Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988
35
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
1. maí
hátíðisdagur verka-
lýðsins
Hátíðahöldin 1. maí hafa
breyst í tímans rás hér
á landi og annars staðar á
Vesturlöndum. Þau eru ekki
lengur til marks um að í lýð-
ræðisþjóðfélögunum takist á
ólíkar stéttir. í raun eru lýð-
ræðisríkin orðin stéttlaus og
slagorðið gamla: Öreigar allra
landa sameinist! hefur ekki
lengur neinn hljómgrunn í
þeim. í kommúnistaríkjunum
er haldið upp á 1. maí með
hefðbundnum hætti, það er
að segja: einræðisherrarnir
stilla sér upp á palli, í Moskvu
á grafhýsi Leníns, og láta
herinn hylla sig um leið og
þegnamir eru minntir á mátt
valdahafanna. Nú sem fyrr
rýna menn helst í myndir frá
Rauða torginu til að geta sér
til um valdastöðu einstakra
ráðamanna og verður sérstak-
lega eftir því tekið að þessu
sinni, hvar Jegor Lígatsjov
fær að standa á grafhýsi
Leníns, hvort Gorbatsjov sé
kannski að takast að bola
þessum öðrum valdamesta
manni sovéska kommúnista-
flokksins til hliðar.
Nýlega var það haft eftir
Poul Schluter, forsætisráð-
herra Danmerkur, á forsíðu
Morgunblaðsins, að Karl
Marx, einn helsti höfundur
kommúnismans og átrúnaðar-
goð þeirra sem ganga undir
merlcjum hersins 1. maí fyrir
austan tjald, væri íhaldsmað-
ur í stjómmálum nú á dögum.
Raunar var helst að skilja á
Schluter, að Marx myndi halla
sér að fijálshyggjunni væri
hann ofar moldu um þessar
mundir. Danski forsætisráð-
herrann rökstuddi þetta m.a.
með þessum orðum: „Sósíalísk
hugmyndafræði verður æ
fomeskjulegri og ef Karl
Marx væri nú á lífí, er ólík-
legt, að hann væri marxisti;
hann var miklu skynsamari
en svo. . . Karl Marx hélt,
að hagur almennings í auð-
valdssamfélagi yrði sífellt
verri. En svo er þrótti kapítal-
ismans fyrir að þakka, að
mikill meirihluti fólks hefur
það betra og betra."
Samtíminn sýnir okkur, að
í þeim ríkjum, þar sem stjóm-
arsteftian byggist á marx-
isma-lenínisma eða kommún-
isma og sósíalisma hefur
gengið verst að ná því mark-
miði að bæta hag almennings.
Engu er líkara en stjómendur
þessara landa hafí litið þannig
á, að það væri óaðskiljanlegur
þáttur marxismans að skapa
öreigastétt, sem ætti vart
málungi matar og nyti þar að
auki ekki frelsis til orða og
athafna. Að loknu stöðnun-
artímabili í Sovétríkjunum eru
þar nú nýir stjómarherrar,
sem segjast vilja breytingar
og taka þá óhjákvæmilega
stefnu í átt frá ríkisforsjá og
öðmm þáttum, sem hafa verið
kjamaatriði marxismans. í
hinu höfuðríki kommúnis-
mans, þar sem Marx hefur
verið í hávegum hafður, Kína,
er tilraunastarf í átt til kapít-
alisma komið á töluverðan
rekspöl.
1. mai er alþjóðlegur hátíð-
isdagur verkalýðsins og minn-
ast menn hans hver með
sínum hætti og eftir aðstæð-
um á hveijum stað. Nýliðinn
vetur hefur verið átakavetur
fyrir íslenska verkalýðshreyf-
ingu og síðustu daga og vikur
hefur óvenju mikil harka
færst í þessi átök með verk-
falli verslunarmanna. Hafa
þeir orðið fremstir í baráttu-
sveitinni fyrir bættum kjömm,
þótt ekki sæki forystumenn
samtaka þeirra styrk sinn tii
kenninga Marx.
Deilur um kaup og kjör em
ekki úr sögunni, þótt marx-
isminn sé á undanhaldi. Raun-
ar er það aðeins í löndum, þar
sem marxistar ráða ekki, sem
mönnum leyfíst að grípa til
verkfallsvopnsins til að árétta
launakröfur sínar. Mestu
skiptir auðvitað að jafnvægi
ríki milli launahópa í hveiju
landi og þannig sé að atvinnu-
málum staðið, að menn geti
gengið til þeirrar vinnu, sem
þeir kjósa. Undan þessu höf-
um við íslendingar ekki þurft
að kvarta á undanfömum ára-
tugum. Strengi menn þess
heit 1. maí 1988 að virða þetta
jafnvægi og stofna ekki at-
vinnuástandi í hættu em hát-
íðahöld dagsins landi og lýð
til heilla.
Alfreð Elíasson, sem lézt
fyrir skömmu, var einn
af frumherjunum í
íslenzku atvinnulífi á
þessari öld. Hann var
einn þeirra manna, sem
markaði djúp spor í
samtíð sína. í nokkra
áratugi fylgdist íslenzka þjóðin með því
ævintýri, sem Alfreð Elíasson átti manna
mestan þátt í að skapa, Loftleiðaævintýr-
inu. Uppgangur Loftleiða var ekki einung-
is þáttur í flugsögu okkar íslendinga.
Landvinningar Loftleiðamanna á erlendri
grund hafa áreiðanlega átt ríkan þátt í
að efla með landsmönnum sjálfstraust og
trú á, að við íslendingar gætum staðið
okkur í samkeppni við stórþjóðir.
Einn nánasti samstarfsmaður Alfreðs
Elíassonar á Loftleiðaárum hans, Sigurður
Magnússon, sagði í minningargrein hér í
Morgunblaðinu hinn 20. apríl sl.: „Við, sem
komið höfðum úr ýmsum áttum og vorum
vitanlega mjög ólík, urðum fljótlega eftir
að við gengum í þjónustu Loftleiða, tengd
þeim traustu bræðraböndum, sem eru
frumskilyrði þess, að samvinna geti orðið
öllum unaðsleg. Styrkasta stoð hennar var
sameiginleg trú okkar á mikið lífslán Al-
freðs, fullvissan um, að enginn væri honum
færari til foiystu. Þegar augljóst var orðið
að hann náði ekki lengur öllum vopnum
sínum riðlaðist fýlkingin og ósigurinn
æddi inn um hið mikla skarð, sem opið
stóð og ófyllt.
Vera má, að minningin um baráttu- og
starfsgleði samfylkingarinnar góðu hverfí
að fullu með okkur, sem hennar nutum
og að á hana verði aldrei minnst í þeirri
sögu Loftleiða, sem síðar verður skráð.
Að mínum skilningi er hún á ýmsan hátt
sögulega mjög verðmæt, eigi sízt vegna
þess að þegar ég lít nú yfír æviferil Al-
freðs virðist mér það eitt hinna miklu af-
reka hans, hve listilega honum tókst að
fylkja okkur samstarfsmönnum sínum hér
heima og erlendis svo örugglega saman í
sveit, að fullvissan ein um að vera þar
velkomin gerði okkur öllum lífíð ljúft í
blíðu og stríðu."
Jakob F. Ásgeirsson, sem skrifaði sögu
Alfreðs Elíassonar, hefur hana á þessum
orðum: „Athafnamaðurinn, hinn sanni at-
hafnamaður, er „upprisinn úr fortíðinni
og markar stefnuna inn í framtíðina".
Hann er mikill af sjálfum sér; áræði sínu,
kjarki, dugnaði og greind. Hann reisir sér
ekki skýjaborgir, - hann framkvæmir. At-
höfnin er hans lífsfylling. Og þegar tekur
að rökkva í lífí þessa manns, lítur hann
sáttur yfir dagsverk sitt, sáttur við Guð,
sáttur við lífíð. Og það er bjart yfír hon-
um, þegar hann tekur við að rifja upp
sögu sína.
Saga Alfreðs Elíassonar er ævintýri, hið
íslenzka flugævintýri. Hann var frumkvöð-
ull að stofnun flugfélagsins Loftleiðir hf.,
yfírflugstjóri þess fyrstu árin, en tók svo
við stjórn félagsins, þegar líf þess hékk á
bláþræði — og undir hans stjóm óx það
og dafnaði uns það var orðið stórveldi í
íslenzku atvinnulífí með 1.300 manns í
vinnu. En það dimmdi snöggt í lífí hans;
það varð myrkur um miðjan dag. Á bezta
aldri missti hann heilsuna og horfði upp
á lífsverk sitt hverfa í aðrar hendur. Ál-
freð Elíasson varð að víkja, heilsulaus
maður, en hið íslenzka flugævintýri, Loft-
leiðir, gerðist og þar er fólginn sigur Al-
freðs Elíassonar — sigur athafnamanns-
ins, sem er „upprisinn úr fortíðinni og
markar stefnuna inn í framtíðina“.“
Það er erfítt, ef ekki ómögulegt, að
útskýra fyrir nýjum kynslóðum, hvers kon-
ar áhrif Loftleiðaævintýrið hafði í íslenzku
þjóðlífi og ekki sízt á ungt fólk. Upp-
gangur félagsins hófst nokkrum árum eft-
ir lýðveldisstofnun og blómaskeið þess stóð
í tvo áratugi. Þjóðin var stolt af Loftleið-
um, baráttu félagsins við risafyrirtækin í
fluginu, frumkvæði þess í að lækka flug-
fargjöld yfír Atlantshafíð og þeirri dirfsku,
sem einkenndi allan rekstur þessa félags.
Nú er foringinn í þessu fyrirtæki horfinn
á braut. Hann skipar með sóma sæti með
fremstu athafnamönnum okkar á þessari
öld.
„Fastgengispostular“
Líklega er langt síðan jafn mikill skoð-
anamunur hefur verið á milli manna hér
um það, hvort grípa eigi til gengislækkun-
ar eða ekki. Talsmenn sjávarútvegs, út-
gerðar og fískvinnslu, hafa á undanfömum
vikum gert harða hríð að ríkisstjóminni
og krafíst gengislækkunar. Sumir þeirra
hafa gengið svo langt að telja sjónarmið
þeirra, sem líta ekki á gengislækkun, sem
allra meina bót, hreint „mgl“.
Nú hefur þessum atvinnurekendum við
sjávarsíðuna borizt óvæntur liðsauki. í
umræðum á Alþingi sl. fímmtudagskvöld
um vantraust á ríkisstjómina, kom glöggt
fram, að ræðumenn Alþýðubandalags,
Kvennalista og Borgaraflokks telja gengis-
breytingu óhjákvæmilega. Flestir þeirra,
sem töluðu á vegum þessara aðila fóru
háðulegum orðum um ■ „fastgengisstefn-
una“. Þeir töluðu jafnvel um „fastgengis-
postulana" með sama hætti og vinstri
menn á ámm áður töluðu um „gengispost-
ula“, þegar þeir veittust að þeim, sem þá
vildu gengisbreytingu.
Það er óneitanlega nýtt fyrirbæri í
þjóðlífí okkar, að helztu atvinnurekendur
í landinu og vinstri flokkar á borð við
Alþýðubandalag og Kvennalista, taki
höndum saman í baráttu fyrir því að geng-
ið verði lækkað. Þetta er þeim mun merki-
legra þar sem gengislækkun er yfírleitt
talin launþegum mjög óhagstæð. Ástæðan
er náttúrlega sú, að ef hún er framkvæmd
á þann veg, að komi að gagni fyrir atvinnu-
reksturinn, þ.e. að verðhækkunaráhrif
hennar komi ekki fram í hækkuðu kaup-
gjaldi, þýðir hún einfaldlega kauplækkun,
eins og Þorsteinn Pálsson, forsætisráð-
herra, benti réttilega á í umræðunum á
Alþingi. Ef hún er hins vegar framkvæmd
á þann hátt, að verðhækkunaráhrifin komi
öll fram í hærra kaupgjaldi, leiðir gengis-
breyting til stórfelldrar verðbólguöldu.
Reynslan hefur kennt okkur að óðaverð-
bólga kemur verst niður á þeim, sem
lægstu launin hafa.
Af þessum sökum kemur það óneitan-
lega á óvart, að flokkar á borð við Al-
þýðubandalag og Kvennalista, setji fram
stífar kröfur um gengislækkun. Hins veg-
ar verða orð þeirra ekki skilin á annan
veg og þau eru varðveitt í þingtíðindum,
þannig að ekki fer á milli mála, hvað sagt
var.
Vel má vera, að staðan í undirstöðuat-
vinnuvegi okkar sé orðin svo slæm, að
ekki verði komizt hjá gengislækkun, en
að sjálfsögðu myndu fylgja slíkri gengis-
breytingu ráðstafanir til þess að taka verð-
lagsáhrifin út úr kaupgjaldinu. Það er
ekki ónýtt fyrir ríkisstjómina, að hafa á
borðinu, ef til slíkra aðgerða kemur, þær
yfirlýsingar, sem stjómarandstæðingar
gáfu í þinginu á fímmtudagskvöld.
En að ýmsu er að hyggja. Talsmenn
sjávarútvegsins segja, að gengislækkun
sé óhjákvæmileg. Halldór Blöndal, einn
af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins í van-
traustsumræðunum, sagði, að fískiskipa-
floti landsmanna hefði 30% meiri afkasta-
getu en hægt væri að nýta. Þrátt fyrir
þetta em útgerðarmenn að leggja 4 millj-
arða í endumýjun á þessum skipaflota!
Hvað er hér að gerast? Eru menn að krefj-
ast gengislækkunar — með stuðningi
stjómarandstöðunnar! — til þess að standa
undir margfaldri offjárfestingu í fískiskip-
um? Eiga launþegar í landinu að standa
straum af röngum ákvörðunum í þeim
efnum? Þetta dæmi gengur einfaldlega
ekki upp. Forystusveit sjávarútvegsins
þarf að útskýra það fyrir þjóðinni á næstu
vikum, hvemig þetta þrennt fer saman:
krafa um gengislækkun vegna taprekst-
urs, 30% meiri afkastageta en þörf er á
og ný fjárfesting upp á 4 milljarða. Þessi
mikla nýja fjárfesting væri skiljanleg, ef
útgerðin hefði fullar hendur fjár, en svo
virðist ekki vera.
í fískvinnslunni er líka umframfjárfest-
ing og sennilega mun meiri en í útgerð-
inni. En það er athyglisvert, að það er
einungis eitt sjávarútvegsfyrirtæki á öllu
landinu, sem grípur tii annarra ráðstafana
en þeirra einna að óska eftir gengislækk-
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 30. apríl
un. Það er Grandi hf. Fyrirtækið hefur
mætt versnandi stöðu með uppsögnum og
hagræðingu í framleiðslu, niðurskurði á
áformuðum viðhaldskostnaði og öðmm
aðgerðum. Með þessum ráðstöfunum
hyggjast forráðamenn Granda hf. koma í
veg fyrir milijónatuga tap á þessu ári.
Hvað líður slíkum spamaðarráðstöfunum
í öðram frystihúsum landsmanna?
Er of langt gengið?
Tregða núverandi ríkisstjómar til þess
að fallast á gengislækkun svo um munar,
er auðvitað ein leið til þess að knýja at-
vinnureksturinn til að grípa til róttækra
spamaðar- og hagræðingarráðstafana.
Auðvitað væri æskilegt, að ríkisstjóm
þyrfti ekki að beita aðferðum af þessu
tagi til þess að knýja fram sjálfsagða end-
urskipulagningu í atvinnulífí þjóðarinnar.
Á undanfömum áram hefur komið fram
á sjónarsviðið sægur ungra og vel mennt-
aðra manna, sem eiga að hafa burði til
að takast á við það mikla endurskipulagn-
ingarstarf, sem augljóslega liggur fyrir.
Komungur og nýr forstjóri Sláturfélags
Suðurlands segist ætla að gera fyrirtækið
að „yfírburðafyrirtæki". Hvar era allir
þessir ungu menn, sem vilja gera fyrirtæk-
in í sjávarútvegi að „yfírburðafyrirtækj-
um“, sem hugsa um annað og raeira en
það að heimta gengislækkun af stjóm-
völdum?
Hitt er svo annað mál, sem sjálfsagt
er að menn íhugi, hvort hin gegndarlausa
og vitlausa Ijárfesting í atvinnulífí okkar
á undanfömum áratugum óðaverðbólgu
og neikvæðra vaxta, hefur skekkt svo
mjög undirstöður atvinnuveganna og fyrir-
tækjanna, að þau þoli einfaldlega ekki
harkalegar aðgerðir til þess að pína þau
til endurskipulagningar. Það er auðvitað
hægt að spyrja, hvort atvinnurekstur okk-
ar standi á slíkum brauðfótum, að hann
þoli þetta ekki og hvert fyrirtækið á fætur
öðra muni einfaldlega gefast upp og loka.
En ef svo er komið er nauðsjmlegt að
horfast í augu við það og viðurkenna það
og ræða þá opinskátt um, að ekki sé hægt
að reka skynsamlega efnahagspólitík á
íslandi vegna þess, að atvinnufyrirtækin
hafí enga burði til þess. Ef svo er komið
er meinsemdin í efnahagslífi okkar dýpri
og meiri en nokkum hefur granað.
Atvinnurekendur verða að gera sér
grein fyrir því, að það era gerðar til þeirra
meiri kröfur en nokkra sinni fyrr. Þær
kröfur snúast um það, að þeir sýni fram
á, að þeir geti rekið fyrirtæki sín á hag-
kvæman hátt og að þau hafí yfír nægi-
legri þekkingu að ráða til þess að taka
réttar ákvarðanir um fjárfestingar. Það
er líka gerð sú krafa til þeirra, að þeir
nýti sér þau tækifæri, sem nýr og opinn
fjármagnsmarkaður og hlutabréfamarkað-
ur veitir þeim til skjmsamlegrar endur-
skipulagningar á fjárhag fyrirtækjanna.
. Því miður bryddir ekki mikið á nýjung-
um af þessu tagi í undirstöðuatvinnuveg-
um þjóðarinnar, þótt nýrra viðhorfa í
rekstri gæti í öðram fyrirtækjum á öðram
sviðum.
Af staða Seðlabankans
Ræður dr. Jóhannesar Nordals á árs-
fundum Seðlabankans era áreiðanlega eitt-
hvert gleggsta yfírlit, sem hægt er að fá
um stöðu og þróun efnahags- og atvinnu-
mála okkar hveiju sinni, slík er jrfirsýn
Seðlabankastjórans um þessi málefni. Á
ársfundi bankans nú fyrir nokkram dögum
fjallaði dr. Jóhannes m.a. um þær umræð-
ur, sem nú fara fram um gengismál. Hann
sagði m.a.:
„í öðra lagi er ástæða til að benda á
það, að þær greinar, sem nú eiga í mestum
erfíðleikum, era flestar í flokki hinna svo-
kölluðu láglaunagreina. Lögð hefur verið
rík áherzla á það í undanfömum samning-
um að hækka sérstaklega Iaun þess fólks
ogjafna þannigtekjuskiptinguna í landinu.
En hvaða þýðingu hefur slík tekjujöfnunar-
stefha, ef á móti þarf að koma gengislækk-
un, sem lækkar rauntekjur þessa fólks að
nýju? Sannleikurinn er sá, að vandi margra
Morgunblaðið/Bjami
þessara greina er annaðhvort fólginn í of
lítilli framleiðni í samanburði við sambæri-
lega starfsemi í öðram löndum, eða hann
stafar af samkeppni við láglaunafram-
leiðslu, t.d. frá Suður-Evrópu eða Asíu.
Vandamál af þessu tagi verður því að leysa
á vegum fyrirtækjanna sjálfra og á vett-
vangi kjarasamninga en ekki með gengis-
breytingum . . .
I íjórða og síðasta lagi ætla ég að fara
nokkram orðum um viðskiptahallann, en
spáð er talsverðri aukningu hans á þessu
ári. Jafnframt því, sem ég vil sízt af öllu
gera lítið úr þeim vanda, sem viðskipta-
hallanum er samfara, vil ég vara við þeim
hugsunarhætti, að gengislækkun sé eina
eða eðlilegasta lausnin á honum. Á síðasta
ári er t.d. ljóst, að viðskiptahallinn stafaði
svo að segja allur af þenslu innlendrar
eftirspumar, sem orsakaðist af halla i
ríkisfjármálum, miklum erlendum lántök-
um og útlánaþenslu bankanna. Það hlýtur
því að vera fyrsta boðorðið að beita að-
haldi í þessum efnum til þess að draga
úr viðskiptahallanum, enda myndi slíkt
aðhald jafnframt hamla gegn verðbólgu.
Gengisbreyting mundi hins Vegar því að-
eins draga úr viðskiptahalla, að hún leiddi
ekki til víxlhækkana launa og verðlags,
sem vel gæti grafið undan því trausti, sem
tekizt hefur að skapa á markaðnum með
fastgengisstefnunni."
Vinnuveitendur hafa á þessum áratug
haft mikið framkvæði í kjarasamningum
og raunar mótun efnahagsstefnunnar í
landinu. Þeir vilja að á þá sé hlustað um
þau mál. Nú hlýtur sú eðlilega krafa að
verða gerð til þeirra, að þeir leggi fram
svör sín við þessum og ijölmörgum öðram
röksemdum, sem fram hafa komið undan-
famar vikur gegn gengislækkun, svo að
málefnalegar umræður geti farið fram
með og móti og að einu röksemdir þeirra
verði ekki á þann veg, að andmælendur
gengislækkunar fari með eintómt „ragl.“
„Forystusveit
sjávarútvegsins
þarf að útskýra
það fyrir þjóðinni
á næstu vikum
hvernig þetta
þrennt fer saman:
krafa um gengis-
lækkun vegna
tapreksturs, 30%
meiri af kastageta
en þörf er á og
ný fjárfesting upp
á 4 milljarða.*4