Morgunblaðið - 01.05.1988, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988
Oábyrg skrif Svanhildar
Bogadóttur um málefni SINE
Athugasemdir vegna skrifa Svanhildar Bogadóttur í Morgunblaðinu þann
27. apríl síðastliðinn um málefni SÍNE
eftir Kristján
Ara Arason
Að skemmta lesendum Morgun-
blaðsins með lygum og óhróðri á
kostnað SÍNE getur vart talist heið-
arlegt né málefnalegt. Gagnvart
lesendum er slíkur málatilbúningur
óvirða og gagnvart hlutaðeigandi
þolendum eru slík skrif lítilmannleg.
Hugsmíð Svanhildar Bogadóttur,
sem birtist í Morgunblaðinu þann
27. apríl sl. um málefni SÍNE getur
vart talist til álitsauka fyrir hana
því þar kom fram aragrúi stað-
hæfulausra fullyrðingar sem tengd-
ar voru saman með háði og róg-
burði um undirritaðan formann
SÍNE, sem og um stjóm SÍNE. Slík
skrif hljóta að stórum hluta að
dæma sig sjálf. Hinsvegar telur
undirritaður sig knúinn til að leið-
rétta þau ósannindi sem Svanhildur
'pvingaði penna sinii til að setja á
blað.
Ósannindi o g rang-
færslur Svanhildar
í upphafi greinar Svanhildar seg-
ir að nú standi yfir bréflegar kosn-
ingar til stjómar SÍNE, fyrir vetur-
inn 1988—89 og að nokkur blaða-
skrif hafi orðið um þessar kosning-
ar. Ólíkt því sem á eftir kemur þá
fer hún hér með rétt mál, en við
þessa staðreynd bætir hún sínum
fyrstu ósannindum, þ.e.a.s. að þau
blaðaskrif sem orðið hafí um kosn-
ingamar hafí „einkennst af yfirlýs-
ingum formanns SÍNE, Kristjáns
Ara Arasonar, um nokkra af þeim
fímm frambjóðendum sem bjóða sig
fram“.
Þetta er rangt, því rétt er að
fram til dagsins í dag hef ég ekk-
ert skrifað í islensk dagblöð um
yfírstandandi kosningar til stjómar
SÍNE. Hins vegar hafa blaðamenn
tveggja íslenskra dagblaða, Morg-
unblaðið (14. apríl) og Þjóðviljinn
(12. apríl), spurt mig álits um það
hvort ég teldi að Samband ungra
sjálfstæðismanna væri með afskipti
aX yfirstandandi kosningum. Og
eins og rétt var, þá skýrði ég þess-
um blaðamönnum frá því að mér
hefði borist bréf í hendur nýverið
sem sýndi að fímm frambjóðendur
til stjómar SÍNE hefðu skrifað und-
ir sameiginlega stefnuskrá og væri
þannig með listaframboð.
Leynilega listakosning
Umrætt bréf, sem mér var ekki
ætlað að sjá, hafði verið sent til
útvalins hóps SÍNE-félaga, án vit-
undar stjómar SÍNE og án vitundar
annarra frambjóðenda.
Á þessu stigi málsins fordæmdi
ég þessi vinnubrögð „fímmmenn-
inganna", enda tel ég óeðlilegt að
leynileg kosningabarátta, á kostnað
einstakra frambjóðenda eigi sér
stað. Umræddum blaðamönnum
skýrði ég einnig frá þvi að mér
hefði borist til eyma að SUS hefði
skipulagt framboð „fímmmenning-
anna“ þó svo að ég gæti ekkert
fullyrt um það. í fréttum sem við-
komandi blaðamenn skrifuðu höfðu
þeir einnig samband við „fímm-
menninganna" og fengu ummæli
þeirra að njóta. sín til jafns á við
mín. í frétt bæði Morgunblaðsins
og Þjóðviljans lýsa „fímmmenning-
amir“ því yfír að um sameiginlegt
framboð sé að ræða. Um yfirlýsing-
'ar af minni hálfu hefur því ekki
verið að ræða, en að sjálfsögðu hef
ég svarað eftir bestu getu þeim
spumingum sem til mín hefur verið
beint.
Afskipti SUS af
málefnum SÍNE
' ‘ Stuttu eftir að þessar fréttir birt-
ust fékk ég staðfestingu á því að
Samband ungra sjálfstæðismanna
hefðu aðstoðað „fímmmenning-
anna“ við að senda framboðsbréfíð
til útvalins hóps SÍNE-félaga, m.a.
með því að útvega nöfn og heimilis-
föng ákveðinna félaga. Þetta hefur
Svanhildur Bogadóttir sjálf staðfest
á stjómarfundi hjá SÍNE þann 19.
aprfl sl. M.ö.o. þá liggur það ljóst
fyrir að SUS hefur beitt sér í fram-
boði „fimmmenninganna“. Að
rejma að breiða yfír þessa stað-
reynd, ber að mínu mati einungis
vott um slæma samvisku Svanhild-
ar Bogadóttur. Enda fer hún ekki
í grafgötur með það að hún styður
þetta framboð.
Ályktun stjórnar SÍNE
Á þessum sama stjómarfundi
samþykkti stjóm SÍNE harðorða
ályktun þar sem hún gagnrýnir af-
skipti SUS af innri málefnum SÍNE
sem og þær aðferðir sem „fímm-
menningamir“ beittu í kosningum.
í þessari ályktun, sem send var öll-
um fjölmiðlum, var það skýrt tekið
fram að ekki væri verið að gagn-
rýna „fímmmenninganna" sem ein-
staklinga heldur þá starfshætti sem
þeir beittu við að ná kjöri. Það var
mat stjómarinnar að henni væri
skylt að álykta um undangengna
atburði, þannig að hinir almennu
SINE-félagar fengju að vita sann-
leikann í málinu og til að veija fé-
lagið fyrir frekari ágangi SUS.
„Einkakosningabarátta“
formanns SINE
í ljósi ofanritaðs, má vera Ijóst
að sú fullyrðing Svanhildar Boga-
dóttur í grein sinni, „ ... formaður
SÍNE standi í einkakosningabar-
áttu..." er röng, og sér í lagi í
ljósi þess að undirritaður formaður
SINE er ekki í framboði.
I grein Svanhildar segir að undir-
ritaður hafí notfært sér Sæmund,
málgagn SÍNE, til að gagnrýna
framboð „fímmmenninganna".
Þetta er rangt hjá henni því sem
formaður SÍNE og sem föstum leið-
arahöfundi í Sæmundi ber mér
skylda gagnvart félagsmönnum
SÍNE að greina frá þeim málum
sem hæst bera hverju sinni. Og það
hlýtur að þykja umtalsvert að SUS
sé að skipta sér af kosningabaráttu
inna SÍNE. Og vart er hægt að
þegja með góðri samvisku um að-
leynilegt listaframboð sé í gangi í
yfírstandandi kosningum. Að mínu
mati væri það að „notfæra" sér
Sæmund ef maður þegði vísvitandi
um slíka og þvflíka atburði.
Rangtúlkun Svanhildar
á leiðara
I gr'ein Svanhildar segir einnig:
„lesendum til gamans skulum við
líta aðeins á hvað Kristján hefur
að segja um kosningarnar" og
skírskotar þá til ofangreinds leið-
ara. Með þessu orðalagi gefur Svan-
hildur sterklega í skyn að leiðarinn
styðji mál hennar á ótvíræðan hátt
og ætti henni því að vera í mun
að benda á dæmi um slíkt. En Svan-
hildur virðist engin slík dæmi fínna
og vitnar því aldrei beint f umrædd-
an leiðara í grein sinni. Því bregður
Svanhildur til þess ráðs að leggja
undirrituðum orð í munn rétt eins
og ég hafi sjálfur sagt þau. T.d.
segir Svanhildur að „ af orðum
Kristjáns megi ráða að kosningar
séu einn sá mesti bölvaldur sem
SÍNE geti orðið fyrir". Þetta er
ekki bara rangt heldur sýnir þetta
glögglega málefnalega fátækt
Svanhildar. í leiðaranum segi ég
þvert á móti að það væri
„ ... óskandi að skýringin á þessum
fjölda framboða væri vaxandi bar-
áttuvilji SÍNE-félaga fyrir betri
kjörum". Það má vera að Svan-
hildur telji sig geta skemmt lesend-
um Morgunblaðsins með svona
málflutningi. Ég hef hinsvegar
meiri trú á lesendum Morgunblaðs-
ins en svo.
Svanhildur þvingnð
til stjórnarsetu?
Svanhildur Bogadóttir segir í
grein sinni að yfírleitt hafí „ ...
með herkjum tekist að neyða þijá
menn í stjóm". Þetta er rangt því
skv. mínum heimildum um sögu
SÍNE hafa að öllu jöfnu setið fleiri
en þrír í stjóm SÍNE. Það að halda
því fram að einhver hafi verið
neyddur til stjómarsetu hjá SÍNE
em ummæli sem dæma sig sjálf
að mínu mati, — en án þess að ég
þori að fullyrða nokkuð um það þá
má vel að ^stjómarseta Svanhildar
í stjóm SÍNE sé nauðungin ein.
Ef svo er væri fróðlegt að fá að
vita hver þvingi hana til stjómar-
setu í SÍNE, og þá jafnframt hver
leggi henni línumar?
Af vinsældum SÍNE
Ef til vill má skýra þær rang-
færslur sem næst koma í grein
Svanhildar, á grundvelli þess að hún
sé til stjómarsetu. í greininni fagn-
ar hún því að ellefu „óþvinguð"
framboð hafí komið fram, og tek
ég vissulega undir þann fögnuð, en
bæti því jafnframt við að þau hafí
komið fram „ ... án þess að SÍNE
hafi gert nokkuð til að auka vin-
sældir sínar“. Þó svo að Svanhildur
leggi áherslu á það í gréin sinni að
hún vilji „skemmta“ lesendum
Morgunblaðsins með tiltæki sínu,
þá vil ég þó ekkj gera henni þá
skoðun upp að SÍNE sé eitthvert
„skemmtifélag". Með ofangreindri
fullyrðingu hlýtur Svanhildur að
eiga við að SINE hafí ekki staðið
sig í hagsmunabaráttunni. Þetta er
að mínu viti alrangt enda hefur
SÍNE hingað til staðið sameinað
•og öflugt í hagsmunabaráttunni,
og hefur sú barátta vart dulist
nokkrum. Það vekur hins vegar
furðu mína að Svanhildur Bogadótt-
ir^ varaformaður SÍNE og fulltrúi
SINE í stjóm Lánasjóðs íslenskra
námsmanna, er svona uppfull af
sjálfsgagnrýni.
Ofurfrjótt ímyndunarafl
eða blákaldar staðreyndir?
Ekki þarf að leita lengi að næstu
ósannindum í grein Svanhildar. Hún
lætur í það skína með háðulegum
glósyrðum að skrif mín um tengsl
Sjálfstæðisflokksins við framboð
„fímmmenninganna" beri merki um
ofurfrjótt ímyndunarafl. Þannig
leggur hún mér í munn að ég telji
„ ... að Sjálfstæðisflokkurinn
skipuleggi vel undirbúna skæruliða-
starfsemi til að koma SÍNE af kort-
inu“. Og spyr mig jafnframt að því
hvaða heimildir ég hafi fyrir þess-
ari vitneskju. Ofangreint orðalag
kannast ég ekki við. Hinsvegar
kastaði ég fram þeirri spumingu
hvort „ . .. Sjálfstæðisflokkurinn
væri ef til vill að reyna að tryggja
sér vinnufrið við þær fyrirhuguðu
breytingar á Lánasjóði íslenskra
námsmanna sem ríkisstjómin hefur
boðað?“ í ljósi þess að SUS aðstoð-
aði „fimmmenninganna" við fram-
boðið og að framkvæmdastjóri SUS
er einn frambjóðenda á lista „fímm-
menninganna", hlýtur þessi spum-
ing þó enn að eiga rétt á sér.
Hvern er Svanhildur
að gagnrýna?
Svanhildur fullyrðir ennfremur
að stjóm SÍNE hafí sætt harðri
Kristján Ari Arason
„í ljósi óheiðarlegra
vinnubragða „fimm-
menninganna“ og
þeirrar leyndar sem
hvílt hafði yfir fram-
boðsmálum þeirra,
þótti stjórn SÍNE ekki
ástæða til að halla enn
frekar á aðra frambjóð-
endur og seinka útgáfu
blaðsins til að koma
gögnum „fimmmenn-
inganna“ að. Slik seink-
um hefði jafnframt
valdið því að Sæmund-
ur hefði ekki borist
SÍNE-félögum áður en
kosningafrestur rann
út.“
gagnrýni margra frambjóðenda fyr-
ir að hafa ekki skipulagt opinbera
kosningabaráttu. Þetta em ósann-
indi því þar til að upp komst um
leynilega listaframboð „fímmmenn-
inganna" bámst stjóm SÍNE engar
slikar óskir. Hins vegar var form-
anni kjörstjómar, Svanhildi Boga-
dóttur, falið að hafa samband við
alla frambjóðendur og bjóða þeim
að skrifa kynningu á sér og mark-
miðum sínum í Sæmund, málgagn
SÍNE, þegar ljóst var hveijir myndu
gefa kost á sér til stjómarsetu. Ég
veit ekki betur en Svanhildur hafi
gert þetta en því miður vom við-
brögðin dræm. Stjóm SÍNE leit því
svo á frambjóðendur væm sáttir
við þá kynningu sem þeir fengu á
fylgiriti kjörseðils.
Einn „fímmmenninganna", Jónas
Egilsson, er sá eini sem látið hefur
í ljós gagnrýni á slælegri kynningu
(Morgunblaðið, 14. apríl). Það er
eftirtektarvert að gagnrýni Jónasar
kemur fyrst fram löngu eftir að
„fimmmenningamir" höfðu sent út
sameiginlega stefnuyfírlýsingu til
útvalins hóps SÍNE-félaga. Og þar
sem Sæmundur var þá kominn á
lokastig í vinnslu, taldi stjóm SÍNE
ekki rétt að seinka útkomu blaðsins
til þess eins að koma að nánari
útskýringum „fimmmenninganna"
á framboði sínu. Slflri hefði verið
óréttlátt gagnvart öðram frambjóð-
endum, því einungis hafði borist
kynning frá einum frambjóðenda
utan þessa hóps. Það hefði því orð-
ið að bíða eftir að fímm frambjóð-
endur til viðbótar skiluðu efni í blað-
ið. Og það hefði óneitanlega seinkað
útgáfu þess enn frekar.
I ljósi óheiðarlegra vinnubragða
„fímmmenninganna" og þeirrar
leyndar sem hvflt hafði yfír fram-
boðsmálum þeirra, þótti stjóm
SÍNE ekki ástæða til að halla enn
frekar á aðra frambjóðendur og
seinka útgáfu blaðsins til að koma
gögnum „fímmmenninganna" að.
Slík seinkun hefði jafnframt valdið
því að Sæmundur hefði ekki borist
SÍNE-félögum áður en kosninga-
frestur rann út. En í Sæmundi vom
nauðsynlegar upplýsingar um kosn-
ingamar og því nauðsynlegt að
hann bærist í tæka tíð.
Hverra erinda gekk Svan-
hildur í kjörstjórn?
Svanhildur segir „ ... það skoð-
un kjörstjómar að hafa skyldi út-
sendingu kjörgagna eins ódýra og
unnt væri og því yrði frambjóðend-
um ekki leyft að senda sín gögn
með, því þá hefði útsendingarkostn-
aður hækkað til muna ...“. Hér er
um fullkominn uppspuna að ræða.
Sem einn kjörstjómarmanna vil ég
taka fram að þessi ákvörðun var
aldrei tekin í kjörstjóm. Hinsvegar
var Svanhildur Bogadóttir ein þeirr-
ar skoðunar í kjörstjóm að ítarlegar
upplýsingar um alla frambjóðend-
uma skyldu ekki fara út með kjör-
gögnum. Þannig beitti hún sér
ítrekað fyrir því að skera framboðs-
kynningamar sem mest niður.
Meirihluti kjörstjómar reyndi að
fremst megni að koma til móts við
þessar óskir Svanhildar en án
árangurs.
í stuttu máli þurfti meirihluti
kjörstjómar síðan að beita meiri-
hlutavaldi sínu til að námslönd
frambjóðenda kæmu fram. Þessari
„valdníðslu“ meirihluta kjörstjómar
mótmælti Svanhildur og hótaði
lg'örstjóm jafnframt málsókn.
Ástæður þessa mótþróa Svanhildar
var ekki kostnaðarlegs eðlis, heldur
taldi hún að allar upplýsingar með
kjörgögnum um frambjóðendur
gætu haft áhrif á val SÍNE-félaga.
Hver raunvemleg ástæða þessarar
afstöðu Svanhildar í kjörstjóminni
var, get ég ekkert fullyrt um, en
hitt er annað mál að Svanhildur er
dyggur stuðningsmaður „fimm-
menninganna" og má því vel vera
að hún hafí talið „leynibréf þeirra,
sem einungis var sent til útvalins
hóps SÍNE-félaga, fullnægjandi
framboðskynningu. Mér dettur alla
vega ekki til hugar í þessari grein
að væna Svanhildi um að hafa
gengið erinda „fímmmenninganna"
í kjörstjóm, þó svo að sú skýring
kunni að sýnast nærtæk.
Sæmundur og ritfrelsið
Fullyrðing Svanhildar um að öll-
um frambjóðendum hafí verið „ ...
neitað um að kynna sig fyrir hinum
almennu félagsmönnum og koma
skoðunum sínum á framfæri" er
því með ofangreindum rökum stað-
hæfulaus. i tíð núverandi stjómar
SÍNE hefur Sæmundur, málgagn
SÍNE, staðið öllum SÍNÉ-félögum,
og þar með frambjóðendum til
stjómar, opið til málefnalegra um-
ræðna. Listaframboð fimmmenn-
inganna gerði lýðræðislega kynn-
ingu hins vegar ill framkvæman-
lega, því ekki vildi meirihluti stjóm-
ar stuðla enn frekar að forskoti
þeirra.
Blaðaútgáfa — moldvörpu-
starfsemi?
Svanhildur gerir stjóm SÍNE það
upp, að blaðið hafí verið keyrt á
methraða í gegnum prentun til að
tryggja að hún fengi ekki að svara
„níði um sig“ í blaðinu og vísar hún
í því sambandi annars vegar í marg-
ræddan leiðara minn og hins vegar
í bréf fulltrúa SHÍ og BÍSN í stjóm
LÍN þar sem hún vissulega sætir
gagnrýni. Það er hinsvegar ekki
rétt hjá henni að stjóm SINE hafí
verið að halda henni frá vinnslu
blaðsins, nema síður sé því við þá
vinnu em allar hendur nytsamleg-
ar. Staðreyndin er sú að vinnsla
blaðsins varð að ganga hratt fyrir
sig því verkfall var yfírvofandi og
seinkun útgáfu hefði þýtt að blaðið