í Sundridge Park Golf Club. Hér er um afbragðsvelli að ræða og ef þátttakendur óska eftir kennslu, þá er mjög hæfur kennari í klúbbnum til aðstoðar gegn vægu gjaldi. Raunar hefur mér tekist, meðal annars vegna góðra tengsla við viðkomandi aðila, að fá verði þessara golfferða stillt mjög í hóf. Þær kosta 29.500—34.800 krónur á núverandi gengi. Heimilisfangið er 39 Kenwood Drive, Beckenham, Kent Br3 2qx. Síminn er 01-658- 6044 og telexnúmer 896827. Fax- númerið er 01-460-7908. Raunar eru golfvellimir í Sundridge Park ekki þeir einu sem unnt er að bjóða upp á í þessum ferðum. Til dæmis gefst mönnum einnig kostur á að leika á heimsfrægum golfvöllum á borð við Sunningdale og Wentworth en leik á þessum heimsfrægu golf- völlum þarf helst að panta með nokkurra mánaða fyrirvara. Golfklúbburinn í Sundridge Park hefur aldeilis ágætum leiðbeinend- um á að skipa og er fyllsta ástæða til að nefna þann sem væntanlega kemur til með að leiðbeina fjölmörg- um íslendingum sem hingað koma. Þetta er Bob Cameron, sem starfað hefur sem kennari hjá klúbbnum undanfarin ár. Cameron þessi hefur gert ýmsa góða hluti í golfíþróttinni þótt aldurinn sé ekki hár. Hann gerðist atvinnumaður árið 1973, þá aðeins tvítugur að aldri. Hann á að baki árangursríkan feril í íþrótt- inni, hefur staðið sig frábærlega vel á ýmsum golfmótum hér í landi og nokkrum sinnum leikið í lands- liði fyrir hönd þjóðar sinnar. Það er auðvitað ekki amalegt að geta boðið íslenskum kylfingum upp á tilsögn slíks manns. Hann hefur kennt ýmsum frægum mönnum golf og hugmynd mín er sú að gefa Islendingum kost á að njóta tilsagn- ar hans á frábærum golfvöllum í Sundridge Park. Auk þessara vikuferða, sem fyr- irtæki mitt býður upp á, mun ég auðvitað fús verða þeim innan- handar sem kunna að vera hér í Lundúnum í einhveijum öðrum er- indagjörðum, viðskiptaferðum eða slíku, og hefðu áhuga á að leika golf í einn eða fleiri daga. Pre-Arctic Open Pre-Arctic Open golfmótið, sem Ljósmynd/Bill Lovelace Einar Benediktsson sendiherra var meðal þátttakenda i Pre-Arctic Open. Hér tekur hann á móti útskornu kristalsglasi úr hendi Dorot- hy Sigurðsson. haldið var í Lundúnum hinn 8. apríl síðastliðinn, var einn liðurinn í þeirri viðleitni Jóhanns Sigurðssonar að auka samskipti og kynni íslenskra kylfínga og breskra. Þátttakendur í mótinu voru 36 talsins, þar af 6 íslendingar. Sigurvegari í mótinu varð enski kylfingurinn Des Sturdee og voru verðlaunin, sem hann hlaut, ekki af verri endanum. Hlaut Sturdee meðal annars ferð á Arctic Open golfmótið, sem haldið verður á Akureyri í lok júní næstkomandi og eiga Flugleiðir og Golfklúbbur Akureyrar heiður af því að gefa eftir fargjald og mótsgjald. Jafn- framt fékk Sturdee til eins árs varð- veislu forláta silfurgrip, sem Scand- inavian Bank í Lundúnum gaf til mótsins. Jóhann Sigurðsson er býsna ánægður með þetta fyrsta mót af þessu tagi. — Þetta tókst allt aldeilis frábær- lega og gefur góð fyrirheit um framhaldið. Nú mun ég og mitt fyrirtæki auðvitað róa að því öllum árum að gera sem flestum íslensk- um kylfíngum kleift að taka þátt í mótinu, sem haldið verður 5. maí að ári. Markmiðið er sem sagt að koma íslenskum kylfingum í kynni við þá bresku, gefa þeim kost á að spreyta sig við bestu hugsanlegu aðstæður. En hið árlega Pre-Arctic Open mót er bara einn hluti þessar- ar viðleitni. Golfferðimar, sem fyr- irtækið mitt stendur að, eru vitan- lega sá þáttur sem starfsemi fyrir- tækisins mun að mjklu leyti snúast um á næstunni. Ég hef náð af- bragðssamningum við alla aðila; Flugleiðir, hótelin og golfklúbbinn, þannig að enginn kylfingur ætti að verða svikinn af heimsókn hingað til Lundúna. Þá má ég ekki gleyma að geta Ferðaskrifstofunnar Úr- vals, sem hefur með höndum heima allar bókanir og upplýsingar um þessar ferðir auk þess sem fólk getur auðvitað haft samband beint við mig héma í Lundúnum. Þá get ég ekki látið hjá líða að þakka Bimi Lúðvíkssyni hjá Golfklúbbi Reykjavíkur en hann hefur aðstoð- að mig dyggilega við að koma þess- um draumi mínum, golfferðunum, í kring. Kveðjur Það er gott hljóðið í Jóhanni Sig- urðssyni í Lundúnum og greinilegt að hið nýja fyrirtæki, Anglo Ice- landic Business and Travel Consult- ants, á nú hug hans allan. Hann biður fréttaritara að lokum að skila kveðjum heim til Islands og þá ekki síst til þeirra fjölmörgu sem honum gafst kostur á að kynnast í gegnum áratugastarf sitt sem umdæmis- stjóri íslenskra flugfélaga í Bret- landi. — Það er einmitt reynslan af þessu starfi og brennandi áhugi á auknum ferðamanna- og viðskipta- tengslum íslendinga og Breta sem rak mig til að stofna eigið fyrirtæki eftir að ég lét af störfum fyrir Flug- leiðir í fýrra. Ég er sem sagt til þjónustu reiðubúinn og mitt fyrir- tæki og um leið og ég skila kveðjum heim vona ég að ég eigi eftir að sjá sem flesta landa mína — og þá ekki síst íslenska kylfinga — sækja England heim og njóta þess sem hér er boðið upp á. LÆKNAST0FA 0PNUÐ Verð heima 16. maí - 3. júní. Tímapantanir fyrir aðgerðir og viðtöl hjá ritara Læknahússins í síma 685788 kl. 13-18. Ingvar E. Kjartansson Sérgrein: Skurðlækningarog æðaskurðlækningar. ÍSAFIRÐI, 75 ÁRA Orðsending til nemenda nær og fjærf yngri og eldri: í tilefni af 75 ára afmæli skólans verður haldið afmælishóf laugardaginn 28. maí næstkomandi. Stefnt er að því að gestir komi til ísafjarðará föstudag. Gefst þá tækifæri til að hittast ogrifja uppgömui kynni. f Á laugardag verður skólinn opinn. Þar verður yfirlitssýning á handavinnu nemenda, yngri og eldri. Gestum verður boðið upp á kaffi í skólanum. Um kvöldið verður sameiginlegt hóf í íþróttahúsinu í Bol- ungarvík og mun rútaganga á milli staðanna. Ferðaskrifstofa Vestfjarða býður upp á ferðapakka, þ.e. flug- far og hótelpláss í 2 nætur og einnig verður veittur afslátt- uraffargjaldi hjá Flugleiðum og Flugfél. Norðurlands. Afmælisgestir njóta forgangs með gistingu á Hótel ísafirði. Fjölmennum stelpur Nemendasambandið AceR 500' <♦ ACER500+ (Multitech) Eigum loks til á lager Acer 500 + , IBM pc samhæfðu tölvuna frá ACER (Multitech). Þriggja ára reynsla af þessari tölvu hér á landi ásamt frábæru verði mæla eindregið með ACER 500 +. * örgjafi V-20 4.7718MHz (Norton SI 3.1) * seríutengi, hliðtengi, leiktœkjatengi * innbyggt skjúkort lit/hercules * 12" pergament skjár á stillanlegum fœti * hercules grafík + rofi til að herma litforrit í grátóna * 640K minni, DOS 3.3, Vandaðar handbcekur VISA og EURO - vildarkjör, engin útborgun Skipholt 9, símar 622455 og 623566 Opið laugardaga KI.10-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.