Morgunblaðið - 01.05.1988, Síða 38

Morgunblaðið - 01.05.1988, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 Málarinn Clausen á vinnustofu sinni: „Málverkið veitir manni i senn yfirvegaða rósemd handverks- mannsins og frelsi heimspekingsins . . .“ 99 Mynd mín af íslandi er rómantískari en góðu hófi gegnir ... U 99 Það ríkir ákveðinn hroki i Danmörku í garð annarra nor- rænna þjóða ... u Eric Clausen og Kim Larsen í Midt om natten: „Upplifi kvikmynda- gerðina æ meir sem hreina og klára myndlist . . .“ Af ölkassa upp á breiðtjald og til baka Eric Clausen er einn fremsti leik- stjóri og fjöllista- maður Dana en á einnig rætur að rekja til íslands. Frá hvoru tveggja og mörgu fleira segir hann í viðtali við Morgunblaðið Félagarnir í Circus Himmelblá, Kim Larsen, Leif Sylvester Petersen og Erik Clausen: „Hefðum mikinn áhuga á að troða upp á íslandi með framsækinn rokksirkus, eitthvað í ætt við Þjóðhátíðina í Vestmanna- eyjum eins og hún birtist okkur í kvikmyndinni Með ailt á hreinu . . .“ Sumir segja að Erik Clausen njóti sín best standandi á öl- kassa á Strikinu dragandi samborgarana sundur og saman í háði með margræð- um gamanmálum, — grínari af guðs náð og bestu gerð. Aðrir segja að hann sé öðru fremur málsvari lítil- magnans, hvort heldur það er hústökufólk í Ryesgötu eða geislavirkir Lappar í kjölfar Tsjemóbylslyss, - baráttuglaður hugsjónamað- ur. Sjálfur segir hann að sér líði best einum við málarat- rönuraar að mála litla mynd eða við að semja ljóðræna söngva — listhneigður dag- draumamaður. Utan Danmerkur er Erik Clausen þekktastur sem kvikmyndagerðarmaður. Hann er afkastamesti leik- stjóri Dana þessa áratugar; fimmta myndin hans, Rami og Júlía, var frumsýnd 4. mars síðastliðinn. Erik Clausen er semsagt giska samsettur maður, — og ekki allt upptalið enn sem þessi 46 ára gamli Kaup- mannahafnarbúi hefur feng- ist við um dagana. Á íslandi er hann trúlega þekktastur fyrir leik sinn í hinni vinsælu mynd Midt om natten þar sem hann lék með félaga sinum, rokksöngvaranum fræga Kim Larsen. Og til íslands liggja sumpart rætur Eriks Clausens. egar ég heimsótti Erik skömmu fyrir páska snerist eðlilega allt um nýju kvik- myndina hans, Rami og Júlíu. Ein- sog titillinn ber með sér styðst myndin við leikrit Shakespeares um elskendurna sem náðu ekki saman vegna Qandskapar fjölskyldna þeirra. „Sögusviðið er steypugrátt út- hverfi í Kaupmannahöfn," segir Erik. „Júlía er dönsk, býr ein með mömmu sinni og vinnur á bensfn- stöð. Rami er danskur Palestínu- arabi, tilheyrir stórri fjölskyldu sem hefur búið nokkur ár í Danmörku. Þau hittast í kjölfar átaka milli ungra araba og danskra götu- stráka, og það verður ást við fyrstu sýn. En hinir ólíku menningar- heimar sem þama mætast, með misskilning og fordóma á báða bóga, togstreitan sem milli þeirra ríkir meinar Rami og Júlíu að njót- ast.“ Pólitísk ástarsaga semsagt... „Já, enda fínnst mér ástin athygl- isverðust þegar hún felur í sér póli- tískar andstæður — sem geta birst á marga vegu, í smáu og stóru, milli einstaklinga, fjölskyldna, þjóða... Það er aðstaða Rami og Júlíu sem er þungamiðjan, hinn dramatíski grunnur myndarinnar, og sem ég nota til þess að sýna hvemig danskt þjóðfélag hefur það á því herrans ári 1988. Mér þykir það ansi dapur vitnis- burður um Dani, hvernig við höfum verið að gera þessi örfáu þúsund af innflytjendum og flóttafólki að meiriháttar vandamáli. Það gleym- ist alveg hvað þetta fólk getur gef- ið okkur í krafti reynslu sinnar og menningar; nýjar hugmyndir, inn- sýn í hluti sem við þekkjum bara af afspum. Ég vil með mynd minni meðal annars vekja athygli á því, að bakgrunnur flestra Palestínu- araba er dramatískari en nokkurs Dana og rosalegri en nokkur amerískur þriller sem sést hefur á breiðtjaldinu. Við sem erum sífellt að velta okkur uppúr félagslegum vandamálum höfum aldrei upplifað þau af þeirri stærðargráðu sem þetta fólk hefur gert. En við eigum heldur ekkert með að vorkenna því, við eigum að umgangast það á jafnræðisgrundvelli. Það er á okk- ar valdi að skilgreina stöðu þessa fólks, og það er ekki meira vanda- mál en við gerum úr því. Ég er þeirrar skoðunar að koma þess hingað sé í rauninni vítamínsprauta fyrir okkar að mestu staðnaða menningarlíf og fínnst það mætti frekar að vera fleira en færra.“ En svo við vendum nú okkar kvæði all rækilega í kross, þá ertu nátengdur íslandi, ekki satt? „Jú, skömmu eftir stríðið flutti faðir minn þangað og fór að búa með íslenskri konu. 0g ég á þess vegna íslensk hálfsystkini, tvo bræður og eina systur. Þegar ég var 14 ára fékk ég að heimsækja pabba á íslandi, það var í fyrsta skipti sem ég hitti hann, og varð mjög hrifínn af landinu, hinni stór- brotnu náttúru, víðáttunni. Ég var þama í nokkrar vikur, mest í Reykjavík, en fór þó í nokkrar ferð- ir útá land. Faðir minn var vélvirki og nokkrum árum eftir að ég heim- sótti hann til íslands flutti hann aftur til Danmerkur og er nú látinn fyrir fáeinum árum. Hann talaði víst aldrei góða íslensku, en hálf- systkini mín gera það auðvitað. Bræður mínir búa ekki lengur á íslandi, en halda íslenskum ríkis- borgararéttindum sínum; ekki þó af þjóðemislegum ástæðum fyrst og fremst heldur til að losna við herþjónustuna héma. Annar þeirra er sjómaður og býr í Svíþjóð, en hinn er húsamálari búsettur hér í Kaupmannahöfn._ Mynd mín af íslandi er reyndar rómantískari en góðu hófí gegnir. Líkt og með Færeyjar finnst mér ævintýralegt að þar skuli búa fólk. Það er sérkennileg upplifun að koma fljúgandi til lands sem er svo eyðilegt og ófrjósamt að sjá, en þegar maður lendir er maður kom- inn í svo ríkt menningarsamfélag, miðað við fámennið, að flestar aðr- ar þjóðir blikna í samanburði. Ef ég væri íslendingur væri ég mjög

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.